Ísafold - 02.07.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.07.1875, Blaðsíða 3
101 102 nuslan Spitsbergen; en reynsla enna siðustu ;\ra hefir sýnt, að óárennilegt er að reyna að komast þær leiðir norðureptir. Skipin eiga að kosta kapps um að komast í sumar norður Smiths sund á 82 breiddarstig. f>ar á Discovery að leggjast fyrir og vera forðabúr handa þeim sem fara með Alert norður úr, ef á skyldi þurfa að halda. En Alert á ekki að fara lengra norð- ur á við en svo sem 200 enskar milur frá Discovery Pegar svo langt er komið, á Alert að halda kyrru fyrir og senda út sleða og báta til að kanna þá 200 mílna fjærð, sem þá er eptir norðtir að hjara; hverfa síðan aptur, er því er lokið, hið bráðasta, og sigla uppi Discovery; komj svo bæði heim. Jeg hefi rjett nýsjeð kvæðið urn ísland, er unnið hefir Canselers gullpening hjer. Höfundurinn heitir George Rown- tree (reynitrje), og er náfrændi Peacocks íslendtngavinar í Sunderland, 22 ára að aldri. Kvæðið er vel ort, og er margt sagt þar með sanni um íslenzkan þjóðaranda. Skáldið hælir íslendingum fyrir það, að þeir eigi afl undir sjer og neyti þess, það sje þeim meðfæddur metnaður; þessi metnaður og frels- isást þeirra hafi borgið þeim gegnnm alt, og mtini jafnan fá borgið þeim gegnutn allar torfærur; fyrir sakir þessa metDaðar og frelsisástar hafi þeir öndverðlega brotizt gegn lögum harð- stjórans og leitað fjarra stranda; þessi metnaður knúði þá á- fram gegnum erfið armæðuár; og þessum metnaði og frelsis- ást hafi að lokum konungur þeirra sjálfur fært konunglega við- urkenningu — stjórnarskrána. t*egar kvæðið keninr út, mnn jeg nálgast það og senda heim, svo menu sjái hvað háskólinn í Cambridge — dómendur kvæðisins eru allir háskólakenuarar — álítur bezt og sannast ritað um ísland. Dr. Dasent, sem mönnum er ktinnur fyrir þýðingu sína á Njálu, hefir nýgefið út bók er hann kallar «Tlie vikings of the líaltic», Víkingarnir í Eystrasalti, í þrem bindtim. það er Jómsvikingasaga, sögð eins og skáldsögur (Roman) eru sagðar nú á dögum. Dr. Dasent dregur inn í frásögnina lýsingar ýmissa fornmenja, heimilishátta, húsakynna og ens forna fje- lagslífs, og þar með vopna og búninga, en að öðru leyti hefir hann ekki reynt að færa í lag tímatal nje samanhengi við- burðanna, sem mjög er allt á ringulreið í Jómsvíkingasögu. Meðal enna merkustu uppgötvana á þessari öld mun jafnan sú verða talin, að gler má búa til óbrothœtt, eða rjett- ara sagt seigt. Frakkueskur maður hefir fundið þetta, og sýnir nú hið nýja gler sitt í stórborgum Englands. Menn hafa sjer að leik, eitis og Æsir forðum að skjóta á Baldnr, að grýta gler þetta, en það verður ekki brotið nema þungu sje kastað og nijög hart sje hent. Nú ætla jeg að miskunna mig yfir ísafold og lesendur blaðsins og — hætta. Cambridge, 15. júní 1875. Eiríkr Magnússon. Iieykjavik, 2. júlí 1875. A 1 þ i n g i var sett í gær, samkvæmt opnu brjefi 20. febr. þ. á. Athöfnin byrjaði á tíðagjörð í dómkirkjunni. Prófastur síra Guðmundur Einarsson stje í stólinn og flutti ágæta ræðu út af Jóh. 18. kap. 37 versi. Eptir það gengu þingmenn allir með landshöfðingja í broddi fylkingar upp í liinn gamla alþingissal j skólanum, sem nú á að verða þingsalur annarar deildar, en fyrri deild á að vera í svefnloptinu skólapilta hinu meira. Landshöfðingi las upp brjef konungs, er felur honum á hend- ur að setja alþingi og þvt næst svo látandi konungskveðju: Oiristian llinn níundi, af guðs náð Danmerk- ur konungur o. s. frv. Vora koiiunglega kveðju. Jafnframt og Vjer höfum falið landshöfðingja vorum á hendur, að setja alpingi, sem nú kemur saman, höfum Vjer fundið hvöt til pess, að lýsa yfir fyrir fulltrúum íslendinga htuttekning Vorri, er peir nú eiga að feta hin fyrstu spor á hinn nýja veg, sem lagður er með stjórnarskránni 5. janúar 1874. Með stjórnarskránni er veitt falltrúum landsins fullnað- aratkvœði um málefni pess, full hlutdeild í löggjafarverkinu og fjárveitingavald að pví er snertir tekjur og útgjöld lands- ins. Framfarir fslands, gœfa pess og hagsœld er pannig að miklu leyti komin undir fulltrúum pjóðarinnar sjálfrar, en Vjer treystum pví, að sú raun verði á, að hagsœld landsins einmitt með pví sje borgið. / pessu tilliti hefir pað verið oss gleðilegur fyrirboði, pá er Vjer sóttum heim Island á piís- undárahátið pess, að sjá svo margan vott pess, að íslendingar meltu mikils frelsisgjöf pá, sem Vjer af konunglegu fullveldi Voru höfðum gefið peim, og sem einmitt átti að öðlast gildi samtiða pví, er hátíð pessi fór fram. A pessari hinni fyrstu reglulegu samkomu hins nýja al- pingis verða eigi allfá lagafrumvörp lögð fyrir pingið, og skulum Vjer meðal peirra fyrst af öllu nefna fjárlagafrum- varpið, er við meðferð pess fjárveitingavaldið fœr í fyrsta skipti tækifœri til að neyta sín. I sambandi við pað standa 2 laga- frumvörp, annað um lœknaskipunina og hitt um laun is- lenzkra embœttismanna. Um yprgripsmeiri endurbætur á fyrirkomulagi hinnar umboðslegu stjórnar íslands, hversu œskilegar sem pœr gœtu verið, hefir eigi getað komið til tals á meðan eigi er komin önnur skipan á um skattgjaldsmál- efni; en eins og pinginu mun verða skýrt frá, verður gjörð tilraun til að petta geti orðið áður en langt um líður. Ann- að mál, sem öllum er mjög annt um, og sem að vorri hyggju er hið mest.a velferðarmál landsins er pað, að efla samgöngur í landinu; en um pað hafa pó eigi orðið gjörðar ákveðnar uppástungur í petta sinni. Fregnin um hina stórkostlegu náttúruviðburði, sem hafa gjört svo mikið tjón í norður- og austurhluta íslands, hefir fengið oss mikillar áhyggju. Pessir sorglegu atburðir hafa snortið oss pví sárara, sem Vjer frá Islandsferð Vorri í sutn- ar sem leið geymum að eins fagnaðarríkt minni, ekki einungis um hollustu pá og traust, sem landsmenn alstaðar sýndu Oss, heldur einnig um hina svipmiklu náttúru íslands, eins og hún kom Oss fyrir sjónir á ferð Vorri um fjöll hlands. Vjer höfum samt pá von, að pað reynist, að tjónið sje eigi meira en svo, að ráðin verði bót á pvi fyrir hjálp hins Almáttuga, með sameiginlegri viðleitni, að minnsta kosti að nokkru leyti. Með peirri hjartanlegu ósk, að hið pýðingarmikla starf, sem alpingi nú tekur til, megi verða til blessunar landi og lýð, heitum Vjer alpingi hylli Vorri og konunglegri tnildi. Eitað á höll Forri Amalíuborg pann 24. mai 1875. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Cltristian It. Til “(Ts. Klein. " alþingis íslendinga. Að því búnu lýsti landshðfðingi því yfir í nafni konungs, að hið fyrsta alpingi1 íslendinga vceri settl f>á stóð upp Jón Sigurðsson frá Gautlöndum og mælti: «lengi lifi konungur vor Kristján hinn níundi», og tók allur þingheimur undir það með níföldu «húrra». Landshöfðingi skoraði þá á hinn elzta þing- mann, er vera mundi liinn fyrsti konungkjörni (yfirdómsforseti þ. Jónasson), að gangast fyrir kosningu á forseta um stundarsakir, er stjórna skal umræðunum þangað til bú- ið er að prófa kjörbrjefin og kjósa forseta hins sameinaða al- þingis, samkvæmt því sem fyrir er mælt í bráðabirgðarþing- sköpum, útgefnum af konungi 24. maí þ. á. Aldursforseti Ijct þá ganga til atkvæða, og hlaut kosningu Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn (með 33 atkv., Bergur Thorberg 2). Herra Jón Sigurðsson settist síðan í forseta-öndvegi og las upp brjef landshöfðingja um, hverjir kosningu hefði hlotið til alþingis. Voru þeir allir komnir, nema annar þingmaður Skagfirðinga (Jón Blöndal); þar á meðal hinn nýji þingmaður Vestmanney- inga (alls 35). Eptir það skiptu þingmenn sjer (samkvæmt þingsköpunum) í 3 deildir til þess að prófa kjörbrjefin og gengu út úr þingsalnum; skyldi ltvor deild prófa annarar kjörbrjef. Að lítilli stundu liðinni komu deildirnar inn aptur, og lýstu fram- sögumenn þeirra yfir því, að reyndar væru gallar á eigi allfá- um kjörbrjefum, en engir svo verulegir, að ástœða virtist til að gjöra nokkurn rækan fyrir þær sakir. í sumum kjörbrjef- unum var þess látið ógetið, hvort þingmaðurinn hefði fengið meira en helming atkvæða; tveir þingmenn höfðu að eins vott- orð amtmanns úr kjörbókunum, um að þeir væru kosnir, en ekki neitt kjörbrjef. í kjörbrjef annars þingmannsins fyrir Norður-múlasýslu, Eggerts umboðsmanns Gunnarssonar, hafði kjörstjóri sett, að hann áliti kosninguna ógilda, en meðstjórn- armenn sínir hefðu dæmt á annan veg. Framsögumaður hlut- aðeigandi prófdeildar (Benid. Sveinsson) tók fram, að þingið gæti eigi gefið gaum þessu áliti kjörstjóra, þar eð hann til- greindi engar ástæður fyrir því. Eu hann kvað sjer kunnugt á annan veg, hvað kjörstjóri mundi hafa borið fyrir sig, sem væri það, að Eggert umboðsmaður Gunnarsson hefði eigi stað- ið á kjörskrá (í Eyjafj.s.). En hlutaðeigandi sýslumaður hafði gefið út vottorð um, að þetta væri gáleysi einu að kenna. — Samþvkkti þingið síðan í einu hljóði allar kosningarnar. 1) Mun hafa átt ab vera fyrsta lóggofaudi alþingi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.