Ísafold


Ísafold - 20.10.1875, Qupperneq 3

Ísafold - 20.10.1875, Qupperneq 3
157 158 ✓ fram yfir miðjan vetur; það er ekkert efamál, að tilefni bráða- pestarinnar er iengi að búa um sig i kindinni og að hún sýkist smámsaman, þótt engin veiki sjáist á henni, bæði af ttí/lum i lakanum — hvað sern hver segir — sjón er sögu ríkari — iakarnir í sumum af hinum svonefudu heilbrigðu kindum, sem skornar eru, sýna þetta bezt — og spilltu blóði, og þetta hvorutveggja, lakastíflurnar og blóðspillingin, koma af óhollu fóðri, illum aðbúnaði, ónógu eða of slæmu andrúmslopti, þá fjeð liggur inni. En þó fóðrið sje ekki sem holiast, aðbúnað- urinn ekki sem beztur, og nokkur skortur i vatni og góðu andrúmslopti, þá má deyfa bráðapestartilefnið í fjenu með því að reyna koma f veg fyrir, að gorið í lakanum verði of hart, hin mórauða skán setjist á iakablöðin, og að blóðið missi sitt rjetta eðli, og lil þess er saltgjöfin ágætt meðal. Grein þessa er mjer þökk á að blaðamennirnir tækju í blöð siu. Breiðabólstað, 30. sept. 1875. G. E. — Ur brjefi frá Kaupmannahöfn 2%75. f fvrra dag varð jeg svo frægur að sjá, hvernig Danir ætla að fara með þjóðverjann, þegar hann fer að ráðast á Kaupmanna- höfn. J»eir ijetu korvettuna «Heimdall», sem var í konungs- ferðinni heim í fyrra, vera l’jóðverjann, og átti hann að taka borgina, með öskrandi skothríð. En hann kom svei mjer ekki að tómum kofunum, heldur fjekk þá logandi púðursvælu úr öflum panzaradrekunum og sævirkjunum fyrir utan höfnina, rjett framan f snoppuna, að fjanda súrnaði f glyrnum og tók strykið undan norður allt Eyrarsund, og var nærri búinn að sprengja sig, enda voru drekarnir í hælunum á honum með gapandi munni og gfnandi trjónu, «Óðinn» f broddi fylkingar. Á honum var aðmfrállinn, er stýrði bardaganum, en konungur og hans fólk horfði á frá «Slesvig». þetta sýnir, að það er eigi um skör fram, þótt Danir sjeu drjúgir af garpskap sfnum í sjóorustum. Nú eru þeir líka farnir að umróta öllum Nörre- fælled, hlaða þar vígi og grafa dýki o. s. frv. til þess að allt skuli vera eins og í reglulegu stríði, þegar þeir eru að temja sjer hernaðinn. — Vinstrimenn hafa engan frið til að halda fundina sína og tala fyrir alþýðu, sem þeir eru vanir, nema á rúmhelgum dögum, því stjórnin hefir verið svo heppin að finna í fórum sínum gamla tilskipun, sem bannar slika fundi á sunnudögum, og vilja láta hana gilda miklu meir en hin ginnhelgu grundvallarlög Dana. það líkar Vinstrimönnum illa, sem von er. t*eir spjara sig þó furðanlega, og eiga ráðgjaf- arnir víst von á ómjúkum átektum hjá þeim nú, er þingið byrjar, 4. okt. Stórfurstinn rússneski heftr verið hjer í orlofi hjá tengdaföður sínum ineð Dagmar sína. I*egar hann var ný- kominn, seint í f. m., varð sá atburður, að kviknaði í herskipi rússnesku, er honuin fylgdi hingað og St. Olaf (Ólafur helgi) hjet. Mundi eldurinn fljólt hafa komizt í púðurklefann og skipið rokið í lopt upp með öllu saman, ef ekki heföi verið tekið það snjallræði, að reka gat á botninn og hleypa inn sjónum. Benidikt Gröndal hefir 10. þ. m. fengið reglulega veitingu fyrir kennaraembættiuu. Ekki vita menn til að konungur sje búinn að rita nafn sitt undir neitt af lagafrumvörpunum frá alþingi, enda er heidur ekki nema rúm vika síðan þau bárust hingað. |»ið fáið þau liklega með næstu ferð, þar á meðal kláðalögin, spái jeg. Hvað er að marka þótt landshöfðinginn legði á móti þeim? Jeg held ráðgjafinn þurfi ekki að skipta sjer mikið af því. — Nú fer Thorvaldsen (myndin) heim með Díönu. Bæjarstjórnin lijer sendir ineð henni lærðan «ioge- nieur» eða «hugvitsmann», sem mig minuir að Þjóðólfur kall- aði svo eiuu sinni, til þess að hjálpa bæjarstjórninni ykkar um hugvit tii að koma karlinum á laggirnar eins og hann á að staudaá Austurvelli. Er það ekki laglega gjört? — í kvöld höldum við landar Forsetaveizlu, eins og vant er. — Gnfnskipsferðfr frá Noregi. Hinn 23. f. m. kom gufuskipið «Freyr», 155 norskar lestir að stærð, skipstjóri Thorsen, til Stykkishólms; hafði skip þetta lagt út frá Bergen 8. f. m. með hlaðfermi af alls konar verzlunarvöru beina leið til Grafaróss í Skagaíirði; þar Ijetti það þeim.hlut farmsins, er ætlaður var verzlunarfjelagi Skagfirðinga, en síðan sigldi það til Borðeyrar, Flateyjar og Stykkishólms og færði fjelögum þeim 3, sem á þessum stöðum reka verzlun (fjelagi llúnvetninga, Eyhreppinga og Breiðfirðioga) það, er þeim var ætlað af vör- um frá erindsreka fjelaga þessara, Mohn & Co. í Bergen. Frá Stykkishólmi álti Freyr að fara til Borðeyrar aptur tii að taka þar fje á fæti og hesta og flytja til Liverpool, fara síðan til ísiands aptur, koma við á ölium 4 verzlunarstöðum þeim, sem áður er getið, og flytja þaðan saltað kjöt og aðrar vörur tii Bergen. Mælt er, að í ráði sje að halda gufuskipsferðum þess- um áfram eptirleiðis á líkan hátt, ef heppnast getur að koma því við að skipið verði í hvort skipti lálið fara ferð til Eng- lands, eptir að það er nýkomið frá Noregi, og til íslands aptur, áður en það fer alfarið til Noregs. Eptir því sem oss er frá skýrt eru fjelögin öll í sameiningu um gufuskipsferðir þessar, og er óskandi og vonandi, að þær verði nú ekki endasleppar. — Fjárkláðinn. Eptir fyrirmælum landsh. átti almcnn böðun á kiáðasvæðinu að fara fram nú um veturnætur, og hafa bændur sótt hingað livor í kapp við annan eptir baðmeð- ulum. En margir þeirra verða nú að fara tómhentir aptur, þvi lyfsalinn hefir að sögn vanrækt að panta svo sem þurfti af baðlyfj- um, þrátt fyrir skipun amtmanns um það. Er nú ekki von á þeim fyr en með síðustu póstskipsferð, ef þau koma þá, og mega fjáreigendur þá gjöra svo vel og leggja af stað með drógar sínar á nýan leik hingað eptir þeim, hvernig sem þá kann viðra, en kláðarollurnar verða að deyja droltni sínum þangað tii, nema hnífurinn sje látin lækna þar, eins og mun nú vera áform flestra, og gjört var í rjettunum í hanst, er kláðakindur fundust þar. Svo sem sjá má á auglýsingu Jóns ritara Jóussonar í síðasta blaði hefir iandshöfðinpi skipað hann kláðasýslumann í öllum sveitum fyrir sunnan Botnsvoga, og er það auðsjáan- lega mikiu betra, að sami maðurinn ráði fyrir öllum kláðasveit- unum. — Tiðarfar o. fl. Framan af þessnm mánuði var frem- ur hrakviðrasamt hjer syðra, jafnvel kafaldshríðir með fann- konum eigi litlum, svo að fje fennti sumstaðar. Sömu frjettir segir pósturino að norðan, og bjuggust Húnvetningar við að hafa misst talsvert fje í fannir. Núna síðustu vikuna hefir veðrátta aptur verið hin blíðasta. Fiskiafli lítill. Skurðarfje í meðallagi eða vel það á hold, en lakara á mör að sínu leyti. Kjöt á 7—9 sk. pundið, mðr á 14—16 sk. Farið að minnka nm mat- vöru hjá kaupmönnum sumum. — Uin afleiðins'arnar af öskniailinn á Alistf jurðnm er oss ritað með síðasta pósti: «Svo sem þegar or orðið alkunuugt, gjörði öskufallið 2. páskadag í vor margar sveitir hjer eystia likari eyðimörku einni en byggðu landi. Jörðin var öll hulin þykku vikurlagi, að jafnaði 9—12 þumi. (askan var mest megnis vikur, með litlu einu af dökk- um sandi óbrunnum innam um). Mest var askan á Jökuldaln- um, og vilji maður telja öskusveitirnar eptir öskumegninu verð- ur röðin hjer um bil þessi: Jökuldalur, Fell, Fljótsdalur, Skógar, Vellir, Eyðaþinghá, Skriðdalur, Frara-Tunga og Hjalta- staðaþinghá. í þessa firði náði askan, en var þar nokkru minni tii jafnaðar: Borgarfjörð, Loðmundar-, Seyðis-, Mjóa-, Norð-, Reyðar- og Fáskrúðsfjörð. Lítilsháttar fjell og í Stöðvarfjörð og Breiðdal innst. Auðnin var svo gjörsamleg, að titlingur fjekk ekki í nef sitt. I’ótti flestum iskyggilega áhorfast, sem von var, og hugðu jarðirnar mundu leggjast i eyði um langan tíma. En fyrir fortölur hygginna manna sátu flestir kyrrir. Að eins flýðu nokkrir bændur af Efra-Jökuldal út í Vopnafjörð. Menn tóku að hreinsa tún sín svo snemma sem unnt var, og gekk til þess öll vorvinna fram að fráfærum. Sóltu flestir það af mesta kappi. Lúði sú vinna margt bak og marga hönd. Sumir gátu að visu ljett eríiðið með vatnsveitingum, eu aptur á móti margfaldaðist það víða við það, að hvenær sem hvessti til muna, fauk á aptur, og svo þurfti að tvi- og þrihreinsa túnin. í fyrstu gjörðu menn sjer litlar vonir um nokkurn árangur af túnhreinsuninni í ár, en þegar leið fram yfir sumarmál, fór hvervetna að gróa undir og enda npp úr öskunni, þar sein hún hafði eigi fokið í skada, og fór gróðrinum svo ótt fram, að um hvitasunnu var vfðast komion nægur sauðgróður. tá tóku flestir sauðfje heim, er höfðu rekið það af sjer í hinar ösku-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.