Tíminn - 27.11.1979, Side 1
Slðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
Alvarleg embættísaíglöp:
Dómsmálaráöherra staðínn að
|)(TI Y\(í>f QQI^Cll 1 YY\ “yfirlýsing hans um hvarf þriöjungs skattbrotamála
1 Oul Oi lilil viröist byggð á hálfunnu vinnuplaggi
FI — Yfirlýsing Viimundar
Gylfasonar um aö þrjú skatt-
brotamál heföu týnst i dóms-
kerfinu hefur aö vonum vakiö
mikla athygli. Þetta var oröaö
þannig i fjölmiðlum, m.a. aö um
þriöjungur þeirra skattbrota-
mála sem til meöferðar væru
hjá dtímskerfinu væri týndur.
Núverandi dómsmálaráö-
herra hefur hér gert sig sekan
um alvarleg afglöp þvi yfir-
lýsing hans er röng. Umrædd
þrjú mál eru ekki týnd og hafa
aldrei veriö þaö. Upplýsingar
um hvar þessi mál eru til meö-
feröar hafa allan tlmann legiö
fyrir hjá viökomandi dómstól-
um og aö þvl er eitt máliö
varöar, sem er setudómaramál,
beinli'nis i sjálfu ráöuneytinu.
Til gamans má geta þess aö þaö
heföi væntanlega ekki tekiö ráö-
herra nema minútu aö flétta
upp á þvi i möppum ráöuneytis-
ins hvar umrætt mál væri niöur-
komiö
Ætla má aö yfirlýsing
ráöherrans sé byggö á skrá eöa
minnispunktum er lágu I möppu
frá starfshópi er vann á vegum
ráöuneytisins á s.l. vori. Starfs-
hópurinn haföi aflaö upplýsinga
um hvaöa kærum vegna skatta-
mála heföi veriö visaö til dóm-
stóla, en haföi ekki veriö lokiö
viö að athuga hvaöa meöferð
kærurnar höfðu fengiö.
Hið hálfunna vinnuplagg
starfshópsins hefur siöan lent I
höndunum á núverandi dóms-
málaráöherra. Hann viröist
hafa gripið Ur þvi atriði til þess
að bera á borö fyrir almenning,
Framhald á bls. 19
Vljög fjöimennt var á kosningaskemmtun B-listans i Súlnasal Htítel Sögu i gærkveldi. A myndinni sést hluti þeirra rúmlega 800 gesta sem
taliö er aö komist hafi i salina. (Timamynd: Rtíbert)
Kosningaskemmtun B-listans i gærkvöldi:
Um þrjá kosti að velja
stjórnleysi, ofstjóm ogmeöalveginn sagði Ólafur Jóhannesson
HEI — „Mörg vandamál biöa,
samt er bjart framundan ef rétt
er á haldiö” sagöi ólafur
Jóhannesson undir lok ávarps
sins á kosningaskemmtun B-list-
ans sem haldin var á Hótel Sögu i
gærkvöldi.
Ólafur sagöi nú um þrjá kosti
aö velja. Stjórnleysi sem leiöa
myndi af stefnu Sjálfstæöis-
flokksins, ofstjórn eftir leiöum
Alþýöubandalagsins og meöal-
veginn, sem leiddi til farsældar.
Þaö væri skylda okkar viö kom-
andi kynslóöir, aö skila þeim i
hendur betra landi og menhingar-
legra og heilbrigðara samfélagi,
en viö heföum tekiö viö. Til þess
aö það mætti takast þyrfti aö
draga stórlega úr veröbólgu og
beina framkvæmdaafli þjóöar-
innar aö atvinnugreinum sem
nýta landkostina vel. Þetta væri
skilyröi fyrir almennri velmegun
á komandi árum. Tryggja þyrfti
atvinnu og þau góöu lifskjör sem
landsmenn byggju nú viö og jafn-
framt leggja grundvöll aö nýjum
atvinnuvegum á komandi árum.
Stefna Framsóknarflokksins
væri enn sú hin sama og sett var
fram i fyrsta tölublaöi Timans,
sagöi Ólafur. Þ.e. „Framför
landsins alls, framför þjóöarinn-
ar allrar”. Þaö kostaöi baráttu,
en I rauninni fengist aldrei neitt
sem einhvers væri um vert, i
baráttu. Þvi mætti þjóö við ys
haf sist af öllu gleyma.
Máli sinu lauk ólafur meö efti
farandi hendingum, sem hai
sagöi sina trúarjátningu:
„Ég veit þaö er lánsæld aö lifa (
njóta,
leika og hvila er hugurinn kýs
En mér finnst þaö stærra i
striöa og brjóta
i stórhriöum ævinnar mannraur
is.”
„Þaö á viö um landsmenn i
öllum héruöum og byggöum
landsins aö allir leggjast á eitt
um aö skapa þessi góöu lifs-
kjör sem viö búum viö”, segir
Steingrimur Hermannsson,
formaöur Framsóknarflokks-
ins, I viötali viö Timann á bls 9
I dag.
„Þetta er eins og þaö á aö
vera. Viö erum og eigum aö
vera ein þjóö og vinna saman
aö þvi aö skapa okkar lifs-
kjaragrundvöll.
Sérstaklega vil ég minna á
aö þaö er ekki siöur hags-
munamái Vestfiröinga en
annarra aö ekki veröi haldiö
inn á braut kreppustefnunnar i
efnahags- og atvinnumálum.
Þaö er auövitaö grundvallar-
atriöi aö hindra slika þrtíun ef
unnt á aö veröa aö vinna
skipulega aö þvi aö jafna lifs-
aöstööu meöal ibúa landsins,
en allt veröi ekki drepiö i
dróma”.
Sjá nánar í viðtalinu á
bls 9.
Steingrímur
Hermannsson:
Vinnum
saman að
bættumog
jafnari
lífskjörum
[xg Almannaheill ofar auðhyggju