Ísafold - 18.12.1875, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.12.1875, Blaðsíða 4
215 216 \í snikkari 57, Baudoin klerkur 56, Oerdís Benidiktsen ekkjufrú 56, Chr. Zimsen faktor 56, Jón Jónsson landshöfðingjaritari 56, Jón Árnason skólavörður 55, Jón Ólafsson útvegsbóndi í Hlíðarhúsum 55, Guðmundur Erlendsson útvegsbóndi 52, Helgi Hálfdánarson dósent 52, M. Johannessen faktor 52, Jensen bakarameistari 50, N. Zimsen faktor 46, Helgi E. Helgesen skólakennari 45, Halldór Friðriksson yflrkennari 44, Halldór Guðmundsson skólakennari 40, Jakob Sveinsson snikkari 40kr. Niðurjöfnunarskráin er til sýnis á bæjarþingstofunni frá þv(16.þ. m.og til nýárs, til þess að allir gjaldþegnar geti kynnt sjer útsvar sitt. Sjeu þeir óánægðir með það, eiga þeir að kæra það skriflega og vera komnir með kæru sina til niður- jöfnunarnefndarinnar eða formanns hennar, Halldórs skóla- kennara Guðmundssonar, innan 14 daga þar frá, þ. «. fyrir 14. janúar. Sjeu þeir óánægðir með úrskurð þann, er niðurjöfn- unarnefndin svarar með kæru þeirra innan 14 daga, geta þeir borið sig upp við bæjarstjórnina, og skulu þeir hafa gjört það innan 14 daga þar á eptir, þ. e. innan 11. febrúar, en bæj- arstjórnin leggur úrskurð á málið innan hálfs mánaðar. Mót- mæli sem koma fram eptir hinn ákveðna tíma, verða eigi tekin til greina (sbr. tilsk. 20. apríl 1872, 23. gr.). Getur því enginn fengið neina linun í útsvari sínu, nema hann komi með kvörtun sína út af því, til niðurjöfnunarnefnd- arinnar innan 14. janúar ár hvert. fetta ættu greiðendur að hugfesta sjer. Niðurjöfnunarskránni fylgir skýrsla um gjald af tómthús- um og af byggðri og óbyggðri kaupstaðarlóð í Reykjavík árið 1876. Þar eru þessir mestir gjaldendur: Latínuskólinn 238kr., C. Fr. Siemsen stórkaupmaður (í Hamborg) 203 kr., konsúl M. Smith 163, Knudtzon stórkaupmaður 153, W. Fischer stór- kaupm. 143, kaupm. E. Egilsson 139, Bernhöft bakarameistari 117, Havstein stórkaupm. 79, Hegningarhúsið 72 kr. Gjaldið er 5.6 a. af hverri ferhyrningsalinbyggðrar lóðar, enafóbyggðri kaupstaðarlóð 0.9 a. (9/i0 eyris) at hverri ferhyrningsalin. — Fjárkláðinn. Allmiklar kláðasögur heyrast nú bæði að austan (úr Grímsnesi, Grafningi og f>ingvallasveit) og hjer úr Kjósarsýslu. Hefir kláðinn komið upp að nýafstöðnum böðunum, og kenna bændur það því, að ekki muni hafa verið nægilega vandað til baðanna að meðulum nje öðru; sjeu bað- anir þá ekki til annars en að örfa sýkina; kláðinn slái sjer út við vætuna. En lækningameistarar kenna það of sterkum baðlyfjum eða illa samansettum, og óvandaðri meðferð á skepn- unni eptir böðunina, enda kenna þeir og, svo sem kunnugt er, að kláðinn kvikni af sjálfu sjer af itlri hirðingu á skepnunni, einkum vosbúð. í’á hefir og frjetzt til kláða upp í BergarOrði, á Grund í Skorradal, hvort sem hæft er í þvf eða ekki. Er Jón ritari skíra». Hvern þann, er öðruvísi er skfrður, kallar Mormóns- bók og Mormónar heiðingja. — þá á Kristur og að hafa spáð því, að þeir sem á sig tryðu í Ameríku, mundu staðfestast þar og úr þeim verða ný Jerúsalem; þeir mundu verða meðal heiðingja sem ungt Ijón í sauðahóp, troða niður og tæta í sundur heiðingjana, svo að enginn fengi björg veitta. Loks spáði Kristur um apturkomu sína til dómsins. þar á meðal er svo að orði kveðið um þá, er Jóhannes segir í opinberunarbókar- iunar 20. kap., að muni rikja með Kristi í þúsundárog dauð- inn ekkiráðavið: 4‘eir munu verða meðal heiðingja, og heið- ingjarnir þekkja þá ekki; þeir munu og vera meðal Gyðinga, og Gyðingarnir þekkja þá ekki. Og það mun verða, er drottni þykir það við eiga í speki sinni, að þeir munu þjóna öllum hinum sundurdreifðu kynkvíslum ísraels og öllum kvnslóðum, þjóðflokkum, tungum og lýðum, og af þeim leiða margar sálir til Jesú, að óskir þeirra megi rætast, sem og sakir hins sann- færandi kraptar Guðs, sem í þeim er». Með útgáfu Mormonsbókar (1830) kvað Joseph Smith vera fram komið það, er sjer hefði boðað verið fyrir tíu árum — er hann fjekk hina fyrstu opinberun — að hanu mundi birta heiminum nýan fagnaðarlærdóm. Auk þess átti hann að «reisa Guði ríkið» með því að safna lýð handa honum. Til undir- búnings undir það hlaut hann þriðju prestsvígsluna, — «allt er þá þrennt er». í þetta sinn vígðu þeir postularnir Pjetur, Ja- nú farinn þangað upp eptir, og mun eiga að taka við kláða- stjórn þar, ef á þarf að halda. Nú er komið á prent i stjórnartíðindunum (B 15), að kon- ungur haíi eptir tillögum ráðgjafans neitað að samþykkja kláða- lögin alþingis. Það, sem ráðgjafinn segir að hafl dregið sig til að ráða konungi frá að samþykkja lögin, er mestmegnis hið sama og heyra mátti á þingi í sumar af munni landshöfð- ingjans og hans fylgifiska: að þau komi í bága við almenna rjettarmeðvitund, að þau gangi of nærri rjetti hins einstaka, o. s. frv. Ráðgjaflnn er og á sama máli og landshöfðinginn, að takast megi að útrýma kláðanum með hinum eldri lögum, en bregðist það, »verður að íhuga(l), hvort ástæða skyldi vera til að gjöra sjeriegar ráðstafanir til að yfirbuga veikindin*. — það er í stuttu máli »sami grautur í sömu skál« og að und- anförnu, og sem kláðinn hefir dafnað svo vel af. — Veðrátta er enn hin sama og áður: sífelldar þíður og hægviðri. — Fiskiley si algjörlegt, eins og að undan- förnu í haust og vetur. Fyrir nokkrum dögum fiskaðist dálítið suður í Garðsjó, en það kvað nú þrotið aptur. — Matvörubirgðir kaupmanna hjer í höfuðstaðnum kváðu nú vera rjett á þrotum. Búast menn því við miklum bjargarskorti, er fram á líður, nema sjórinn reynist þá því betur. — Farareyrir með p 6 s t s k i p i n m næsta ár: Milli íslands og Kaupmannahafnar 90 kr. (á öðru plázzi 72), milli ísl. og Leirvíkur 54(45), milli Reykjavíkur og Færeyja 40(30), milli Rv. og Seyðisfjarðar 24 (18), milli Rv. og Vestmanna- eyja 16 (10), milli Rv. og Stykkishólms 12 (8), milli Seyðis- fjarðar og þórshafnar 24 (18), milli Seyðisfj. og Vestmannaeyja 16 (10), milli Seyðisfj. og Stykkishólms 36 (24). Leibejetting. íauglýsingunnium AustfirSingasamskotin úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í ísaf. II, 24. stendur: Úr pverárhlíðar- hreppi 3 kr. 85 a.; en á að vera: úr pverárhlíöarhr. 11 kr.; úr Andá- kýlshr. 10 kr.; úr Lundar-Reykjadalshr. 3 kr. 85 a. — í II, 25. 199. dáiki 14. 1. að neðan er misprentað 542,000 kr. fyrir 542,000. og í II, 26. 206. dálki, 19. 1. a. n. ætti fyrir b æ 11 i. AUGLÝSINGAR. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e.m. fájf’’ Kaupendur ísafoldar úr nœrsveitunum hjer við Reykiavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj- úlfi Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara. kob og Jóhannes. Að því búnu fær Smith nýa opinberun. Það er nokkurskonar embættisveiting frá drottni, oggjörirhann Joseph þar að «spámanni, þýðara, postula Jesú Krists, öld- ung kirkjunnar fyrir vilja Guðs föður og náð drottins vors Jesú, innblásinn af heilögum anda til að leggja undirstöðu undir kirkjuna og reisa hana fyrír hina ailrahelgustu trú». Sama dag var kírkja sú stofnsett og henni niður skipað. Með sex mönnum var kirkjan stofnuð. Það voru auk Josephs Smiths, er skyldi heita postuli og «fyrsti öldungur», Oliver Cowdery, skrifarinn, er varð «annar öldungur»; faðir Smiths, drykkjurúturinn; hann var þriðji öldungur og patríarki; enn fremur bræður Josephs, Hiram og Samúel, og Joseph nokkur Knight. Nú rak hvor opinberunin aðra, um hitt og þetta, t. d. um fyrirkomulag hinnar nýu kirkju, um skírn hinna trúuðu o. s. frv. Ilinir trúuðu fjölguðu nú smámsaman og 8 meðal þeirra er Joseph skirði fyrst, ljet hann rita nöfn sin undir vottord um, að þeir hefðu sjeð gullbiflíuna. Var það síðan prentað framan við Mormónsbók, ásamt vottorði hinna þriggja, sera áður er getið. (Niðurlag síðar). Utgefandi og ábyrgðarmaður; Björn Jönsson, cand. phil. Landsprentsmiðjau í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.