Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 2
115 116 Hjer með læt jeg staðar numið í þetla sinni, kveðjandi alla góða íslendinga með innilegum heillaóskum. Decorah, Iowa, 17. maí 1875. Jón Bjarnnson. Syslufundur í þórnesþingi var 14. júní haldinn í Stykkishólmi aö undirlagi þingmanns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Fundurinn var vel sóttur, og kom þar meðal annars til uraræöu kláöamálið. Varð niðurstaðan á þeim umræðum sú, að fastlega var skorað á þirtg- manninn að bera fram á alþingi í sumar þann eindreginn vilja sýslubúa, að aigjörður niðurskurður verði framkvæmdur á næsta hausti á öllum sjúkum og grunuðum hjeruðum Suðuramtsins. þarnæst var rætt um gufuskipsferðir kringum iandið og samþykkt sú uppástunga fundar- stjóra (sýslumannsins), að biðja þingmannin að hlynna að því máli í þá átt, að stjórnin ábyrgist einstökum mönnum, sem vildu leggja fje í fyrir- taekið, venjulega vexti í nokkur ár, og að öðru leyti með tilteknum tak- mörkum, ef málinuá annað borð verður hreift á þinginu. pá stakk þing- maður upp á því, að nauðsynlegt væri og skyldugt að veita herra Jóni Sigurðssyni, R. afDbi'., árlegan styrk úr landssjóði, eða þá á annan hátt, og las upp við þaö tækifæri bænarskrá samkyns efnis frá frjálsum fundi að Staðastað; kom fundai-mönnum saman um, að slíka bænarskrá vildu flestir hjer undirskrifa, og fela hana siðan þingmanninum til flutnings á alþingi. pá var stungið upp á og samþykkt, að biðja alþingi, að nema, úr lögum opið brjef frá 22. marz 1855, um friðun sels á Breíðafitði. Að lyktum bar þingmaðurinn fram uppástungu um það til fundarins, hvort mennvildi að þessu sinni gefa nokkum gaum uppástungu þeirri um ís- lands framfarafjelag, sem kom til umræðu á þingvallafundinum í fyrra og áskorun hefir komið fram um í Norðanfara og ísafold frá al- þingismanni herra Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum. Eptir nokkrar um- ræður varð það niðnrstaðan, að fundarmenn álitu málefni þetta ekki nógu vel undir búið til þess, að því að svo stöddu verði gaumur gefinn. d. Skógarströnd 2 4. júni. Eptir 20. apríl tók veður- blíðan að verða stopulli, þó máttu góðviðri heita mánuðinn út. Með maímánuði brá til rigninga og fremur óveðra af útsuðri fram í hann miðjan, síðan kom góðviðri fáeina daga, en úr því rann á austnorðan garður, sem hjelzt með litlu »hleri« mánuðinn út, og síðustu dagana var moldbylur, svo víða fennti ofan í sjó og stórfannir komu á fjöll. Fyrstu 6 dagana af júoí- mánuði hjelzt sama óveðrátta. Þá kom í 4 daga gott veður, en úr því þangað til í gær hafa gengið auslnorðanstormar með næturfrostum og kófl með köflum til fjalla. í apr.mán. var meðaltal hitans 3.°5 og loptþungans 28."2. í maímán. hitans 4.°8 og loptþungans 28". í júnímán. hitans 5° og loptþung- aus 27"-+- 6. Síðan kuldarnir komu, hefir gróðri og grasvexti lítið munað, og komi ekki bráðum ágætt grasveður, þá verður grasár varla í meðailagi. Heihufar fólks hefur til þessa verið með bezta móti, og hefir mjer lika tekizt svo eptir að heilsu- farið sje hjer á landi bezt, þegar sem fæstir hitadagar koma að vorinu og tíðarfarið frernur kalt. Fjenaðarhöld eru með bezta móti og lambadauði mjög Htill í þessari sveit; en hingað tii hefir hann orðið á suimim bæjum þar sem ær hafa verið í bezta standi og mjólkað mest. Pieynslan er búin að sanna mjer það, þó að jeg geti ekki leitt vísindaleg rök að því, að þegar lömb hafa o f m i k I a mjólk, þá safnastí gollurskinnið gult vatn, sem veldor striðum verk og slundum taugakerringi út á hlið, og úr veiki þessari deyja lömbin jafnaðarlega vikn til hálfsmánaðar gömul og stundum eldri. tetta danðamein lambanna er alls annars Hóngsríkið mitt. (Orkt í vor). Dregur upp skýflóka’ og dimmir í geimi, dapurt og kaldlegt er útlit í heimi; en jeg á mjer kóngsríki, fimbulvítt, fáð, fagurt og sólheiðríkt — draumanna láð. Seint kemur vorið og seint laufgast eikur, seint grænkar þettað ár völlurinn bleikur, en eilíft er vor og sígrænt að sjá sólríku draumlandi fegurðar á. Af fósturjörð hrakinn jeg fæ ei að líta föðurland síþráð með tindana hvíta; en fósturland á jeg rajer andans í geim íslandi fegra í draumanna heim. pó að i prísund mig dómarinn dæmi og Danskurinn burtu frá ættjörð mig flæmi, hjer á jeg frístað, þeir hrakið ei fá himnesku draumanna landi mig frá. Vinum og ættingjum frá hlaut jeg flýja, framandi’ og einmani’ í landinu nýja; en andi minn dvelur þó einatt þeim hjá inndælu draumlandi hugarins á. eðlis en þegar lömb drepast úr magaveiki, af því að þau drekka of mikið af broddmjólkinni. Fjenaður er víðast hvar ágætlega í standi, og er útlit fyrir, að í haust verði gott skurðarár nema því að eins frostin verði tíð, því frjósi grasið, fer úr því f itu- v ö k v i n n og verður miklu I j e 11 a r a, til dæmis að taka, geta tvær eða þrjár frostnætnr valdið því, að smjörkostur í injólk minnki að miklum mun. Jeg get þessa af því, að jeg veit að margur mun sá, sem ekki veit þetta, að minnsta kosti kendi jeg á mínum búskaparárum alll öðru en írostinu «m, þegar yfirkostnr datt snögglega úr mjólkinni Fiskiajli hefir verið lítill sunnanraegin Breiðafjarðar, fremur að jeg ætla sök- um gæftaleysis en fiskileysis. Úr Bjarueyjum er sagður góður afli. Æðarvarp mun hafa verið i betra lagi og somstaðar i bezta máta að tólunni til, en dúninn á að verða með rírara móti að tiltölu, af því að næstliðinn vetur var svo frostalítill, því i frostalitlum vetri á dúninn að spretla minna. l’að eru líkindi til að gæði norðlenzka og grænlenzka dúnsins, sem allt af eru talin meiri en hins vestfirzka og sunnlenzka sjeu frem- ur að þakka kuldanum, sem æðarfuglinn lifir í þar, en með- ferð eða hreinsun. Hjer vestra mun það vera nokkurn veginn áreiðanleg regla að sjeu öll hreiður talin, sem verpur í, hvernig svo sem um dúninn í þeim fer, þá þurfi ekki að gjöra ráð fyrir meira dúni úr hverju hreiðri en rúmu lóði, eða að 30 hreið- ur gjöri dúnpundið. Sjeu þar á móti ekki talin nema þau hreiður, sem vei fer um, þurfa ekki nema 20 til 25 í dún- pundið. Úr einstaka hreiðri fæst 2 lóð. I’egar óhreinsaður dúnn er tilhlýðilega þurkaður og búinn undir hreinsun, má gjöra ráð fyrir að úr 3l/2 pundi upp og niður fáist dúnpund hreinsað. Reykjavik 10. ágúst 1875. j»jóðhátfðardagsins, 2. ágúst, var minnzt hjer í Ileykjavík með ýmsum hátiðarbrigðura: flaggað bæði í bænum og á skipum, sem á höfninni lágu; llugeldar á herskipunum um kveldið. Yfir »Glasgo\v» sást blakta valsmerkið íslenzka, og var þar um kvöldið haldin fjölmenn samdrykkja af þing- mönnum og bæjarbúum. Jón Sigurðsson forseti mælti fyrir minni íslands hjer um bil á þessa leið: Hann kvað það gleðja sig, að honum sýndist meiri gleðisvipur á mönnum í kveld, heldur en opt hefði verið áður, pegar líkt hefðiá stað- ið. Hann pættist vita, að pessi gleðisvipur ætti ekki einungis rót sína f endurminninguni um pjóðhátíðina í fyrra, í minningunni um hina nýliðnn þiisundáraæfi pjóðar vorrar, heldur einnig í pví, að þeir minntust frelsis pess, er oss hefði veitt verið í fyrra í þjóðhátíðarskyni, pótt ekki væri pað nú mikið. pað væri eðlilegt og rjett, að menn fögnuðu frels- inu. Kvað hann sjer mikla ánægju að sjá, að pað væri undir eins farið að geta af sjer nýan og betri anda hjá þjóðinni. Aður hefði þjóðin litið út eins og hún væri undir einhverju fargi. Henni var pröngt um and- rúmið og eins og hún hefði fjötur á höndum og fótum. Má vel vera, að mönnum hafi fundizt meiri brögð að ófrelsinu en pað var í raun og veru; en pað kemur í sama stað niður; slík tilfinning hefir jafnskaðlegar verk- anir á anda þjóðarinnar og megnasta ófrelsi. Nú sæist þegar margur vottur pess, að hinn forni hugleysis- og æðru-andi, er ófrelsið hefði af sjer getið, væri farinn að mínnka, og í hans stað að kvikna fjör og á- hugi og traust á sjálfum sjer. Nú æðruðust menn miklu síður, pótt eitt- hvað væri að. Áður hefði ekki purft nema lítilfjörleg áföll til pess að draga allan hug og kjark úr mönnum. pá heyrðist þrásækilega paðvið- kvæði, að hjer væri eigi vert lengur fyrir hinum og pessum ókjörum; menn þóttust verða að flýja landið, eins og pegar forfeður vorir forðuðu sjer undan harðstjórn Ilaralds hárfagra. Og harðstjórinn, sem landar Ýmsa pá kærustu’ af ástvinum mínum ískalt nú grafarhúm felur mjer sýnum; en nær sem jeg vil fer jeg samt pá að sjá sólheiðu draumlandi minningar á. Fátækur veraldar er jeg af auði, á ei til morguns af daglegu brauði; en hvað hirði’ eg gullsins um glitrandi sand? Gangmynt er kærleiki um draumanna land. Hvað eru konungar heims pcssa’, að kalla? Hásætið veltur, pá minnst varir alla. Um konungdóm peirra mig kæri’ eg ei grand. Kóngsríkið mitt, pað er draumanna land. Og sárt pegar hugraunir hjartanu svíða og heimur mig grætir og þungt er að líða, kyssir mjer tárin af brennheitri brá brosfögur draumlandsins vonarsól pá. Loks þegar endað jeg lífsins hef daga, loks pegar ormamir hold petta naga, — bænheyr mig, drottinn, jeg bið um að fá byggja með ástvinum draumland mitt pá. JÓN ÓlAFSSON.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.