Ísafold - 20.10.1875, Side 1
-T ~ iKemurút2—3ámánuði. Kostar [>rjár krónur uml
11, 4U. iárið (32 blöð), stök nr. 20 aura. Ársverðið greiðist b 20.
(kauptíð, eða þá hálft á sumarmálum, hálft áhaustlestum.l
iSkrifstofa ísafoldar eríhúsinu nr. 1 á Hlíðarhúsalandi) , nwt;
Ofet. j(I)oktorshúsi). Auglýsingar eru teknar í blaðið/ loY O.
(fyrir 10 aura smáleturslínan eða jafnmikið rúm. )
Svar til f»jóðólfs.
í 29. blaði |>jóðólfs þ. á., sem kom út 11. dag þ. m.,
stendur grein ein, í mörgum greinum merkileg, út úr ýmsum
ráðstöfnnum bæjarstjórnarinnar hjer í lleykjavík hin síðustu 2
árin, og einkum um hækkun kennslu-eyrisins í barnaskólanum,
og er þar beinzt að mjer og 3 öðrum bæjarfulltrúnm, yfirrjett-
ardómara Magnúsi Stephensen, verzlunarstjóra Jóni Stephensen
og forstöðumanni p^entsmiðjunnar Einari þórðarsyni, og oss
álasað, og það eigi sem góðgirnislegast, fyrir þessar ráðstaf-
anir. Grein þessi er reyndar hraparlega illa rituð, og f sjálfri
sjer alls eigi svaraverð, en hún er allt um það mjög merkileg,
svo sem jeg áður sagði, því að hún virðist hvorki lýsa sem
Ijósustum hugmyndum um stjórn yfir höfuð, og stjórn bæjar-
málefna sjerstaklega, nje vera sprottin af góðvild, eða ósk um
verulegar framfarir bæjarins. í stað þess, að hvort heldnr eru
blaðamenn eða aðrir, ættu sem mest að styðja að góðri sam-
vinnu og samlyndi bæjarstjórnarinnar, þá verður eigi betur
sjeð, en að greinin sje stýluð til þess, að vekja óvild bæjar-
búa til bæjarstjórnarinnar, og sundrung og ósamlyndi milli
bæjarfulltrúanna sjálfra, og hnekkja ölln því, sem þeir vildu til
leiðar koma, til verulegra framfara bæjarins. Jeg vildi nú
spyrja útgefanda Þjóðólfs, hvort hann telur þetta ætlunarverk
sitt? og hvort hann með þessu þykist vinna að framförum
landsins, hvort sem hann sjálfur hefur ritað þessa grein, eða
hann hefur látið aðra stýla hana fyrir sig? En hvort heldur
er, að útgefandi Þjóðólfs hefur samið grein þessa af eigin
rammleik, eða hún er innblásin af öðrum, þá er slik aðferð
ófyrirgefanleg.
Eitt af því, sem greinin telur meiri hluta bæjarsljórnarinn-
ar til álass, er það, að hann hafi eigi lagað sig eptir minni
hlutanum, en haldið fram sinuin skoðunum þvert ofan ( minni
hlutann. þetta er ný kenning, sem engom hefur hingað til
til hugar komið, að meiri hluti hverrar nefndar sem er, skuli
eigi fylgja sinum skoðunum, heldur skoðunum minni hlut-
ans eða einhvers einstaks manns. |>að væri aðferð, sem væri
gagnstæð heilbrigðri skynsemi, eða sprottnir af ráðríki ein-
staks manns og sjálfsþótta, en dáðleysi hinna. Hví bæjarfóget-
anum er blandað þar í, hvort svo sem hann heitir Árni eða
annað, fæ jeg eigi sjeð, því að það mætti að minnsta kosti
vera öllum kunnugt, að bæjarfógetinn hefir ekkert atkvæði um
ráðstafanir bæjarstjórnarinnar, nema þvi að eins, að hún gjöri
einhverja þá ráðstöfun, sem sje lögum gagnstæð, þá má hann
fresta framkvæmdinni, uns æðri úrskurður er fenginn. Það
væru líka bæjarstjórar að gagni, og verðsknlduðu virðingu
kjósanda sinna, sein hlypu eptir skoðun bæjarfógetans eins,
sem ekkert atkvæði hefir, en hefðu enga sjálfstæða skoðun
sjálfir.U Og eptir hvaða hugmyndum um sannar þarfir bæjar-
ins eiga fulltrúarnir þá að fara, ef eigi sínum eigin. Eiga þeir
einungis að vera jábræður einhvers eins úr bæjarstjórninui, og
ef til vill þess, sem fákænastur er?
Önnur merkileg kenning er það, sem kemur framíbyrjun
greinarinnar, að ef bæjarsljórnin hefir gjört einhverja ákvörð-
un, þá eigi bún að beras bana undir samþykki hvers þessfu lltrúa,
sem siðar kemur í bæjarstjórnina, og eigi frarnkvæma hana
fyr, en samþykki hans er fengið.
Over yrði afleiðingin af slikri aðferð önnur en sú, að bæj-
arstjórnin gæti aldrei tekið neina ákvörðun, og Idrei afram-
kvæmt neitt? því að fulltrúarnir skiptast alit af á; enda var
herra and'ógeti Árni Thorsteinson mjer öldungis samdóma i
sumar, or ræða var um áframhaldið á Hlíðarhúsaveginum, að
með því 3Ö bæjarstjórnin hefði fyrir 2 árum ákveðið að gjöra
þennan veg, þá væri hún skyld til að gjöra það, og jeg var
og er öldungis tló.na f þessu. Eða er það sú htigsunin,
að bæjarstjórni.i heí ekkert mátt gjöra, nema því að eins, að
samþykki þeirra t .f;ja fulitrúa, sem kosnir voru við síðasta
153
nýár, væri fengið? Jeg vil sannlega eigi gjöra lítið úr þeim
herrum; en þegar bæjarstjórnin ákvað hækkun skólagjaldsins,
vissi hún eigi og gat eigi vitað, að þeir herrar Á. Thorstein-
son og Ólafur söðlasmiður Ólafsson mundu verða kosnir, enda
fann hún alls enga skyidu sína til að bfða með þá ákvörðun,
uns hún vissi, hvort þeir yrðu kosnir.
Að vjer höfum einskis matið mótmæli fjölda bæjarbúa, eru
hrein ósannindi, og getur naumast verið sagt af tómri fávizkn;
því að bæjarbúar mótmæltu eigi ákvörðiminni um hækkun
skólagjaldsins, hvorki þá, er hún var tekin á bæjarstjórnarfundi
í fyrra, nje siðar, þangað til þetta merkilega skjal kom frá
þeim á fund bæjarstjórnarinnar 7. þ. m. þetta er því sagt út
i bláinn og ástæðulaust.
|>á telur höfundurinn ýmislegar ráðstafanir npp, sem oss
á að verða til áfellis, svo sem mótoll, lóðartolla, sem jafnt skuli
lagðir á torfkofa öreigans og höll höfðingjans, og að við höfutn
skuldað bæinn allt f einu fyrir 10,000 krónum til augnagamans.
Viðvíkjandi mótollinum skal jegsvaraþví einu, sem höfundurinn
virðist eigi að vita, að land bæjarins er alls eigi eign hvers
einstaks bæjarbúa, heldur fjelagsins f heild sinni, og hver ein-
stakur hefur þvf eigi rjelt til að nota það endurgjaldslaust, eða
eptir eigin geðþótta; enda er það regla f öllum siðuðum lönd-
um, að taka leigu hjá einstaklingnum fyrir afnot almennings-
eigna. þessi orð höfundarins eru þvf eigi að eins ástæðulaus,
heldur meira að segja beimskuleg og fáfræðisleg. Jeg vildi
leyfa mjer að spyrja höfundinn, hvort það sje rjett eplir hans
hugmyndum, að leigja jarðir landssjóðsins út gegn afgjaldi;
því að ef það er rjett, þá er líka rjett, að þeir, sem nota mó-
tak eða annað land Reykjavíknrbæjar, gjaldi eitthvað eptirþað;
enda er þessi mótollur tvo lftill, sem framast má verða; en
það er eigi satt, að hann sje arðlaus, því að f fyrra, eða fyrsta
árið, sem bans var krafizt, runnu þó um tOO krónur inn í
bæjarsjóð, auk kostnaðarins, en þetta árið veit hðfundurinn
ekkert um, hve inikill mótollur gelzt, og hefir enn engan rjett
til að segja hann arðlausan. Auk þess verður að gæta þess,
að þess hefir lengi verið þörf, og það munu flestir hafa fundið,
að haft væri eptirlit með þvf, að mótak bæjarins, sem óðum
minnkar, væri sparlega og haganlega notað, og ef umsjónin
með mótökunni styður að því, þá er vel til vinnandi að kosta-
svo sem hundrað krónum upp á hana, þólt mótollurinn gæfi
bæjarsjóðnum engan arð; og öldungis eins er með torfristu í
bæjarlandi; og ef hinir fyrverandi bæjarfógetar hefðti sjeð vel
um, bæði mótakið og torfristuna, þá ætla jeg víst, að allir
hinir betri bæjarbúar hefðu kunnað þeim þakkir fyrir ; þvf að
hinir núverandi bæjarbúar hafa alls engan rjett til að eyða
bæjarlandinu öldungis eptir sfnum geðþótta, og svipta með því
eptirkomendurna þeim notum landsins, sem þeir gætu haft
af því.
Um lóðartollinn er enn eigi að tala; því að hann er
enn eigi kominn á pappírinn, því síður meir, og álas fyrir
slika ráðstöfun virðist því heldur langsótt. Hver veit, nema
þessir 2 bæjarfulllrúar, sem siðast voru kosnir, geti spornað
við allri breytingu á lóðargjaldinu, og sýnt f því skatta- og
stjórnkæni sfna.
Að ófella oss fyrir það, að vjer höfum sknldað bæinn allt
í einu fyrir 10,000 krónur, ernú varla svara vert; þó skal jeg
geta þess, að vjer fjórir, sem álasað er, vorum eigi þar einir
um hituna, þvert á móti var einn vor á móti aðgjörðinni.
Allir viðurkenndu, og það enda herra Á. Thorsteinson, sem
þó var mótfalliun þessum aðgjörðum bæjarstjórnarinnar, að
gjöra þyrfli við Austurvöll, sem sannarlega mátti heita foræði
eitt, þá er rigningar gengn, og eins var um Austurstræti, og
til þessa bvorutveggja gekk um 8,000 krónur af þeim 10,000.
En úr því bæði Austurvöllur og Austurslræti þurfti aðgjörðar
við, þá var eitt af tvennu, annaðhvort að vera að smáfylla upp