Tíminn - 24.08.1979, Qupperneq 3

Tíminn - 24.08.1979, Qupperneq 3
Föstudagur 24. ágúst 1979. 3 Afköst Kísiliðjunnar 88% af afköstum með- alárs, vegna gufuskorts • Nægt hráefni veröur fyrir hendi næsta vetur AM — „Þegar viö hættum á sl. hausti var gufan oröið þaö litil aö til vandræöa horföi og siöan hefur ástandiö fariö versnandi, svo afköstin eru þaö sem af er þessu ári 88% af þvi sem ætti aö vera, væri allt meö felldu,” sagöi Hákon Björnsson viöskipta- og framkvæmda- stjóri Kisiliöjunnar viö Mývatn, þegar Timinn ræddi viö hann i gær. Hákon sagöi aö sjálf hráefnis- öflunin heföi gengiö vel og heföi um siðustu mánaöarmót verið búið að dæla i þrærnar 36 þúsund tonnum, svo ekki ætti aö þurfa að koma til svipaðs ástands og i fyrravetur, þegar nærri lá að hráefni þryti og má það þakka hinni nýju hráefnis- þró fyrirtækisins. Miðaö viö afköst verksmiöj- unnar sagöist Hákon þó búast við sæmilegri afkomu i ár, þótt gremjulegt væri að hugsa til þeirrar framleiöslu sem misstist, þar sem hún skipti mestu, hvað arðsemi snertir. Gufuholur Kisiliðjunnar löskuðust svo sem menn muna i jarðskjálftum 1977 og stafar gufuskorturinn af þeim skemmdum. Hefur nú verið boruð ein ný hola, sem þó hefur ekki blásið enn og á eftir aö tengja, en Hákon vonaðist samt til að hún kæmist i gagnið i september og að i vetur yröi nægt gufuafl fyrir hendi. Gömlu holurnar eru þó mikill vonar- peningur og hefur verið sótt um frekari boranir, en engar ákvarðanir hafa veriö teknar um það efni enn. Embættismissir metinn til refsingar KEJ — Dómur i máli Björns Vilmundarsonar I sakadómi Reykjavikur gekk i fyrradag en Birni var gefiö að sök að hafa falsaö nafnritanir 4 manna á 10 umsóknir um gjaldeýri til hús- gagnakaupa og til greiðslu á ferðakostnaði. Akærði var sýknaður af ákær- unni um að hafa falsað nöfn tveggja þessara manna, á 4 af umsóknunum enda lýstu þeir þvi yfir, að hann hefði verið að sækja um gjaldeyri til húsgagnakaupa fyrir þá og haft fulla heimild til að rita nöfn þeirra undir umsóknirnar. Þá var ákærði sýknaður af fölsun á einni umsókn til viðbótar, þar sem nafn viðkomandi manns var einungis vélritað á hana og þvi ekki talið, aö um fölsun væri að ræða. Ákærði var hins vegar sak- felldur fyrir aö hafa falsað nöfn 2ja af framangreindum mönn- um á 5 af umspknunum um gjaldeyri, er nam alls 1150 sterlingspundum og 10.000 dönskum krónum. Hlaut hann 3 mánaða fangelsi skilorösbundið I 2 ár, enda hefur hann ekki áður oröiö sekur um neitt lögbrot og orðið að láta af opinberu starfi vegna máls þessa. Ákærði var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaöar. Björn Vilmundarson hefur óskaö áfrýjunar á dóminum. Horfur á lélegri berjasprettu AM — í gær hringdum viö austur á Stöövarfjörö og vestur tii Grundarfjaröar og Súöavikur og spuröum fólk um útlit I berjasprettu á haustinu. Var að heyra sem flestir byggjust við litilli berjasprettu i ár, þótt ekki væri hægt aö segja endanlega um þaö, fyrr en kem- ur fram I september. Lyng er viðast rýrt að sjá og töldu menn mikinn mun verða á til hins verra nú frá fyrra ári, en mikil berjalönd eru i grennd þessara þriggjastaða. WkÆ£\ Garöurinn i Laugardalnum stendur I sinu fegursta skrúöi og hvernig geta blómin annaö en dafnað þegar garöyrkjumaöurinn er svona lag- legur? Timamynd Tryggvi. Flugleikur Frumsýndur erlendis, sýndur l| A 4 f | q l/ll • Saga Jónsdóttir kemur i stað Guölaugar llCi a v I dflUl Mariu Bjarnadóttur •5,i • ■ Blaöamaöur spjallar viö Brynju Benediktsdóttur fyrir framan leikhústjaldiö I Laugardalnum (Tlmamynd: G.E.) GP— Eins og fram kom i Tímanum í gær verður leikritið Flugleikur meðal efnis á alþjóðlegu vöru- sýningunni i Laugardal sem verður opnuð síðdeg- is í dag. Leikritið Flugleikur gerist um borð I breiöþotunni Flóka Vil- gerðarsyniá leiöinni Keflavik — New York — Keflavlk. Persónur i leikritinu eru flugliðar og far- þegar en sýningin spannar yfir fleiri svið en flugið eitt og er feröin brotin upp með söng, dansi og látbragösleik þannig aö áhorfendur ferðast viðar — og sjá flugferð i nokkuö ööru ljósi en þeir eru vanir. Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri Flugleiks og jafn- framt höfundur ásamt þeim Er- lingi Gíslasyni og Þórunni Siguröardóttur. t spjalli viö blaðiö sagöi Brynja að samning leikritsins heföi hafist haustið 1978 og seinna hefðu komið inn i mynd- ina Karl Sighvatsson sem samið hefur alla tónlist i leikritinu og Sigurjón Jóhannsson, sem er höfundur leikmyndar. S.l. vor var leikendum leik- ritsins boöið að sýna á skemmt- un tslendingafélagsins i London 17. júni og sagöi Brynja aö þaö hefðu þau þegið, en rétt áður en þau lögöu upp i feröina fengu þau boð um að koma til Wales og sýna leikritið hjá Chapter Theatre i Cardiff og þar var leikritið frumsýnt 15. júni i sumar. Brynja sagði að utanferðin hefði veriö á allan hátt vel heppnuö og I Cardiff heföu þau t.d. fengiö fullkomnustu hijóm- flutningstæki sem völ er á og það geröi sýninguna mun skemmtilegri, en leikritið er til- tölulega frekt á slik tæki. Leikendur i leikritinu eru auk Þórunnar og Erlings þær Lilja Þórisdóttir, Guðrún Þórðardótt- ir og Saga Jónsdóttir en hún kom inn i leikritið eftir Bret- landsferðina i staö Guölaugar Mariu Bjarnadóttur. Leikritið veröur sýnt I tjaldi sem reist hefur verið austan við Laugardalshöllina, og sagði Brynja aö henni þætti þetta al- veg „glimrandi” leikhús. Ráögert er að hefja sýningar á leikritinu á Kjarvalsstööum eftir aö Alþjóðlegu vörusýning- unni lýkur. Sýning Flugleiks tekur um 60 minútur og er ráð- gert að hafa tvær sýningar á dag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.