Ísafold - 12.01.1876, Blaðsíða 3
245
246
því, að óvirða tungu vora með illu, klúsuðu og óskiljanlegu orð-
færi á því, sem kemur frá honum sjálfum eða snúið er á skrif-
slofu hans. þvert á móti verðum vjer að telja það víst, að
hann vilji sýna tungu vorri allan sóma, og því að orð-
færið sje að minnsta kosti viðunanlegt á öllu því, sem frá
skrifstofu hans kemur. það er engin afsökun fyrir frágangin-
um, að ritari Jón Jónsson vafsast f svo mörgu og vill vafsast i
fleiru en hann getur yflr komizt, og hann er fær um að leysa
vel af hendi.
Um landshagsskýrslur ritarans ög borgunina fyrir þær,
allt að 300 kr. um árið, skulum vjer ekkert tala að þessu sinni,
með því að engar eru skýrslurnar enn komnar, og hann því
sjálfsagt ekkert hefir úr býtum borið af þeim 300 krónum,
sem til samnings þeirra eru ætlaðar. r.
Ijanilsyfirrjettarriómar 1815.
11. Dómur, 12. júlí. — Sigurður Sigurðsson, vinnumað-
ur á Refsteinsstöðum í Húnavatnssýslu, dæmdur i 4 kr. sekt
f landssjóð og allan málskostnað fyrir báðum rjettum. (Hjer-
aðsdómurinn staðfestur). Sigurður hafði í fjárrjett í Sigríðar-
staðahólnnim baustið 1874 hrundið Sigurði hreppstjóra Sig-
urðssyni í Klömbur, þar sem hann samkvæmt sýslun sinni stóð
í rjettardyrunum, til þess að sjá nm innrekslur Ijárins, svo að
hann hrasaði eða datt, og síðan, er hreppstjórinn stóð upp á
einum dilksveggnum, til að sjá þaðan hvernig innreksturinn
gengi, ýtt í bakið á honum, svo að hann datt á höfuðið eða
hrammana niður i dilkinn. Brolið heimfært undir 101. gr.
hegn.l., sbr. 99. gr., og hegningin metin með hliðsjón af 103.
gr., þareð hreppstjórinn hafði gefið ákærða tilefni til tiltekta
hans, með því að gefa honum utanundir, fyrir litlar eða engar
sakir, og skipa honum að fara til fjandans. — Áfrýjað eptir
ósk hins ákærða.
— 12. Dómur, 14. júlí. — Guðmundur Jónsson gegn
IJallberu Jónsdóttir. »Með því báðir málspartarnir hafa verið
samhuga um, að gjöra þá aðalrjettarkröfu í máli þessu, að
dómur undirrjettarins verði dæmdur ómerkur og málinu vísað
frá undirrjettinum, fyrir þá sök, að lögleg sáttatilraun hafi ekki
farið fram í því, ber að laka þessa rjettarkröfu til greina, án
tillits til, hvort hún er á rökum byggð eða eigi, og fellur þá
málskostnaður fyrir báðum rjettum niður. Því dœmist rjett
að vera : »Dómur undirrjettarins á óraskaður að vera, og vís-
ast málinu frá undirrjettinum. Málskostnaður fyrir báðum rjett-
um falli niður«.
— 13. Dómur, 23. ágúst.—J.St.,verzlunarfulltrúiá Aust-
fjörðum, dæmdur í 40 kr. sekt ásamt málskostnaði (eins og í
hjeraði), fyrir skammaryrði við hreppstjóra sinn, er að boði
sýslumanns var að framkvæma lögtaksgjörð á fjármunum ann-
ars manns, er J. St. geymdi. Kallaði bann hreppstjórann tví-
vegis lygara, og skipaði honum að halda kjapti. Brotið heim-
fært undir 102. og 103. samt 31. gr. hegn.l., þareð hrepp-
stjórinn hafði æst kærða með því að skipa honum, í húsum
sjálfs hans, að þegja.
Keisarinn þoldi eigi við að bíða þess, að vefararnir lykju
verki sínu, og fór nú sjálfur að finna þá, með miklu föruneyti
og fríðu, þar á meðal ráðgjafanum og hinum embættismann-
inum, er hann hafði sent áður að skoða vefnaðinn. Vefararn-
ir sátu og ófu af mikln kappi, er keisarinn kom.
<'Er hann ekki dæmalaust fallegur!» sagði ráðgjafinn og
hinn embættismaðurinn. «Lítið þjer á, Yðar Hátign, eru ekki
litirnir inndælir!» og svo bentu þeir á auða vefstaðina, því að
þeir ímynduðu sjer að hinir mundu sjá vefinn.
«Hvað er þetta!•> hugsaði keisarinn, «jeg sje ekkert. Nú
fer mjer ekki að verða um sel. Er jeg heimskur? Er jeg ó-
nýtur til vera keisari! þetta er það versta, sem jeg hefi kom-
izt 1!» — «0, það er dæmalaust failegt» sagði keisarinn, «jeg
hef allrahæstu velþóknun á vefnaðinum», og hann kinkaðí kolli
með mesta ánægjusvip og horfði áauðan vefstaðinn; hann vildi
ekki segja, að hann sæi ekki neitt. Allt föruneyti keisarans
góndi lika á vefstaðinn, en sá ekkert heldur en hinir, en allir
sögðu eins og keisarinn: «Ó, það er dæmalaust failegt», og
rjeðu keisaranum að lála gjðra sjer föt úr þessum frábæru
vefnaði, og bera þau hin dýru klæði í fyrsta sinn á hátiða-
göngu einni mikilli, er þá var fyrir hóndum. «En sú snilld og
prýði, ó hvað vefurinn er inndæll!* heyrðist á hvers manns
vörum, og allir voru lijartanlega ánægðir með fataefnið. Keis-
— 14. Dómur, 23. ágúst. — Guðbrandur Einarsson á
Hóli 1 Dalasýslu dæmdur eptir 250. gr. hegn.l. í 4x5 daga
fangelsi við vatn og brauð og allan málskostnað. Hann hafði
skömmu eptir fráfærur sumarið 1872 einu sinni, er hann rak
kvífje sitt heim á stöðulinn, sjeð í ærhöpnum hvíthyrndan
gemling með hreinu fjármarki bóndans á næsta hæ, rekið hann
inn í kvíarnar með ánum, f því skyni að marka hann undir
sitt mark og slá með því eign sinni á hann, og gjört það síð-
an þegar búið var að mjólka, án þess nokkurværi við staddur.
Bar eigandi gemlingsins síðan afmörkunina á kærða, en hann
synjaði fyrir verkið, afþvífleiri voru viðstaddir, en síðan gjörði
hann sjer ferð til eigandans, og sagði honum einslega satt frá
tiltæki sínu, og bauð bætur fyrir. Brotið heimfært undir 250.
gr. hegn.l., þar sem ákærði fann kindina í sínu eigin kvífje.
í hjeraðsdóminum var hegningin 8 mánuða betrunarhúsvinna.
— Áfrýað eptir ósk kærða.
— 15. Dómur, 6. sept. — Sigurður prestur Jakobsson
gegn hreppsnefndinni í Arnarneshrepp. «Með dómi upp-
kveðnum 16. júlí f. á. fyrir aukarjetli Eyjafjarðarsýslu, er á-
frýandinn, Sigurgeir Jakobsson, prestur til Grundarþinga, dæmd-
ur til að endurgjalda fátækrasjóði Arnarneshrepps allan þann
kostnað, sem hreppurinn hefir haft eða eptirleiðis kann að hafa
af fjölskyldu Ingjalds nokkurs Halldórssonar, er afrýandinn hafði
gefið í hjónaband við ekkjuna Guðrúnu Gísladóttur, og hefir
hjeraðsdómarinn byggt þessi dómsúrslit á því, að áfrýandinn
ekki hafi gætt skyldu þeirrar, er á honum hvílir samkvæmt til-
skipun 30. aprílmán. 1824, 3. gr. 10. Il, að leita upplýs-
inga um, hvort hvorugt hjónaefnanna hafi þegið sveitarstyrk, er
eigi sje endurgoldinn.
það verður nú ekki sjeð af dómsgjörðunum í þessu skaða-
bótamáli, að Arnarneshreppur hafienn sem komið er haft nein
þyngsli af þessari giptingu, nje orðið að leggja fram neitt f]e
til styrklar áðurnefndum Ingjaldi, er hreppurinn geti heimtað
endurgoldið, og krafa hreppsins fer þannig fram á, að fá dóm
yfir áfrýandanum til að endurgjalda það, sem hreppurinn ef
til vill einhverntíma á ókomnum tíma kann að verða að leggja
þeirri fjölskyldu, er Ingjaldur kann að flytja á hreppinn. En
með því að það er gagnstætt öllum gildandi rjettarfarsreglum,
að dóratir geti gengið um slíka kröfu, ber ex oíficio að dæma
dóm undirrjettarins ómerkan, og að vísamálinu frá undirrjett-
inum. Hreppsnefnd Arnarneshrepps, sem ekki hefir mætt nje
mæta látið fyrir yfirdóminum, ber eptir þessum úrslitum máls-
ins fyrir hönd sveitarsjóðsins að greiða áfrýandauum máls-
kostnað fyrir yfirdóminum, sem virðist hæfilega metinn 40 kr.;
en þar sem áfrýandinu ekki hefir krafizt að fá málskostnaðinn
fyrir undirdóminum endurgoldinn, fellur hann niður. Máls-
færslulaun hins skipaða talsmamis hins stefnda fyrir undir-
rjettinum ákveðast til 5 króna, og borgist honum úr opinber-
um sjóði.
Að því leyti sem málið í hjeraði hefir verið sótt með
gjafsókn af hendi Arnarneshrepps, vottast, að það hefir verið
sótt og rekið með tilbærilegum hraða.
Því dœmist rjett að vera’.
Dómur undirrjettarins á ómerkur að vera, og vísast mál-
inu frá undirdóminum. Hinum stefnda, hreppsnefnd Arnar-
neshrepps, ber fyrir hönd sveitarsjóðsins að borga áfrýandan-
arinn gaf vefurunum sinn riddarakrossinn hvorum og titilinn
«vefjarjunkeri».
Alla aðfaranótt þess dags, er hátíðagangan átti fram að
fara, voru þorpararnir á ferli og ljetu loga hjá sjer meira en
16 Ijós. Þóttust menn vita,að þeir væri að herða sig að koma
af nýu fötunum keisarans. þeir Ijetust taka vefinn ofan, s(ð-
an fóru þeir að klippa með slórum skærum út í loptið, þá tóku
þeir nál og saumuðu með henni þráðarlausri og loks sögðu
þeir: «Hana nú, þar eru fötin búin!».
Iíeisarinn kom sjálfur með belztu vildarmönnum sínum að
skoða fötin. þorpararnir lyptu upp annari hendinni, eins og
þeirhjelduá einhverjn, og sögðu: «Þarna eru nú buxurnar! og
kjóllinn! og þarna er skikkjan» o. s. frv. «Fötin eru svo Ijett,
eins og köngurlóar vefur! það er engu líkara en maður hafi
enga spjör utan á sjer, en það er einmitt kosturinn!»
«Jú, öldungis rjett!» sögðu allir förunautar keisarans, en
þeir sáu ekkert, enda var ekkert að sjá.
«Mætti Yðar Hátign allramildilegast láta sjer þóknast að
fara úr fötunum Yðar!» sögðu þorpararnir, «til þess að við get-
um fært Yrður í nýju fötin, hjerna við spegilinn þann arna
stóra!»
Iíeisarinn fór úr öllum fötunum, og þorpararnir ljetu eins
og þeir færðu hann f hvora spjörina eptir aðra af nýju föt-
unum; þeir tóku um mittið á honum, og Ijetust festa þar ein-