Ísafold - 02.07.1875, Qupperneq 4
103
104
Eptir það unnu þingmenn allir eið að stjórnarskránni (rit-
uðu nafn sitt undir prenlað eiðspjall).
J>á var kosinn forseti liins sameinaðaal-
þ i n g i s og hlaut þá kosningu
JÓil §ig)iirð$SOn frá Iiaupmannahöfn
með 33 atkv. (Bergur Thorberg 1 atkv., I atkv. var ógilt). j>á
var kosinn varaforseti hins sameinaða alþingis Bergur Thor-
berg amtm. (með 19 atkv.; Pjetur biskup 7, H. Iír. Friðr.s.
4, Jón á Gautl., síra Benidikt Kristjánsson, síra E. Kúld, og
l)r. Grímur Thomsen eitt atkv. hver). S k r i f a r a r hins sam-
einaða alþingis urðu þeir HaUdór yfirkennari Friðriksson (33
atkv.) og Eíríkur próf. Kúld (22.).
j>á var gengið til atkvæða um, hverjir 6 þjóðkjörnir þing-
menn skyldu lenda í fyrri deildinni ásamt hinum konung-
kjörnu, og hlutu þessir kosningu:
Eiríkur Kúld prófastur með 30 atkv.
Ásgeir Einarsson ■— 29 —
Benidikt Kristjánsson prófastur — 28 —
Torfi Einarsson — 27 —
Sighvatur Árnason — 26 —
Stefán Eiríksson — 26 —
(Tryggvi Gunnarsson fjekk 8 atkv., Halldór Friðriksson sg j>ór-
arinn Böðvarsson 5 hvor, Jón á Gautl. og Guðm. Einarsson
próf. 4, Einar Ásmundsson og Dr. Grímur 3).
l>á voru þeir Bened. Sveinsson, Jón á Gautl. og Bergur
Thorberg kosnir í nefnd til þess að prófa ókomin kjörbrjef,
ásamt forsetum deildanna (sbr. 3. gr. þingsk.).
Eptir það skildust deildirnar. Sat önnur deild kyrr, en
fyrri deild fiutti sig inn i svefnloptið (lestrarsalinn, sem verið
hefir áður; nú er svefnloptið minna lestrarsalur). }>ar er líkt
um búið og á alþingissalnum gamla. Landshöfðingja er í
báðum deildum ætlað sæti sjer innan til á hægri bönd forseta
en á þingmanna bekk. Öndvegi forseta stendur fyrir miðjum
vegg, því nú er ekkert konungsfulltrúasæti.
j>á Ijetu aldursforsetar hvorrar deildar (j>. Jónasson og
Jón Sigurðsson) ganga til kosninga um deildaforseta. Forseti
í annari deild varð
Jón Slg’iirðsson frá Khöfn,
kosinn í einu hljóði. Yaraforseti: Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum með 14 atkv. (Halidór Friðriksson 3, Guðm. Einars.
2, þór. Böðvars. 1). Skrifarar: Halldór yfirkennari Friðriksson
(20) og Guðm. próf. Einarson (17).
Forseti í fyrri deild
pjetur Pjetursson biskup (7 atkv.)
Varaforseti: Eiríkur Kuld próf. (7 atkv.). Skrifarar: Bergur
Thorberg amtm. og ólafur próf. Pálsson.
I'orseti annarar deildar skýrði frá, að landshöfðingi mundi
á næsta fundi (í dag kl. 12) leggja fyrir hana af hendi stjórn-
arinnar þessi lagafrumvörp: 1, um fjárhag íslands 1876—
1877. 2, um aðra skipun á lceknaumdœmum. 3, ura að bæta
laun embcettismanna. 4, um sölu á ’/4 í sUfurbergsnámunum
i Helgastaðafjalli, er landssjóður íslands á. 5, um að greiða
skuli aðflutningsgjald af flutningsvörum með póstgufuskipinu.
6, um að breyta póstgjaidi úr ríkismynt í krónumynt. 7, um
tilsjón með flutning á mönnum, sem flytjast í aðrar heimsálf-
ur. 8, um kosningar tii alþingis. — Fundi slitið kl. 4.
Forseti fyrri deildar skýrði frá, að landsh. mundi á næsta
fundi leggja fyrir hana þessi stjórnarfrumvörp: 1, um skipa-
strönd. 2, um Ijósmæðraskipun. 3, um varnir gegn því að
bóla og kólera flytjist til íslands. 4, um þingsköp alþingis.
5, um breytingu á tiihögun með birtingu íaga og tilskipana á
íslandi. 6, um breyting á tilsk. '% 72 um fiskiv. útlendra
við ísiand. 7, um brunamál í Reykjavík. 8, um breyting á
tilsk. 24/t 1789 (um úttektir brauða m. m.). — Fundi slilið
kl. 4. Næsti fundur í dag ki. 1.
Útskrifaðir úr lærða skólanum í Reykjavík 29. f. m.
1. Magnús Andrjesson frá Uriiðafossi lilaut 1. eink., 93 stig
2. Friðrik Petersen frá Færeyjum — 1. — 93 —
3. Grímur Jónsson frá Gilsbakka — 2. — 74 —
4. Skapti Jónsson úr Reykjavík — 1. — 85 —
5. Helgi Guðmundsson úr Reykjavík — 2. — 75 —
6. Gestur Pálsson frá Mýrartungu — 2. 49 —
7. Árni Jónsson úr Reykjavík — 2. — 70 —
8. þorvaldur Jónsson Thoroddsen úr Rvík — 2. — 57 —
9. Franz Siemsen úr Reykjavík — 2. — 57 —
10. Jóhann Lúther Sveinbjarnarson úr
Skáleyjum, utan skóla — 1. — 82 —
N ý s v e i n a r þessir voru teknir inn í skólann í lok
skólaársins:
í 2. bekk:
Jónas Jónasson frá Tunguhálsi í Skagafirði f. 7-/s. 56.
í 1. bekk:
1. Ólafur Einarsson frá Hvítanesi í ísafjarðarsýslu f. 5-/2. 59.
2. Steingrímur Stefánsson frá Görðum á Álptanesi f. 12-/e. 60.
3. Bogi Thorarensen Jónsson Melsteð frá Klausturhólum í Ár-
nessýslu f. 47o. 60.
4. Einar Iljörleifsson frá Goðdölum í Skagafjarðarsýslu f. 8 /l2. 59.
5. Benedikt Bjarnarson Stefánsson frá fsafirði f. 24 /9. 59.
6. Lárus Jóhannesson frá Enni í Skagafirði f. 4Vu. 58.
I* r ó f í f o r s p j a 11 s v í s i n d u m tóku þessir stú-
dentar 22. f. m.
1. Sófónías Halldórsson (ágætl.)
2. Guðmundur Helgason (dáv. -f)
3. Janus Jónsson (dáv. -f-)
4. Sigurður Jensson (vel +)
5. Jónas Bjarnason (vei +)
Vöruverð í Reykjavík. Rúgur 20 kr., grjón 28—32
kr. Kaffi 1 kr., sykur 50 aura. Brennivín 66 aura. — tJli
95 aura, saltfiskur 40 kr., harðfiskur 50 kr. Aðrar íslenzkar
vörur óverðsettar.
BOÐSBRJEF.
Hið mikla tjón, er dundi yfir Múlasýslu-búa með öskufallinu 2.
dag í Páskum í vor, hefur nú þegar vakið hjartanlega hluttekn-
ingu utanlands og innan. Óðara en fregnin barst til Danmerk-
ur, tóku margir veglyndismenn þarlendir til að safna gjöfum
handa hinu nauðstadda fólki, og varð konungur vor sjálfur
fyrstur allra til bragðs. Því næst hófust samskot hjer í Reykja-
vík til sama augnamiðs, og vorum vjer undirskrifaðir nefndir
til að styðja samskotin, veita viðtökur gjöfum hjeðan nærsveitis
og ráðstafa fjenu austur. Almenningur hjer hefir og þegar veitt
málinu góðan gaum og veitt oss von um drjúgan árangur bæði
fjær og nær.
Til þess að samskotin geti orðið sem jöfnust og almenn-
ust levfum vjer oss að senda þetta boðsbrjef til gjafasamskota
handa Múlasýslumönnum, bæði gegnum hendur yfirvalda lands-
ins og blaðamanna. Og leyfum vjer oss að kveðja hvern þann,
sem þetta brjef verður sjerstaklega á hendur falið, til að safna
á það áskriföndum, þannig að hver gefandi riti á blaðið nafn
sitt heimili og gjafarupphæð, og sendi gjöfina jafnframt; verður
þá boðsbrjefið kvittunarbrjef þess, er safnað hefur.
Fje því, er safnað verður, skulum vjer veita viðlökur (eða
eiuhver af oss) og ráðstafa því austur sem fyrst vjer getum,
nema gefönduin þyki greiðara að senda beint frá sjer austur
til viðkomandi sýslustjórna, sem gjöfunum nuinu niðurjafna.
Vjer fulltreystum þvi, að lífsnauðsyn meðbræðra vorra, ekki
síður en gefið eptirdæmi útlendra manna, muni betur tala fyrir
máli þessu, en mörg orð; en vjer skulum einkanlega benda á
eitt, sem oss þykir mestu máii skipta, næsl því að fólkið haldi
fjörvi sínu, en það er það, að sem flestir hinna nauðstöddu bú-
anda geti lxaldizt við bú sín og jarðir, og neyðist ekki til að
flýja óðul sín eða ættjörð. Er það innileg ósk vor og von, að
almenn hjálp og hluttekning megi fyrirbyggja þau vandræði, og
verða vegur til viðreisnar einhverjum hinum fegurstu og frjóv-
sömustu sveitum, sem til eru á íslandi.
Reykjavík í júní 1875.
Jón Sigurðsson. Matth. Jochumsson, Björn Jónsson,
ritst. pjóðólfs. ritst. „ísafoldar“.
Tryggvi Gunnarsson. Jón Jónsson.
— Inn- og úlborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á
skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e. m.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil.
Landsprentsmiðjan í Keykjavík. Einar pórðarson.