Ísafold


Ísafold - 02.07.1875, Qupperneq 2

Ísafold - 02.07.1875, Qupperneq 2
99 100 og, þegar friðrof hafa orðið, að brjóta þann, er miður mátti, svo raekilega á bak, að hann fengi ekki hreift sig — hvorki hafið hendur til vfgs nje varnar. Friður Norðurálfunnar hefir því verið meginhluta þessarar aldar enginn eiginlegur friður, heldur af og til rofið vopnahlje; þegar styrjöldin hefir legið niðri, hafa þjóðirnar starfað og stritað að endnrnýjan hennar svo örugglega, að hvorki heflr verið til sparað líf þeirra nje fje. þegar hæll Frakka hafði gengið svo kirfllega frá Þjóð- verjum í Napoleons-ófriðnum, að þjóðin lá svo að kalla magn- laus á fleti armóðs og sjálfbjargarleysis, þá roðar eiginlega fyrst fyrir alvarlegri ófriðaröld í Norðurálfunni. Þessi öld lyptir hinni blóðrauðu dagsbrún yflr þjóðirnar með vitran til þjóðverja. Sú vitran var «die deutsche Einheit» (hin þýzka eining). Fyrst var þessi eining andleg þrá einstakra hjartna, er kvöldust af að horfa á líf þjóðar sinnar boga og buna úr þúsund undum, og engin hönd væri fáanleg, er stöðvað fengi blóðrásina. Germa- nia lá í flagi. Alt var á tái og tundri; hver sem vildi, gat öslað inn í flagið, og hirt sundrunguna ef honum þótti hún hirðingarverð. En vitranin var komin; hún sýndi að f allri sundrung er innra samanhengi. Andi þjóðarinnar vaknaði: «ein deutsches Vaterland» var hugsanlegt; fyrst það var hugs- anlegt, mátti vel festa von sína við þá hugsjón. En von og hugsjón vekja hugmóð hvervetna, en hugmóðurinn aptur söng. Svo fór og þjóðverjum. í þessari dögun ennar nýju aldar gátu þeir litlu öðru orkað, en að syngja. En þeir sungu að gagni; ekki sjálfshól, en harðvítugar sjálfsátölur; ekki óvina- last, heldur vammatölur sínar og vina sinna; ekki hvatir til bráðra hefnda, heldur til hugrekkis, sameiningar, þjóðardugs, og þolgóðrar, framsýnnar langrækni. Jeg ætla, að það muni mjög fáar þjóðir eiga eins fagran kafla í sögu sinni eins og í’jóðverjar frá því er þeir röknuðu við sjer eptir Napoleons- hýðinguna og þangað til einingarhugmyndin heflr rutt sjer svo til rúms, að Prússar setja sjer en hörðu lög um almenna varn- arskyldu. Með þeim lögum nær die deutsche Einheit fyrst fastri stefnu í stjórnarathöfn Þjóðverja. Með þeim lögum var innsiglaður örlagadómur ins mikla ófriðarseggs fyrir vestan Rín og ens menntunarlausa kynblendingaveldis austur í Donár- dal. Enda hafa hvorirtveggju, Austurríkismenn og Frakkar, fengið þegar að kenna á því, að dóminum muni fullnægt verða, því harðar sem honum verður optar skotið til sverðsúrskurðar. I’jóðverjar hafa nú nýlega glímt út fyrstu gltmu sína við Frakka, erfðafjanda Þýzkalands, og knúð þá til friðar með hörðum nauðungarkostum. Frakkar eru sera aðrir, er fyrir mótlæti verða, að þeir eiga sjer vin með óvioum. þeir hafa orðið vel við hörmungum sfnum, og starfa dag og nótt að því að koma húsi sínu og heimili í góða reglu aptur. Einkum leggja þeir sitt fram til að fá her sinn aptur hafinn upp úr niðurlægingu þeirri og regluleysi, er keisaradæmi Napoleons 3. steypti hon- um í. Engum leikur augnablik efi á því, að þessi her er til hefnda ætlaður; Frakkar dyljast þess ekki sjálfir og þá því síður Þjóðverjar. þjóðverjar verða fyrir sömu örlögum og hverr annar, er ríkur gjörist í hjeraði, þeir egna að sjer nábú- ana, og þannig getur nábúahagnaður opt gjört Herodes og Pilatus viniá einum degi eptir langan fjandskap, ef enum volduga, er sam- týnis situr, verður unnin þar með óltagur. Nú situr afarvoldugur — að minnsta kosti afarstór — nábúi fyrir austan Þjóðverja, þar sem Rússland er. Allir vita að Rússlandi getur ekki annað en staðið voði af því, að Þjóðverjar ofmagnist, svo sem nú er orðið. Því er það og auðsjeð, að Rússum muni um það hug- að, að leggja alt sitt eð bezta til, að friður megi haldast milli Þjóðverja og Frakka, þangað til Frakkar eru höggfærir orðnir, og þess verðir að hafa þá fyrir bandamenn. Þessi stjórnar- stefna þykir hafa komið glögglega fram í vor. Allan síðari hluta apríl og maímánað voru blöð Prússa í miklum herneskju- ham. Á hverjum degi fluttu þau almennt langar greinir um hernaðarlöggjöf og herviðbúnað Frakka. þessum fróðleiks- pistlum urðu samferða leiðbeiningargreinir stjórnvitringanna, er skýrðu frá yfirvofandi voða fyrir vestan Rín, og fengu áorkað að hleypa töluverðum glímuhrolli i Þjóðverja. En nú kom Alexander keisari frá Pjetursborg í kynnisferð til móðurbróður síns, og þá slær öllum þessum styrjaldar-hornriða niður og Alexandri eru færðar þakkir fyrir að hafa orðið friðar- fursti á kynnisferð sinni til Berlrn. Reyndar heftr það komið fram síðan, að annar voldugri en Rússinn hafl átt meginþátt- inn í friðarmiðlaninni; það hafi verið England. En hitt mun eflaust og vera satt, að England og Rússland hafl verið sam- mála um miðlunina í Berlin. Það var skynsamlegt, að kunna Alexandri allar þakkirnar; honum lá mest á að friður hjeldist órofinn að sinni. Sum blöð hafa gjört hálfgaman að friðar- miðlun Alexanders og talhlýðni Bismarks fursta, og hafa getið þess til, að Alexander mundi hafa nóg að gjöra við böðin í Ems i sumar að finna út, fyrir hvað blöð Þjóðverja væri eigin- lega að þakka. En hvað sem um það er, þá heflr slegið niður um tíma vígahug þjóðverja og Frakkar halda áfram að koma upp her sínum af sama kappi og fyrri. Hjá þeim fer nú allt fram skaplega og friðsatnlega sem stendur. þjóðstjórnarmenn eru hvervetna ofan á. 30-mannanefndin, sem vaka á yflr lögum og stjórn ríkisins, hefir nú verið endurkosin, og eru lýðstjórnar- menn í henni í fjölmennum meirihluta. En það er einkenni Irakkneskra flokka, að hvíla aldrei, og láta aldrei orðinn hlut standa lengur en hið skemmsta, er hann fær staðið. Nú segir sagan því, að ýmsir málsmetandi menn úr «hægri», sem er harðasti óvinur lýðstjórnarinnar, sje að reyna að koma saman í eina heild öllum lýðstjórnaróvinum í þinginu, til þess að fá smalað saman aptur meirihlutanum, sem steypli Thiers 24. maí í hitt eð fyrra. Ef þessi sameining fæst, þá verða lýð- veldismenn í minnihluta, og þá verður allt sem ógjört aptur, er unnizt hefir á síðan í vetur i febrúar í lýðstjórnarstefnu. En þó nú þessum meiri hluta yrði smalað saman, þá er eng- an veginn þar með fundinn framfaravegur fyrir holla og vitra löggjöf; þvi jafnharðan og þessir flokkar komast að stjórn, renna þeir í sundur eins og fjenaður, er hleypt er úr stýju; því sitt vill hver. Þeir standa með sínum höfðingjannm hver. Landið og höfðinginn verður hverjum þeirra eilt og hið sama. En með því hver höfðingi er fjandmaður hins, verður ríkið þannig í sjálfu sjer sundrað og almennri ríkis-einingarlöggjöf óframgengt. Það eru reyndar margar torfærur á vegi þessa nýja flokkasamdráttar, og má vel vera, að tilraunin falli um koll á morgun. En þá verður eitthvað annað tekið til ráða; því lýðstjórn verður aldrei látin lifa friðsömu lífi í Frakklandi, og jeg held varla að hún eigi þar heimaland, þó svo virðist, sem stendnr, að almenningshugur hnígi helzt í þá átt. Jeg gat þess fyrri, að Alexander Rússakeisari hefði komið í kynnisferð til Berlin. Honum var þar fagnað með miklum virktum og kvöddust þeir frændur keisararnir í miklum kær- leika, ær Alexander fór til baðanna i Ems, þar sem hann er vanur að eyða miðsumrinu. Ekki var hann farinn fyr en annar krýndur gestur kom að sækja Vilhjálm keisara heim, Óskar annar Svíakonungur og drottning hans. Viðhöfnin var, eins og endranær, mikil; keisarinn sýndi konungi hið sigursæla her- lið silt, hjelt honum stórar hirðveizlur, hengdi «orður» á brjóst honum o. s. frv. En Óskar sæmdi keisar hinni sjaldgæfustu orðti, er Svíakonungur lætur úti: fyrir sögufrcegu hreysti, ef jeg rjett man titilinn. Það hefir þótl eptirteklarvert, að síðan 1872 hefir svo að kalla varla lint orlofsferðum keisara og kon- unga til Berlin. Mönnura þykir þar í kenna ráðlags Bismarcks fursta; segja, að það sje auðsjeð, að með þessu eigi að sýna heiminum, að Berlin sje orðin i öllum skilningi höfuðborg fasta- landsins, og hinn þýzki keisari og hans hirð svo sem megin- magn og vefrjett alira stjórnmála Norðurálfunnar. Sumum þykir í þessu vera miðað broddi á Frakka, og sjer í lagi á París, sem öldum saman hefir verið sannkölluð höfuðborg Norðurálfunnar. Og það er víst, að fátl tekur Frakka sárara en hiuu sifeldi höfðingjastraumur til Berlin. En Berlín má lengi starfa þangað til hún er orðin Norðurálfunni það sem París hefir verið. Annað er það, hvort það er tilvinnandi íyrir Berin að hlaupa í kapp við París í því efni, eða hvort NoVð- arálfan muni nokkru bættari þar fyrir. Jeg held að bágt verði að segja, hvaða sönn gæði Norðurálfunni hafa borizt úr París þegar frá skilinn er háskólinu og sú menntun, er af honum stóð fram að síðustu aldamótum. En Berlin efast eg þó um að geti orðið nokkru sinni gæðafrjórri en París. Nú er í ráði að setja á stofn mikið fjelag til að skjóta fje til þess að grafa skurð á hentugum stað gegnum vesturströnd Afriku, til þess að hleypa Atlantshafinu inn á eyðimörkina Sa- hara og fá þannig heilmikið fastalandshaf um norðanverða Mið- Afríku. Menn telja víst, að engar torfærur sje að búa til sknrð- inn, en hitt þykir efamát, hvort þetta haf mundi ekki kæla svo mjög loftið í Norðurálfunni, að ísöldin mikia kæmi aptur, er Norðurálfan var eins köld eða viðlíka og Grænland er nú. Enir heitu vindar sunnan úr xVfriku hita loptið í suðurhluta þessarar álfu mikið; en flestir halda, að munurinn yrði ekki eins mikill og isspámennirnir segja fyrir, þó sjór hylji ena miklu brunasanda. Jarðfræðingarnir hafa fært mjög sennilegar likur að því, að Sahara sje botn uppþurkaðs hafs, og því er það, að sumir þeirra ætla, að þar hafi verið sjór þá tið, er jökulöldin gekk yfir suðurhluta Norðurálfunnar. ítalir hafa sent nefnd manna til að rannsaka takmörkin á Sahara, sjer í lagi til að komast að vissu um, hvort nokkrum byggðum umhverfis eyðimörkina standi hætta af flóði, er hafinu er hleypt inn. Þann 29. f. m. fóru tvö skip hjeðan — frá Portsmouth — norður í Ginnungagap til að komast að norðurhjara heims. Þau heita Alert og Discovery. Stjórnin hefir tekið að sjer allan útbúnað þeirra; og segja menn að aldrei liafi betur út- búin norðurfaraskip siglt frá ströndum Englands. Sá heitir Nares, erstýrir förinni. Skip þessi eiga að reyna að brjóta sjer leið norður Baffinsflóa og Smiths-sund, sem öllum landafrœð- ingum hjer kemur saman um að muni vera hin eina stefna, sem gefi kost á opnum sjó norður að hjara. Hjer var um aðrar þrjár áttir að ræða: annaðhvort um Bæringssund, eða þá | fyrir austan Grænland, milli þess og Spitsbergen, eða þá fyrir

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.