Tíminn - 28.07.1979, Page 16
Heyvinnuvélar í
fjölbreyttu úrvali.
Til afgreiðslu strax.
J}ji£iJt£aJivéLout hf
_______-i
MF=
Massey Ferguson
Kynnið ykkur verð-
lækkunina á Massey-
Ferguson
hinsigildadráttarvél D/iáLtaJivéLa/v hf.
J léteJ RAUDARÁRSTÍG 18,
höfeltt SÍMI 2BS66 GIST1NG morgunverður
Laugardagur 28. júlí 1979 169. tbl. — 63. árg.
>
HHHI
Nota ekkí steypu með alkalivirkum
efnum í alvörumannvirki
Kás — Steypuskemmdir hafa
veriö ofarlega i hugum manna
sérstaklega á þessum siöustu
timum nýrrar byggingareglu-
geröar, sem gerir strangari
kröfur til efnasamsetningar
steypu en áöur. Mönnum hefur
veriö kunnugt frá árinu 1961 aö
alkalivirk efni voru notuö viö
steypuframleiöslu, enekkivarö
ljóst fyrr en á slöasta ári hve
miklum skemmdum þau geta
valdiö á ibiiöarhúsum.
Allan þennan tima hafa þó
verið byggð mannvirki hér á
landi, þar sem ekki örlar á
þessu fyrirbæri sem kallað er
alkaliskemmdir, enda ólfkt bet-
ur vandað til framkvæmdanna
en gengur og gerist. Þetta á
aðallega við um virkjunar-
mannvirki og brúarfram-
kvæmdir.
Hjá Landsvirkjun hefur aDa
tiö veriö gengið strangt eftir þvl
að steypuefni uppfylltu ströng-
ustu gæðakröfur. Ekki er það,
aðófyrirsynju, enda er 2/3 hluti
kostnaðar við vatnsaflstöðvar
sjálft byggingarmannvirkið.
Meðan ekki höfðu fundist full-
komlega öruggar sandnámur
nálægt Búrfellsvirkjun, var
sandur fluttur úr Stapafelli á
Reykjanesiupp að Búrfelli. Um
skeið var einnig sementið til
virkjunarinnar innflutt. Viö Sig-
ölduvirkjun var hins vegar not-
að venjulegt Portlandssement
frá Sementsverksmiðju ríkis-
ins, en það var þó blandað 23%
með möluðu lóparíti.
Svipað er upp á teningnum við
brúarframkvæmdir hér á landi.
og varúöarráöstafanir gerðar.
Þaö er undarlegt, svo tekið sé
undir með gömlum byggingar-
manni, að þegar viður er fúinn
þá hendum við honum, en not-
um i hans stað ónýta steypu.
2. umferð Norður-
landaskákmótsins:
Jón L.
í tíma-
hraki
Gerði jafntefli við
Lainen frá Finnlandi
Kás — t gærkveldi lauk annarri
umferö Noröurlandamótsins i
skák sem haldiö er I Sundsvall I
Svlþjóö. Mesta athygli vakti skák
Jóns L. Arnasonar og Sven Hjösth
frá Sviþjóö. Skákin var aö þvi
leytinu til sérstök, aö Jón notaöi
mikinn tima og átti aöeins 20
min. eftir þegar skákin var hálfn-
uö eftir 19 leiki, meöan and-
stæöingurinn átti enn eftir 2
klukkustundir til góöa. Aö end-
ingu varö Jón aö sætta sig viö
jafntefli.
Af öðrum skákum er það aö
frétta, aö Bragi Halldórsson, hélt
áfram sigurgöngu sinni og vann
nú Ekelund frá Svlþjóð. Elvar
Guömundsson vann Svlann Orn-
dal, Björgvin Jónsson vann Kvist
og Askell Orn Kárason er með
unnið tafl á móti Anderson frá
Sviþjóö. Verða þeir allir með tvo
vinninga aö loknum tveimur um-
feröum.
Ingvar Asmundsson er meö
biðskák á móti Rijala frá Finn-
landi.
1 dag hefst keppni I kvenna-
flokki og opnun drengjaflokki.
Verður teflt daglega, nema á
mánudag, þá veröa tefldar tvær
umferðir.
1 dag hefst einnig þing Norræna
Skáksambandsins, og stendur
þaö væntanlega fram á morgun-
daginn. Fyrir þinginu liggur til-
laga frá tslandi, þar sem það
býðst til að halda næsta Norður-
landameistaramót I skák, árið
1981.
tslensku fulltrúarnir á þinginu
munu einnig flytja tillögu, þar
sem skorað er á Noröurlandaráð,
að styrkja ferðakostnaö skák-
manna I feröum milli landanna,
eins og fyrirhugaö er með Iþrótta-
menn.
Enn einu sinni hefur Albert
vinurinn skotiö Geir ref fyrir
rass. Siöasti stórsigur Alberts
yfir Geir var þegar hann sigraöi
Geir I prófkjörinu fyrir siöustu
kosningar. Nú hefur Albert náö
aö sigra Geir i álögum þ.e.
skatta álögum.
w: *♦** w . ili \ ... ••
,,Eins gott að það er ekki þorskastrið” varð ein-
hver jum að orði, þegar hann sá þessi þr jú varðskip i
austurhöfninni. Sumarfri varðskipsmanna lama nú
stærstan hluta skipakosts Landhelgisgæslunnar, en
það stendur þó til bóta upp úr helginni, enda einhver
óþolinmóður vegfarandi sett upp skilti þar að lút-
andi.
Timamynd: Róbert.
Skattskrá Austurlands lögð fram á mánudag:
Eignarskattur félaga
hækkar um 276%
Kás — Skattskrá Austurlandsum-
dæmis veröur lögö fram á mánu-
daginn. Heildarálagning opin-
berra gjalda i umdæminu nemur
6 miiljöröum 120 milljónum 583
þús. kr. á þessu ári. Gjöldin skipt-
ast þannig, aö 6439 einstaklingáV
greiöa 4 milljaröa 675millj. kr., á
meöan 405 félög greiöa 1 milljarö
445 millj. kr. Hækkunin milli ára
er 79.4% hjá einstaklingum en
49.3% hjá félögum.
Tekjuskattur einstaklinga
nemur rúmum 2.2 milljöröum
króna, sem er 97.3% hækkun frá
fyrra ári. Tekjuskattur á félög
nemur tæpum 427 millj. kr., og er
þaö aöeins 6.5%hækkunfrá fyrra
ári. Kemur það til af þvl, að félög-
um hefur fækkað um 27 frá sið-
asta ári.
Eignaskattur á einstaklinga
nemur rúmum 39 millj. kr.
Eignaskattur hjá félögum nemur
hins vegar rúmum 166 millj. kr.
Er þaö 276% hækkun frá fyrra
ári.
Útsvör í Austfirðingafjóröungi
hækka um 72% frá fyrra ári.
Ekki er hægt, að svo stöddu, aö
birta skattakónga þeirra Aust-
firðinga, þar sem skattskráin hef-
ur enn ekki veriö lögð fram. Hins
vegar a-u meðaltekjur á fram-
teljanda eftirfarandi i þessum sex
sveitarfélögum:
Sveitarfélög
Höfn i
Hornaf
Neskaupst.
Stöðvarhr
Seyöisfj
Egilst.
Eskifj.
millj.kr. Fj.einst.
4.158.613 595
3.935.417 805
3.834.071 149
3.787.106 483
3.751.697 455
3.739.155 479
11 % kauphækkun
1. september?
HEI — Samkvæmt nýjustu áætl-
unum mun gertráð fyrir aö vlsi-
töluhækkunin hinn 1. ágúst n.k.,
— sem kemur til hækkunar
launa 1. sept. n.k. — veröi um
13,5% frá 1. mal s.I. Áhrif viö-
skiptakjaravisitölu og fleira, til
lækkunar, eru áætluö um 2,5%
þannig aö reikna má meö aö
kauphækki um u.þ.b. 11% hinn
1. september n.k.
Blaðburð-
arböm
óskast
Hjarðarhagi
Bergstaðastræti
Óðinsgata v/
sumarfría
Laugavegur
Hverfisgata
Seiás
og víðsvegar
um borgina