Ísafold - 29.05.1876, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.05.1876, Blaðsíða 2
46 þótt það viðurhlutamikið, þar sem ekki var um neitt áríðandi allsherjaripál að ræða. Að beita valdi konungs til að gefa út bráðabirgðalög í hvað litilfjör- legu máli sem er, væri vafalaust að fara miklu lengra en löggjafmn hefir til ætlazt, og þá væri löggjafarvaldi al- þingis hætta búin. Vjer fáum því eigi sjeð, að herra h - r hafi með sinni röksemdaleiðslu hrakið skoðun vora, og verðum enn að vera á því, að dómur hans um aðferð ráðgjafans sje «brandur», er hann hafi skotið ófyrirsynju. Eptir að vjer höfðum ritað þessar athugasemdir, barst oss brjef um þetta mál frá prestinum á Vestmanneyjum, er segir frá tildröguiti hinnar fágætu hjónavígslu, sem öll þessi þráttan er út af risin. Brjefið er svo látandi: «Enda þó sýnast megi, sem í ísa- fold sje þegar nóg rætt með og mót um það, að «sýslumaður gefur saman hjón«, óska jeg að hinn heiðraði rit- stjóri ísafoldar vildi Ijá nokkrum línum hjer að lútandi rúm í blaði sínu. Jeg skal fyrst um sinn ekki orðlengja neitt • um það, hvort jeg sje á máli herra «h-r», er hefir viljað kalla það ólög, að sýslumaður gæfi saman Mormónahjú, eða hins heiðraða útgefanda ísafoldar, sem ekki hefir fundið neitt ólöglegt í því; en þar jeg að nokkru leyti er rið- inn við þetta efni, skal jeg, mönnum til frekari skýriugar, leyfa mjer að minn- ast á tiidrögin til þess, að sýslumaður- inn á Vestmannaeyjum, en ekki prest- urinn, heGr framið hjónavígslu á Mor- mónapersónunum Magnúsi Kristjáns- syni og þuríði Sigurðardóltur. — Skal þess þá getið, að sumarið 1874 höfðu hinar umræddu persónur látið Mormón- ann Lopt Jónsson gefa sig saman í hjónaband, án þess að gæta nokkurs þess, er samkvæmt lögum hjer er fyrir- skipað viðvíkjandi hjónabandi, og var þetta um það leyti sem þau gjörðust Mormónar. En er jeg, svo sem hlut- aðeigandi prestur, komst að raun um, að þau Magnús og þuriður, er þannig höfðu látið gefa sig saman, lifðu sam- an svo sem hver önnur löglega saman gef- in hjón, sendi jeg fyrirspurn til prófasts- ins, og hann aptur til biskupsins, um það, hvort hjúskaparsambúð þeirra ætti að álítast lögleg eða ólögleg, eða hvort tilkynna ætti hlutaðeigandi sýslumanni, að þau lifðu f hneykslanlegri sambúð, og gaf herra biskupinn það svar, að sambúð þeirra hlyti að álítast hneyksl- anleg, og bæri því að tilkynna þetta sýslumanni. Þetta var og gjört, og leiddi það til þess, að amtið úrskurð- aði, að þau skyldu að viku liðinni frá því þeim yrði birtur úrskurðnrinn láta af sinni hneykslanlegu sambúð. Sem við var að búast, var þeim þetta mjög nauðugt, og til þess ekki að verða skil- in, kom Magnús fram með þá beiðni til mín, að lýsa til hjónabands með sjer og Þuríði, og gefa þau saman. Iiom þetta mjer mjög óvænt, þar eð honum áður hafði þótt Mormóninn Lopturhæfi- legri til þessa verks en jeg, og svaraði jeg honum því einu, að þar hann og þau bæði væru Mormónar, þætti mjer efunarmál, hvort jeg svo sem lútersk- ur prestur gæti gefið þau saman. Hann kvaðst ekki mundu láta af Mormóna- trú. Ljet jeg hann þá vita, að þau yrðu aðbíðahjónavígslu hjá mjer, þar til mín- ir yfirboðarar hefðu iýstþví yfir,að tilhlýði- legt væri að lúterskir prestar gæfu sam- an Mormóna. Sendi jeg síðan fyrir- spurn hjer að lúlandi til minna yfir- boðara. — Nú leið og beið svo, að ekkert svar kom, fyr en að birtist kon- ungsúrskurður 25. október 1875, og eins og kunnugt er, varð það upp á, «að sýslumaðnr skylcíi gefa saman hjón». Mundi með þessu hala verið framin nokkur ólög? Það virðist liggja opið fyrir, að ráðgjafinn, er hafði ráðið úr- skurðinum, hafi einmitt haft það fyrir augum, að brjóta ekki lög á Mormóna- persónum þessum, er beiddust gipt- ingar, en á hinn bóginn hafi ekki vilj- að skylda hlutaðeigandi prest til að gjöra um aptur hina mormónsku hjóna- vígslu. Með þessu einu móti má svo álíta, sem hvorumtveggju hafi verið úr- skurðað í vil, Mormónapersónunum, með því ekki að láta gefa sig saman af viðkomandi sóknarpresti, sem þær þeg- ar áður höfðu sýnt, að þeim var gasn- stæðilegt, þó þær, heldur en ekki neitt, vildu nota vígslu hans eins og annað neyðarúrræði; og prestinum, með því, að gefa hann lausan við að fremja þessa kirkjulegu athöfn við þær per- sónur, sem hann vissi að álitu hana svo sem markleysu, í samanburði við hina mormónsku hjónavígslu; því það er vitanlegt, að Mormónar ekki kanri- ast við að neinn hafi myndngleika til að gefa hjón saman, nema sá, «sem til þess hafi fengið beinlínis opinberun afguði». Hver lúterskur prestur mundi og með fúsu geði geta fengið sig til þess, að láta hafa sig sem varaskeifu, til að gefa saman Mormónapersónur, er hann vissi, að í rauninni virtu að vettugi þessa lians athöfn, og einungis kynnu að beiðast giptingar, til að koma einhverju nafni á bjónaband, og að þærþá ekki fremur en verkast vildi mundu finna sjer skylt, að halda þann hjúskap- artrúnað, er staðfestur var með þessu móti. Vestmannaeyjum, 22 april 1876. IIr. Jónsson». — Fjárkláðinn. Ilinn 10. þ. m. átti Jón rilari fund hjer í Rvík við hreppstjóra og kjörna menn úr lækn- ingasveitunum á kláðasvæðinu, það er: sveitunum sunnan Botnsvoga, nema úr Grímsnesi; þaðan kom enginn. Hann skýrði frá, að við síðustu skoðanir hefði enginn kláði fundizt neinstaðar. Mos- fellshreppstjóri beiddist fyrir hönd sinna sveitunga undauþágu undan hinu fyrirskipaða vorbaði, með því að það væri með öllu óþarft, þareð kláði hefði eigi sjest þar í hrepp i heilt missiri; væri hann því sjálfsagt upprættur þar; baðkostnaðurinn yrði bændum óbæri- legur í þessum harðindum og fiskileysi. Á þessu voru Kjalnesingarog Kjósarmcnn ; en aðrir fundarmenn allir mæltu fram með vorböðum ; töldu þeir mikla trygg- ing að þeim, ef svo óliklega tækist til, að kláði leyndist enn einhverstaðar; auk þess væri margreynt, að vorböð bættu svo þrif f skepnum og ullarvöxt, að vel ynnist upp kostnaðurinn af þeim, þótt engan kláða væri við að eiga. Lauk svo, að vorbað var samþykkt með atkvæðafjölda; skyldi geldfje baðað um fardaga, en ær og ungiömb nm frá- færur. — Hreppstjórarnir í Mosfells- hrepp og Álptaneshrepp vildu hafa vörð með Soginu og frá þingvallavatni vest- ur í Leirvoga til þess að verja sveit- irnarþar fyrir sunnan, sem enginn kláði hefði komið fram í síðan fyrir þorra, gegn kláðahættunni úr Grímsnesi, þing- vallahrepp og lvjalarneshrepp; en aðr- ir fundarmenn voru slíkum verði mót- fallnir, fyrst og fremst sakir ókleyfs kostnaðar. Aptur á móli töldu allir fundarmenn nauðsvnlegt, að hafa í sum- ar vörð frá Botnsvog upp f jökul, en sjálfsagt, að sleppa öllu fje á fjall að aflokntim böðunum; heimagæzla væri óhafandi. En 16 vikur af sumri skyldi gera nreið eða leit um allar afrjettir sunnan Botnsvoga en vestan varðlín- unnar (eystrii, reka allt fje saman f rjettir og skoða það, og skera hverja kláðakind, ef svo óliklega tækist til, að þeim yrði þá til að dreifa. Utanhrepps- skoðanir um kláðasvæðið á kostnað hlutaðeigandi fjáreigenda vildu fundar- menn ekki hafa, en vildu heilbrigðu sveitirnar skoða borgunarlaust eða á siun kostnað, væri það vel komið. — Annar kláðafundur var haldinn 8. þ. m. að Steinum i Stafholtstungum, undir forsæti alþingismanns Mýramanna herra Hjalms Pjeturssonar. þann ftind sóltu að undirlagi sýslumanns kosnir menn úr öllum hreppum sýslunnar, 1 eða 2 úr hverjum, flestir sýslunefndar- menn Mýramanna, og 2 sýslunefndar- menn Borgfirðinga; enn fremnr 2 ko-n- ir menn úr Dalasýslu og 1 úr Snæfells- nessýslu, en enginn úr Húnavatns- eða Strandasýslu, þótt þangað hefði líka verið sent fundarboð. Loks voru all- margir ókosnir menn á fundinum. Aðalumræðuel'nið var varnir gegn fjársamgöngum bæði um sjálft kláða- svæðið, og vestur yfir Hvitá. Var sam- þykkt í einu hljóði, að sýslunefndin skyldi rita amtmanninum (sunnan og vestan) um að skipa dyggilega geymslu á öllti fje milli Hvitánna í sumar samkvæmt lögum; að skipa eptir samkomulagi við amt- manninn norðan og austan 30 menn til að varna fjársamgöngum yfir Ilvitá f sumar, á kostuað Norðlend- inga og Vestfirðinga. að rjetlri tiltöln; að skipa 7 manna nefnd, 5 úr Mýra- sýslu, 2 úr Borgarf., til að ráðstafa hinum 30 mönnum eptir því sern henni þvkir bezt henta; — sýslu- nefnd Mýramanna skyldi slinga upp á mönnum í nefnd þessa. Loks var samþvkkt að spyrja amtmann, hvað gjöra skuli við kindur, sem kynni að sleppa yfir takmörk þau, er landsh. hefir bann- að fjárhflutninga yfir um ótiltekinn tima. Fundurinn var þeirrar skoð- unar, að sjálfsagt va'ri að úrskurða þær til skurðar. Fundurinn vildi láta nokkra þess- ara 30 (varðlmanna hjálpa Borgfirðing- um til heimagæzlunnar, til tryggingar, og til þess að hafa hemil á kláðanum ef hann kynni að koma þar upp í sum- ar, þó með því skilyrði, að Borgfirð- ingar byrjnðu þá þegar heimagæzluna samkvæmt þeim reglum, er lögreglu- stjóri hefir sett, og að hver fjáreigandi i efra hluta Borgarfjarðarsýslu skuld- bindi sig skriflega til dyggilegrar heima- gæzlu; «en reyndist fjárgæzla þeirra ótrygg, jrðu ullir mennirnir tafarlaust settir í Hvítárvörð*. Fengist ekki tryggileg heimagæzla í syðra tiluta sýsl- unnar, skyldi skipa Skorradalsvörð með nokkru af þessum 30 mönnum. Fundarmenn lofuðu að styðja að þvf á þingvallafundi og eins undir þann fund, að Borgfirðingar fengju sann- gjarnar skaðabætur fyrir skurð sinn í vetur sem leið, jafuskjótt sem þeir hefðu gjörsamlega útrýmt kláðanum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.