Ísafold - 27.01.1875, Blaðsíða 3
6
kvaðst búinn að sanna, er vildi, að Jesúítar hefði hrundið Na-
poleon út i styrjöldina, og árið I8G9 hefði erindreki páfa lýst
því yfir í Mfl.nc.hen, að ekkert fengi nú borgið kirkjunni nema
stjórnarbylting á þýzkalandi. Kullmann, sem hefði ætlað að
myrða sig, hetði verið erindsreki (jltramontana; hann hefði
sagt það sjálfur, og á skauti þeirra hvíldi hann og hans verk
(óhljóð). — það segja þeir er við voru, að í þessari ræðu hafi
þeir sjeð Bismarck reiðastan og ófrýnastan. En nm allt þýzka-
land hefir mælzt mjög vel fyrir henni, og hefir hún orðið
Bismarck mesti bjargvættnr til endurreisnar þjóðhylli, er A r-
nims-málið hafði fellt af honum. það mál er nú fyrir dómi;
margt i því þykir skaðvænlegt fyrir málstað Arnims greifa, en
það er enn óráðið, hvað mikils dómendum þykir metandi af-
brot greifans, sem helzt eru þau, að hann hefir lagt eignar-
hönd á skjöl, sem utanríkisstjórnin telnr eign ríkisins. það mun
ekki allsendis tilhæfulaust, að Bismarck hafi hvatað varðhaldi og
málssókn Arnims til þess að rjúfa samtök, er hann átti að hafa
komizt að, að Arnim væri að fá komið á til að steypa sjer úr
völdum. Arnim greifi er hinn fyrsti tiginn maðnr af jafnháum
stigum meðal barúna-ætta í Prússlandi og hann er, er settur
hefir verið í varðhald. Hann er kaþólskur og vinveittru, að
sögn, mörgum Utramontönum meðal Prússa. — Fleira man
eg ekki í almennum frjettum að segja.
það er venja hjer, að kanseleri háskólans setji upp árs
árlega verðlaunaspurningar, er svara skal í Ijóðum, og má
enginn svara nema tiáskólaborgarar, er ekki hafa tekið burt-
fararpróf. Yerðlaunin er stór gullpeningur (Chancellor’s me-
dal). íslendingum mun ekki þykja ófróðlegt að heyra, að efnið
sem kanseleri hefur kosið í ár, cr «ísland». Kanseleri
þessa háskóla er hertoginn af Devonskíri. — Hjer er nýkomin
út b ó k um ísland og Egyptaland, eptir Bayard Tavlor,
er heima var í snmar fyrir Newyork- blaðið Daily Tribune.
það sem lii íslands kemur, eru brjef Taylors um þúsundára-
hátíðina endurprentuð. þau eru skemmttleg og fjörlega rituð,
en ekki lofa þau stjórnarskrána íslenzku.
Cambridge, 11. des. 1874.
Eiríhr Magnússon.
Nýju peningarnir, — Svo einfaldur og óbrotinn
sem hinn nýi peningareikningur er, vill liann þó flækjast fyrir
mörgum, og það svo, að fólki liggur opt við að gjöra ræka
borgun í hinum nýu peningum, vegna þess að því er ekki
nægilega kunnugt gildi þeirra á við gömla peningana, eða því
veitir erfilt að átta sig á því (nema þegar um heila dali er að
ræða, sem ekki þarf annað en margfalda með 2 til þess að fá
út krónur, svo sern alkunnugt er). Úr þessum vandkvæðum er
verið að reyna til að bæta með töflum til að breyta einni mynt-
hægra með aðflutninga. því að er þetta ekki sama og að pæla
upp kirkjugarðinn okkar til þess að hafa upp úr honum í ask-
ana okkar? það sem grafið hefir verið niður í Jesú nafni,
gröfum vjer upp aptur í nafni Moloks, af auragirnd, — það er
iitlu betra en að jeta leifar forfeðra sinna». — þórður svaraði
þurrlega: »þetta er ekki annað en rás náttúrunnar». — «Já,
skepnanna». — «Erum vjer þá ekki skepnur líka». — «Jú, en
vjer erum líka börn Guðs hins lifanda, og höfum jarðað fram-
liðna vini vora og ættingja í trúnni á Hann: það er flann, sem
á að vekja þá upp aptur, og ekki vjer» — «Skárra er það nú
rausið! Eins og ekki megi til að grafa þá upp aptur hvort
sem er þegar að þeim kemur? Hvað er að því, þólta það sje
gjört nokkrum árum fyrr?» — «það skal jeg segja þjer!
það, sem af þeim er alið, dregur enn arida, það, sem þeir
hafa reist, stendur enn, það, sem þeir hafa haft mætur á og
og það sem þeir hafa þolað þrautir fyrir, það lifir enn um-
hverfis oss og í oss, og eigum vjer þá ekki að lofa þeim
sjálfum að hvílast í næði?« — »það er auðheyrt, að þú ert
að hugsa um hann afa þinn«, mælti þórður, »því að þú ert
larinn að hitna svo. En þá verð jeg að segja, að það er
tími til kominn, að sveitin hjerna fái frið fyrir h o n u m. því
að það fór nógu mikið fyrir honum meðan hann varálífi; það
er því óþarfi að láta hann vera fyrir manni núna, þegar hann
er dauður. Ætti líkið af honum að standa sveitinni fyrir bless-
| inni í aðra, og þótt þær sjeu góðar og áreiðanlegar, er þó
annað ráð langtum hentugra til þess að verða leikinn í þess-
um reikningi. það er að læra utanbókar mjög stntlar og ein-
faldar, en áreiðanlegar reglur til þess að breyta skildingum i
aura og aurum í skildinga. þær eru þannig.
1. Til þess að breyta skildingnm í aura:
Margfnlda sliildingatöJuna með 2, ng batt síönn við jafn-
mörgum aurum, og 12 ganga npt upp i skildingatölunni.
Dæmi: 14 sk veröa 29 aurar (þ. e. tvisvar 14, sein er 28, að viö
bættum einum, því aö 12 ganga einu sinni upp í 14). 25 sk. vevða 52
aurar (f>. e. 2.25 = 50 4- 2, því 12 í 25 hef jeg tvisvar). 32 sk. veröa
66 aurar (2.32 = 64 -f. 2, því 12 í 32 hef jeg ekki nema tvisvar).
36 sk. verða 75 aurar (2.36 4- 3, því 36:12 er = 3). 11 sk. verða ekki
nema 22 aurar (þ. e. tvisvar 11, því 12 ganga aldrei upp í 11). Með
öði'um orðum: sje skildingatalan fyrir neðan 12, þarf ekki annað en
margfalda hana með 2 til að fá út rjetta auratöln, því að brotum úr
aurum á ætíð að sleppa, samkvæmt peningalögunum; en fari skildinga-
talan fram úr 12, er ekki nóg að tvöfalda hana, heldur verður jafnan að
bæta við töluna, sem út kemur, jafnmörgum aurum, og 12 felast opt í
skildingatölunni. því að í krónunni (48 sk.) oru ekki tvisvar 48 aurar
(þ. e. 96), heldur 2.48 + 4 (þ. e. 100). þessum 4, sem um fram cru,
þarf því jafnan að skipta niður á hina tvöfölduðu skildingatölu, einum
á hverja 12 skildinga, því að 4 sinnum 12 eru 48. —•
Fari skildingatalan, sem breyta skal í nýa mynt, fram úr 48, er
bezt að draga þessa 48 frá (því að það er heil króna), og fara síðan
með afganginn svo sem áður er sagt. T. d. ef breyta skal 72 sk. í nýa
mynt, byrjar maður á því að draga 48 frá, margfaldar síðan þessa 24,
sem eptir verða, með 2 og bætir þar við 2 (12 í 24 hef jeg tvisvar),
það verða 50. 72 sk. eru því sama sem 1 króna og 50 aurar. 77 sk.
eru — 1 kr. 60 aurar (2.29 + 2).
2. Til að breyta aurtim í skildinga:
Fyrst skal draga frá auratölunni j'afnrnarga, og 24
ganga opt upp í henni, deila síðan pvi sem eptir er með 2.
Dæmi: 29 aurar verða 14 sk. (fyrst dreg jeg 1 frá, því 24 ganga
einu sinni upp í 29, deili síðan þessum 28, sem eptir eru, með 2). 52
aurar verða 25 sk. (frá 52 dreg jeg fyrst 2, því 24 í 52 hef jog tvisvar,
deili síðanmeð 2). 69aurar verða 33‘/» sk. (69 -4- 2=67; 67 : 2 = 331/2)*
22 aurar = 11 sk. (því 24 ganga aldrei upp í 22). 19 aurar = 9'/2 sk.
0. s. frv.
Af þessum dæmum má sjá, að reglur þessar (er vjer höf-
um prentað með skáletri) eru öldungis einhlitar, og þeim, sem
kann þær, skjátlast aldrei í aurareikningnum.
Sumum hættir við að telja brot úr aurum, þegar þeir breyta
skiidingum í aura, en það er rangt, svo sem sjest á reglunum;
það á ætíð að sleppa þeim, og svo er boðið í peningalögum
(krónumyntarlögunum), enda er ekki til minni peningur en heill
eyrir. þessi smápeningur heitir í eintölu eyrir (þol. eyri, eig.
eyris, þiggj. eyri), en ekki aur (//), sem vjer höfum heyrt suma
nefna hann.
ALþiNöisKOSNiNGAK. — Hinn 21. þ.m. kusu Mýramenn til alþing-
ismanns hinn garnla þingmann sinn
HjálmPjetursson frá Norðtungu, og hlaut
un, sem mundi ná í hundraðasta lið, þá held jeg óhætt væri
að segja, að enginn, sem hjer er fæddur, liefði orðið sveitinui
að öðru eins meini og eÍDmitt hann«.
Akra-Iínútur sletti hárinu frá sjáaldrinu; eldur brann úr
augunum, og var karlinn allur á þönum, eins og stálfjöður.—
»Hvernig blessaninni er háttað, sem þú ert að tala um», mælti
hann, «hefi jeg þegar sýnt, það er um þessa blessun eins og
aðrar, sem þú hefir látið sveitinni í tje: allt brennt í annan
endann; þú hefir reyndar komið okkur upp nýrri kirkju, en lika
komið með nýjan anda inn í hana — og það er ekki andi kær-
leikans; þú liefir látið gjöra nýja vegi, en líka nýja glapstigu,
sem sjá má á því, að margir hrapa i óián. þú hefir lækkað
álögur vorar í sveitarþarfir, en þú hefir lika hækkað hinar 0:
kostnað í þarfir sjátfra vor; málaferli, víxlbrjef og gjaldþrot eru
engin blessun i neinni sveit. Og þú ert svo djarfur að smána
þann mann i gröfinni, sem öll sveitin blessar, þú ert svo
djarfur að segja, að liann sje fyrir oss, — jú liaun er fyrir,
þjer, það er auðsjeð; því um það leiði skaltu falla ! Sáandisem
drottnað hefir yfir þjer, og yfir öllu hjeraðinu þangað til í dag, á
ekki að bera veldissprota; hann er borinn þræil og ekki annað;
kirkjugarðurinn skai fá að vera í friði; það fjölgar bara um
eina gröf í honum í dag, gröfina, sem hjeraðsríki þitt verður
nú jarðað í».
þórður á Ilaugi stóð upp íölur sem nár; hann lauk upp