Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.08.1875, Blaðsíða 4
119 120 stjórnarfrumvarpinu), um breytingu á tilskipun ,3/a72 um póst- mál, um brunamál í Reykjavík, um lœknaskipun, um löggild- ing verzlunarstaðar á Vestdalseyri, og annars við Blönduós. Felld hafa verið þessi frumvörp: um að löggilda verzl- unarstað í þorlákshöfn (samþykkt í nedri d., fellt í efri með 6 atkv. gegn 5), um að löggilda verzlunarst. við Kópaskers- vog í Þingeyjarsýslu (samþ. í efri deild, fellt f neðri), um að heimila lausakaupmönnum uppsiglingu á Fjallahöfn í þingeyj- ars. (fellt í efri d.), um breyting á landskuldagjaldi í Veslmanna- eyum, (samþ. i neðri d., fellt í efri), um að breyta tilhöguninni á birtiugu laga (fellt i neðri d. eptir mikinn hrakning milli deildanna). N ý m æ 1 i nokkur hafa enn verið borin upp i neðri deild; eru þessi hin helztu : um ab afnema alpingistoll (frá 14 þing- mönnum), og um vitagjald. Vita skal reisa á Reykjanesi syðra á ríkiskostnað, en landið standa straum af honum að öðru leyti með vitagjaldi af skipum. Póstskipið lagði af stað hjeðan 27. f. m. Með þvi sigldu til Khafnar stórkaupmennirnir Lefolii, Havstein og Fischer og stúdentarnir Franz Siemsen, Friðrik Petersen og Þorvaldur Thoroddsen. Til Berufjarðar: síra Jón Jónsson Bjarnanes- prestur (frá Melum). — Póstskipið á að fara af stað frá Khöfn bingað 16. þ. m., og 5. sept. hjeðan aptur. — P ó s ta r fóru allir á tilteknum tima. — U m jarðarför Jósefs Skaptasonar er oss ritað 14. f. m: *Við jarðarför þessa merkismanns (er framfórí ga*r 13. þ. m.) sást það, að bæði Húnvetuingur og euda Skagfirð- ingar þóttust hafa mikils misst, því það mun sjaldgæft til sveita, að annar eins mannfjöldi sjáist við jarðarför, sern þessa. Á sorgarheimilinu (Hnausum) kom saman undir eins um morg- uninn um 150 manns; voru þar menn úr flestiim sveilum sýsl- unnar, og nokkrir Skagflrðingar. Tvær húskveðjur voru fluttar af prestunum Magnúsi Jósefssyni (syni hins látna) og Eiríki Briem á Steinnesi. Var svo líkkistan borin af 12 mönnum til skiptis út undir Steinnes. I*ar var hún ferjuð yflr ána, en þaðan flutt á kviktrjám alla leið að 1‘ingeyrum og fór mann- fjöldinn allur á eptir. Þar bættust enn margir við, er farið höfðu beina leið þangað til að vera við úlförina. í kirkjunni flattu ræður: Eiríkur prestur Briem og Jón prófastur Þórðar- son á Auðkúlu, en úti við gröfina, áður en kistan var látin niður síga, Hjörleifur prestur Einarsson á Goðdölum. Sagðist prestunum vel, enda var eptir mikilhæfan mann að mæla, og vona jeg ræðurnar birtist síðar á prenti, ásamt æfisögu þessa merkismanns. Þess má ekki láta ógetið, að söngurinn fór prýðilega fram, undir stjórn síra Sigfúsar Jónssonar á Undir- íelli. Þess þarf eigi að geta, að eigi skorti stórmannlega gest- risni við líkfylgdina af hendi ekkjufrúarinnar og barna hennar* . Sigurður Guðniundsson, málari. / landsprentmiiðjunni er nú að mestu alprentað minningar- rit eptir Sigurð tnálara Guðmundsson, og hefir pað inni að halda 1. Æfiágrip, samið af Helga E. Helgesen, 2. Rœðu pá, er sira Matthías Jochumsson flutti við jarðarförina, og 3. Kvœði e'qlirpá Steingrim Thorsteinson, ilatthías Jochumsson, Iirynj- Forvígishetjur í framkvæmd og dáS framleiddir þú mörgu sinni, enn sem þig hafa með heiSri, vort láð, hafið og vonbjörtum árdegi fáð, er óskum að aldregi linni. Heill sje um aldur þeim hróðmögum Fróns, heiti meðal þeirra frægst er þó Jóns.1 Daggeislar frelsis við framgöngu hans fegurst því skinið oss hafa, hjálpi svo þingstörfum hollvættur lands helgri með tryggingu einingarbands eins og vor um biður krafa, þá mun oss auðnast með þreklyndi’ og dáð þörfum vorum fá og rjettindum náð. Leiðina byrji vort löggjafarþing lengi sem heillir jók áður, hvetji það tilkjörinn hvern þjóðmæring hraustlega framkvæma ráð gefin sling vilji sem er til óháður, framtíðin með þvi að fögur og góð fengin verði hinni íslenzku þjóð. ____________________________________Br. 0,__________•____________ 1. p. e. Jóns Sigurðssonar alþingisforseta. ó/f Jónsson frá Minnanúpi og Jón ólafsson frá Ameríku. — ltit petta er ákveðið að kosti 50 aura, pó pað að eins tje I ’/a örk að stcerð i stóru 8 blaða broti; en verðið er sett svona hátt vegna pess að svo er til œtlazt að Sigurði sál. verði reistur minnisvarði fyrir pað, er afgangs verður prentunar- koslnaðinum, og er vonandi að eigi muni skorta kaupendur að riti pessu, par sem pað er mjög líklegl að margir góðir menn muni vilja styðja að pví, að gröf okkar einasta lista- manns og merkilega fornfrceðings, sem með lagfœringu hins ís- lenzka kvennbúnings ogstofnun forngripatafnsins o. /I hefur gjört pjóð vorri svo mikinn sóma, pað er vonandi og jafnvel líklegt, að mjög margir muni vilja styðja að pvi, að gröf hans verði einkennd frá öðrum gröfum með snotrum legsteini, sem vjer œtlum að muni fást upp úr bók pessari ef hún selzt vel. — Og eins og vjer ná skorum á pingmenn frá fjarlœgum sveit- um, að vera oss hjálpsamir í pessu efni, eins erum vjer peim skólapiltum pakklátir, er pegar hafa lofað að styðja að sölu rits pessa í kringum sig. Vjer undirskrifaðir tökum að oss að geyma og ávaxta bœði fje pað, sem vinir Sigurðar sál. og vandamenn kynnu að gefa í pessu skyni, og sömuleiðis pað, sem inn kemur fyrir bókina, og á sínum tíma að útvega fyrir pað minnisvarða, og sjá um að hann verði settur á gröf vinar vors, er oss hefði langað til að hefði auðnast að lifa lengur. tíeykjavik 21. júli 1875. H. E. Helgesen. Steingr. Thorsteinson. Sigfús Eymundsson. Mntth. Jochumsson. Björn Jónsson. AUGLÝSINGAR. — Þ i I s k i p, 16 lesta að stærð, í góðu standi, með öfl- ugnm grunnfærum og allskonar hákarlaveiðarfærum f bezta standi, er fáanlegt til kaups. Nánari upplýsingar fást hjá rit- stjóra þessa blaðs. — Þjóðhátíðarmynd Gröndals (minningarblaðið) er nú prentuð í annað sinn ásamt skýringunum, og fæst hjá Sig- fúsi Eymundssyni ljósmyndara f Reykjavík fyrir 2,«o kr. Þar fœst og tilbúin umgjörð um myndina fyrir 4 kr. — N ý r 1 j á r (enskur) heflr fundizt hjá Bryggjuhúsinu í Reykjavik, og getur rjeltur eigandi vitjað hans hjá Bjarna Kristjánssyni í Hlíðarhúsum, gegn fundarlaunum og borgun fyrir þessa auglýsingu. — Stjórnartíðindi 1874 fást innhept á ritstofu lands- höfðingja fyrir 95 aura. — Blaðið «S æ m u n d ii r fróði» I. árg., fcest hjá undir- skrifuðum innb. fyrir 2krónur. Jón Hjaltatín. — Með þvi holdsveikismeðal það, sem jeg sagði frá í öilum blöðuin vorum i vetur, er nú komið til mín. Mun jeg ó- keypis láta það í tje fyrir 2 sjúklinga úr hverju amti, og verða þeir sem meðölin vilja brúka án borgunar að leggja sig inn á spítalann hjer í bænum í hið minnsta mánaðartíma, og verður vera þeirra þar að vera á þeirra eigin kostnað. Reykjavík, 30. júní 1875. Jón Hjaltalín. — Sökum knýjandi kringumstæða sjálfs mín leyfi jeg mjer hjer með vinsamlegast að mælast til, að þeir, sem eiga mjer skuld að gjalda, vildu gjöra það fyrir lok þessa mánaðar, þvi annars neyðist jeg til að leita rjettar mins á annan hátt, eptir þvi sem lög leyfa. Þó eru þeir undanskildir, sem jeg hefi gjört samninga við. Reykjavík, 6. ágúst 1875. H. C. Robb. •\orðlinsnr< blað það, er forstöðumaður prentsmiðjunnar á Akureyri, cand. phil. Skapti Jósefsson hefur nýstofnað, er til sölu hjá Brynjúlfi Oddssyni bókbindara í Reykjavík (i Bakarstignum). Það er á- lika stórt og Norðanfari, kemtir út 2—3 á mánuði, og kostar 3 krónur árgangurinn. — Fármark Jóhannesar Jóhannessonar á Sporði: tvístýft apt. biti fram. hægra, geirstýft vinstra. lítgefandi og ábyrgðarmaður: Björit Júnsson, cand. phil. Landspreutsmiðjan í Reykjavik. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.