Tíminn - 25.11.1979, Side 11

Tíminn - 25.11.1979, Side 11
Sunnudagur 25. nóvember 1979 11 siðan nefna sjómenn stórviðri þetta, Estararveðrið 1916. Arið 1921, bjargaði hann svo enskum togara og skipshöfn, frá þvi að reka upp i Látrabjarg. — Þú manst eftir pabba, sagði Dóra Guðbjartsdóttir er ég minntist á fööur hennar. Já, hann var skútiiskipstjóri, þegar ég var barn. Við áttum heima á Lauga- veginum i húsinu númar 30 B. Ég erfædd árið 1915, og má þvi segja aö ég sé að vissu leyti frá skútu- öldinni, þvi svona skammt er um liðið siðan Reykvikingar fóru á skútum, eða seglskipum til fisk- veiða. i Pabbi var alltaf á sjónum, en mamma hugsaði um heimilið, og lifið var háskaspil hjá henni og okkur öilum, eins og ávallt er á sjómannsheimilum, en þótt börn- in hugsuðu ekki öllum stundum um sjóinn, var hann sífellt i ná- lægð við heimiliö sem gefur að skilja. Foreldrar minir áttu fjögur börn auk min, Jón Guðbjartsson, sem nú er nýlátinn, Ólaf, sem er smiður fyrir vestan en pabbi var ættaöur frá Vestfjörðum, Jó- hönnu, sem nú er ekkja og yngst- ur er Benedikt, stýrimaöur, en hann er á sjónum. 16 ára í Vesturbæinn og KR Þegar ég var 16 ára fluttum við svo vestur á Framnesveg og þar bjuggu foreldrar minir æ siðan, seinast ein, þegar við fórum aö stofna heimili sjálf. Við telpurnar vorum tvær, en þetta var annars mikið stráka- ger. Allir voru i Val, þegar við vorum á Laugaveginum, og svo var það auðvitað KR, eftir að við vorum komin i Vesturbæinn. Strákarnir voru að keppa og bæöi Jón og Benedikt fengust sið- an við að þjálfa smástráka i fót- bolta. Nú, ég var i KR lika, en það minnisstæöasta er liklega það þegar við byggðum KR skálann i Skálafelli fyrir fjölda mörgum árum, en þennan skála báru KR- iúgar 1 bókstaflegri merkingu á bakinu upp á fjall, upp fyrir Stóru brekkur, sem við nefndum, en I Skálafelli er nú mikill skáli, og bilvegur er upp á fjalliö, þvi Sjónvarpiö er þar með stóran sendi. Þettá voru miklir timar, sem maður saknar að sumu leyti, þrátt fyrir að þeir væru erfiðir, þvi allir, eða flestir, voru fátækir þá, og atvinnuleysi oft mikið og félagslegt öryggi almennings á bónbjargarstiginu. Giftum okkur 1941 — En svo kom Ólafur I spiliö? — Já Ólafur er ættaður að norð- an, úr Fljótunum og við vorum ung þegar við kynntumst. Við urðum stúdentar sama árið, hann fyrir norðan, en ég fyrir sunnan. Hann nam lögfræði og lauk lög- fræðiprófi árið 1939, en við giftum okkur 21. júni árið 1941. Ólafur vann almenn lögfræðistörf i byrj- un var endurskoöandi kaupfélag- anna og forstöðumaöur fræðslu- og félagsmáladeildar SIS, en fór Framhald á bls. 27 A myndinni eru þau Jóhann Einvarðsson ógkona hans Guðný Gunnaejfl^óttir, ásamt börnunum þrem Gunnari, Einvarði og Vigdisi. Hefi mestan áhuga á fræð- unum og félagsmálum Talað við Markús Á. Einarsson veðurfræðing í Hafnarfirði Markús Á. Einarsson, veöurfræöinq þekkja allir, bó ekki væri nema fyrir allan rosann, sem þeir spá í Sjón- varpinu, hann er deildarstjóri í veöurspádeild Veður- stofunnar, og stýrir þar vindum, sól og regni. Það tók blaðamenn Timans langan tima að ná tali af Markúsi, þvi utan vinnu, er hann öllum stundum i kosningabaráttunni i Reykjaneskjördæmi en hann skipar annað sætið á framboðs- lista Framsóknarflokksins þar. Markús hefur talsvert sinnt félagsmálum, meðal annars er hann bæjarfulltrúi I Hafnarfirði, en þar býr hann ásamt eiginkonu sinni og börnum. Markús er úr Reykjavik, en konan ættuð úr Hafnarfirði. Markús hafði þetta að segja við okkur á blaöinu: — Ég er fertugur að aldri og er uppalinn I Skerjafirðinum. Ég lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavik árið 1959, en fór siðan i veðurfræðinám i Noregi.eða nánar til tekið við há- skólann i Osló. Þaðan lauk ég prófi áriö 1964. Nú starfa ég sem deildarstjóri veðurspádeildar Veðurstofu Is- lands. — Og berð þvi alla ábyrgð á tiðarfarinu, skjótum við inn. En hvers vegna valdir þú og aðrir veðurfræðingar (margir) Noreg til að stunda nám i þessari fræði- grein? — Það er liklega af þvi að Norðmenn hafa sinnt veðurfræði meira en flestar þjóðir, jafnvel stórþjóöir. Segja má að nútima veöurspáfræði byggi nokkuð á norskum grunni. Þetta er líka hentugt land fyrir tslendinga. Málið veldur iitlum Haraldur ólafsson ásamt börnum sinum Á móti brennandi peningum... — segir Haraldur Ölafsson, dósent Haraldur ólafsson, dósent við Háskólann, skipar þriðja sætið á á framboðslista Framsóknarflokksins i Reykjavík. Við tókum á honum hús í Einarsnesi 18, þar sem hann býr í raðhúsi úr rauðamöl, einskonar vikur- samfélagi sem þarna hefur verið byggt f litlu hverfi rétt sunnan við flugbrautina í Skerjafirði. Haraldur Ólafsson er þjóökunn- ur maöur, bæöi sem sérfræöingur i mannfræði og eins fyrir störf viö fjölmiðla. Við báðum hann að segja I stuttu máli frá sinum högum námi sinu og fjölskyldu. Hann hafði þetta aö segja: — Ég er 49 ára Breiðfiröingur og afkomandi Odds Valentinus- sonar hafnssögumanns sem kunni Breiðafjörð utanbókar,'eða eins og buxnavasana sina, aö fullyrt var, en ég er alinn upp vestur á Mýrum hjá ólinu ólafsdóttur og Hafliða Sveinssyni. Sextán ára að aldri fór ég á Reykjaskóla i Hrútafirði og siöan I Menntaskólann i Reykjavik og lauk þaðan stúdentsprófi voriö 1952. Stundaöi nám við guöfræði- deild Háskóla Islands um þriggja missera skeið en dvaldist siðan tvö ár i Frakklandi við nám I mannfræöi. Eftir störf við blaöamennsku lá leiðin til Sviþjóöar þar, sem ég hélt áfram námi 1 mannfræði og öröugleikum og hin veöurfræöi- legu vandamál eru lik 1 Noregi og á Islandi. — Ég kom heim að afloknu námi og hefi siðan starfað á Veö- urstofunni og geri þaö enn. Ég bý i Hafnarfirði ásamt konu minni, en hún heitir Hanna S. Hálfdánardóttir og við eigum þrjú börn, sem heita Hálfdan Þörir, en hann er 16 ára, Ingi- björg, sem er 13 ára, og Armann, sem er sjö ára. — Minn fritimi hefur mikið far- iö i fræðigreinar, bæöi kennslu og ritstörf. Ég kenni nú veðurfars- fræði viö Háskólann og ég hefi samið kennslubók I veðurfræði, einnig bókina Veðurfar á tslandi og ég var ritstjóri bókarinnar Hafisinn. Þá hefur ávalt farið nokkur timi i félagsmálin, eða pólitikina. — Hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? — Ég hefi mikinn áhuga á tón- list og slappa vel af viö pianóið og ég hefi tekið þátt i starfi söng- sveitarinnar Filharmoniu, en þar söng ég bassa. Þó vil ég geta þess að siöasta ár hefi ég þó ekki haft tækifæri til aö starfa meö söng- sveitinni, vegna anna. Ég er alæta á lesefni — og les nokkuð mikið af blöðum, en fer of litiö I leikhús og les of litiö af fögr- um bókmenntum. Nú svo vinn ég dálitiö i garðin- um, reyni aö halda sjálfsviröing- unni þó ekki væri það nú annað, þvi I Hafnarfirði búa margir frá- bærir skrúðgarðamenn og garð- yrkjumenning er á háu plani, sagði Markús A. Einarsson, veð- urfræéingur að tekuwi. JG, félagsfræði og lauk fil. lic. prófi frá Stokkhólmsháskóla voriö 1966. Lokaritgerð min fjallaði um menningu Eskimóa, eða Inúita eins og ég fremur vil kalla þessa næstu nágranna okkar. Dvaldist ég á Grænlandi um hrið og eins i Kaupmannahöfn við efnissöfnun til ritgerðarinnar. Að námi loknu bauðst mér staöa dagskrárstjórá við Rikisút- varpið en I ársbyrjun 1972 var mér veitt lektorsstaða I mann- fræði við Háskólann og er nú dó- sent I mannfræði viö Félagsvis- indadeild. Jafnframt þvi hefi ég fengist við fréttaskýringar i út- varpi og sjónvarpi. Asamt Jóni Magnússyni þáverandi frétta- stjóra útvarpsins annaöist ég þáttinn Viðsjá um nokkurt skeið. Fjölskyldan Kona min er Hólmfriður Gunnarsdóttir, dóttir séra Gunn- ars Arnasonar. Hún lauk B.A.prófi i Islensku og sænsku á sinum tima en sneri sér siöan að hjúkrun og er nú hjúkrunar- fræöingur. Við eigum tvö börn, Sigriöi Ólinu, 14 ára og Gunnar Ólafur 11 ára. Hvað gerir fjölskyldan i frl- stundum sinum? A vetrum skreppum við á skiöi þegar þannig viðrar. Ég stunda leikfimi hjá Valdimar örnólfs- syni þrisvar i viku til að styrkja sál og llkama. A sumrin stundum viö garöinn. Nú I sumar höfum viö gert tilraunir með að rækta rósir og tekist vel. Á ári hverju fer ég að hitta kunningjana vestur á Mýrum, en annars stundum viö ekki ferðalög um landið aö neinu marki. Áhugamálin Hver eru áhugamálin utan þessa? Ég les mikið um alþjóðamál og reyni að fylgjast með öllu þvi helsta sem gerist á noröurhveli jaröar. Mannfræði og landafræöi eru auðvitaö helsta áhugamál mitt. Skáldskap les ég nokkub en er langt frá þvi að vera alæta á bókmenntir. Þó eru nokkrir höf- undar, innlendir og erlendir, sem ég les að staðaldri og þá aftur og aftur sum verk þeirra. Ég á sæti i Þjóðleikhúsráði og reyni að fylgjast meö þvi, sem gerist i leikhúsum. Stjórnmálin En hvað um stjórnmálin? Ég er félagslega sinnaöur og vil stuðla að sem mestum jöfnuði I þjóðfélaginu. Island er auðugt land og fámennt og hér ættu aö vera skilyröi til að skapa fyrir- myndarþjóðfélag þar sem „einskis manns velferö er volæði hins, né valdið er takmarkið hæst”. Mér er hjartanlega sama hvaöa stefnu menn nefna þettn, eh þaö þarf að taka til hendinni i islensk- um stjórnmálum og ég vil styðja iSl þau öfl, sem berjast öfgalaust fyrir velferð alls almennings.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.