Ísafold - 08.03.1876, Síða 4

Ísafold - 08.03.1876, Síða 4
undirdómurinn í málinu var upp kveð- inn» — Fjnrkláðinn. Hinn 3. þ. m. kom Jón ritari aptur úrferð sinni aust- ur. Hann átti fund við Árnesinga að Hraungerði i Flóa 26. f. m , til þess að ráðgast um ráðstafanir gegn kláð- anum eplirleiðis. Helztu fundarálykt- anir voru þessar: að fara skyldi fram á (við landshöfðingja) undantekningarlaust rekstrarbann á öllu fje yfir Sog, Brú- ará, Hvitá og Þjórsá, svo lengi sem kláðanum væri eigi út rýmt; að vörð skyldi setja í sumar frá Soginu til jök- uls með fram Hvítá (og Brúará), og að ein utanhreppsskoðuu skyldi fara fram i vor í hinum klíðagrunuðu sveitum i Árnessýslu, og í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Úr Borgarfirði höfum vjer fengið svo látandi kláðaskýrslu, dags. 26. f. m.: nSiðan eg skrifaði yður í f. m., hefir fjárkláðinn enn gjört vart við sig á 1 bæ, Brúsholti í Flókadal; bóndinn þar er fátækur og skepnufár, og voru allar kindur hans skornar; á hinum öðrum bæjum í Flókadal, er kláðinn hefir komið á, er nú búið að skera allt fje, svo þetta aðalbæli kláðans hjer I vetur má nú telja alhreinsað. í byrj- un þ. m. varð á Skarði í Lundarreykja- dal vart við kláða ( lambhrút, og af því bóndinu þar var hræddur um að þetta kynni að vera hinn hættulegi fjár- kláði, skar hann hrútinn og þau lörnb, er verið höfðu í sama húsi og hrútur- inn, en skoðunarmenn, sem rjett á eptir skoðuðu vandlega fje bóndans, fundu engan kláðavott í því, svo verið getur, að það hafi eigi verið nema ó- þrif í lambhrútnum. Á Varmalæk i Andakýlshreppi, þar sem kiáðinn kom í Ijós um nýárið, er nú alskorið, og veit enginn, sem stendur, til kláða á nein- um bæ í Borgarfirði; en af því sam- göngur hafa orðið víða fram til jóla, er ekki hægt að fortaka, að hann kunni að kopa upp einhverstaðar enn, það sem eptir er vetrar. Eins og þjer Iíklega hafið nú frjett, sendu Borgfirðingar, í efri parti sýsl- unnar, 3 menn norður á dögunum, á sýslufund, er Uúnvetningar hjeldu á Stóruborg, um fjárk'láðann, og buðu þar fram allt geldfje sitt til skurðar, gegn skaðabótum að norðan og vestan; Húnvetningar vildu, að Borgfirðingar lyrir ofan Skorradalsvatn skæru alla sauði pg hrúta eldri en veturgamla nú þegar gegn endurgjaldi, og lofuðu Borgfirð- ingt.m að gangast fyrir því, að útvega þeim skaðabætur fyrir þennan skurð, hjá hintim sýslunum í norðuramtinu og hjá vesturamtsbúum. Eru menn nú þegar farnir til að skera sauði sína, og sumir búnir; því að menn búast sjálf- sagt við heimapössun á öliu fje í sum- ar, og treysta sjer þá ekki til að passa sauðina, sem að undanförnu hafa gengið fyrir ofan Hvítá, en Hvítárvörður er bæði dýr og ótryggur. Nokkrir menn sóttu um leyfi til sýslumanns, að mega reka fje suður í Reykjavik eða út á Akranes, svo þeir þyrflu eigi að skera það allt heima, en hann vísaði frá sjer til amtmanns, líklega af því hann hefir eigi þótzt mega leyfa að reka kláðagrunað fje gegn um heilbrigð hjeruð eða gegn um aðra sýslu, til Rvíkitr. Nýlega hefir sýslu- IáAfold keratir át 2 — 3var á mánnbi, 32 bl. rim árib. Kostar 3 kr. árgangnrinn (er- leudis 4 br ), stok nr. 20 a. SúJulauu: 7. hvert expl. maður látið birta okkur brjef Suður- amtsins um, að baða skuli að minnsta kosti einu sinni allt fje í sýslunni fyrir sumarmál næstkomandi, því það fórst fyrir að tijer væri baðað í haust eð var, af því þá fengust engin meðul í Rvik, en siðan að meðul kornu með síðustu póstskipsferð f. á. hefir til skamms tíma sökum illviðra eigi verið hægt að nálg- ast þau að snnnan. Menn eru hjer annars lítt trúaðir á böðin, og það er grunur minn, að sýslumaður eigi örð- ugt með að koma fram þessu boði amts- ins, því snmir hjer afsegja að baða, þar eð þeir hafa þá trú, að kláðinn geti dulizt lengur í kindinni, þpgar baðað er, án þess að brjótast út, en hann annars gjöri. Menn gjöra lijer nú ráð fyrir að setja í sumar vörð frá Borg- arfirði upp með Andakýlsá, og með Skoradalsvatni, og þaðan upp í jökla, og vilja svo hafa einuig svo sem 4 menn úr þessum verði ofan í Botns- voga, til þess þannig að fyrirbyggja samgöngur milli efri hluta sýslunnar og hreppanna fyrir sunnan Skarðsheiði og s\o Kjósar-og Árnessýslu, þvfmenn þora varla hjer strax að treysta því, að allt sje heilbrigt fyrir sunnan Botns- voga; siíkt hefir optar heyrzt áður, og þó hefir kláðinn komið þar upp aptur í hinu læknaða fje. Tveir bændnr úr Vatnsdal eru hjer nú á ferð sem er- indsrekar Húnvetninga, til þess að hafa fram niðurskurð á sauðum hjá búend- um í efra parti sýslunnar». Úr öðru brjefi úr Borgarfirði s. d.: «Nú er allt undir því komið, að vald- stjórnin leggist á eilt með samtökum bænda til að gjöra skoðanirnar á fjeau, sem eptir lifir, sem áreiðanlegastar, og leggi allt það aðhald fram, sem henni er unnt, til að verja samgöngum bæja á milli þegar vorar, og gjöra heima- gæzluna sem tryggilegasta. Gjöri hún það, er með öllu óskiljanlegt, að kláði geti verið lifandi hjer i vor». Eptir ósk Uúnvelninga og annara, er Slóru-Borgarfundinn sóttu ll.f. m., er nú Jón ritari settur kláða-lögreglu- sljóri í Borgariirði, og er hann þegar farinn þangað. H i 11 o g þ e 11 a. — í síðasta bl. pjóðólfs 28. f. m. er minnst á greinina um nefndarkosningar f skólamálið og skattamálið í ísafold III 2, með peirri kurteisi og stiliingu, hógværð oglítillæti, sem vorum kæra meðbróður er svo tamt, hvað litlu sem að honum er andað öðru en tómri lofgjörð og skjalli. Klausan endar á pessari málsgrein, sem pjóðólfur mundi í fyrri daga einhvemtíma hafa sagt um, að „mikils væri um vert, bæði um formið ogefnið". — (Vjer höfum leyft oss að skjóta inn orði hjer og hvar milli sviga, til skilningsauka). „pótt vjer svörum hógværlega í petta sinn“ segir ritstjórinn (— t a. m. með orð- unum „bull“, að „hringla kvörnum", „porsks- eða ísu-höfða hringlandi", „gelta eðaglepsa", „narraskapur“, „hænsni“, að „garga“, og öðrum jafnsnyrtilegum og andríkum hógværð- arorðum —) „skulu menn vita fyrir víst“ (— heyri pað allur lýður! hlustið á og skelf- ist! —) „að hvenær sem nafnlausar greinir koma á prent“ (— eins pó pað sje í pjóð- ólfi, eins og núna seinast sjómannaklúbbs- sálmurinn mikli, í 8. bl.?—) „aem á sama hátt eins og pessi hringlandagrein fsafoldar, leitast við að gjöra prent í einu: forsvara" (— pví ekki baksvara —) „pað sem ekki er forsvarsvert, eyða frjálslegum áhuga á vel- ferðarmálum landsins“ (— pað er að skilja : áhuga á pví • að komast í nefndir í pessum velferðarmálum? —) „og sverta með óhróðri (!) pá, sem berjast(!!) fyrir peim“ (— segja t. a. m. að höfuðkempuna, ritstjóra pjóðólfs, hafi langað til að komast i skólanefhdina—) „pámun oss ekki óvandur (sic!) eptirleik- urinn, og munum vjer pá sýna betur (e-hem!), hvaða rjett peir menn hafa gagnvart hinu op- inbera (?!), sem dylja nöfn sín undir skamma- greinum" ??!!!. Auglýsingar. — Með því það nú um nokkurn tíma hefir gengið staflaust hjer i bænum og viðar, að peningum hafi verið stolið í sölubúð P. C. Knudtzons eða Consul Smiihs hjer í kaupslaðnum, og þessu peningahvarfi heíir verið dróttað að einum heiðarlegnm borgara bæjarins, álít jeg mjer skylt hjer með að lýsa því yfir, að þetla allt er frá rótum á- stæðulans uppspuni, með þvi cngum peningum hetír verið stolið i nefndum búðum. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 26. febrúar 1876. L. E. Sveinbjörnsson. — Með því að reynsla hefir komið fram fyrir því, að baðanir þær, sem hafa farið fram í lækninga-hreppnrnim á kláðasvæðinu fyrir sunnan Botnsvog, hafi ekki alstaðar verið svo vel af hendi leystar sem skyldi, eða þá, að kláðinn hefir verið megnari og dreifðnr víðar, en ástæða var til að ætla, eptir þvf, sem kom fram við skoðanirnar I rjettunnrn í haust, skal hjer með alvarlega brýut fyrirölltnn fjáreisöndnm á nefndu svæði, að hafa, þrátt fyrir það, að eigi hafi orðið vart .við kláða í hinum sfðtistu skoðunum, frarnvegis eins og áðnr fje sitt i strangri heimagæzlu og undir sterku eptirliti. Ber þeim að hýsa fje sitt á hverri nóltu eða að minnsta kosti smala því á hverjum degi, og eiga þeir undir eins að segja baðstjórum til, ef þeir verða varir við grunsemi í nokk- urri kind; en baðstjórum ber að halda áfram alla í hönd farandi vertið hinum fyrirskipuðu hálfsmánaðar-skoðunum. Énginn bóndi má því yfirgefa heimiii sitt á vertíðinni eða senda vÍDnumenn sina til sjáfar, áður en hann er búinn að sjá um. að nægilegt fólk verði heima hjá sjer til að smala fjenu og vakta það, og, ef nauðsyn ber lil, taka það til nýrrar lækninga-meðferðar, og skulu baðstjórar hafa sterkar gætur á, að nægilegur mannafli verði fyrir a!la vertiðina yfir á hverju heimili til að hirða um fjeð, en undireins gefa hlut- aðeiganda hreppsljóra eða undirskrifuð- um lögreglustjóra það til vitundar, ef þeir verða þess vísir, að nokkur fjár- eigandi hafi brotið á móti þessari fyr- irskipun, og látið fje sitt ganga vökt- uDarlaust. Hinn setti lögreglustjóri i fjárkláða- málinu fyrir sunnan Botnsvog. Reykjavik 18. febrúar 1876. Jón Jónsson. Ársverbib greibist í kanptíb, eba þá hálít á Buraarméluin, hálft á haustlesturu Auglýsin«»ar eiu teknar í blaftib fyrir 6 a. srmleturs- líuan eba jafnraikib rúra, en 7 a. raeb venjulegu meginraálsletri. — Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlibarhúsum). Uitstjúri: Björn Jónsson, cand ph.il. Landsprentsmibjan ( Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.