Ísafold - 22.02.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.02.1876, Blaðsíða 1
III 3 Priðjudaginn 22. febrúarmánaðar. !§9<i J>egar breytt var fyrirkomulagi blaðs pessa með uppliaíi pessa ár- gangs, og málinu á hverri blaðsíðu skipt í 3 dálka í stað tveggja, var svo til ætlast, að leturmergðin á blaðinu yrði jafnmikil eptir sem áður, eða málið á síðunui jafnbreitt. En áhöldum prentsmiðjunnar er svo liáttað, að annaðhvort urðu hinir nýju dálkar (3) að vera nokkuð breiðari en því svaraði, eða pá nokkuð mjórri. Nú 'þótti oss ófært að minnka leturmergðina á blaðinu, og kusum því lieldur . að hafa hið breiðara inálið á dálkunum — eins og var á 1. númeri þessa árgangs -— þótt prentunarkostnaðurinn yk- ist eigi alllítið við það, með því að leturmergðin varð mörg þúsund stöfum meiri. En þá urðu spáss- íurnar mikils til of litlar, og neydd- umst vjer því til að taka upp mjórra málið á dálkunum. En til þess að leturmergðin skyldi samt sem áður ekki verða minni en áð- ur, höfum vjer línurnar þjettsettar á svo miklu af rúmi blaðsins, að vel vinnist upp það sem dálkarnir eru mjórri, enda þarf ekki meira til þess, en að hafa þjettsettar lín- ur í rúmri blaðsíðu, eða 3 * dálki. Leturmergðin á síðasta blaði var því talsvert meiri (nál. 3000 stöfum meiri) en venjulegt var á fyrra árgangi blaðsins. Pappírsins vegna hefði vel mátt auka letrið með því að hafa dálkana lengri, en til þess eru pressur landsprentsmiðjunnar eigi nógu stórar. Ritst. Keykjavík, 22. febrúar 1876. Allir hljóta að kannast við, að á þeim hluta kláðasvæðisins, er Jón ritari var yfir skipaður þegar í haust, hefir verið talsvert meiri alúðarbragur á viðleitni manna í vetur til að úlrjma fjárklúð- anum en að undanförnu. Mönntim hefir verið næsta þrámælt um, að kláð- anuin yrði aidrei útrýmt nema með samhuga fylgi bænda og yfirvalda. Vita- ekuld er, að bændur á þessu svæði hafa að vísu almennt aldrei verið svo fylgn- ir sjer og natnir við upprætingu kláð- ans, sem skyldi; en þess munti fáir dyljast, að ekki hafi síður brostið elju og atorku frá hendi valdstjórnarinnar. Flestum mun kunnugt, að á meginbluta þessa svæðis, milti Botnsvoga og Hvit- ár í Ölvesi, hefir tekizt hvað eptir ann- að að út rýma kláðanum, að minnsta kosti i surnum sveitunum, en fyrir eptir- litsleysi og eptirgangsmunaleysi yfir- valdanna hefir trössunum í næstu sveit haldizt uppi að ala hann og geyma hin- um, sem höfðu yfir stigið hann með súrum sveita. Eptirlitaleysið hefir að vísu vafalaust verið að miklu leyti þvl að kenna, að hlutaðeigandi embættis- inönnum hefir verið ætlað að hafa kláða- málið að kalla í hjáverkum, og í annan stað munu aðstoðarmenn þeirra úr liði bœnda hafa stundum reynzt miður dygg- ir sumstaðar. En afleiðingarnar eru hinar sömu, hvernig sem á orsökinni stendur. Á þessu hefir að fleslra dómi I vetur sjezt breyting til batnaðar, og mun vafalaust mega þakkaþuðað miklu leyti því, að iandshöfðingi skipaði I haust sama inanninu til framkvæmdastjórnar I kláðamálinu um allt þetta svæði, og að þessi maður hefir sýnt af sjer meira fylgi, atorku og alúð í sýslan sinni en menn hafa ált að venjast að undan- förnu í þessu máli. Vjer höfum áður tekið fram, að Suðurnesjabúar hafa margsinnis áður komið á almennum niðurskurði hjá sjer, en hann hefir, þrátt fyrir allt það, sem einstakir menn hafa lagt I sölurnar fyrir hann, aldrei orðið nema hálfverk, vegna þess að nokkrum þverhöfðum hefir jafnan tekizt að skjót- ast úr leik, þangað til I þetta sinn. Mundi þó vafalaust hafa sótt I sama horf og áður, ef hinum setla lögreglu- stjóra hefði eigi hugsazt það snjallræði að gjöra niðurskurðarsamþykktina fyrir rjetti (á þingi I Njarðvík í haust), svo að eigi skyldi þurfa á málsókn og dómi að halda til þess að henni yrði full- nægt, og ef þessi hinn sami maður hefði eigi haft dug og áræði til að fram- kvæma samþykktina með valdi gegn þeim, sem hana ætluðu að rjúfa, þrátt fyrir táimanir þær, er fyrir hann lögð- ust úr annari átt. Að því er snertir kláðaframkvæmdirnar í öðrum sveitum optnefnds svæðis, þar sem beitt var að mestu leyti böðunum og lækningum, þykir inega geta þess, sem breytingar til batnaðar frá því sein áðnr tíðkaðist, að í hverri sveit var settur maður til yfirumsjónar á böðunum og iækniug- um, svo sem í umboði lögreglustjóra, og til þess nefndir þeir, sern bezt þóttu hæfir; áður var shkt starf falið hrepp- stjórunum, hvort sem þeir voru til þess fallnir eða eigi. Hinn skipaði lögreglu- 9 stjóri hefir og með sifelldu ferðalagi um kláðasvæðið getað haft sjálfur nákvæm- ara eptirlit með dyggilegri framkvæmd á fyrirskipunum valdstjórnarinnar en áður varð við komið, og með dómara- valdi sínu staðið með vöndinn yfir þeim, sem hafa gjört sig líklega til að þrjózk- ast. Loks hafa dagsetningarsamþykkt- irnar veitt talsvert aðliald til að herða á skorpunni gegn kláðanum, þótt ekki væri annað. Með þessu öllu saman er nú svo langt komið, að talið er kláða- laust sunnan Botnsvoga, og að von manna svo tryggilega um búið á því svæði, að engin hætta sje á ferðum þótt hann kynni að brydda á sjer þar einhversstaðar, það sem eptir er vetrins, sem vonandi er að ekki verði. Ivláðamálinu væri því nú betur á veg komið en nokkru siuni áður, ef Borg- arfjörðurinn hefði getað orðið kláðalaus f vetur. En það hefir ekki átt að lán- azt. Vjer göngum nú að því vlsu, að málinu muni hafa reitt svo af á Stóru- Borgarfundinum 10. þ. m., að tekið verði lil sama neyðarúrræðisins og á Suðurnesjum I haust, að minnsta kosti í nokkru aí|sýslunni,þótt æðimuu verra sje að þurfa til þess að taka á þessum tíma árs, og þar sem fjárstofn er miklu meiri og aðalbjargræði manna, enda er von- andi að eigi verði álitin þörf á að lóga öðru en geldfjenu, þar eð hægt virðist að gæta svo kvífjár að sumrinu, að öðr- um hjeruðum sje engin liætta af því búin; en þetta ráð getur því að eins að haldi koinið, að kláðinn lifi ekki eptir i hinum partinum, sunnan Skorradals- vatns, — ef skorið verður að því að ofan —, og riður þvl á, að þar verði hafðar sem vandlegastar skoðanir að staðaldri það sem eptir er vetrar, og sjálfsagt baðanir á öllu fje, sjúku sem heilbrigðu, að minnsta kosti jafnskjótt og það er komið úr ullu i vor, en ströng heimahirðing þangað til, eins og ráð- gjört er um hinn syðra hluta kláða- svæðisins. Er vonandi, að ekki verði vanrækt það sem nauðsynlegt er í þessu efni, og láti menn dæmi hinna (efri) sveitanna sjer að varnaði vevða; hefðu þar verið hatðar góðar baðanir og aðr- ar varúðarreglur, sem eru ómissandi þar sem von er nokkurrar kláðahættu, með aðstoð dýralæknis og yfirvalda, eru mikil likindi til, að komast hefði mátt hjá niðurskurðinum, sem allir verðaað játu að sje mjög voðalegur um þenuan tíma árs, jafnvel þótt mcnn hins vegar hljóti að kannast við, að vansjeð er; hvort að nokkru haldi hefði komið, þótt n ú hetði verið farið að reyna tit að beita öðrum ráðum, þar sem þau ráð munu hlutaðeigandi fjáreigendum miður geðfelld, en litil eða engin tök á að koma þeiin fram svo dugi nema með fylgi þeirra, og hinsvegar nærsveita- mönnum að norðan og vestan meir en vorkunn, þótt þeir horfi ekki í stórræði til þess að þurfa ekki að eiga óvininn yfir höfði sjer í sumar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.