Ísafold - 21.04.1876, Side 1

Ísafold - 21.04.1876, Side 1
1§96 á « a f o I K III e. Föstuudaginn 21. aprílmánaðar. Um presíamálið. Eptir „n.—4.“ Allir vita, að prestar eru embætt- ismenn, en öllum er samt ekki full- ljóst, hvers embættismenn prestar eru. Yjer höfum einu sinni heyrt einn af hinum æðstu embæltismönnum segja, að söfnuðunum beri að framfæra presta sína, að því leyti sem tekjur þær, er þeim eru lagðar, nægja ekki þeim til viðurlííis. þessi ummæli virðast.benda til þess, að hann hafi talið presta embættismenn safnaðanna, að minnsta kosti að nokkru leyti. Sumar aðgjörðir stjórnarinnar til að bæta úr preslafæð- inni virðast benda til þess, að hún hafi ekki skoðað þá sem aðra embættismenn, heldur sem utanveltubesefa, og ekki á- litið presta-embættin sjer viðkomandi, nema rjett eptir atvikum. Margir segja að söfnuðirnir eigi að velja presta sina, og sömuleiðis að ráða mestu um skip- un prestakalla og sókna, eða að minnsta kosti um breytingar þær, sem á þessu verði gjörðar. þá eru prestar embætt- ismenn safnaðanna, og söfnuðirnir verða þá sjálfir að sjá sjer fyrir prestum, og veita þeim sómasamlegt uppeldi. þá væri prestamálið einnig safnaðamál. þar sem þjóðkirkja er engin og stjórnin er afskiptalaus af trúarbrögð- unum, eins og t. a. m. í Bandafylkj- unum í Veslurheimi, er þetta þannig; söfnuðirnir sjá sjer sjálfir fyrir prest- um og forsorga þá; þar er heldur eng- in þjóðtrú, sem landstjórnin verndi, heldur hafa öll trúarbrögð jafnan rjett. Vjer ætlum ekki að fara að meta ágæli þessa fyrirkomulags, en bjer á landi er ekki hægt að koma því við, á svo strjál- byggðu, vogskornu og fjöllóttu landi eins og ísland er; því ef söfnuðirnir ættu sjálfir að sjá preslum sínum fyrir uppeldi, og það þó þeir befðu fasteign- ir þær, sem nú tilheyra prestaköllun- um, þá mundu margir þeirra verða að vera án presta, því þeir gætu ekki kostað þá. Vjer höfum þjóðtrú og þjóðkirkju, sem landsljórnin er skyldug til að vernda og annast, og vjer meg- um þakka guði fyrir að svo er; sá kostur, sem menn telja við það að söfnuðirnir velji presta sína, er og að vorri hyggju mestur í munninum. Fasteignir þær, sem prestarnir hafa sjer til uppeldis, hvort sem þær eru kirkjujarðir, sem gefnar eru af ein- stökum mönnum eða þær eru lagðar brauðunum af stjórninni, eða hvernig sem þær annars eru til komnar, eru gefnar eða lagðar til í guðsþakka skyrfi eða til að við halda og efla kristilega trú, þjóðkirkjunni til viðurhalds; þær eru því eign þjóðkirkjunnar. En þjóð- kirkjan með öllum eignum sínum stend- ur undir umsjón og yfirráðum land- stjórnarinnar. Prestarnir á íslandi eru því embættismenn þjóðkirkjunnar eða þjóðarinnar, og ekki fremur embættis- menn safnaða sinna en svslumenn embættismenn sýslubúa sinna. Land- stjórnin befir tekið að sjer að annast og vernda þjóðkirkjuna, og þess vegna hvílir á henni eins brýn skylda til þess að sjá söfnuðunum fyrir góðum prest- um, eins og þjóðinni fyrir góðum ver- aldlegum embættismönnum, en það get- ur hún því að eins, að hún útvegi prestaköllunum svo miklar tekjur, að þau veiti prestunum, sem í þeim þjóna, sómasamlegt uppheldi. Landstjórnin hefir veitt hinuin fátækustu brauðum lílilfjörlega uppbót af almennings fje og leitast við að bæta þau á ýmsan annan hátt, svo sem með því að leggja við og við niður brauð, sem enginn hefir fengizt til að þjóna, cða steypa brauð- um saman; en þessi uppbótarstyrkur hefir verið svo óskiljanlega lítill, að hann hefir fremur mátt heita til spotts og aðhláturs, þegar litið er til fjölda liinna fátæku brauða, heldur en að nokkuð hafi um hann munað, og hinar aðrar ráðstafanir stjórnarinnar til að bæta hag prestanna og útvega hinum fátæku söfnuðum presta hafa ekki ver- ið gjörðar eptir neinni fastri reglu, og mega fremur heita kák en umbætur. En allt fyrir það hefir þó stjórnin með þessum afskiplum sinum viðurkennt þá skyldu sína, að sjá söfnuðunum fyrir prestum og leggja þeim af almennings- fje þeim til lifsuppheldis, að svo miklu leiti, sem eignir þjóðkirkjunnar og þær tekjur, sem landstjórnin hefir ákveðið þeim af sóknunum, eru ekki nægilegar til þess. Allir, sem nokkurt skynbragð bera á stjórnarmálefni, játa, að til þess að fá góða og duglega embættismenn, sem hverri þjóð er nauðsynlegt að hafa, ef vel á að fara, þurfi þeim að vera ákveð- in sómasamleg embættislaun, eptir stöðu þeirra, þeim til uppheldis. Á seinni límum hefir einnig allajafna verið bætt við laun þeirra embættismanna, sem laun sín taka úr almennum sjóði, og á seinasta alþingi voru laun þeirra em- bættismanna, sem taka laun sín úr landssjóði, ákveðin með lögum, og ekki að eins hækkuð laun sumra þeirra em- bætta, sem hafa verið, heldur einnig stofnað nokkur ný lækna-embætti með álitlegum launum. En prestaköllin hafa 29 mörg staðið forstöðulaus árum saman, því enginn, sem til þess var hæfur, hefir treyst sjer til að taka þau að sjer, vegna þess hvað tekjur þeirra eru svo rýrar. Það lítur næstum því svo út, eins og alþing hafi álitið, að meira ætti að meta líkamann en sálina, þar sem það fjölgaði læknum og bætti laun þeirra, en leiddi að mestu leyti hjá sjer, þó að margir söfnuðir sje prestsþjónustulaus- ir eða líti út fyrir að verða það; en þetta má maður ekki láta sjer koma í hug, þar sem svo margir góðir prestar og sjálfur biskupinn voru á þinginu; en alþingi hefir að likindum ætlað að leiða það hjá sjer að eins að þessu sinni, með því að svo mörg málefni voru til umræðu á þinginu og ekkert frumvarp um presta eða prestaköll kom til þingsins frá stjórninni, og engin bænarskrá frá þjóðinni um að ráða bót á prestaeklunni(?) Hjerna um árið, þegar 2 sýslur lands- ins voru lausar, sem enginn sótti um, þá var stjórnin ekki sein til ráða. Al- þingi var þegar sent málið til álita, og það tók það til meðferðar, en þegar stjórninni fannst ekki til um atkvæði alþingis, tók hún til sinna ráða, steypti sýslum saman eptir sinum hugþólta og lagði annari sýslunni til konungstíund- ina úr sýslunni. En prestaköllin hefir henni þótt vera af öðru sauðahúsi og þvi minna hirt um þau, og alþingið fetað í hennar fótspor. En »það er ekki sinna, sem á þarf að minna«: alþingi átti sjálft að muna eptir skyldu sinni og þörf þjóðarinnar, og láta heldur ein- hverönnur mál sitja á hakanum fyrir þeim, en taka það fyrir af eigin hvöt,' og að minnsta kosti, að koma því svo langt áleiðis, að það gæti orðið undirbúið til næsta þings. En hvað gjörði alþingi ? Þegar þáð í fjárlagafrumvarpi stjórnar- innar sá hina gömlu uppbótapeninga standa óbreytta, 637 kr. 50 a , þótti því þetta naumlega til tekið, og hækkaði þessa útgjaldagrein upp í 2000 kr., og af þeim eru þessar 1600 kr., semlands- höfðÍDginn hefir skipt til uppbótar milli 7 fyrirheitisbrauða, sem uppi hafa staðið um stund í brauðakassanum. það er eptirtektavert, að 3 af þessum brauð- um eru einmitt úr 3. flokki, en hin 4 úr 4. flokki, eptir hinu seinasta brauða- mati, og ekki af hinum lökustu, og get- ur maður ráðið af því, að flest brauðin í þessum 2 flokkum eða fram undir 100 muni þurfa uppbótar til að ganga út. Hvað er orðið af hinum fyrirheitis- brauðunum í fyrirheitiskassanum, standa L

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.