Ísafold


Ísafold - 27.04.1875, Qupperneq 4

Ísafold - 27.04.1875, Qupperneq 4
63 64 AlfHnffiskosnins-ar í Húnavatnssýslu 4. þ. mán. Kjörfundinn sóttu að sögn 160 kjósendur. Iíosningu hlutu: ásgeir einarsson á I’ingeyrum og Páll, páesson í Dælum. Næstur þeim hlaut sira Arnljótur Ólafsson 80 atkv. Lárus sýslumaður Blöndal fáein atkvæði. j§»kipat'resn. Hinn 21. þ. mán. kom hingað Drax- holm (40 t., Hendrichsen) frá Iíhöfn með ýmsar vörur til Knndt- zons verzlunar. Sama dag Raphael (61.55 t., Engelsen) frá Björgvin með matvöru til sömu verzlunar. S. d. Valdemar (109.09 t., Rolfsen) og Den norshe Klippe (117.94 t., Gundersen) frá Mandal og Farsund með trjávið til lausakaupa. 22. s. m. Dito (64.50., I. Olsen) frá Khöfn með ýmsar vörur til Havsteens- verzlunar. 25. s. m. Marie Christine (60.61 t., I. Hansen) frá Khöfn með ýmsar vörur til Magnúsar í Bráðræði, Hluta- veltufjelagsins og konsul Smiths. 26. Ilelene (89.74 t., Bruhn) frá IJamborg með ýmsar vörur til verzlana Siemsens hjer og í Keflavík. II e r s k i p i ð frakkneska Beaumanoir hafnaði sig hjer 2l.þ. m. eptir vikuferð frá Cherbourg. Hið danska, Fylla (yfir- foringi Holm) kom 26. þ. m., lagði 4. þ. mán. út frá Höfn. Flskiafli hjer um Suðurnes farinn að rjena. í Grinda- vik og Höfnum hefir verið rýr afli alla vertíðina; allur fiskur- inn fyrir norðan Reykjanes. Hitamælirinn (C ) ÍReykjavlk 22.-26. aprll 1875. 22. + 5.8 24. + 7.7 26. +8.4 23. + 7.2 25. + 10.2 Jarðeldnr hafa menn þótzt verða varir við að uppi muni vera I Vatnajökli sunnarlega. Hefir fyrir skömrnu sjezt þar reykjarmökkur mikill af Rangárvöllum og víðar að. Lm páskana heyrðust og elddynkir allmiklir víða um Suðurland, «eins og mesta fallbyssnskot» er oss skrifað úr Hreppunum. $nmardnginn fyrsta hjeldu stúdentar og skóla- pillar hátiðlegan með samsæti og ýmsum skemmtunum I tjaldi stúdenta, er reist var á glímuvellinum á Melunum fyrir sunn- an bæinn. Á skólanum sást blakta hinn íslenzki fáni, valur I bláum feldi. Hitt og þetta. V estnrheimsfl utningur hjeðan úr álfunni hafa I 20 árin síðustu aldrei verið eins litlir og í fyrra (1874). Með- altalið þessi 20 ár hefir verið 206,000 manna á ári, en I fyrra fóru ekki nema 140,000. í hitt eð fyrra (1873) fóru 267,000 og árið þar á undan (1872)294,000. í fyrra er mælt að 76,000 Norðurálfumanna hafi horfið aptur vestan um haf heirn til ættbóla sinna. Brautargöng undir Frakklandssund. Nú á loksins að verða af því, sem lengi hefir verið ráðgjört, að grafa járnbrautargöng undir sundið milli Frakklands og Eng- lands. Frakknesk og ensk járnbrautarfjelög ætla að leggja saman i þetta stórkostlega fyrirtæki. Hinn frægi Lesseps, er stóð fyrir skurðargreptinum um Suez-eiðið, hefir skýrt frá því nýlega á fræðimannafundi í París, að sundið sje á leiðinni milli Dover og Calais, þar sem það er mjóst, (rúmar 4 vikur)! hvergi dýpra en rúmir 28 faðmar. Botninn er úr gráu kalki. Iíalk- lagið er á að gizka 130 faðma þykkt. Lesseps kvað hægðar- leik að búa til göng í þessu kalk-lagi; í Cornwall væri víða grafnar námur út undir mararbotninn, og búnar til stórar hvelfingar, svo að ekki væri nema 3 faðmar upp á mararbotn (þakið eigi þykkra en það), og kæmi þó aldrei sjór þar niður í gegn. En þakið yfir hinum fyrirhuguðu brautargðng- um yrði 27 faðmar á þykkt. Fiskiveiðar Frakka við Island. Frá borginni Dnnkerque einni hafa í vetur verið búin 84 skip út á fiskiveiðar hjer við land, með 1500 manns á. Stærðin 50 til 180 lestir. Iv v æ ð a 1 a u n. í vetur sendi konungur vor þurrabúðar- manni Carli Andersen í Raabjerg á Jótlandi 30 rd. í pening- um og nokkrar Ijóðabækur góðar, þaul-gyltar í sniðunnm, að launum fyrir kvæði, er Carl þessi Andersen orti út af komu konungs í Friðrikshöfn á leiðinni til íslands í fyrra sumar. (Berl. Tid.). Kínverjar syrgja keisara sinn. [’egar keis- arinn í Kína dó vetur, var öllum þegnum hans boðið að fara ‘ og syrgja hann, hver eptir stöðu sinni og metorðum. Em- bættismennirnir (Mandarínarnir) búast ekki sorgarklæðum, held- ur breiða þeir hvíta blæu yfir allt stáss í húsum sínum og sauma hvítan dúk urn burðarstóla sína. Alþýðufólk nauðrakar á sjer höfuðið og hefir ýmsar serimoníur aðrar. Embættis- menn og lögtignað fólk kemur tillekna daga saman f hofun- um til þess að rækja þar lögboðna sorgarsiðu út af fráfalli keisarans. t’eir ganga I hátíðlegri prósessín eptir metorðum að sætum sfnum á stórum palii ( hofinu. Síðan kallar hofgoð- inn hárri röddu : «Krjúpið framl» og fleygja þá allir sjer flatir á gólfið á grúfu. «Drepið allir höfðinu einu sinni í gólfið», kallar hofgoðinn, og allir hlýða viðstöðulaust. |>etta gengur þrisvar hvað eplir annað. «Farið þjer nú að kveina!» segir hofgoðinn; tekur þá allur söfnuðurinn til að góla og veina, liggjandi á fjórum fótum. þegar þetta hefir gengií um hríð, kallar goðinn: «Hæltið nú að grála! Slandið upp og farið hjeðan!» Fara þá allir út, og er hinni helgu athöfn þar með lokið. — Slcipstrand. (Úr brjefi að austan). Laugardaginn 7. nóv. í haust lagði kaupskipið 011 o (Tiíllinius kaupmanns) út frá Eski- firði á leið til Khafnar, en komst ekki nema rjett úr firðinum, og varð að hörfa undan sunnan stórviðri inn í Breiðuvík. par er gott lægi í þeirri átt, en morguninn eptir var komið norðanrok, er stóð beint á land þar í víkinni. Hrukku j>á í sundur akkerisfestamar, og rak skip- ið á drykklangri stundu upp í sandinn. par erukamrar á tværhendur, og mundi skipið hafa farið í spón, hefði pað lent par. Fyrir dugnað og snarræði Breiðvíkinga náðust skipverjar allir í land á lcaðli, áður en skipið rak upp. Hafa þeií orðið að sitja hjer vetrarlangt. Síðan var haldið uppboð á skipinu og vörunum, og fór skipskrokkurinn fyrir 70 rd’ Hitt komst í fullt verð, t. d. kjöttunnan á 17 rd., lýsistunnan á 30 rd. Herra ritstjóri! Jeg bið yður að gjöra svo vel og ljá eptirfarandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Sunnudaginn 8. nóvember snemma morguns strandaði skonnert- skipið „Otto“ frá Kaupmannahöfn við Breiðuvík í Reyðarfirði, i afskap- legu norðanroki. par eð veðrið leyfði eigi að koma bátnum fyrir borð, enda hefði f>að eigi verið til mikils í brimrokinu, sem var, og stóð beint á land, reyndi stýrimaðurinn hvað eptir annað að henda kaðii í land, ef takast mætti að vjer fengjum bjargað oss á þann hátt. Frá bæjunum Litlu-Breiðuvík og Stóru-Breiðuvík komu menn ofan að sjónum, og fóru að reyna til að hjálpa oss, og getum vjer eigi nógsamloga dáðst að á- ræði þeirra, kappi og skjótræði. Sjer í lagi vil jeg til nefna Jóhannes nokkurn Auðunsson frá Stórn-Breiðuvík, sem stökk hvað eptir annað út í brimgarðinn upp í mitti, til þess að ná í kaðalsendann, þótt hann sæi opinn dauðann fyrir. pað er tilgangur vor með þessum fáu en einlægu línum, að þakka mönnum þessum, sjer í lagi þeim, sem hjer er nafn- greindur, fyrir það, sem þeir lögðu i sölumar, og mundum vjer ella tæp- lega hafa komizt svo vel af úr lífshættu þessari. C. Hansen, skipstjóri á ,,Otto“. — Lndertegnede, af Skonnerten Fyllas Besætning, derpaa dens Togt til Island i 1874 ved et ulykkeiigt Tilfælde begge have mistet en Arm, föle Trang til at udtale vor varmeste Tak oglevende Erkjendtlighed for al den Godhed, Opoffrelse og Hjæip der bleve os tiidelte under vort Op- hold paa Island, efter at Ulykken havde ramt os saa föleligt, idet vi kun bekiage ikke at kunne til hver Enkelt udtale den Taknemlighed, hvoraf vi ere opfyldte. Vor bedste og inderligste Tak til Landshövdingen, Hr. Kammerherre Finsen, Commandeur af Dannebroge m. m. med Frue og Familie, for al den Redebonhed og Opoffrelse, der i saa rigeiigt Maal tildeltes os paa vort Sygeleie. Endvidere takkes Hr. Byfogden og samt- lige Comitéer for Indsamlingen af den ikke ringe Pengegave, do? over- raktes os ved vor Hjemkomst, for al den Venlighed og Tröst, der stöt- tede os under vor Sorg. Vore Læger takke vi for den Iver, Omhu og Venlighed, hvormed de have bohandlet os, og da navnlig Hr. Jonasson, der bestandig var om os, og som altid vil mindes af os med en levende Taknemlighedsföielse. Vi kunne ikke slutte disse Linier uden at have nævnet Hr. Bogholder Knudsen med Familie, Sygehusets Bestyrerjnde og dets Opvartningsjomfru Guðrún, der alle bringes et hjerteligt og dybt- fölt Tak, ligesom Enkver, der paa nogen Maade har bidraget til at mildne vor store Sorg og bringe Lindring til vort smertefulde Sygeleie, bringes vor bedste Tak; og vi kunne kun udtale, at Mindet om vort Ophold paa Island vil, skjöndt knyttet til et sörgeligt Tab, staa lyst og uforgiemme- ligt for os. Kjöbenhavn, 13. Marts 1875. Meyrr Höy Kanonér og Regnskabsförer. Hulgast. — Inn- og úlborgun sparisjóösins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjurn laugardegi frá kl. 4—5 e. m. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.