Ísafold - 28.11.1874, Side 2
22
komu úr varðhaldinu, er hann kallar svo. Var ítölum mikil
skapraun að þeirri afskiptasemi Frakka og urðu alls hugar
fegnir, er skipið fór, svo að nú líkar þeím vel hvorum við
aðra, Frökkum og ítölum, en vesalings páfinn situr nú eptir
einmana og yfirgefinn. Thiers gamli hefir verið á skemmtiferð
um Ítalíu í haust, og fengið þar bestu viðtökur, ekki sízt hjá
Victor konangi. Allt af segist hann (Thiers) vongóður um, að
þjóðstjórnin beri sigur úr býtum við einvaldsmenniua á Frakk-
landi, þótt seigt gangi. í aukakosningum á þingið í Versölum,
er frarn hafa farið í haust, hefir þjóðvaldsmönnum veitt heldur
betur, enda er svo sagt, að þeir sjeu farnir að fara stillilegar
og viturlegar að ráði sínu en áður hefir viðgengizt stundum.
Mac Mahons er að litlu getið. Hann var lengi á ferðalagi um
landið í sumar, til þess að sýna sig, líkt og Napoleon keisari
var stundum vanur. Er mælt, að honum hafi nógu mikið þótt
talað sumstaðar um þjóðveldi og þjóðstjórn.
1‘ýzhalands-keisari setti ríkisþingið 23. okt. Hann talaði
að vanda mikið um frið og sáttvið ailar þjóðir, en gat þó þess,
að þingið ætti von á ekki færri en 3 nýjum Iagafrumvörpnm,
frá stjórninni, er öll lúta að því að efla og auka her og land-
varnir. Mest tíðindi með J>jóðverjum þykir annars meðferð
Bismarcks á Arnim greifa, fyrrum erindsreka hans í París, út
af því að Hohenlohe eptirmaður hans saknaði ýmsra mikilsvarð-
andi skjala úr skjalasafni erindsrekans í Paris. Hafði Arnim
þau í sínum vörzlum, og vildi eigi láta þau af hendi, er hann
fór frá embættinu. Sagði þau vera sína eign, en ekki embætt-
isins. Voru þar á meðal mörg brjef frá Bismark, sem hann
mun ekki hafa kært sig um að allir sæu. Ivom loks þar að
Arnim var tekinn og settur í höpt, að boði Bismarcks, og mál
höfðað gegn honum fyrir óráðvandlega meðferð á embættis-
skjötum. Sumir halda að eitthvað búi hjer undir annað en uppi
erlátið: Arnim hafi ætlað að gjörast andvígismaður Bismarcks á
þingi og muni hafa haft tök á að verða honum skæður. Málið
er eigi útkljáð enn ; en sleppt hefi Arnim verið úr varðhaldi
aptur sökum veikinda, en gegn veði. Arnim á mikið undir
sjer, hann er ættstór og auðugur mjög, og mikil stjórnspek-
ingur kallaður. Strákur sá, Kullmann að nafni, er veitti Bis-
nrarck banatilræði í Kissingen í sumar, hefir verið dæmdur í 14
ára tukthúsvinnu. Ekki sannaðist það í rannsókn málsins, að
klerkar (kaþólskir) hefðu verið í ráðum með honum.
Frá Spáni eru svipaðar frjettir og að undanförnu; stjórnin
í Madrid er gjaldþrota og getur því litla viðburði haft gegn
Karlungum. Hefir henni komið að litlu haldi, að stórveldin
könnuðust við lögmæti hennar í sumar. Er eigi annað sýnna,
en að aldrei skríði til skarar, nema aðrar þjóðir skerist í leik-
inn; en á því eru mikil vandkvæði.
Með Kínverjum og Japansbúum horfir til ó-
friðar út úr eynni Formosa, er hvorirtveggja vilja eiga. Búast
hvorirtveggja sem bezt þeir kunna. Kínverja kváðu jafnvel
vera farnir að leggja frjettaþræði til nota við hernaðinn, og
er það mikil framför fyrir þá, því að á slíkri nýbreytni sem
frjettaþráðum hafa þeir jafnan haft mestu andstyggð. Japans-
búar eru það fremri Kínverjum, að þeir eiga 2 brynskip, og
eru Iíinverjar mjög smeykir við þau. Japansmenn eru fullir
af vígamóð. J»eir segjast vera hamslausir og nísta tönnum
gríðarlegar en orðum verði að komið; og taka ekki minna í
mál en að ílá húð og hold af keisaranum í Iíína.
í Argentina í Suður-Ameriku stendur upphlaup mikið; en
ekki hafa borizt nákvæmar sögur af því enn.
Hvort íslandsráðgjaíinn eigi að sitja á stjórnar-
ráðsstefnuni með danska ráðaneytinu hefir verið aii-mikið
þráttað um á ríkisþingi Dana í haust, og í biöðum þeirra. Við
fyrstu umræðu um fjárhagslögin í fólksþinginu sagði einu
þingmaður (Tauber), að ekki mætti hafa gjöld handa stjórnar-
lierra íslendinga í dönskum fjárlögum; því að Island væri ekki
partur eðahjerað úr Danmerkurríki, heldur væri það land, sem
ætti konung saman við Danmörku og lítið annað; þess vegna
ætti konungur og eigi með að láta íslandsráðgjafann sitja á
stjórnarráðsstefnum Dana. þessu var Iilein ekki samdóma.
Hann sagði, að ísiandsráðgjafinn ekki einungis mœtti, heldur
œtti að sitja á ráðsslefnum með danska ráðaneytinu, eptir
stjórnarsambandi íslands við aðra parta ríkisins, og bar fyrir
sig »hin íslenzku stjórnarlög, er svo eru nefnd» (þ. e. stöðu-
lögin, 2.jan. 1871); þar stæði: «ísland er óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis, með sjerstökum landsrjettindum«. Úr því að ís-
land væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, mætti hinn efsti
liður í umboðsstjórn íslands til að vera í »ríkisráðinu« (þ. e.
þing það, er ráðgjafar konungs sitja saman), þar eð ríkisráðið
væri einmitt efsti liðtirinn í umboðsstjórn ríkisins. J>essu
mótmælti Berg, eínn af oddvitum »Vinstrimanna», og kvað það
koma í bága við stjórnarskrá Dana, grundvallarlögin. Eptir
þeim hefðu ráðgjafarnir ábyrgð gagnvart fólksþinginu, það gæti
höfðað mál á móti þeim út af embættisgæzlu þeirra og ríkis-
rjetturinn dæmdi þá svo. En nú hefir íslandsráðgjafinn ekki
ábyrgð fyrir fólksþinginu, heldur fyrir alþingi íslendinga. En
það næði engri átt, að láta ráðgjafa, sem enga ábyrgð hefði
fyrir fólksþinginu, eiga alkvæðisrjett í rikisráðinu og geta á
þann hátt haft áhrif á ráð þess«. Klein sat við sinn keip, og
hvað íslandsráðgjafann í rauninni hafa ábyrgð bæði fyrir alþingi
og fólksþinginu, fyrir alþingi í sjerstökum málum íslands, en
gagnvart fólksþinginu fyrir það sem hann ætti þátt í almenn-
um ríkísráðsgjörðum, og ætti því fólksþingið hægt með að
hafa liönd í bagga með honum. Seinna kannaðist Berg við,
að þetta stæði í rauninni ekki á neinu eins og nú stæði á,
þar sem íslenzki ráðgjafinn væri jafnframt dómsmálaráðherra
Dana, og ætti sæti í ríkisráðinu á annað borð vegna þess.
Fjell svo þessi þræta niður á þinginu; en í blöðunum var tals-
vert rætt um þetta mál á eptir. [>ar tók Dr. Rosenberg vorn
málstað, eptir fornum vanda, og það vel og einarðlega. Hann
ber þeim, sem á málið minntust á þinginu, á brýn, að þeir
hafi ekki litið neitt á það, sem mestu varðaði í þessari grein,
og það sje, hvað rjett sje og haganlegast fyrir þá sem hlut
eiga að máli, það er að skilja þjóðina hvora um sig: Dani og
Islendinga.
«Er íslendingum gagnlegt», segir hann, »að ráðgjafi þeirra
eigi setu í ríkisráðinu danska? [>elta er mergurinn málsins,
og við það var ekki komið í þingræðunum, það forðuðust
menn».
Hann bendir þá fyrst á, að stöðulögin og stjórnarskráin
íslenzka hljóti að hafa verið tilbúinn og ráðgjafinn handa ís-
landi settur á stokkana í því skyni og ekki öðru, að íslending-
ar hefðu íslenzka stjórn í öllum sjerstökum málum, og
vœru ekki háðir d a n s k r i stjórn eða d ö n sk u þingi. Að
öðrum kosti mundi stjórnarskráin um sjerstök mál landsins oss
íslendingum mjög lítils virði, og þá kæmi stjórnarbótin illa
heim við það, hvernig konungur kom fram á íslandi í sumar
og ávann sjer fyrir hylli og ást hvers íslending^; því að hann
nefndi blátt áfram og afdráttarlaust íslendinga þjóð, og kallaði
þá brœðrapjóð Dana. [>ar af leiðir, að hann mun eptirleiðis
stjórna íslandi með hinum íslenzka ráðgjafa einum, og láta
engan annan lcoma par ncerri. [>ví að sjeu Islendingar pjóð,
— og það eru þeir sannarlega — eins og Danir og engu
siður en þeir (og Svíar og Norðmenn), þá eiga þeir að rjettu
lagi heimild til að stjórna sjer sjálfir, með öllu óháðir hverri
þjóð annari».
«Virðnm þetta mál fyrir oss betur. Að ráðgjafi íslands
eigi setu í ríkisráðinu danska, er svo að skilja, að hann flytur
eða má flytja mál, er snerta stjórn íslands eingöngu, í ríkis-
ráðinu, og að hinir ráðgjafarnir (Dana) mega tala um þau og
greiða atkvæði um þau. Nú getur að vísu vel farið svo, að
þessar umræður og alkvæðagreiðsla gjöri hvorki til nje frá að
því er til úrslita málsins kemur; það er jafnvel ekki óhugs-
andi, að íslendingum gæti orðið hagur að því. En slikt getur
þó varla orðið annað en tóm tilviljun. [>að getur ætíð svo far-
ið, að ráðherra íslendinga eða konungur, eða báðir, fari eptir
orðum hinna ráðgjafanna og skeri svo úr málinu, að Islend-
ingum sje óhagur að eða þeim líki miður — og þetta er ein-
mitt líklegra; því að helzta ástæðan til að greina Islands mál
frá stjórn ríkisins og löggjöf var einmitt sú, að fæstir Jijer í
Danmörku hafa vit á því sem er einkennilegt á Islandi og Is-
lendingum, og taka því flestir skakkt í strenginn. [>að er að
vísu satt, að ábyrgðin lendir þó á íslenzka ráðgjafanum einurn
fyrir hvern úrskurð í íslenzkum málum; mætti því svo virðast,
sem á sama stæði, þólt hann ráðgaðist um við hina ráðgjafana,
úr því að allt bitnar á honum. [>etta er og rjett í orði, en