Ísafold - 02.07.1875, Síða 1
II, 13.
|Kemurút2—3 á mánuði. Kostar prjár krónur.nml
(árið (32 blöð), stök nr. 20 aura. Arsverðið greiðist í>
(kauptíð, eða pá hálft á sumarmálum, hálft áhaustlestum.'
, , iSkrifstofa Isafoldar eríhúsinu nr. 1 á HlíÖarhúsalandi) ,
2. Jllll. j(Doktorshúsi). Auglýsingar eru teknar í blaðiðí Xö75.
ffyrir 10 aura smáleturslínan eða jafnmikið rúm. )
„Y e s t ur li e im s-f e r ð i r“.
(Svar til hr. Jóns A. Hjaltalín; „ísaf.“ II, 11.)
Ekki Gnn jeg neina girnd eða köllun hjá mjer til að svara öllu
því, er ritað er af litln viti og lítilli sannleiksást í íslenzku
blööunum um Vesturheimsferðir. {>að mætti æra óstöðugan
að henda hvert axarskapt á lopti. En af því að grein sú, er
jeg ællaði að minnast stultlega á hjer, eptir herra bókavörð Jón
A. Hjallalín, er af allt öðru tagi, en það, sem tíðast er ritað
hjer um Vesturheim, þá þykir mjer rjett að leiðrjetta það, sem
rangt er í henni. Greinin er auðsjáanlega rituð í því skyni
að leiða sannleikan í Ijós, en eigi af neinni ofstæki, heimsku
nje otil að gjöra sig gleiðan og gildan», eins og því miður er
tiðast þeim, sem rita hjer á landi um þetta efni. Ilún er einnig
riluð með þeirri kurteysi og hógværð, sem við mátti búast af
svo vel menntuðum manni, sem höfundurinn er. Jeg vona þvi,
að hvorki höfundurinn nje aðrir styggist við þær fáu leiðrjett-
ingar og athugasemdir, er jeg leyfi mjerað gera við grein hans.
Ilerra Hjaltalín segir, að sjer hafi dottið í hug, aðjeg væri
kominn af t’órólíi Smjör; ritstjóri þessa blaðs, er áður hefir
tekið upp skrípasögur eplir einhverju óvönduðu dönsku blaði
um Alska-för vor fjelaga, skýrði og landi «smjörland». fað á
nú sjálfsagt að vera findni þetta, og er dágóð sem slík; jeg
satt að segja hló að henni í fyrsta sinni, en þegar hún kom
mj'er fyrir sjónir í annað sinn, þá geispaði jeg; svo jeg \il
mælast til þess við jómfrú »Foldina», að skreyti sig ekki með
þessari fjöður í þriðja sinn, því þá veit jeg ekki nema það
verki á mig eins og ópíum, svo jeg sofni — og slíkri ókurt-
eysi vildi jeg eigi verða fundinn að í nærveru svo æskurjóðrar
yngismeyjar eins og «Foldin» er. — Nú ef nokkuð er meint
með þessu annað en fyndni, þá hlýtur það að vera það, að
jeg muni fara að ( kveri minu eins og t’órólfur Smjör forðum,
er hann sagði kosti alla, en engan löst á landinu. En ef jeg
færi sv'O að, gæti það að eins komið til af tvennu: annaðhvort
af því, að jeg vildi draga menn á tálar, eða að jeg þekkti eigi
það, er jeg tala um. Herra Hjaltalín segir nú berlega, að
hann dragi engan efa á, að jeg segi salt og rjett eptir beztu
vitund; og ritsljóri «ísafoldar», gamall vinur minn og skóla-
bróðir, hefir víst aldrei þekkt mig að neinu því, er gefi hon-
um ástæðu til að efast um einlægni inína; enda þykist jeg víst
vita, að hann hafi eigi ætlað að leggja neitt slíkt í orð sín —
Hitt verður þá að vera «meiningin», að jeg viti ekki um það,
er jeg segi frá. Þetta á að koma af því, að jeg hafi »dvalið
litla hríð á eynni» (o: Kadiak). Ilvað lengi hafa þeir dvalið
þar, herra Hjaltalín og herra Björn Jónsson, fyrst þeir vita
betur? Eigi kemur nú þekking þeirra af leslri, því að herra
Hjaltalín hefir munnlega sagt mjer, að hann hefði svo sem alls
ekkert um Alaska lesið, nema einn eldgamlan skrjóð eptir ein-
hvern ferðalang, er hefir iiklega stigið fæti á land einhverstað-
ar á ströndinni áður menn vissu nokkuð til muna um Alaska;
og jeg held jeg fari varla fjærri sanni, ef jeg gizka á,
að hra Björn Jónsson hafi aldrei orð um Alaska lesið, að
undantekinni lokleysu þeirri, er stendur í hjegómabók Munthes,
eða í dönsku «Konversations-Lexiconi», er hra B. Gröndal
hefir það sann-nefni gefið, að það væri «markleysu-bók». Hins
vegar hygg jeg að jeg geti með sönnu sagt, að enginn maður,
hvorki hjer nje annarsstaðar, að frá skildum Dall Alaskafara,
hafi lesið eins mikið og því síður meira, en jeg, um þetta efní,
svo mjer ætti eigi að vera það ókunnugt. Og jeg verð að
henda á það, að fyrir þann, sem er orðinu svo lcunnugur
máli, eins og jeg er Alaska, er það ekki örðugt, þegar maður
les rit einhvers höfundar, að sjá, hvort höfundurinn yfir höfuð
sje sannsögull maður. Sá maður, sem bezt (og mest) hefir
um Alaska ritað, og sem þekkir landið betur en nokkur annar
maður, er Wm H. Dall. ISú hefi jeg kynnzt honum og þekkt
hann um all-langan tíma, svo að jeg veit það, að hans orðum
má treysta eins og mínum. Jeg vona því að það sje að eins
eðlilegt og eigi ósanngjarnt, þó jeg spyrji herra Hjaltalín:
«hvaðan hefir hann þessa þekkiugu á Alaska?» Það er nauð-
synlegt að sjá heimildirnar. Höf'. segist bera rit mitt saman
við það, er aðrir hafa ritað um þetta land. Hverjir eru þessir
«aðrir>? Og í hverju ber mjer eigi saman við þá? Ef hinn
heiðraði höf. vill sýna, í hverju mjer ber eigi saman við «aðra»,
og hverjir þessir «aðrir» eru, þá fyrst kemur til tals, hvort
jeg eða «aðrir» (óvísiij hafi rjettara. Hinn heiðraði höf. ber
mig fyrir því, að mjög lítill sje munur á íslandi og Kadiak;
sumur sje lítið heitari á Kadiak. Jeg skal að eins visa til bók-
ar minnar á 20. og 21. hls. það er satt, að mesti hiti, sem
97
kemur á Kadiak, er eigi miklum mun meiri en mesti hiti á
ísiandi, en samt er sumarið á Kadiak töluvert heitara, því að
á íslandi getur frost komið, er svo ber undir, á hvaða tíma
árs sem er; en allt veðurlag á Kadiak er stöðugra. Mjer
skilst (ef annars nokkurt vit er í töflunum í Almanakinu), að
meðalhiti sumarsins á íslandi sje -j- 7.s á Reaumur1, en á
Kadiak er hann —j— 11 0 eða hjer um bil sami sem í Edinborg
i Skotlandi, þar sem höfundurinn á heima. Á Kadiak er vet-
ur talinn eina þrjá mánuði að meðaltali. Er það enginn mun-
ur eða á íslandi?— «Eptir því sem útlendir ferðamenn segja,
er þar miklu votviðrasamara en á íslandi», segir binn heiðraði
höf. þvi næst um Kadiak. Þetta er víst ógát höfundarins, að
hann gjörir hjer eimmitt það, er jeg hefi varað við að gjöra,
nefnil. blanda saman þvi, er sagt kann að vera um önnur
hjeröð í Alaska (t. d. Silka), sem er mörg hundruð mílur i burtu,
og heimfærir það upp á Kadiak. Eða vill höf. nefna þá ferða-
menn, er slíkt segja um Kadiak? Hvað heita þeir? Hverjir
eru þeir? Ilvað mikið færi áttu þeir á að þekkja þetta efni?
Jeg hefi haft aðgang að veðurbókum, höldnum á Kadiak, með
visindalegri nákvæmrii, svo mörgum árnm skiptir; jeg skýri frá
tölu regndaga og snjódaga ( meðalári þar, og eins frá regn-
megninu (í þumlungatali), svo allir geta borið það saman við
Island og sjeð hvað satt er í þessu efni.
Hægast mun veita að saxa grasið, ef á þarf að halda,
enda eru ofur einföld ráð til að smækka vöxt grassins, ef það
þykir of stórt. Hjerna á íslandi er meira kvartað yfir, að
örðugt sje að stcehka það.
«Mýraflóar eru nógir» segir hinn heiðraði höf enn frem-
ur. Verður honum hjer aptur hið sanna, að hann flytur mýr-
arnar, er kverið talar um að sje við Cooks-flóa, suður á Kadiak,
sem er víst 190 mílum sunnar. «Skip koma þar að eins
höppum og glöppum» segir höf. Jeg spyr: er það eigi svo
í kaupstöðunnm á íslandi? Eða vill höf. segja,-að skip komi
sjaldnar til Kadiak? Hann spyr hvaða gagn sje að fiski og
trjávið, ef menn geta eigi selt það, er menn hafa afgangs og
fengið aðrar nauðsynjar fyrir. En hjer hcfir hann gleymt því,
að jeg get þess i bókinni, að menn geti selt þetta, og keypt
hilt i staðinn. Höf. verður annaðhvort að rengja mig um, að
jeg segi þetta satt, eða taka orð mín trúanleg. Hann getur
eigi í öðru orðinu sagt, að hann trúi því, að jeg segi satt, og
í hinu orðinu borið þvert ofan í mig það, semjeg segi. I’að er
valt fyrir höf. að álykta frá verzlunaraðferð þeirri, sem á ís-
landi er, til verzlunaraðferðar vestur í heimi. Við erum eigi
þeir burgeisar, íslendingarnir, að allar heimsins þjóðir sníði sig
eplir okkur. Sú ástæða, að af því Bandaríkjamenn hail eigi
byggt og notað landið, síðan þeir keyptu það (1867), þá geti
það eigi gott verið, er ekki sterk, ef að er gáð. Þessa ástæðu
hefði nefnil. mátt færa móti hverju einasla ríki í Vesturheirni,
áður það byggðist; það eru mórg lönd enn óbyggð önnur en
Alaska. Fólkið er að eins of fátt, svo það getur ekki, þó það
vildi, notað meira af landi, en gjört er, fyr en fjölgar við
innflutning.
Jeg er svo ekki að tala meira um þelta. Jeg vona að
allirsjái, að þessar leiðrjettingar eru gjörðar án nokkurrar ill-
fýsi; og annað hefði mjer eigi sæmt. Það, sem höf. segir um
Canada, kemur mjer eigi við.«
Jeg kveð svo bæði hra Jón A. Hjaltalfn og ritstjóra hlaðs
þessa í bróðerni, og bið þá báða vera eins góða vini mína
eptir sem áður, þrátt fyrir «Alaska».
Staddur í Ileykjavík, 22. júní 1875,
Jón Ólafsson.
Vjer munum síðar leyfa oss að minnast lítið eitt á svar þetta. Ritst.
Útlendar frjettir.
5. Frá sumaruiálum fram í miíljaii júnímán.
Friður, ársæld, verzlunarþrif, höfðingjafundir og trúaræs-
ingur— er saga Norðurálfunnar, sem stendur. Ilöfðingjar og
stjórnendur hafa orðið frið tíðast á vörum, er til þeirra heyr-
ist, eður líkindi eru til, að heimurinn komist að vitneskjn um
orð þeirra. Margir þeirra eru víst einlægir friðarmenn, aðrir
eru það miðlungi, og enn aðrir eru hreinir ófriðarseggir, bæði
í eðlisfari og hugsunarhætti. Engum, sem þrætt hefir gang
sögunnar síðan Napoleon fjell, getur dulizt hugur þess, að
stefna stjórnendanna á meginlandi Norðurálfunnar hafi verið að
hræða hvorir aðra með óvígum hersveitum til að halda friði,
1) p. e. í Rvík -f 9.6 og á Akureyri 6.0. — Mebalkiti af því er 7.8.
98