Ísafold - 31.12.1874, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.12.1874, Blaðsíða 4
36 að koma upp með, að minnkuð yrði latínukennsla að nokkrnm mun, eða tekinn yrði burtu latínskur stýll. |>að var ljóst, að eigi var kominn timi til þess að svo stöddu. Síðan hefirmargt breytzt. Timarnir breytast og vjer breytumst með þeim, segir máltækið. Stefna allra þjóða nú á tímum er sú, að ná sem mestum framförum í hinu verklega lífi, og af þvi leiðir beinlinis, að þjóðirnar leggja mesta stund á þær vísindagrein- ir, er þar að lúta, og er því, sem nærri rná geta, margt kennt og lært, annað nú, en fyr, og vil jeg að eins færa eitt af því mörgu til dæmis, að nú á tímum ern náttúruvísindi sakir nyt- semi þeirra stunduð miklu meir en áður. Er jeg nú sá skóla- skýrsluna fyrir árið 1873—74, bjóst jeg við, að miklar og margar umbætur hefðu komið fram í skólanum, frá því jeg skildi við hann, en sú von brást, skólinn er enn í sama á- standi, og hann var þá, honum hefir reyndar ekki farið aptur, en fram hefir honum ekki heldur farið; hinar heiztu breyting- ar, sem orðið hafa, eru á kennslubókum, og eru þær sumar til hins betra; en við latínuna hefir verið bætt fjórum stundum; hvort þess hefir gjörzt þörf, skal jeg sýna fram á síðar. Jeg vil nú stuttlega drepa á námsgreinir þær, sem kennd- ar eru í skólanum og það í sömu röð, og höfð eru í skóla- skýrslunni. þá er fyrst íslenzkan, móðurmálið sjálft. Tilhenn- ar var varið 9 stundum á viku hverri skóla-árið 1873—74, sem er eigi V5 af tíma þeim, er varið er til latínunnar, og sjá allir heiivila menn, hve skynsamlega og vel er skipt niður milli hinnar fögru tungu forfeðra vorra og liins útlifaða latínu- máls. Sumir kunna að segja, að allir skilji íslenzku, og hana þurfi enginn íslendingur að læra, en það er næsta röng skoð- un. Á (sienzku eiga námsmenn að læra að rita og hugsa. |>að kunna þeir eigi án mikiliar æfingar, og er því harla nauð- synlegt, að miklum tíma sje varið til íslenzkra stýla og eink- um til ritgjörða. Nú sem stendur eru ritgjörðir nálega ein- göngu samdar í efsta bekk, og þær næsta fáar, sakir þess, hvað íslenzkunni eru ætlaðir fáir tímar, en jeg álít, að þegar í þriðju bekkjunum, og jafnvel fyr, sjeu lærisveinar fullfærir að semja ritgjörðir um ljett efni. Fornsögur vorar eru og svo ágætar, að þær ættu að vera öllum sem kunnugastar, en sakir tíma- skorts hafa stúdentar hingað til orðið að fara svo frá skólan- um, að eigi hefir verið lesið með þeim meira, en tvær af fornsögum vorum, og nokkur Eddukvæði, og þeir hafa sarnið liðugar tíu ritgjörðir, alla sína skólatíð. Til þess að ráða bót á þessu mundi þurfa að bæta 9 stundum við íslenzkuna, svo að til hennar væri varið 18 stundnm á vikn; þá mætti korna við að kenna íslenzka bókmenntasögu, sem skýlaust er boðið að kenna í skólareglugjörðinni, og íslenzka fornfræði, sem hvorttveggja er ómissandi, ef íslenzku-kennslan á að vera ( nokkru lagi við skólann, sem vjer vitum, að allir sannir ís- lendingar vilja, að sje sem þjóðlegastur. |>að væri og mjög langt síðan kirkjan hafði verið færð og síðast grafið í kirkju- garðinum. Ef ekki stæði á öðru en kirkjugarðsbiettinum þeim arna, hugsaði j>órður, til þess að sveitin hlyti þetta mikla happ, væri titvinnandi að beita valdi sínu og taka á því, sem til væri, til þess að spyrna burtu þeim þröskuldinum. Hann fór undir eins af stað að finna prestinn og prófastinn, og síðan stipts- yfirvöldin og stjórnina. Hann flutti mál sitt ósleitilega, taldi annars vegar hagnaðinn ómetanlegan, og kvað hins vegar sveit- armenn mjög áfram um þetta, og kom þar að lokum, að allir hlutaðeigendur urðu á hans máli. Uonum var sagt, að ekki mundi þurfa annað en að færa nokkuð af líkunum ofan í nýa kirkjugarðinn, þá mundi hægt að fá konungs boð um, að hafa mætti kirkjugarðinn undir járnbraut. Hann skyldi nú fara og koma málinu af stað í hreppsnefndinni. Brátt varð ailt byggðarlagið í uppnámi eins og hann; því að gróða-andinn ærðist af fögnuði, og annar andi hafði þar eigi til verið í mörg ár. j>að var ekki talað eða hugsað um annað en ferð j>órðar og erindislok hans. Hann kom heim aptur með beztu frjettir, og var þá fagnað eins og höfðingja;. skáldin ortu kvæði honum til dýrðar. þótt hver stórbóndinn að öðrum hefði farið á höfuðið þá dagana, hefði enginn veitt því eptirtekt: gróðasýkin var orðin að járnbrautarsótt. Hreppsnefndin kom á fund; fvrir hana var lögð allraþego- nytsamlegt fyrir lærisveina, að þeir vendu sig við að halda stuttar ræður í kennslustundunum; því siíkt æfði og hvessti skilninginn. Um dömleu og pýzku er eigi mikið að segja, enda ern fáar stundir ætlaðar til þeirra. tá er latínan næst. Hún hefir lengi setið og situr enn í hásæti við skólann. Yjer viljum alls eigi segja, að latínu- kennsla 1 hófi sje óþörf eða skaðleg, en latínukennsla úr héfi, eins og hún nú er í skólanum, er bæði óþörf og skaðleg. Ó- þörf er hún að því, að menn geta orðið fullfærir í latínu með miklu minni kennslu og haganlegri kennslu-aðferð. Skaðleg er hún að því, að hún tefur tímann frá miklu nauðsynlegri störfum. Eptir siðustu skólaskýrslu var varið 47 stundum til latínu á viku hverri af 170, er hafðar eru tii vísindanáms, og er það talsvert meira, en l/4 af öllum kennslutímanum í skóla. Til undirbúnings undir skólann hafa lærisveinar l—2 ár, og verja mest-öllum þeim tíma til latínunáms. Nú er hver og einn lærisveinn að minnsta kosti sex ár f skóla, og sjáum vjer þá, að hann ver að því þrem árum til latínnnárns, og er það eigi lítill hluti af hinni skömmu æfi mannsins. (Framhald siðar|. Mannslát. s íra G í s l i Thórarensen, sóknarprest- ur til Stokkseyrar- og Kaldaðarnesþinga, varð bráðkvaddur á jóladaginn. Hann ætlaði að messa á Stokkseyri og var að búa sig í kirkjuna, þegar hann hnje niður örendur. Vjer munum síðar geta helztu æfiatriða þessa merka gáfumanns. Auglýsingar kosta 5 sk. smáleturslínan eða jafnmikið rúm. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi kl. 4 — 5 e. m. Kaupendur Isafoldar tír ncersveitanum hjer við Reyk/avik geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj- újfi Jóhannessyni, aðstoðarmanni apótekara. — Afgreiðslustofa ísafoldar er í Túngötu Nr. 2, og er rit- stjórann að hitta þar kl. 3—4 eptir hádegi hvern rúmhelgan dag. — Sökum annríkis í prentsmiöjunni gat rir. 10 af ísafold eigi orðib búiS fyrir nýárið, og kemur þa3 út um þrettánda. leibrjetting. í nokkrum expl. af siðasta blaði stendur, að kjósa eigi 5. jan. mann í bæjarstjórn Rvíkur »í stað Jóns Stefánssonar», en það á að vera í stað Ólafs póstmeistara Finsens. Útgelandi og ábyrgðarinaður: Bjar/i .hm.sxon, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Keykjavík. Einar pórðarso n. samlegust bænarskrá um það, að leggja mætli járnbraut yfir gamla kirkjugarðinn. Bænarskráin var samþykkt í einu hljóði; það var jafnvel tekið í mál að rita J>órði þakkarávarp og senda honum kaffíkönnu, eins í laginu og gufuvagn. f>ó kom möna- um saman um, að bezt væri að bíða með þetta, þangað til ailt væri komið í kring. Málið kom aptur frá stiptsyfirvöldunum; þau vildu fá nafnið á hverju líki, er færa yrði. Prestnrinn bjó til nafnaskrána, en sendi hana ekki beina leið, heldur hreppsnefndinni fyrst; hann vissi hvað liann fór. Einn af nefndarmönnum kom með hana á næsta fund. þórður opnaði brjefið og las upp skrána, því hann var oddviti. Nú vildi svo til, að fyrsta líkið, sem flytja skyldi, var föð- urafi |>órðar. J>að var eins og rynni kalt vatn milli skinns og hörunds á fundarmönnum; f>órði hnykkti sjálfum við, en hjelt þó áfram að lesa. En ekki tók betra við. Annað líkið á skránni var föðurafi Akra-Knúts; því að það hafði orðið skammt á mitli þeirra. Ákra-Knútur spratt upp úr sæti sfnu, f>órður hætti að lesa, og allir litu upp felmtsfuliir; þvi að Akra-Knútur gamii hafði verið velgjörðamaður sveitarinnar og allra manna ástsæl- astur, er sögur fóru af i því byggðarlagi. f>að sió þögn á alla, og sátu hljóðir um hríð. Loks ræskti þórður sig og hjelt á- fram lestrinum. En allt af versnaði, eptir því sem leið á list- anu. f>ví nær sem dró tíð þeirra, sem uppi voru, því sárara tók þá til hinna framiiðnu. (Framhald siðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.