Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 3
117 118 vorir fíóttust nú verba flýja, var pá heizt kuldinn. pað hefði einhvern- tíma þótt fyrirsögn, að íslendingum mundi nokkurn tíma fara svo aptur aS þeir hættu a8 þola kuldann. Á slíkri vesalmennsku er nú farib að bera miklu minna. pað er langt síðan, að vjer höfum orðið fyrir öðru eins áfalli og nú, af eldgosinu; en þó heyrist varlá æðruorð til nokkurs manns út af þvi, heldur virtust menn furðanlega öruggir og vongóðir um, að vjer mundum bera þaö vel af. pað er hvorttveggja, að jeg er nú far- iim að eldast, enda er þaö satt að segja, að mjer þykir næstum nógum áhugann, sem jeg heíi orðið var viö hjer í sumar; það iiggur við sjálft, að jeg óttist, að menn sjeu farnir að verða heldur stórhuga, vilji færast of mikið Og margt í fang. Og þvi megum vjer annars vara oss á. Vjer megum ekki hugsa að gjöra allt i einu; þá komumst vjer ekkert. Undir hinu er allt komið, allar framfarir vorar, að vjer veljum það úr fyrst, sem mest liggur á, og er þannig lagað, að það gæti orðið undirrót til annara framfara, og að vjer höfum lag á að beita öllum kröptum vorum sem bezt til þess að fá því framgengt. Vjer erum, eins og kunnugt er, skammt komnir og eigum ákaflega mikið ógjört í öllum greinum. Að jog minnist fyrst á það, er snertir þjóðerni vort, þá höfum vjer að vísu allmikiS áunnið að sumu leyti, t. d. fyrir tungu vora, en mikið eigum vjer eptir. Stjórnarhag vorum hefur að vísu þokað talsvert áleiðis til bóta nóna hin síðari árin, en langt er þó eptir að takmarkinu, mjög langt og torsótt. pað er engan veginn mín tillaga, að vjer brjótum í sundur þetta veika verk- færí, sem vjer höfum fengið, jeg á við stjórnarskrána, heldur eigum vjer að reyna til að nota liana sem bezt, hafa sem mest upp úr henni, og spenna hana út, þar sem hún reynist oss of nær skorin. En einkum og sjer í lagi verð jeg að minnast verklegra framfara hjá oss. pví betur sem vjer kynnumst landi voru, því fremur sannfærumst vjer um, að það hefir í sjer geymda mikla og góða krapta og auðsuppsprettu, sem oss skortir mjög hæði dug og kunnáttu til að nota. Vjer þurfum sjer í lagi að afla oss kunnáttu til að ná auðnum úr fylgsnum náttúrunnar, lierja hann út úr henni, og kosta kapps um, að slík kunnátta verði sem algengust. Öllum er kunnugt, að gjórinn i kringum landið geymir í sjer ótæman- lcga auðsuppsprettu. pess vegna sækja hingað jafnvel aðrar þjóðir, og eg hefi heyrt marga T)am segja það i alvðru, að vjer ættum allir að vera fiskimenn. En samt sem áður tei jeg meira varið í, að menn láti sjer sem mest annt um landbúnaðinn, annt um að bæta landið á allar lund- ir. Allir viljum vjer framfarir lands vors, það veit jeg með vissu. En sá vilji vor heíir því að eins nokkurn árangur, að vjer liöfum lag á að vera samtaka, vinna í einum og sama anda, ungir og gamlir, karlar og konur; að enginn liggi á liði sínu, heldur leggi hver fram það sem hann getur, hver í sinni stöðu, á sínu heimili, í sinni sveit, allirað einumarki og miði. pá eru framfarirnar vissar og landi voru borgið. Síðan mælti sira E. Kuld fvrir minni Jóns Sigurðssonar, Á. Thorsteinson landl'ógeti alþingis, Dr. Hjaltalín konungs, Steingr. Thorsteinson þjóðhátíðarinnar. Fleiri minni voru þar drukkin og skemmtu menn sjer hið bezta — Hagljel. Sigurður bóndi Pálsson í Elaukadal segir ( »Pjóðólfi" 5. þ. m. frá stórkostlegri haglhríð þar (í Uaukadal) 10. f. m., er staðið hafi í 3 kl. stundir, og tekið yfir svæði, er nema mundi fjórðungi þingmannaleiðar á lengd, en stuttri bsej- arleið á breidd. »Hagikornin voru á stærð við titlings-egg« stundum mörg samföst, hörð sem ísmoli. Gjðrði alsnjóa á jörðu, og urðu miklar skemmdir af, einkum á túnum og kál- gðrðum. Hríð þessi skall á upp úr logni og hita. Veður- ofsinn var feykilegnr, og fylgdu þrumur og eldingar tiðar mjög. — Fiskiafli mikill er sagður af Austfjörðum í sumar, einkum af síld á Seyðisfirði. Segir ný fregn þaðan, áreiðanleg, að Norðmenn, er þar eiga nppsát, hafi á örstuttum tíma verið búnir að fá 600 tunnur sildar. Til Jóns Signrðssonar. Við kouiu hans til alþingis 1875. (Flutt af ungum námsmönnum í Reykjavík, í sam6æti 13. júní, sbr. ísafold II. 11) Fyr var svo dimmt á öldnum íslands ströndum, er áþján nísti Kjartans heiða fold, og frelsið grjet í dimmum dauða-böndum og dáðin svaf í haug með kappamold; og þjóð var móð í myrkra tíða straumi og missti allt, loks krapta sinna trú, en þá reis einn úr alda dimmum draumi með dug og krapt og sál — og það varst þú pá drógstu fram úr djúpri gleymsku alda hin duldu inál um íslands helgan rjett, og sýndir þjóöar eymd og áþján kalda, því allri jörð er frelsið takmark sett, og það er leiöarstjarnan ljúfa, bjarta, er lýsir heim að fullkomnunarströnd, og það er Drottins mál í mannsins hjarta, svo máttarstyrkt sem himinborin önd. pú ruddir braut, og fölkið trútt þjer fyigdi, unz frelsi nýtt í sljófgum hjörtum brann, og unga þjóðin andann feðra skildi, - Alþíngi, III. Með póstskipinu svaraöi þingið boð- skap konungs (sjá ísafold II, 18) og sendi honum ávarp, silt frá hvorri deildinni. Neðri deildin hafði og ( ráði að rita hon- um brjef rnn að skipa nú þegar nefnd manna til framkvæmda í kláðamáliuu, í stað amtmanns og sýslnmanna; en það fórst fyrir, sökttm þess, að eigi var þingfært, er til atkvæða skyldi gengið um brjef þetta. Nú stendur yfir 3. umræða í kláða- málinu I neðri deildinni, og munum vjer geta skýrt frá úr- slitum þess þar 1 næsla blaði. F/árfapunefndin er búin með nefndarálit sitt meslallt og er uú tekiö að ræða það í neðri deildinni þykir nefndinni æði-ógreinilegir reikningar stjórnarinnar þessi ár, sem dóms- málaráðgjafinn danski hefir verið fjárhaldsniaður vor, og sjer í lagi rýrir vextir af viðlagasjóðnum. Ekki hefir nefndinni held- ur likuð fjárlagafrumvarp stjórnarinnar, og heflrhún samiö nýtt f staðinn. 0ðru merkismáli er og lokið í nefnd: um gnfuskipsferðir kringum landið. Nefndin hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að með 6. gr. i »stöðti«-lögunum (2. jan. 1871) hafl Danir lagl þá skyldu á rikissjóð sinn, að kosta að minnsta kosti að nokkru leyli íerðir þær, er hjer nm ræðir. í nefndri grein segir svo, að *gjðldin til póstferða milii Danmerkur og íslands skuli greidd úr rikissjóðmim». Milli Danmcrkur og í s 1 a n d s, ekki Danmerkur og Reykjavfkur einnar — segir nefndin. — Lagagrein þessari er því ekki fullnægt »fyr en póstferðir eru komnar milli Danmerkur annars vegar, og helztu hafna á ís- landi hins vegarn, enda heíir þessi lagaskylda sjálfsagt vakað lyrir póststjórninni, er hún hefir látið skipið kotna Itka við á Vestmannaeyjum og Austfjörðutn. Nefndin ætlast þó eigi til að aðalpóstskipið komi víðar við en verið hefir, heldur skuli hafa minna skip (il að senda kringum landið frá Reykjavík nokkrar ferðir. Leggur nefndin það til, að alþingi biðji kon- nng að útvega pöststjórninni í Khöfn fje hjá rikisþinginu til þess að hún geti fullnægt skyldu þeirri, er stöðulÖgin viröast leggja á hana. En sjái konungur eigi þetta fært, skal hiðja hann að leyfa, að herskipið Fylla fari nokkrar ferðir hjer með ströndum fram þann líma, er það dvelur bjer á annað borð, og skuli landið endurgjalda kolaeyðsluna m. fi. (7500 kr.). En skyldi þetta einnig bregðast, vill nefndin iáta ætla 15000 kr. á ári, úr landssjóði, til gufuskipsferðanna, og á konungur að sjá svo fyrir, að svo miklar strafidsigtingar komist á, sem fje þetta hrökkur til. Nefndin gjörir ráð fyrir, að ríkisþing Dana muni varla skeyta svo lílið um skuldbindinguna f stöðulögunum, að það láti þó eigi eittlivað dálítið af hendi rakna til þessara strandlerða, og þó það yrði ekki nema svo sem 5000 kr., mundi mega bjargast við þá viðhót við þessar 15000 krónur, er alþingi veitir, eða 20,000 kr. atls, með því móti, að taka á leigu lítið skip (80—100 tons), til svo sem 4 stimarferða kring- um landið. Að kaupa skip þvkir nefndinni ekki leggjandi út í að svo stöddu. Eptir áætlun nefndarinnar mundi skipið kosta 160,000 kr., og 38,000 kr. um árið að halda því úti, af því að gjðra mætti ráð fyrir, að það yrði ómagi að vetrinum til; — það þyrfti hið leigöa skip eigi að vera, og því yrði árskostn- aðuriun á því miklu minni. — (Nefndin kveðst að miklu leyti hafa byggt uppástungur sínar á áliti nefndar þeirrar, er stjórn- in skipaði í Khöfn 1871 til að íhuga þetta mál, og mesta mann- val hafi í verið — þar á meðal Jón Sigurðsson —). F u 11 r æ d d í báðum deildum og send landshöfðingja til staðfestingar konungs, eru þessi lagafrumvörp: um heiðurs- laun Jóns Sigurðssonar (3200 kr.), um úttektir brauða (breytt og aldrei skal hún framar missa hann, |iví ei skal hníga hugarprekið bjarta, er hreinast skín í ódauðlegri sál, sá kraptur dýr í heillar pjóðar hjarta er helgum sannleik ver sitt rjetta mál. Og kom nú heill aö klakabarmi móður, þú kappinn dýr, er aldrei þekktír bönd, nú fagna Gunnars synir beztum bróöur, sem borinn er á Ingólfs jökulströnd; kom heill með styrk aö stýra þingi ungu, og stofna ráð, er Fróni duga má, kom heill að pínu hreystistarfi fmngu með hetjusál und aldursnjófgri brá. — Gestuk Pálsson. Vlð byrjun alþingig 1875. Norðurhafs drottning, pú fjallkonan fríð! fögrum und ljósgeisla hjálmi, forngöfug móðir að frjálsbornum lýð, forsjónarhönd vakir yfir fijer blíð margt f)ó að pínurn hag tálmi, f>ar sem að eldjöklar fannir og frost færa þjer tíðum mjög harðan kost.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.