Ísafold - 18.12.1875, Page 3

Ísafold - 18.12.1875, Page 3
213 214 einir út í bardagann — og falla. j>etta er óflýjandi nauðsyn, því að þeir hafa misskilið tákn tímans, þeir hafa viljað hrista af sjer fjötra þá, sem hið endanlega hjelt þeim í og handsama hið óendanlega hjer á jörðunni; þeir verða brotlegír og syndga. Adeiðingin er, að þeir verða að hníga í valinn. Hið sorglega afl og háfleygi kemur þá hvað sterklegast fram í því, að hug- myndin, sem þeir börðust fyrir, liör eptir þá, og þeir sem lesa ritið, skilja við það með þeirri sannfæringu, að baráttan hafl þó ekki verið til einskis, þeir sjá hina eilífu hugsjón á bak við afdrif einstaklingsins. Harmkvæðið fer þá í raun og veru vel, því að hvort sem hið fyrra eða hið síðara á sjer stað af þessu tvennu, þá er það í raun og veru hin eilífa siðferðishugmynd sem vinnur sigur. f þessu finnur hugurinn fróun1, og það er einmitt fagurt, en ekki Ijótt, að svona fari. í Manfreð kemur bið sorglega afl fram í fyllsta skilningi, þó að kvæðið sje í innsta eðli sínu öllu framar harpkvæði en harmkvæði, eins og Byron hefur sjálfur fundið, því að það lýsir miklu framar sál- arstríði og innri barátta Manfreðs, en verknaði hans og heráttu við heiminn fyrir hann. Allar hinar stórkostlegu kynjamyndir og anda, sem koma fyrir í kvæðinu, eru í rauninni ekki annað en hugsmíð Manfreðs sjálfs, ein hlið á hinni afardjápu sálu hans2. En samt sem áður lýsir sjer einmitt í þessari innri baráttu Manfreðs hinn sanni harmkvæðablær, framsókn ein- staklingsins frá hinu endanlega til hins óendanlega, sem ekki kann sjer hóf, en leiðir til eymda og glæpa. þetta er líka berlega tekið fram í kvæðinu sjálfu, og það víðar en á einum stað, en hvergi kemur það þó eins ljóslega fram og á 64. bls. far segir einn af öndunum um Manfreð: «Hann engist allur; svo fer mennskri mold, er seilist yflr eðli dauðlegleikans». Þar sem því kvæðið eins og menn segja «fer illa», þá þótti ekki vanþörf á að taka fram, að í þvi og engu öðru er hin skáldlega fegurð þess fólgin. Vjer víkjum nú máli voru að þýðingunni sjálfri. Þeir eru margir, sem hyggja að það sje lítill vandi að þýða vel, til þess þurfi eigi annað en að vera góður rlmari og svo falli alltí Ijúfa löð. En þessu er ekki þannig varíð. þýðanda ber tvenns að gæta, og er það hvorttveggja mjög örðugt. Fyrst og fremst má hann ekki fara of langt frá frumritinu, svo að hann setji ekki annað í staðinn fyrir það sem frumhöfundurinn hefir sagt, og í öðru lagi verður hann að varast, að þræða orðin um of, með því hlýtur hann að misbjóða sinni eigin tungu. Engin 1) Svo kalla jeg það, sem Aristoteles nefnir xocd'tzptni harmkvæðisins; þeir sem vilja „dependera af þeim Dönsku“, geta kallað það „forso- ning“. 2) petta lýsir sjer einna ljósast í hinum aílmiklu særingarljóðum á 15. blaðsíðu í þýðingunni. Höddin, sem þar kveður, er ekki annað, en samvizka Manfreðs sjálfs. það sýnir allt kvæðið í heild sinni, hver lína í því og hvert orð. fá að sjá gulltöflurnar. Og þó hafði Harris áður verið skipað að Ijúga þvl til, að hann hefði sjeð þær. Þegar biflíuþýðingin var langt komin, kom Chase að hitta Joseph, og heimtar af honum steininn sinn. Honum varsvar- að, að hann gæti eigi fengið hann, því að Joseph hefði hann til að þýða með biflíuna. Ráku fjelagar Jósephs Chase burt með höggum og slögum. Loks varð þýðingunni lokið og bókin prentuð slðan á kostnað Harris. Honum var með einni opinberuninni heitið eilífri fordæmingu, ef hann borgaði eigi prentunarkostnaðinn. Þetta rit er hin alræmda Mormónsbók, biflía Mormóna. |>að er löng saga, mjög staglsöm og leiðinleg. Segir fyrstfrá því, að menn úr hinum gamla heimi hafi siglt til Vesturheims löngu fyrir Iírists daga. Fyrst Jared nokkur og hans fólk, af kynslóð þeirri, er tvístraðist við turninn Babel. Niðjum Jareds var gjöreytt 600 árum fyrir Krists burð. Annar vesturfari var Lehi, af kyni Manasse. Hann lluttist þangað frá Jerusalem á dögum Zedekias konungs. Niðjar Lehi þessa skiptustí 2 kyn- kvíslir. Hjet önnur Nephitar, og voru þeir rjettlátir; en hinir Lamanitar og voru ranglátir. Þessar kynkvíslir áttu í sífelld- um ófriði, og lauk svo, að Lamanitar stráfelldu Nephita, nál. 400 fyrir Krists burð. En fyrir sakir ranglætis síns skiptu La- manitar lit, og eru hinir rauðu Indíanar i Vesturheimi niðjar þeirra. Þriðji vesturfaratlokkurinu var Zarahemla og hans mál eru til svo lík, að orð svari beinlínis til orðs, hugmynd til hugmyndar, setning til setningar, og þó svo væri, þá væri þó eigi neinn vegur til, að leggja út orðrjett í bundnum stýl. Sá, sem þýðir skáldskaparrit, verður því eins og að kveða upp apt- ur kvæði það, sem hann snýr á sína tungu, og til þess þarf skáldskapargáfu, og hana því meiri, sem skáld það er betra, er þýðandi fæst við, og hugsanirnar ólikari hugsunarhætti þeirrar þjóðar, sem talar tungu þeirri, er þýðandi vill snúa rit- inu á. Þessir örðugleikar eru allir saman mjög miklir við Byron. Hugsanir hans eru opt þungar og ekki við alþýðu skap, og einkum bera þær opt heimspekilegan og djúpan blæ. En þótt vjer sjeum manna fúsastir á að kannast við, hversu fullkomið mál íslenzka er, þá vantar oss þó enn hæfileg orð til að lýsa heimspekilegum hugmyndum. (Niðurlag síðar). — jViðiirjöfiiim á g j al d i e p t i r e f n u m o g á- standi til bœjarsjóðs Reykjavíkur 1816. Gjald það, er samkvæmt áæilun um tekjur og gjöld Reykja- víkur-kaupstaðar fyrir árið 1876 skyldi jafna niður á bæjarbúa eptir efnum þeirra og ástæðum, er 10,405 kr. 12 a., en að viðbættum 5% fyrir vanhöldum 10,935 kr. í fyrra var þessi upphæð ekki nema 8,911 kr., oghefur því niðurjöfnunarnefnd- in, sem nú hefur lokið starfi sínu, orðið að hækka útsvar hvers gjaldanda um allt að 25% við það sem það var í fyrra; hjá hinum efnaminni er hækkunin þó látin vera nokkuð minni. Greiðendur eru 440, og hafa 55 þeirra 40 kr. útsvar hver og þaðan af meira, en samtals 6,300 kr. eða % af öllu aukaút- svari bæjarins. Skal nú skýrt frá útsvari þeirra hvers um sig. Fischers verzlun 430 kr., Knudtzons verzlun 350, Siem- sens verzlun 350, Hilmar Finsen landshöfðingi 315, Pjetur Fjetursson biskup 315, Havsteins verzlun 295, konsúl M. Smith 245, Thomsens verzlun 200, lector theol. Sig. Melsteð 172, Th. Jónassen háyfirdómari 154, Bergur Thorberg amtmaður 152, Bergens samlag 145,Bernhöft bakarameistari 145, Rand- rúp lyfsali 128, J. Hjaltalín landlækni 116, A. Thorsteinson landfógeti 116, Landsprentsmiðjan 112, Jón Pjetursson yfir- dómari 105, Jón þ°rke*sson skólameistari 105, Geir Zoega dannebrogsm. 96, Magnús Jónsson kaupm. í Bráðræði 95, Magnús Stephensen yfirdómari 90, B. Thorsteinson konferens- ráð 90, Möller Ch. veitingamaður 90, konsúl E. Siemsen 85, Hannes Árnason dósent 82, Jón Steffensen faktor 82, Jörgen- sens ekkja 80, 0. Finsen póstmeistari 80, Simon Johnsen kaupmaðnr 78, Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur 77, Jónas Jónassen læknir 72, Bjarni Bjarnason fátækrafulltrúi (frá Esjubergi) 65, Gísli Magnússon skólakennari 65, 0. I’. Möller kaupmaður 65, Jón Þórðarson útvegsbóndi í Hlíðarhúsum 60, L. E. Sveinbjörnsson bæjarfógeti 60, Magnúsar Jónssonar verzl- unarfjelag 60, Einar Þórðarson yfirprentari 58, Einar Jónsson fólk. Það voru og Gyðingar og fóru fám árum á eptir Lehi. Niðjar Zarahemla fjeliu flestir í hernaði, en sumir blönduðust saman við kynþátt Lehi. Meðal þessa lýðs voru jafnan nppi einhverjir spámenn, er ekki einungis kenndu lýðnum og stjórnuðu, lieldur spáðu um Krist, mikiu greinilegar en í spádúmunum á Gyðingalandi. þeir rituðu ræður sínar og örlög þjóðarinnar á málmtöflur, og bjó spámaðurinn Mormon og sonur hans Meroni til stutt ágrip af því, skömmu áður en Nephitar liðu undir lok. Ágrip þetta ristu þeir feðgar á gulltöflur og grófu töflurnar síðan í jörðu niður. Þetta voru gulltöflurnar, sem Joseph Smith þóttist liafa fundið, og þýlt eptir Mormónsbók. En hann bætir ýmsu við. þar á meðal er eitt, að Kristur hafi birzt ( Vesturheimi skömmu eptir upprisuna, tekið sjer þar lærisveina og sagt þeim annað en «Faðirinn hafði boðið honum að kunngjöra i Jerúsalem». Lærisveinar hans i Gyðingalandi hefðu semsje «fyrir sakir van- trúar þeirra og þverúðar ekki skilið orð hans, og fyrir sakir ranglætis þeirra hefðu þeir ekki verið látnir vita af kynþættin- um í Vesturheimi». Enn fremur segir i Mormonsbók, að Krist- ur hafi boðið þá aðferð við skírn í Ameríku, að sá sem skírir og sá, er skírn skal hljóta, skuli fara ofan í vatn báðir tveir, og sá, sem skírast á, stinga sjer ; auk þess á að hafa ylir við hverja skírn nokkur orð um «umboð Jesú Krists til að

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.