Tíminn - 27.11.1979, Page 6
6
ÞriPjudagur 27. nóvember 1979
(Jtgefandi Framsóknarflokkurin'n.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrói:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvælndastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
«G3<jíO. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
4000 á mánuöi. Blaðaprent.
Afstýrum hættunni
Umræður, sem orðið hafa um leiftursóknina, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað, skýra það alltaf
betur, hvilik hætta er á ferðum, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn og fylgiflokkur hans, Alþýðuflokk-
urinn, fengju meirihluta á Alþingi i kosningunum
um næstu helgi.
Það er augljóst, að fyrstu afleiðingar leiftur-
sóknarinnar yrðu stórfelldar verðhækkanir, þar
sem allt verðlag yrði gefið frjálst og dregið væri
stórlega úr niðurgreiðslum. Lauslegir útreikningar
sýna, að á skömmum tima gæti framfærsluvisitalan
farið talsvert yfir 100 stig, eins og hún er orðin i
Israel, þar sem fylgt er hliðstæðri leiftursóknar-
stefnu.
Næstu afleiðingar leiftursóknarinnar yrðu stór-
fellt atvinnuleysi, sem hljótast myndi af þvi, þegar
framlög rikisins til margvislegra framkvæmda
væru felld niður eða dregið úr þeim. Atvinna myndi
einnig minnka vegna þess, að afnumdar yrðu allar
gjaldeyrishömlur, en i kjölfar þess fylgdi stórauk-
inn innflutningur iðnaðarvara. Þannig yrði atvinna
raunverulega flutt úr landi i rikum mæli.
Lokaafleiðingar leiftursóknarinnar yrðu svo
mikil og langvarandi stéttastyrjöld, þegar kaup-
bætur samkvæmt visitölu yrðu felldar niður og
atvinnurekendur og launþegar væru einir látnir
eigast við i samningum um kjaramál. Allt bendir
til, að hér yrðu varanleg verkföll eða verkbönn, þvi
að launþegar myndu ekki semja nema til fárra
mánaða undir slikum kringumstæðum.
Fregnirnar, sem nú berast frá Israel um 100%
verðbólgu og vaxandi stéttastrið, eru alvarleg
áminning um það ástand, sem hér myndi skapast,
ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu
starfhæfan þingmeirihluta eftir kosningarnar.
Þótt umræðurnar um leiftursókn Sjálfstæðis-
flokksins hafi þannig leitt i ljós, hvilikt háskaspil
hún er, fer fjarri þvi, að nægilega margir hafi áttað
sig á þvi, hvað hér er raunverulega á ferðinni. Þótt
varlega beri að taka skoðanakönnunum siðdegis-
blaðanna, má ekki láta sér sjást yfir það, að niður-
stöður þeirra eru viðvörun um, að þessir flokkar
geti samanlagt fengið þingmeirihluta, ef þeir kjós-
endur, sem enn virðast óráðnir, gætaekki að sér.
Hinu ber hins vegar að fagna, að sá hópur kjós-
enda fer stækkandi, sem gerir sér grein fyrir hætt-
unni, sem af leiftursókn Sjálfstæðisflokksins stafar.
Um þetta vitnar vaxandi byr, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur og skoðanakannanirnar gefa til
kynna. En betur má, ef duga skal.
Kosningabaráttan hefur leitt það greinilega i ljós,
að baráttan stendur milli þeirra tveggja flokka,
sem birt hafa itarlegar tillögur i efnahagsmálunum
fyrir kosningarnar, Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt
fram raunhæfar tillögur um hjöðnun verðbólg-
unnar, sem framkvæmd sé i samráði við stéttasam-
tökin, án atvinnuleysis og kaupmáttarskerðingar
hjá þeim launalægstu. Svarið við hinni hættulegu
leiftursókn Sjálfstæðisflokksins er að fylkja sér um
þessa stefnu og bera hana fram til sigurs.
Eins og málin standa nú, hefur Framsóknar-
flokkurinn möguleika á að bæta við sig þingsæti i
öllum kjördæmum landsins, ef umbótamenn og
óráðnir kjósendur fylkja sér nægilega um hann. Þá
yrði hættunni af leiftursókn Sjálfstæðisflokksins af-
stýrt og grundvöllur lagður að nýjum framfaraára-
tug i sögu þjóðarinnar.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Árásin i Mekka gæti
verið slæmur fyrirboði
Átti Khomeini einhvern þátt i henni?
ÞAÐ hefur aö sjálfsögöu vakiö
óhug hjá valdhöfum Saudi-
Arabiu, aö flokki öfgamanna
skyldi takast aö ná moskunni
miklu i Mekka á vald sitt meö
snöggri árás, sem þeir geröu
slöastliöinn þriöjudag, og höfö-
ust þar viö, ásamt nokkrum
gislum, sem þeir tóku, fram á
föstudag. Aö vlsu heföu öryggis-
sveitir stjórnarinnar getaö
hrakiö þá burtu á styttri tima,
en þær höföu fyrirskipanir um
aö foröast miklar blóösúthell-
ingar I lengstu lög. Þó er upp-
lýst, aö nokkurt mannfall hafi
oröiö I þessum átökum. Sam-
timis árásinni á Mekka var gerö
árás á helztu moskuna I Medina,
en hún mistókst i upphafi.
Enn er margt óljóst I sam-
bandi viö árásina á moskuna
miklu i Mekka, sem er mesti
helgidómur múhameöstrúar-
manna, eins og ráöa má af þvi,
að þangaö sækja pilagrimar úr
viöri veröld, svo aö hundruöum
þúsunda skiptir árlega. Segja
má, aö moskan öll, sem er
byggö umhverfis mikinn bak-
garö eöa torg, sé samfelldur
helgidómur, en mesti helgidóm-
urinn er þó Kaaba, sem stendur
i miöjum bakgaröinum, en
þangaö mega nú ekki koma aör-
ir en þeir, sem tilheyra kon-
ungsættinni.
I Riyadh, höfuðborg Saudi-
Arabiu, er láti'/ i veöri vaka, aö
árásarmennirnir séu úr ætt-
flokki, sem iökar sértrú og telur
aö jafnan sé mikill spámaöur
meöal þeirra. Ennfremur er
gefiö til kynna, aö árásin hafi
veriö sprottin af trúarlegum á-
stæöum, en ekki stjórnmálaleg-
um. Jafnframt er sagt, aö Itar-
legri greinargerö veröi birt um
þessa atburði siöar.
Allt skapar þetta vissa tor-
tryggni og ágizkanir um, aö
árásinni hafi verið beint gegn
konungsættinni og meira en lik-
legtsé, að fylgismenn Khomein-
is hafi átt aöild aö henni. Þaö
vakti athygli, að fréttin af árás-
inni breiddist strax út um allan
heim og var árásin eignuö
Bandarikjamönnum. Þær frétt-
ir áttu meginþátt I árásinni á
bandariska sendiráðið i Islama-
bad.
ARASIN á moskuna miklu I
Mekka hefur ýtt undir þær get-
gátur, aö valdaskeiö Saud-ætt-
arinnar fari aö styttast. Hún
hafi verið talin traust i sessi, en
þaö hafi transkeisari lika veriö
talinn fyrir rúmlega ári, þegar
Hua, leiötogi Kinverja, heim-
sótti hann. En reynslan hafi
sýnt, aö raunverulega hafi völd
hans Abdel Aziz varnarmála-
enga prestastétt, en Shiitar hafa
öfluga prestastétt, sem hefur
bæði trúarleg og veraldleg völd.
Þaö er hún, sem fer nú raun-
verulega meö völdin i tran. í
Saudi-Arabiu er klerkastétt,
sem gæti beittsér fyrir uppreisn
gegn Saud-ættinni, ekki fyrir
hendi. Þar er hin trúarlega for-
usta aö miklu leyti I höndum
konungsættarinnar frá gamalli
tiö og hún hefur gætt þess vel aö
glata ekki þessari forustu. Þess
vegna gætir hún þess vel, aö
halda strangtrúnaöinn i heiöri.
Saud-ættin þarf þvi ekki aö
óttast prestastétt. Aö þvl leyti er
aöstaða hennar verulega önnur
en íranskeisara.
EN þetta er henni þó ekki vörn
gegn öllum hættum. Byltingin I
tran hefur komiö slikum hrær-
ingum af staö I heimi múham-
eðstrúarmanna, aö erfitt er aö
sjá fyrir allar afleiöingar
þeirra. Þess vegna eru valdhaf-
ar Saudi-Arabiu vafalaust vel á
verði og veröa það þó ekki siöur
eftir árásina á moskuna miklu I
Mekka. Bandarikin gera sér
lika ljósa þá hættu, sem þar
getur veriö á feröum, en þau eru
miklu meira háð oliunni frá
Saudi-Arabiu en oliunni frá
Iran. Efling bandariska flotans
á Indlandshafi mun ekki stafa
eingöngu frá atburöunum i tran,
;heldur engu siöur af þvi, að
Bandarikin vilja vera viöbúin,
ef til tiöinda kynni aö draga á
Arabiuskaganum.
Þ.Þ.
Khaled konungur og frsndi
ráöherra.
hans veriö byggö á sandi, m.a.
vegna þess hversu mjög hann
hafi notaö völdin sjálfum sér og
ættmennum sinum til fram-
gangs. Slikt geti ekki slöur gilt
um Saud-ættina, þvi pö lifnaöar-
hættir prinsanna s.eu orölagðir
um allan heim.
Þetta getur aö einhverju leyti
verið rétt, en aö ööru leyti ekki.
transkeisari var sonur almúga-
manns, sem brauzt til valda, en
studdist ekki viö neinn ættbálk
sérstaklega. Saud konungur,
sem kom Saudi-Arabiu á lagg-
irnar, var kominn af gamalli
furstaætt, sem haföi haft trúar-
lega leiðsögn meö höndum. Af-
komendur hans og ættmenn eru
margir og þeim hefur veriö
komiö fyrir I öllum helztu
valdastöðum rikisins. Ætt-
mennirnir fylgja yfirleitt
strangtrúnaöarreglum múham-
eðstrúarmanna. Meöan ættin
stendur saman hefur hún
trausta stööu á margan hátt.
Annað gæti oröiö uppi á teningn-
um, ef miskliö risi innan henn-
ar. Þess er ekki langt aö minn-
ast, aö Feisal konungur var
myrtur af einum ættingja sln-
um, sem vildi róttækari stjórn-
arhætti.
Hitt er þó sennilega enn mikil-
vægara, að Saudi- Arabar
fylgja aöallega þeim trúarflokki
múhameöstrúarmanna, sem
kallar sig Sunnita. 1 Iran eru
hins vegar svonefndir Shiitar I
yfirgnæfandi meirihluta. Einn
aðalmunurinn á þessum trúar-
flokkum er sá, aö Sunnitar hafa