Ísafold


Ísafold - 20.10.1875, Qupperneq 2

Ísafold - 20.10.1875, Qupperneq 2
155 156 Austurvöll og smálaga Austurstræti, eða að hafa alla aðgjörð- ina fram i senn, og taka lán til þess, með þvi að ofætlun var fvrir bæjarbúa, að ieggja fram það fje allt á einu ári. þótt bæjarstjóruin hefði nú tekið það ráðið, að gjöra þetta smátt og smátt, þá hefði sú aðgjörð kostað nokkuð, og meira að segja, bún hefði kostað meira á endanuin, heldur en hún kostaði nú, og þó orðið kák eitt; bærinn hefði því árlega orðið að leggja nokkuð til aðgjörðar þessarar; og hvað er nú? Bær- inn borgar aðgjörðina á 28 árum, og er það hið sama, sem bærinn hefði verið með þessa aðgjörð í 28 ár; því að það er borgaður 28. hluti kostnaðarins á ári. Nú er bæði Austur- völlur og Austurstræti orðin sönn bæjarprýði, eigi að eins að vornm dómi og margra bæjarbúa, heidur og ailra útiendinga, sem bjer hafa komið í sumar. En hefði það verið sæmandi fyrir bæinn, að vísa bæjarstjórninni í Iíaupmannahöfn, sem sæma vill bæ vorn og prýða með myndarstyttu Thorvaldsens, á stað handa myndastyttunni í forinni sem var á Austurvelli? Jeg verð að segja, að hver sá, sem kveður jú við því, gætir eigi sóma bæjarins, og fegurðartilQnning hans er næsta sljó, af hverju sem það kemur. Auk þessa er Austurvöllur alls eigi til augnagamans eins; því að sje nokkuð um hann hirt, getur hann hæglega af sjer gefíð fullan þriðjung af leigunum af því fje, sem til hans gekk, svo að augnagamans-kostnaðurinn, sem höfundurinn svo kallar, er þriðjungi minni en hann vill telja mönnum trú um. Og hverjir nutu svo þess fjár, sem til þessara verka gekk? J>að voru bæjarbúar sjálfír, og það einmitt hinir fátækari bæjarbúar, sem lifa á handafla sínum, og sem höfundurinn lætur sem sjer sje svo annt um. |>eir fengu þar atvinnu, og það beint á þeim tíma, sem þeir slökktu engu öðru niður, og til þessa leggja mest þeir, sem mest mega missa, og það virðist mjer vera beint eptir hugmyndum höfundarins, og hann ætti þvi eigi að álasa oss fyrir það. Nú er þá að víkja að kennslueyrinum, sem þetta mál er út af risið. Höfundurinn segir, að með hækkuninni á kennslu- eyrinum sje bersýnilega hnekkir búinn framförum bæjarins. En í hverju er þá þessi hnekkir fólginn? Hann er í þvi fólg- inn, eptir orðum sjálfs höfundarins, að þeir, sem efni hafa á að kosta menntun barna sinna, vilja eigi láta bðrn sín í skólann; en af hverju? Svarið verður að vera: af tómri nízku og grút- arskap, sem setur fyrir sig að borga 2 aura um hverja stund fyrir menningu barna sinna. Ilðfundurinn játar þó líklega, að foreldramir sjeu skyldir að kosta menntun barna sinna, eptir því sem þeir hafa efni og tæki til, og það sje alls eigi skylda sveitarfjelagsins, nema því að eins, að foreldrarnir geti það eigi sökum efnaskorts. Jeg fæ eigi heldur sjeð, að sú skylda hvíli eigi öldungis eins á þeim, eins og að fæða þau og klæða, og höfundurinn ætlast þó víst eigi til, að t. a. m. embættis- mönnum sje lagður styrkur úr bæjarsjóð til fæðis og klæðis börnam þeirra? Auk þess fæ jeg eigi betur sjeð, en að höfundurinn rifi sjálfan sig niður, þegar hann er að tala um skólagjaldið, sem eigi að vera svo ljett, að sem flestir geti notað skólann fyrir börn sin. tegar kennslukaupið er svo lágt, að borga verður talsvert af því úr bæjarsjóð, þá borgar fátæklingurinn, sem ekkert bam hefir f skólanum, nokkuð af kennslueyrinum fyrir hinn efnaða; því að gjaldið er lagt á, eigi eptir því, hvort gjaldandi láti nokkurt barn ganga í bamaskólann, heldur eptir efuum bans og öllum ástæðum, svo að t. a. m. ef bæjargjaldið er 5 af hundraði hærra sökum barnaskólans, en það annars yrði, þá tekur hinn efnalitli, sem ekkert barn lætur ganga í skólann, að tiltölu sama þátt í gjaldinu, eins og embættismað- urinn, 6em hefir há laun, og hver sá, sem er vel efnum bú- inn, enda þótt hann njóti þar kennslu fyrir 4—5 börn, og þannig nýtur hann ölmusu hjá hinum fátækari til að spara efni sin, og þetta er sú gullöld, sem hefir staðið nú í 13—14 ár; en ójöfnuðurinn verður þv: meiri, sem kenuslukaupið er lægra. Hitt er aptur á móti eðlilegt, og sjálfsögð skylda fje- lagsins, að styrkja hina efnalitlu, sem eigi hafa ráð á eða tæki til að mennta börn sín, til þess, og einmitt það hafði meiri hluti bæjarstjórnarinnar fyrir augum, þegar hann hækkaði gjaldið, að hinir efnuðu bæjarbúar skyldu greiða kennslueyrinn án tillags frá hinum fátækari, en að bæjarbúar allir f heild sinni skyldu styrkja hina fátækari til þess, hvern eptir því sem hann þyrfti, og þvf er þess gefinn kostur, að gjaldið verði lækkað, ef hlutaðeigendur þurfa þess við, og þannig er þetta allt öfugt og á höfði hjá höfundinum, og þar sem hann segir, að vjer höfum helzt til lengi vanizt við ölmusur, og vill láta oss hætta þeim, þá berst hann í allri greininni fyrir því gagnstæða, og fyrir því að drepa niður sómatilfinninguna. ^á þykir honum það sárt mjög, að »nú sje eigi annað sýnna, en að skólinn fyllist með öreigabörnum, sem alizt hafi upp í skúmaskotum örbirgðar og fákænsku, og dragi því dám hvor af öðrum«. Hver ályktun verður dregin af þessu önnur en sú, að hann vill helzt útiloka börn fátæklinganna frá skól- anum? Áður gátu eigi þeir foreldrar, sein þágu eigi af sveit, komið börnum sínum í skóla, ef þeir gátu eigi greilt 12krón- ur með þeim; en nú geta þeir það, þótt þeir geti eigi greitt meira en svo sem 4 krónur. Honum svíður þá það, að fleiri af börnum hinna efnalitlu bæjarbúa skuli l'á aðgöngu að skól- anum, og setjast á bekk með börnum höfðingjanna, og að meiri hluti bæjarstjórnarinnar skuli vilja styðja að því, að slík börn, semannars lifðu *í skúmaskotum fátæktar og fákænsku», geti notið tilsagnar í skólanum, og þannig komizt út úr þess- um skúmaskotum. Önnur skynsamleg hugsun verður eigi út úr þessu fengin. Þar sem hann er að fjargviðrast út úr þvi, hvar bæjarstjórnin finni takmörkin á millum þeirra, sem eigi að fá linun, og þeirra, sem eigi að greiða fullt gjald, þá svara jeg því einu: hvar á niðurjöfnunarnefndin og bæjarstjórnin að finna mælikvarðann fyrir því, hversu hátt bæjargjald hver bæj- arbúi á að greiða? Ef bæjarbúar þeir, sem þurfa linunar við í kennslukaup- inu, fyrirverða sig að beilast hennar, þá er það eigi bæjar- stjórninni að kenna; því að þess þarf enginn þeirra að fyrir- verða sig; en þeir, sem hafa nóg efni til að kosta börn sín, þeir ættu að fyrirverða sig að þiggja ölmusur af hinum fátæk- ari, þótt óbeðið sje, enda er það eigi samboðið frjálsum og drenglunduðum mönnum. tar sem höfundundurinn í enda greinar sinnar kemurmeð þá hótun, að ef vjer tökum eigi aptur úrskurð vorn, þá verði um nýár kosnir nýir fulltrúar, liklega í vorn stað, og þá verði þessu og ýmsn öðru, sem f ólagi fari, kippt i lag aptur, þá er sú hótun árangurslaus hjá mjer, og jeg ætla víst hjá hin- um þremur einnig. Hinir heiðruðu bæjarbúar hafa kosið oss til að stjórna bæjarmálefnum sínum, ásamt hinum fulltrúunum, og þegar vjer gjörum það, sem vjer böfum bezt vit á, og leggjum það eitt til málanna, sem vjer eptir beztu vitund og vandlega umhugsun ætlum fjelaginu haganlegast, og miða að mestum framförum bæjarins, þá förum vjer að, svo sena bæjar- búar sjálfir hafa fyrir oss lagt, og treyst oss til; en þá brygð- umst vjer trausti bæjarbúa, ef vjer hlypum að ein septir hugmynd um hvers sjervitrings, sem vill trana sinni skoðnn fram, eða vill sníkja sjer út velvild lakasta hluta bæjarbúa. Vjer viljum gjarnan hafa velvild og virðingu sambæjarmanna vorra, en vjer munum að eins leitast við að afla oss hennar með þeim ráð- stöfunum, sem rjettar sjeu og bænum sjeu hagkvæmar, en eigi með því, að hlatipa eptir annara skoðunum. H. Kr. Friðrilisson. BRÁÐAPESTIN. í ritgjörð þeirri, sem jeg skrifaði síðast um bráðapestina, lofaði jeg að leggja ráð við henni, þau er jeg ætlaði að helzt myndi duga. En þegar jeg fór að hugsa ura það efni, fann jeg að ritgjörð um það yrði lengri en svo, að blöðin gætu ljeð henni rúm, allrasízt nema í köflum, sem jeg áleit mjög óhentugt fyrir hlutaðeigendur, yrði ritgjörðin í nokkru nýt. Jeg hefi því ráðið það af, að semja í vetur komanda, ef guð lofar, ritgjörð um bráðapestina og ráð við henni, og reyna til sð koma ritgjörð þeirri sjerstaklega á prent; en ráðlegg öllun: tii bráðabirgða, sem vilja gjöra tilraun með að verja fje sitl braðu pestinni, að leggja stund á, að fjeð hafi sem be ta kirðinju og hagfeldast fóður, nægt og gott vatn og andrútmlo-pt, þeg- ar það liggur inni. Til varúðar og varnar æð y.r íika til, að sem flestir reyni það einfalda og kostnaðarlitia ráö, að gefa hverri kind, ekki sjaldnar en aðhálfsmánaðáríresti, hnfullan með- almatspón af matarsalti, og riður mikið á, að ætlan minni, að á iongjöfinni sje byrjað strax í októbermán., og henni fram haldið

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.