Ísafold - 29.03.1876, Síða 1
3 ð H f 0 1 b.
Miðvikudaginn 29. marzmánaðar. 1S96.
(itlcndar frjettir,
frá miðjum nóvbr. 1875 til febrúarloka
1876.
Frá Dönum: af pingi; mannalát. —
England: keyptur Zues-skurður; pingsetn-
ing; Indlandsför konungsefnis. — Frakkland:
þinglok; nýar kosningar; ráðgjafaskipti. —
Spánn: ófriðurinn við Karlunga; frá ísabellu
drottningu. — Frá Tyrkjum: uppreistin í
Herzegowina og Bosníu. — Skipsbruni.
Danir komu saman á þing, eins
og ráð var fyrir gjört, 29. nóvember;
helztu frumvörpin, sem stjórnin lagði
fyrir þingið, voru landvarnarlaga-frum-
vörpin. þau voru fyrst lögð fyrir fólks-
þingið, en, eins og kunnugt er, hafa
Vinstrimenn þar meiri hlut atkvæða.
Margt ber þeim og Hægrimönnum á
miili um landvarnirnar; Vinstrimönnum
sýnist það óráð, að verja of fjár til að
víggirða Kaupmannahöfn, og enn frem-
ur Dnnst þeim, að mestu fjenu ætti að
verja til að efla flotann sem mest og
hezt; segja þeir, að með öflugum flota
megi bezt halda sambandiuu milli hinna
ýmsu hluta ríkisins og verja ríkið i
lieild sinni á beztan hátt; en til lítils
gagns telja þeir það fyrir ríkið, þótt
Kaupmannahöfn ein geti varizt í nokkr-
ar vikur, er allt ríkið erkomið í hend-
ur fjandmannahers. En inesta ágrein-
ingsatriðið milti flokkanna er það, að
Vinstrimenn vilja eigi leggja fje lil land-
varna nema tekjuskattur komist á;
segja þeir, að liverjum manni hljóti að
virðast sanngjarnt, að sá leggi mest
fram til varnanna, er mest hefur að
verja. Htegrimenn segja aptur á móti
að nóg fje sje til í hjálparsjóði ríkisius,
og þess vegna sje hinn mesti óþarft
að leggja á nýan skait. Viristrimenn
breyttu frurnvarpinu f fólksþinginu ept-
ir sinni skoðuu og sendu það þannig
úr garði gjört landsþinginu ; iandsþing-
ið breytir því eptir áliti Htegrimanna,
því í landsþinginu ráða þeir lögum og
loí'um ; þannig eru engin likindi til, að
frumvörp þessi nái iagagildi fyrst um
sirtu. Hvorirtveggju flokkarnir halda
vel saman, og þó Vinstrimenn öllu bet-
ur, og nú hafa þeir fengið nokkra
merm úr miðflokki þingsins í fýlgi með
sjer, er áður fylgdu fremur Hægrimönn-
um. Hægri-ráðgjafarnir, er nú sitja að
völdum, eru og dugandi menn og ein-
beittir, og neyta allra bragða til þess að
sigra andvígisflokk sinn, Vinstrimenn.
Frá því 1851 hefur það verið vani, að
þingin hjeldu áfram starfi síuu, svo
lengi, sem þeim þætti þörf, (ram yfir
hinn Iögákveðna tíma, 2 máouði, ón
þess að leitað væri um það samþykkis
konungs. Nú hefur Estrup f'orsætis-
ráðherra fengið konung til þess að segja
þingunum, að bafa lokið starö sínu í
lok marzmánaðar. Fjárlagafrumvarpið
er enn eigi komið frá nefndioni, en
meiri hluti hennar eru Vinstrimenn; telja
menn víst, að nefndarálilið muni koma
þessa dagana, og þá muni harðasta
rimman verða milli beggja þingflokk-
anna, eu fáir þykjast með nokkrum
sönnunum geta spáð fyrir því, hvernig
fara muni.
Hinn merkasta mann, er hjer hef-
ur dáið í vetur, má telja Hans Bröch-
neh, prófessor í heimspeki við háskól-
ann; hann dó í desembermánuði, rúm-
lega limmtugur að atdri. Hann var
einhver binn lærðasti og skarpasti heiin-
spekingur, sem Danir hafa uokkru sinni
átt; auk þess var hann talinn hinn
bezfi drengur og hið mesta ljúfmenni
í umgengni. Hann hefir ritað ýms
heimspekisril og þykja þau ágæt.
Annar merkur maður, er hjer hef-
ir dáið, er J. P. F. Königsfeldt, sem
dó rúmlega sextugur, í febrúarmán.
Hann var seinustu ár æfi sinuar kenn-
ari í hebresku hjer við háskólann. Hann
var talinn margfróður maður, og hefir
ritað margt. Meðal annars var hann
einn af þeim þremur, er gáfu út «hina
norrænu fjölfræði* (Nordisk Conver-
sationslexicon).
Á Englandi liefir það þótt ineslur
viðbnrður í vetur, að Englendingar
keyptu seint í uóv. f. á. allmikið af
Suezskurðar-hlutabrjefum að Egypta
jarli fyrir70 —80 miljónir króna. Gjörðu
Euglendingar það til að tryggja sjóleið
sína lil lndlands, enda gæti þeim verið
rnikil hætta búin með Indland, ef ó-
vinveiU þjóð ætti allann Suezskurðinn.
Kaupið tlaug um alla norðurálfuna á
svipstundu, og Ijetu Frakkar sjer fátt
um finnasf, enda hafa þeir, eins og
kunnugt er, mestan og beztan ksuprjett
til Suezskurðarins ; það var jafnvel sagt,
að Frakkar hefðu fyrst átt kost á katip-
unum, en hefði þótt of dýrt, enda hef-
ur það land haft heldur miki! fjárútlát
á síðuri árum ; svo áttu og einstakir
luenn 4 Frakklandi mikið af Suezskurð-
ar-hlutabrjefum undir. — Við þing-
setningu Englendinga 8. febr. varð sú
nýlunda, að Viktoría drottning setti nn
sjálf þiugið ; var óvenjumikii viðhöfn,
sem vant er við slík tækifæri, enda
halda Englendingar allra þjóða fastast
við (orna siði í þeim efnum. Meðal
annara frumvarpa, er lögö voru fyrir
þingið, var eitt, er fór fram á það, að
Viktoría jyki titii sinn með »keisara-
inna Ipdlands». — Prinsinn af Wales
25
er nú um það leyti að kveðja lndland;
hafa viðtökur hans þar verið hinar
dýrðlegustu og skrautmestu, er nokkur
höfðingi hefir hlotið um margar aldir.
Á Indlandi er hinn mesti fjöldi fursta,
eins og kunnugt er; hafa hinir voldug-
ustu og ríkustu þeirra reynt til hver í
kapp við annan að taka svo á móli
syni drottningar sinnar, sem austur-
lenzkum þjóðhöfðingjum sæmdi að taka
móti lilvonandi konungi sínum. Báru
þeir svo mikið af gulli og gimsteinum
á búning sfnum, að það eru hin mestu
fádæmi. Eigi skreyttu þeir síður hallir
sínar, og reistu jafnvel nýar með afar-
miklum kostnaði og hinni mestu við-
höfn. Eigi er heldur minna varið í
gjafir þær, er þeir leyslu gest sinn úr
garði með ; jeg skal t. d. nefna það,
að einn furstinn gaf prinsinum sverð
sitt, er svo var sett gimsteinum og svo
skrautlegt, að það var inetið 200 þús-
und króna virði í vorum peningum.
Margir seudu og Alexöndru, konu prins-
ins, dýrgripi, er eigi var minna varið f.
Prinsinn komsjermæta vel á Indlandi;
þótti Indverjum hann ódeigur á dýra-
veiðum og Ijúfmannlegur í viðmóti. Er
það talið víst, að ferð hans muni eiga
góðan þált í því, að styrkja sambaud
Englendinga og Indverja.
Á Frakklandi tiefir allt gengið vel
f vetur og allt bendir nú til þess, að
Frakkar ætli sjer að fara vel og vitur-
lega með þjóðveldi sitt. þjóðþingið
langa endaði 31. desember f. á. og
hafði það þá setið um 5 ár að starfi
sfnu. |>að var langur tfmi, enda hafði
það unnið bæði mikið og vel; ættjörð
sína hafði það leyst úr hershöndum
þjóðverja og greitt af hendi til þeirra
hið afarháa hernaðargjald; enn hafði
það búiö lil stjórnar.->krána fyrir þjóð-
veldið unga og hin nýju kosningarlög,
er var hið siðasta starf þess. Hið
nýja þing Frakka, er kemur saman í
marzmánuði, verður tvfskipt, ráð og
þjóðþing; kosningar til ráðsins eru
búnar, en aí þjóðþingiskosningunum
eru nokkrar eptir enn, því að á sum-
um stöðum þurfti að kjósa upp, sakir
þess, að engir fengu nógu mörg at-
kvæöi. Kosningar þær, sem búnar eru,
sýna það Ijóslega, að þjóðin metur
mest ráð og tillögur þjóðsniilingsins
mikla, Thiers (tjers). Enda má uieð
sanni segja, að bágt væri að vita, hve
vel þjóðþinginu langa hefði tekizt að
freisa þjóð sína úr hinum válegu krögg-
um, ef það hefði eigi notið ráða og
dugnaðar Thiers að. Enginn berbeld-
ur móti því, að Thiers hafl unnið ætl-