Tíminn - 24.08.1979, Síða 7

Tíminn - 24.08.1979, Síða 7
Föstudagur 24. ágúst 1979. 7 HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ MÆTA ORKUKREPPU? Hin gifurlega veröhækkun á oliu á heimsmarka&i hefur veriö meira efnahagsáfall fyrir okkar þjöö, en þjóöin almennt gerir sér grein fyrir. MiöaB viö núver- andi ástand þarf um þriöjung af útflutningsverömæti þjóöarinn- ar,yfir 70 milljaröa á árinu, til aö greiöa innflutning á oliúvör- um, — og er hækkun milli ára um 45 milljaröar. Þar viö bætist augljós skortur á olíu á heims- markaöi Þetta áfall er stór- málá aöfástviöfyrir stjórnvöld og eyöileggur aö mestu þær ráö- stafanir sem geröar hafa veriö til aö hamla gegn veröbólgunni. Taka veröur föstum tökum á þessu vandamáli, sem jaörar viö kreppuástand. Ennfremur er ljóst aö ekki er hægt aö láta notendur ’olíu i landinu bera þessa hækkun, og þess vegna þarf skattlagningu á alla lands- menn. Ein brotalömin i okkar stjórn- kerfi kemur skýrtíljós viö þess- ar aöstæöur og er þaö visitölu- kerfiö. Þegar ollufurstar sprengja upp olíuverðiö veröur sjálfkrafr. kauphækkun til allra launþega á íslandi og veröbólg- an magnast. Viö þessar aöstæö- ur hlýtur aö vera. eölilegt að taka olíu- og orkumál út úr visi- tölu. — Hvers vegna er ekki hægt aö ná samkomulagi um svo sjálfsagöa ráöstöfun? Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á þetta atriöi en fleira þarf til. Orkusparnaður Taka þarf orkumálin — orku- notkun — tafarlaust til alvar- legrar skoöunar og gera Itarleg- ar og viötækar ráðstafanir til orkusparnaöar. A þessu sviöi hefur of litiö veriö gert jákvætt á liönum árum. Þess vegna kemur oK'ukreppan nú svo illa viö efnahagslifiö I heild hér á landi. Þær orkusparnaöaraðgeröir sem rik iss t j órni n h efur kom iö a f staö eru vissulega jákvæöar ef vel verður fylgt eftir. En þýö- ingarmest er aö gera stórátak i nýtingu innlendra orkugjafa. Þaöer okkargæfa að eiga orku- lindir, bæði i fallvötnum og jarövarma, sem verður aö telj- ast einhver dýrmætasta eign þjóðarinnar. Þaö er þvi aö mínu mati þjóöarnauösyn, aö þessar orkulindir veröi virkjaöar og nýttar af skynsemi og hag- kvæmni. Þær framkvæmdir veröa aðhafaforgang, þvi aöán eigin orku stöndum við illa aö vigi viö eflingu framleiöslu og áframhaldandi framfara. Ef árangur á að nást þarf stefnan og yfirstjórn þessara mála aö vera ljós og vel skipu- lögö. Jöfnun kostnaðar A Alþingi 1977 fluttu þing- menn Framsóknarflokksins til- lögu til þingsályktunar um skipulag orkumála, samkvæmt samhljóöa samþykkt miöstjórn- ar flokksins 1976. Tillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar, aö stefnt skuli aö jöfnun orkukostnaöar um land allt. 1 þvi skyni skal lögö áhersla á aö tengja saman raforkukerfi einstakra lands- hluta og tryggja þannig sem hagkvæmastar framkvæmdir og rekstur meö samkeyrslu allra orkuvera og dreifikerfa. 1 þessum tilgangi skal. stefnt aö eftirgreindu skipulagi orku- mála: 1. Unnið að þvi aö koma á fót einu fyrirtæki sem annist alla meginraf orkuvinnslu og - flutning raforku milli lands- - hluta. Rikisstjórnin taki I þessuskyniupp samningaviö Landsvirkjun, Laxárvirkjun, Andakilsárvirkjun, Rafveitu Vestmannaeyja, Rafveitu Siglufjaröar og aörar rafveit- ur, sem eiga aö reka orkuver, um sameiningu sliks rekstrar i einni landsveitu. Aöilar aö þessu fyrirtækiog stjórn þess veröi rikissjóöur og lands- hlutaveitur. Eignarhluti rikissjóös skal aldrei vera minni en 50 af hundraöi. Fyr- irtækiö undirbýr virkjanir og lætur virkja. 2. Unnið veröi aö þvi aö koma á fót landshlutaveitum, sem annist alla dreifingu og sölu á raforku i viökomandi lands- hluta. Landshlutaveitur þess- ar geti einnig annast rekstur Alexander Stefánsson alþingismaður Sveitarfélögin fái sama raforkuverö og t.d. Grundartangaverk- smiöjan. (Timamynd: Róbert) hitaveitna.Þær sjái um fram- kvæmdir, sem nauösynlegar eru vegna viökomandi rekstr- ar. Aöilar aö slikum lands- hlutaveitum og stjórnum þeirra veröi sveitarfélögin og landsveitan. 3. Orkustofnun veröi rikis- stjórninni til ráöuneytis um orkumál og annist upplýs- ingasöfnun hvers konar um orkulindir þjóöarinnar, geri áætlanir um nýtinguþeirra og annist frumrannsóknir fyrir virkjanir. Orkustofiiun veiti landsveitunni og landshluta- veitum nauösynlega þjón- ustu. Ganga þarf lengra 1 samstarfsyfirlýsingu núv. rikisstjórnar var þessi yfir- lýsta stefna okkar framsóknar- manna tekin til greina I aðalatr- iöum. Hefur þegar veriö gerður samningur um landsfyrirtæki, sem biður staöfestingar. Ég álit að þetta sé< spor i rétta átt.entel aö ganga þurfi skrefi lengra, þ.e. aö sameina alla orkufram- leiöendur I landinu I eina lands- veitu, sem sdji raforku meö sömu gjaldskrá til allra lands- manna. Eöhlegt er aö rikið eigi 50% I sliku fyrirtæki. 1 tillögum fnamsóknarmanna er gert ráö fyrir þvi, aö lands- hlutaveitur veröi settar á fót meö aöild sveitarfélaga. Ef sliks er óskaö er eölilegt aö sveitarfélag geti átt meiri hlutaaöild aö slikum veitum og stjórn þeirra. Landshlutaveitur eigi og reki jarövarmaveitur og fjarhitunarstöövar. 1 ýmsum tilfellum kemur til greina aö reka slikar stöövar þannig, aö nota megi hvort sem er jarö- varma eða raforku auk svart- oliu eftir þörfum. Nauösynlegt er aö samræma rekstur raforkukerfisins og rekstur slikra fjarhitunar- stööva. Þvi er æs.kilegt aö. þetta sé á einni hendi. Landshlutaveitur mundu þannig annast sölu á bæöi raf- og hitaorku til notenda. Sjálfsagt er aö slikar lands- hlutaveitur veröi sjálfseignar- félög og eignaaöild sveitarfé- laga i hlutfalli viö ibúafjölda. Breyttar aðstæður í ljósi breyttra aöstæöna nú, ekki hvaö sist þegar tekiö er til- lit til þeirrar réttmætu kröfu, aö landsmennbúi viö jöfnuö i orku- veröi og rikisstjórnin áætlar aö olia til húsahitunar verði úr sög unni innan Qögurra ára, þá tel ég sjálfsagöa þá kröfu aö sveit- arfélögin I gegnum landshluta- samtök eöa landshlutaveitur, fái beina aöild aö landsvirkjun og stjórn þess fyrirtækis. Þar sem ekki er um jarö- varma aö ræða til hitaveitu- framkvæmda, fái þau sveitarfé- lög sen byggja upp fjarhitunar- kerfi raforku á sama veröi og stóriðjufyrirtækin i landinu búa viö I dag, t.d. Járnblendiverksm. á Grundartanga, Sementsverk- smiöjan, Aburöarverksmiöjan. Ég tel, aö nú þegar eigi aö setjast aösamningum um þessa sjálfsögöu lausn, sem er nauö- syn viö núverandi aðstæður og er sjálfsagt réttlætismál Ibúa þeirra staöa i landinu sem nú neyöast til aö nota ollu til upp- hitunar — og mun veröa til að flýta aðgeröum, að olia til húshitunar veröur úr sögunni eftir 4 ár. Sameiginlegur hagur allra Þetta er mál þjóöarinnar allr- ar. Ég vil ekki taka alvarlega furöuleg skrif ogafstööu ýmissa framámanna i Reykjavik sem krefjast þers aö „spyrnt sé við fótum” i niðurgreiöslu kostnaö- ar fyrir dreifbýliö. Mætti færa mörgrök gegn slikum neikvæö- um skrifum. Þaö er allra hagur aö þéttbýb og dreifbýli taki höndum saman um þaö sjálf- sagöa markmið fámennrar þjóöar I harðbýlu landi, aö allir iandsmenn búi viö sem jöfnust lifskjör i landinu. Það er gagnkvæmt að þétt- býliö > getur ekki veriö án tengsla viö dreifbýliö sem og dreifbýliö getur ekki án þéttbýl- is veriö. Ég vildi ráöleggja þétt- býlisfólki aö feröast um landið og kynna sér framleiöslulifæö þjóöarinnar, sem hvarvetna má sjá og þreifa á viös vegar um landið I þorpum og bæjum viö sjó og i sveitum. Þaö vikkar sjóndeildarhringinn og menn skilja betur nauösyn þess aö landiö okkar sé byggt og aö sjálfsagt sé aö landsmenn búi viö sem jafnastan rétt til lifs- gæöa. Ég er viss um aö ibúar Reykjavikur og Reykjaness- svæöisins almennt taka ekki undir það rugl aö þeir séu sér- staklega skattlagðir fyrir dreif- býliö. Ég treysti þvi aö allir lands- menn veröi samtaka um það markmiö aö gera stórátak i nýt- ingu irnlendrar orku fyrir nútiö og framtiö. Þá mun vel farnast. EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavík, á venjulegum skrif- stofutima. • • # •• Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðiar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Eg undirritaður vil styrkja Tímann með því að greiða í aukaáskrift [ | heila Q] hálfa á lllállllðl Nafn_______I____________________ Heimilisf.------------------------------------------ Sími

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.