Tíminn - 14.10.1979, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.10.1979, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 14. október 1979 t Umsjón: Eiríkur S. Eiríksson NUTIMINN Einn þekktasti gítar- leikari Breta látinn Eins og fram hefur komið i fréttum, þá lést nýlega i Lundúnum, gitarleikarinn Jimmy McCulloch, en hann var einn virtasti rokk gitarleikari Breta. McCulloch, hóf feril sinn meö smá hljómsveitum og þaö var ekki fyrr en um 1970 að Pete Townsend, gitarleikari The Who uppgötvaöi þennan efnilega tónlistarmann. Townsend kom McCulloch á framfæri við rétta aðila og varð það til þess að hann komst f hljómsveitina Thunderclap Newman, sem vakti töluverða athygli á sinum tima. McCulioch lék sfðan með hijómsveitinni Stone the crows og árið 1975 gekk hann I hljóm- sveit Paul McCartney, Wings. McCulioch iék meö Wings á fjórum plötum, og meöal laga sem hann samdi fyrir Wings var lagið „Medicine Jar”, sem var á plötunni „Venus and Mars”. Eftir að McCulloch hætti i Wings tók hann m.a. þátt i að endurvekja Small Faces, en það samstarf fór út um þúfur snemma á siðasta ári. Hann stofnaöi þá hljómsveitina The Dukes og með henni lék hann alit til dauðadags. Þess má geta að The Dukes sendi nýlega frá sér sina fyrstu plötu og samkvæmt upplýs- ingum eins iiðsmanna hljóm- sveitarinnar hafa The Dukes i hyggju að haida eitthvað áfram og voru þeir þvi byrjaðir að svipast um eftir nýjum gitar- leikara, þegar i siðustu viku. 9 Jimmy McCulloch. Rokk gegn kjarnorku? Bruce Springsteen Hinn kunni tónlistarmaður Bruce Springsteen mun innan tíðar senda frá sér nýja hljómplötu, þá fyrstu síðan „Darkness on the edge of town" kom út í fyrra. A plötunni með Springsteen verður hljómsveit hans E Street Band, en útgáfudagur plötunnar, sem enn er óskírð, verður væntanlega i desember. Þess má geta að Bruce Springsteen kom nýlega fram á hljóm- leikum í New York, sem haldnir voru til þess að mótmæla kjarn- orkuverum og þótti honum og hljómsveit hans takast einstaklega vel upp, þannig að væntanleg plata ætti að lofa góðu. • Iggy Pop. Iggy Pop og Patti Smith taka saman höndum Einn athyglisverðasti „punk" listamaður Bret- lands í dag er furðu- fuglinn Iggy Pop, en hann sendi nýlega frá sér hljómplötuna „New Waves" Þessi plata varð til þess að opna augu almennings fyrir tónlistarhæfileikum Iggy Pop, og nú er kappinn kominn af stað á ný og ný plata væntanleg í byrjun næsta árs. Til liðs við sig fyrir plötugerð- ina hefur Iggy Pop fengb ekki ófrægari listamenn en Patti Smith og bassaleikara hennar Ivan Kral, en aðrir sem koma við sögu eru eftirtaldir: Klaus Kruger, trommur, Clen Matlock, bassi (en báðir þessir menn aðstoðuðu Pop á siðasta ljómleikaferðalagi), Steve New, gitar, fyrrum meðlimur Rich Kids, og Barry Andrews, hljómborð, en hann var áöur I hljómsveitinni XTC. Allir þeir sem taldir eru upp hér að framan, utan Andrews munu aðstoða Iggy Pop á væntanlegu hljómleika- ferðaiagi um Bandarikin, en nýja platan kemur út eins og áður segir I byrjun næsta árs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.