Ísafold - 26.07.1875, Page 4

Ísafold - 26.07.1875, Page 4
111 112 slöðvum, austar en áður (nær Jökulsá), þar sem heitir Fjalla- gjá. Þar var haglendi mikið og gott, og mun það nú allt orðið að hrauni. Gos þetta hófst 2. júlí, og er mælt að það hafl verið engu minna en þegar mest gekk á í vetur. Það var ó- kannað, þegar póstur fór. Tii allrar hamingju fylgdi þvi ekk- ert öskufall. — í’rettán enskir ferðamenn voru komnir (á »Fifeshire») að skoða vegsummerkin eptir eldgosin; þar á ineðal Burton og A. Locke. — Waífj Vatnajökuls-fari var kominn alla leið norður af jöklinum (að Grímst. á Fjöilum). — S í 1 d a r h I a u p mikið kom inn á Hrútafjörð í miðjuin þessum mánuði. fað var væn hafsíld, ákaflega feit. þvagan hljóp inn í árósa með flóðinn, og varð eptir þar og lá í hrönn- um á leirunum, er út fjell, og eins með fjörunni út með öll- um firð. Fóru menn með heilar lestir þar úr nágrenninu að hirða björg þessa, er þannig hljóp upp í hendur þeim í orðs- ins eiginlegu merkingu. Mundi hafa mált veiða ógrynnin öll, ef menn hefðu verið viðbúnir n.eð áhöld til þess. — Brauðaveitingar. livammur og Keta í Skagaflrði 12. þ. m. sira ísleifi Einarssyni á Bergstöðum. Aðrir sóttu eigi. 22. þ. m. Staður í Steingrimsfirði sira Bjarna Sigvaldasyni á Lundi. Auk hans sóttu: sira Arngrímur Bjarnason á Álptamýri, sira Þorvaldur Stefánsson í Hvammi í Korðurárdal, sira Steinn Steinssen í Hvammi í Dölum og kand. theol. Oddur Gíslason í Reykjavík. Ó v e i 11 b r a u ð. GrenjaðarstaSur í Þingeyiarsýslu (2087.89 kr., augl. 7. þ. m.) Uppgjafaprestur er í brauðinu, og nýtur hann þriðjungs af hinum föstu tekjum þess, að frádregn- um launum prestsekkju þeirrar, sem er í brauðinu, og þar að auki þriðjungs af prestssetrinu til ábúðar 2 fyrstu árin eptir uppgjöfma endurgjaldslaust. Bergstaðir í Húnav. (793 kr., augl. 14. s. m.). Lundur í Borgarf. (516 kr., augl. 23. þ. m.). — Alþingiskosning. Vestmanneyingar urðu skjót- ari til bragðs að kjósa sjer nýjan þingmann í stað Jóns heit. Guðmundss. en viðvarbúizt. jþeirnotuðukjörskrárnarfrá í haust og gátu því haft kjörfund 26. f. m. Iíosningn hlaut P o r- steinn J ó n s s o n, hreppstjóri í Nýjabæ, með 8 alkv. af 12 (Jón Jónsson ritari 3, Árni Einarsson meðhjálpari 1). það var veðrinu að kenna, að ekki komu fieiri á kjörfund: liafði aldrei komið eins gott róðrarveður allt vorið. — Bókafregn. Með póstskipina núna kom nýprentuð ritgjörð eptir Jón Sigurðsson forseta, er heitir Fjárhagur og reikningar íslands. Þar er lýst ráðsmennskunni á fje landsins síðan stöðulögiu komu út (1871) og reikningshaldi stjórnarinn- ar um það tímabil. Af Bókmenntafjelagsbókunum kom Skírnir. Hann er nú með stytzta móti. Frá Reykjavíkurdeildinni eru nýkomnar út Frjettir frá íslandi 1874. — Samskotin handa Austfirðingum. Þegar póstskipið lagði af stað síðast frá Iihöfn voru samskotin þar komin upp í 18,000 krónur, og von um meira. Reyndar höfðu ótíðindin sunnan úr Frakklandi dregið nokkuð úr þeim, því þá fóru menn að skjóta saman banda Frökkum. En blaðið oFædrelandetu, er vor ágæti vintir Dr. Rosenberg ritar í, benti mönnnm á, að þeim stæði nær að hjálpa bræðrunum á íslandi, enda munaði ekkert um, þótt eitthvað gæfist handa Frökkum, og þeir ættu fleiri að en vjer. Svíar og Norðmenn kváðu og vera að safna handa oss, og núna síðast Englendingar, eptir áskorun landa vors, herra Eiríks Magnússonar í Cambridge, er hann hefir ritað í Times. Er mælt að borgarstjórinn í Lundúnum gangist fyrir þeiin samskotum. AlÞingi, II. Auk þeirra 16 lagafrumvarpa, er stjórnin Ijet leggja fyrir alþingi og áður er getið, hafa þar verið borin upp 38 mál frá þingmönnum, 32 í neðri deildinni, og 6 í hinni, svo nóg er að vinna. Af öllum þessum fjölda er að eins t fullrætt í báð- um deildum: frumv. til laga um þorskanetalagnir í Faxaflóa, enda er það ekki nema ein lína (að frátaldri ákvörðun um, hvað við liggur, ef lögin eru brotin), og hljóðar þannig : «Hvergi má leggja þorskanet í Faxaflóa fyrir 14. dag marzmánaðar á ári hverju". Er þetta til marks um, hve greiðfært er gegnum þenna tvöfalda hreinsunareld, og með þeim þingsköpum, er nú gilda. Þar á móti er einleikið mál um það, að trauðlega muni auðið að vinna af meira kappi en þingið hefir gjört það sem af er. Meðal annars hafa þingmenn tekið það ráð til að flýta málunum að ræða þau mestmegnis á ulanþingsfundum. Verða umræðnrnar á þingfundunum við það langtum minni, og opt varla annað gjört á þeim en að greiða atkvæði, o. s. frv. Það styltir og mjög alþingistíðindin, enda á nú auk þess ekki að prenta í þeim nema stutt ágrip af ræðum þingmanna. Nokkur af pessum mörgu málum hafa verið felld, og eru þau því búin í þetta sinn. Þar á meðal er eitt af stjórnar- frumvörpunum : um aðflutningsgjald af vörum með póstskipinu. Að öðru leyti verðum vjer i þetta sinn að láta oss nægja að geta nefndarkosninga í helztn málum. Fjárlaganefnd: Gr. Thomsen, Tryggvi, Einar Ásm., Jón Sig., Halldór Friðr., Snorri I’álss., Guðm. Einarss. Launálaganefnd : B. Sveinss., E. Gunnarss., Þ. Böðvarss., Einar Guðm., Hjálmur Pjeturss., Kosningarlaganefnd (til alþingis): P. Pálsson bóndi, Þ. Þórð- ars., I*. Böðvarss., Þ. Guðmundsson, ísl. Gislason. Lœkna- skipunamefnd: St. Stephensen, Páll Ólafsson. ísl. Gíslason, E. Ásm., Einar Guðin. Lagaskólanefnd: Benid. Sveinss., Guðm. Einarss., Gr. Thomsen, Jón Sig., Sn. Pálss. Nefnd til að hugleiða skólamál landsins: B.Sveinsson, E Guðmnndsson, lsl. Gislason, E. Gunnarsson, Páll Pálsson prestur. Gufuskips- ferðanefnd: Gr. Thomsen, Tryggvi, E. Ásm., Sn. Pálsson, 11. Friðrikss. Fjárkláðanefnd: Benid Sveinss., St. Stepbensen, Eggert Gunnarss., Þór. Böðvarsson, Jón Sig., sira Páll, Iljálm- ur Pjeturss. l'oll-laganefnd (breyting á tilskipun um víntoll 2G4 72): Halldór Fr., Tryggvi, Einar Ásm., Páll Pálss. bóndi, Sn. Pálsson. Skattamálsnefnd: Jón Sig., sira Páll, Þorlákur Jónsson, Þórður Þórðarson, Hjálmur Pjet. Þessar nefndir eru allar úr n e ð r i d e i 1 d. — í e f r i d e i I d eru þetta helztu nefndarkosningar: í kgl. frumv um skipaströnd: B. Thorberg, Stefán Eiríksson, Ásgeir Einarsson. í kgl. frumv. um ping- sköp alþingis: Þ. Jónassen, B. Thorberg, Ó. Pálsson, E. Kúld, Asg. Einarsson. Frumvarp til Iaga um heiðurslaun handa Jóni Sigurðssyni frá Khöfn (3200 kr. um árið) hefir verið samþykkt í neðri deildinni í einu hljóði við allar 3 umræður. Þá hafa verið borin upp lagafrumvörp um löggilding verzl- unarstaða í Þorlákshöfn, í Blönduós og á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, og eru- þau langt komin. Nefndin í fjárkláðamálinu hefir samið frumvarp til nýrra kláðalaga, og setjum vjer hjer ágrip úr þeim: Á svæSinu frá Hafnarfirði kringum Reykjanes og norður fyrir Hjalla- hverfi í Ölvesi skal lóga öllu fje, sjúkusem heilbrigðu, fyrir árslok 1875. í Reykjavíkur umdæmi sömuleiðis. af muninum á almennu gangverði fjárins og frálagi pess bætist eigendum að ári af öllu landinu, með nið- urjöfnun eptir fjárframtali. — í öðrum sveitum á kláðasvæðinu (milli Hvítánna) skal hverri kláðakind lógað þangað til'/» mánuður er af vetri, en upp frá pví til nýárs hverjum fjárfiokki, er kláðakind finnst í; pó gegn sama endurgjaldi og áður er getið. Verði kláðavart í sauðkind eptir nýár 1876 til maí-loka, skal öllu pví fje, er hún er í, lógað bótalaust, og sömuleiðis, ef baðað er eða borið í fje á þessu tímabili, pví að þá skal eigandinn álítast hafna vanrækt lækningu og hirðingu sauðfjárs síns. Rjettdræp er hver kláðakind á annars manns landi. Sóttnæmi skal num- ið burt úr fjárhúsinu, ogsvo frv. Eigi má reka fje til lífs í niðurskurð- arsveitirnar fyr en um veturnætur 1876. Rjettdræp er hver kind er sleppur yfir Hvítárnar (og Brúará). Á öllu fje milli Hvítánna skal hafa ítrekaðar skoðanir og baðanir í haust og framan af vetrinum. Fjáreig- endur telji fram fje sitt undir eiðstilboð. Skjóti nokkur kind undan skoðun eða böðun, er hún rjettdræp. Framkvæmd á boðum þessurn hafa hreppstjórar og hreppsnefndir, gegn endurgjaldi samlcv. 3. gr. í tilsk. 5. jan. 1866, og aukaþóknun úr landsjóði fyrir duglega framgöngu og al- gjörlega útrýmingu kláðans úr hreppnum. Fyrir óhlýðni og hirðuleysi koma sektir, 20—200 kr., eptir dómi eða úrskurði kláðanefndarinnar. Lögum pessum skal og beitt, ef kláði kemur upp utan kláðasvæðisins, sem nú er. Hver sú kláðasveit, er heldur kýs að lóga en að lækna, fær skaða- bætur eins og áður er sagt. Konungur skipar kláðanefnd (3 menn), er gangi í stað sýslumanna og amtmanns í pessu máli, uns kláðanum er al- veg útrýmt úr landinu. Lög þessi öðlast gildi þegar hreppstjórar hafa birt pau á hreppsamkomum, en það skulu þeir gjöra jafnskjótt og peir fá pau í hendur. Við uraræðurnar um fruthvarp þetta lagði landshöfðingi á móti þvf og forseti Jón Sigurðsson slikt hið sama, en Beni- dikt Sveinsson varði það vel og skörulega. Landsh. hefir fengið leyfi kgs að lengja þingtímann um 14 daga. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jánsson, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Reykjavík. Einarpórðarson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.