Tíminn - 25.11.1979, Side 8
8
Sunnudagur 25. nóvember 1979
iiiII'IÍ
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: ÞÓr-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltrói:
Oddur ótafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjaid kr.
4000 á mánuöi. Blaöaprent.
Erlent yfirlit
Furstarnir í Kuwait
stjóma skynsamlega
Framsókn má
treysta
Á þvi leikur ekki vafi að framferði margra for-
ystumanna vanefndaflokkanna hefur grafið undan
þvi trausti meðal almennings sem er undirstaða
starfhæfs lýðræðisskipulags.
Hinar endalausu yfirlýsingar og auglýsinga-
skrum sem margir nýliðar i stjórnmálunum hafa
tamið sér hafa valdið þvi að fjöldamargir kjósendur
hafa glatað trúnni á stjórnmálamennina og jafn-
vel stjórnarstofnanirnar.
En það leysir engan vanda, heldur eykur á upp-
lausnina i þjóðfélaginu, ef menn snúa sér til veggjar
og vilja ekki neyta lýðræðislegs réttar sins fyrir þá
sök eina að ákveðin öfl i stjómmálunum hafa reynst
ábyrgðarlaus og ekki verð trausts.
Menn eiga ekki að snúa sér til veggjar i vonleysi
eða uppgjöf, vegna þess að almenn þátttaka fólks-
ins er undirstaða lýðræðisins og mannréttindanna.
Þvert á móti eiga menn að hirta þá flokka og þá
stjórnmálamenn sem hafa svikist um, hafa notið
aðstöðu til að láta gott af sér leiða en svikist um að
vinna fyrir kaupinu sinu.
Hávaðagemlingar vanefndaflokkanna hafa ekki
unnið fyrir kaupinu sinu á Alþingi, heldur sett blett
á þingið með málrófi. Þeir hafa ekki látið gott af sér
leiða fyrir þjóðina, heldur aukið á sundrung og
glundroða. Þeir hafa ekki tekið á sig ábyrgð, heldur
hlaupist undan merkjum þegar mikið lá við að sam-
staða næðist i rikisstjórn um nauðsynlegar aðgerð-
ir.
Þessum aðilum verða kjósendur að refsa með þvi
að láta þá finna fyrir þvi að fólkið hefur vanþóknun
á þvi atferli að gera Alþingi óstarfhæft langtimum
saman.
Framsóknarmenn gengu til stjórnarsamstarfs
við „sigurflokkana” i fyrra þegar sýnt var að sú
stjórnarfarslega kreppa sem upp var komin i kjöl-
far vinnudeilna og kosninga varð ekki leyst án þess
að Framsóknarflokkurinn hefði um það forystu.
Framsóknarmenn hafa unnið i rikisstjórn og á Al-
þingi af ábyrgð og drengskap. Störf þeirra hafa
miðað að þvi að ná árangri. Þeir hafa ekki ástundað
glundroða eða hávaða, heldur unnið fyrir kaupinu
sínu.
Þess vegna finnur almenningur það nú að fram-
sóknarmenn hafa unnið til traustsins. Fólkið hefur
séð i gegnum óhróðurinn sem þyrlað hefur verið
upp gegn Framsóknarflokknum á liðnum árum, og
óhróðurspostularnir eru nú þessa dagana i mestu
vandræðum við að reyna að spinna upp einhverja
vitleysu til þess að glamra með.
Framsóknarmenn vinna eftir málefnum, en ekki
eftir duttlungum eða af sýndarmennsku. Þeir skila
árangri eftir þvi sem styrkur flokksins gerir kleift.
A siðasta ári náði Framsóknarflokkurinn ekki að
hafa þauáhrifsem nauðsynlegt hefði verið, vegna
þess að styrkur hans var ekki nægur. Og ástæða
þess að rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar fór frá
völdum nú i haust var m.a. sú að Framsóknarflokk-
urinn hafði ekki bolmagn til að knýja samstarfs-
flokkana til áframhaldandi starfa.
Eftir að sjálfstæðismenn ruku upp með „leiftur-
strið” sitt er það ljóst að Framsóknarflokkurinn er
nú eini ábyrgi lýðræðisflokkurinn. Þetta verða allir
kjósendur að gera sér ljóst.
Það verður sagt um Framsóknarflokkinn sem
ekki er hægt að segja um aðra: Framsókn má
treysta.
En Khomeini telur þá of frjálslynda
SA orörómur hefur veriö á
kreiki aö undanförnu, aö Kuwait
muni leggja til á næsta fundi
OPEC, sem eru samtök helztu
oliuframleiöslurikjanna, aö þau
takmarki framleiöslu sina
meira en hingaö til, þvi aö ann-
ars veröi oliulindir þeirra full-
nýttar áöur en þau hafi haft
nægilegt ráörúm til aö koma
upp atvinnurekstri, sem tryggi
fjárhagslegan grundvöll þeirra
eftir aö oliugróöinn er úr sög-
unni. Sllkar fyrirætlanir hafa
fyrr veriö á dagskrá, en valda
olíukaupendum meiri áhyggj-
um nú, þar sem slikar takmark-
anir væru liklegar til aö hækka
oliuveröiö enn meira en ella.
Þaö er hins vegar ekki óeöli-
legt, aö Kuwait hafi frumkvæöi
um takmörkun framleiösl-
unnar, þvi aö forustumenn þess
vita vegna fyrri reynslu, hvaö
þaö myndi þýöa fyrir Kuwait, ef
Ibúar þess heföu ekki komiö sér
upp tryggum atvinnurekstri áö-
ur en olíulindirnar þrjóta.
Framyfir siöari heimsstyrj-
öld var Kuwait eitt fátækasta
land í heimi. Landiö, sem er um
16 þús. ferkm. aö flatarmáli,
mátti heita ein samfelld eyöi-
mörk. Slik var fátækt þess, aö
Tyrkirhirtu aldrei um aö leggja
þaö fullkomlega undir yfirráö
sin, enda þótt þeir réöu löndun-
um allt I kring. Þeir létu þaö óá-
taliö, aö um 1756 hófst þar til
valda furstaætt, sem siöan
hefur ráöiö þar óslitiö rikjum.
Ariö 1897 sneri furstinn iKuwait
sér til Breta og óskaöi eftir sér-
stakri vernd þeirra.Sú vernd var
veitt tveimur árum slöar og
hélzt til 1961, þegar Kuwait
hlaut fullt sjálfstæöi. Slöan 1963
hefur Kuwait veriö meölimur
Sameinuöu þjóöanna. Sem
dæmi um fátækt og framfara-
leysi i Kuwait fram til slöari
heimsstyrjaldarinnar má nefna
þaö, aö þar var settur á fót
barnaskóli 1912, en hannlognaö-
ist út af 1936. Um fátæktlands-
ins má nefna, aö þar fundust
ekki nein vatnsból, og varö þvi
aötreysta á rigningarvatn, sem
oft var af skornum skammti.
Algengt var aö vatn væri sótt til
annarra landa I geitarskinns-
belgjum.
Eiginlega var þaö ekkifyrr en
1938, aö farið var aö veita þvi
athygli, aö Kuwait væri til. Þá
bárust þær fréttir þaöan, aö þar
heföi fúndizt olla. Brezkir á-
hugamenn höföu hafiö leit þar
en ekkert fundiö, unz einum
þeirra vitraöist i draumi, hvar
hann ætti aö leita. Siöari heims-
styrjöldin kom i veg fyrir, aö
oliuvinnsla hæfist I Kuwait aö
ráöi næstu árin. Þaö er fyrst
1946, sem Kuwait kemur til sögu
sem olíuútflutningsland. Siöan
hefur olíuútflutningurinn þaöan
vaxiöjafntogþétt. Kuwaiter nú
I röö mestu oliuframleiöslu-
landa heimsins. Horfur eru á, aö
þaö haldist næstu áratugina, en
valdhafar landsins hafa jafnan
áhuga á aö draga heldur úr
framleiöslunni, svo hún endist
betur.
ÞEGAR Kuwait kom til sögu
sem olluframleiöandi, réö þar
rlkjum fursti aö nafni Abdullah
A1 Salem A1 Sabah. Hann lézt
1965, og kom þá til valda bróöir
hans, Sabah A1 Salem A1 Sabah,
sem siðan hefur fariö þar meö
völd.
Þeir brasður hafa ráöiö mestu
um stjórnarhætti I Kuwait, á-
samt ættmennum slnum. Auk
furstans er frændi hans, A1 Jab-
er, sem er nú bæöi krónprins og
forsætisráöherra, talinn ráöa
mestu 1 Kuwait. öll helztu ráö-
Sabah fursti I Kuwait.
herraembættin eru skipuö ætt-
mennum þeirra.ogsvipaö gildir
um aörar helztu áhrifastööur.
Þó hefur veriö sett á laggirnar
þing, skipaö 50 fulltrúum, sem
kosið er á 4urra ára fresti.
Stjórnmálaflokkar eru ekki
leyföir I Kuwait, en hins vegar
mega stéttir og ættflokkar bjóöa
fram. Þingiö hefur ekki veruleg
völd, en þó er talið, aö þaö veiti
stjórninni nokkurt aöhald.
Ibúar Kuwaits eru nú taldir
um 1100 þús., og er meira en
helmingur þeirra aö fluttir.
Heimamenn hafa tryggt sér
ýmis forréttindi, þeireinir hafa
kosningarétt og þeir einir mega
eiga atvinnufyrirtækieða hluta I
þeim. Næst þeim koma Pal-
jstínu Arabar.sem eru taldir frá
150-200 þús. Þeir ganga næst
heimamönnum aö forréttind-
um, enda hafa þeir veriö dug-
miklir á margan hátt. Næst
koma um 400 þús. aökomumenn
frá Irak, tran, Egyptalandi og
öðrum Arabalöndum. Þá eru
taldir um 20 þús. Indverjar I Ku-
wait. Þessir aökomumenn
stunda flestir llkamleg störf og
eru á ýmsan hátt settir skör
lægra en heimamenn og
Palestlnu-Arabar.
ÞAÐ var frá upphafi mark-
miö furstaættarinnar, aö oliu-
gróðinn yrði notaöur til aö gera
Kuwait aö velferöarriki eftír
vestrænni fyrirmynd, en halda
þó jafnframt fast við gamlar
venjur og siöareglur mú-
hameöstrúarmanna.
Nokkurt dæmi um hiö sföar-
nefnda er þaö, að áfengi má
heita bannvara I Kuwait. En
þegar þessu sleppir hefur Ku-
wait gerbreytzt á siðasta aldar-
fjöröungi. Höfuöborgin er hin
nýtizkulegasta, steyptir vegir
hafa verið lagöir um allt landiö,
og byggö hefur veriö stærsta
vatnshreinsunarstöö i heimi,
svo aö vatnsskortur er ekki til-
finnanlegur lengur. Komiö
hefur veriö á fullkomnu skóla-
kerfi, og er öll menntun ókeypis.
Þá hefur verið komið á full-
komnu tryggingakerfi, m.a.
sjúkratryggingum, og eru
tryggingarnar ókeypis. Sem
dæmi um sjúkraþjónustuna má
nefna, aö þar er læknir á hverja
500 ibúa og sjúkrarúm á hverja
130. Innan þeirra marka, sem
trúarbrögöin setja, búa menn
viö frjálsræöi. T.d. eru blööin I
Kuwait talin meö frjálsustu
blööum I þriöja heiminum.
Stefnt er að þvi aö draga úr
efnahagslegum áhrifum út-
lendinga. Innan fárra ára munu
öll helztu oliuvinnslufélögin
vera oröin hrein eign Kuwait-
manna eða þeir hafa eignazt
meirihluta I þeim. útlendingar
mega ekki eiga meirihluta i
neinuatvinnufyrirtæki.sem sett
er á stofn. óneitanlega getur
margt I stjórnarháttum þeirra
Kuwaitmanna veriö til fyrir-
myndar og á enda vafalaust
eftir aö veröa þaö i þróunar-
löndunum, en þeir hafa lika þá
sérstööu, aö ollugróöinn stendur
undir 95% af rlkisútgjöldunum,
og því eru ekki greiddir þar
neinir tekjuskattar.
Af framangreindum ástæöum
hefur oft verið bent á Kuwait
sem fyrirmyndarriki Araba. En
velmegun Kuwaitveldur þvl, að
þetta land hefur oft veriö litiö
öfundaraugum af stærri nábú-
um þess, eins og trak og tran.
Þetta hafa valdamenn þar gert
sér vel ljóst og eru þvl vel á
verði. Þeir munu þegar hafa
gert sér ljóst, að þeir eigi ekki
góös að vænta af Khomeini, þvi
að hann telji stjórnarhætti
þeirra alltof frjálslynda.
Þ.Þ.
JS