Ísafold - 29.05.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.05.1876, Blaðsíða 1
3 « a f o f ft. Ilf 13. Mánudnginn 29. maimánaðar. ^iýstluniaður ^eínr sainan lijón. (Niðnrlag). j>ar sem þjer ællið, að 47. grein gtjórnarskrárinnar heimili hið borgaratega hjónaband, þá er það að niinni ætlun misskilningnr; því að stjórnarskráin sjálf nemnr eigi burtu svo mikið sem eina ákvörðun annara gildandi laga, eða breytir, svo fratnar- lega sem það er eigi með skýrum orð- unt tekið fram í henni, og það verð jeg þvi að telja misskilning hjá yður, að ráðgjafinn geti gjört nokkra undan- tekningu frá gildandi lögum í krapti 47. greinar stjórnarskrárinnar, og þótt hann fyndi haganlegri reglur, hvort heldur í enskum, rússneskum eða öðr- um lögum, en í lögum sem hjer á landi gilda, getur Itann jafnlitt gjört þær að sínum fyrirmælum, sem hann getur beytt lögunum sjálfum. j>ar sem þjer teljið, að til fhngnnar hefði getað komið, að konungur hefði getað gefið út bráðabirgðarlög, fæ jeg eigi sjeð, að miklu betur hefði á því farið, eða nein nauðsyn hefði til þess verið i þessu máli. En hitt lá beint við, að ráðgjafmn hefði lagt fyrir al- þingi í sumar frumvarp til laga um borgaralegt hjónaband, ef hann hefði sjeð, að þessa hjónabands hefði þurft við, og þá hefði hann engra slíkra fyrir- mæla þurft við, sem þeirra er hjer ræðir um, hvorki sinna, nje laganna 13. april 1851. Af þessu, sem jeg hefi þegar sagt, vona jeg að þjer sjáið, að brandurinn, sem jeg skaut í ísafoid II 30, sje eigi svo voðalegur sem þjer ætið, og að þjer getið eigi með rjettu áfellt mig fyrir, að jeg hafi eigi gellð mjer tíma til að Ihuga málið og greiða það fyrir mjer. h — r. Til afsökunar á því, að vjer höfum enn á ný Ijeð hra h — r rúm í blaði voru til að halda fram skoðun sinni á þessu máli, skal þess getið, áð vjer höfum ekki gjört það vegna þess, að oss þyki það nokkru skipta fyrir al- menning, hvort þau Magnús og f>uríð- ur kæmust í hjúskaparstjett eða ekki, heldur af því, að oss virtist það varða miklu, hvort segja mætti með rökum, að ráðgjafinn fyrir ísland hefði brotið stjórnarskrá landsins eða ekki, hvort heldur viljandi eða óviljandi. Fyrir þá sök hljótum vjer enn að verja fáeinum orðum til að sýna fram á, hve skakkt hra h - r hefir fyrir sjer. Vjer tökum að eins aðalágreiningsatriðin, til þess að ofþreyta eigi þolinmæði lesendanna: 1. — Til þess að hrinda þvf, að 47. gr. stjórnarskrárinnar geti átt við nm þetta mál, byggir hra h - r hjóna- bandinu út úr flokki borgaralegra rjett- inda, en getur það ekki með öðru móti en að lýsa borgaralegum rjettindum á þá leið, að þau sjeu «það aðhafarjett til að taka þátt í öllum peim etörf- um, er fyrir komn i fjelagslifinu». En þetta er að eins einn liður af hug- myndinni um borgaraleg rjettindi. Hún er langt um yfirgripsmeiri. í heuui felast öll þau rjeltindi, sem hver ein- staklingur hefir sem meðlimur þjóðfje- Jagsins. I'etta vitum vjer eigi belur en að sje almennt viðurkennt, og að eng- jnn beri á móti. þykir oss þvf óþarft að útlista það nánara. — f>ar sem hra h-r segir enn fremur, að »hjónaband- ið veili engum hin sjerstöku rjeltindi I fjelagslífinui, þá er það svarað út í hött, því að vjer höfðum sagt, að rjett- nrinn til að mega ganga í hjúslcapar- stjett værn borgaraleg rjettindi (ísaf. II 30, 235. dálki), en aldrei talað um, hvort hjónabandið veitti nein rjettindi eða ekki. f>að kom ekki þessu máli við. Herra h - r hefir þvi eigi tekizt að hrekja það, að rjetturinn til að mega binda löglegan hjúskap eigi að teljast með borgaralegum rjettindum; en um þau rjettindi segir stjórnarskráin, að enginn rnegi neins í missa af þeim sakir trúarbragða sinna. 2. og 3. — Ilafi hlutaðeigandi sókn- arprestur neitað að gefa þau Magnús og fuiríði í hjónaband, heldur hra h-r, að yfirvöidin hefðu getað skyldað hann til þess; segir hann, að enginn lútersk- ur prestur muni geta neitað um prests- verk eptir sið Lúlerstrúarmanna. En þetta er líka svarað út í hött. f>ví að hjer er að ræða um persónur, sem höfðu kastað Lúterstrú og tekið Mor- mónatrú. f>essar persónur varð prest- urinn aldrei skyldaður til að vlgja sam- an, því embættis- skylda hans er ekki og hefir aldrei verið að vinna prests- verk fyrir Mormóna, heldur að eins fyrir Lúterstrúarjátendur, og það liggur í augum uppi, að yflrvöldin gátu ekki skipað honum eða þvingað hann til að gjöra neitt embættisverk, sem lá fyrir utan verkahring þann, sem að lögum er settur embætti hans. Að slíku þarf ekki orðum að eyða, enda hefir kirkju- og kennslustjórnin í Danmörku lálið skýlaust i Ijósi þá skoðun sína (f brjefi 28. febr. 1852), að enginn prestur verði skyldaður til að vinna nein prestsverk fyrir þá, er sagt hafa skilið við söfnuð hans. Stjórnin hefði því varla farið að skipa prestum sínum eða þvinga þá til að viðlögðum sektum að vinna prestsverk fyrir Mormóna, 4. — Loks stendur lierra h-r enn fast á því, að ráðgjafinn beit lögunum frá 13. apr. 1851 um borgaralegt hjóna- band í Danmörku. Vjer skulum að eins benda honum á, að það er konungur, 45 sem með úrskurði sínum 25. okt. f. á. hefir leyft, að hjónaband þeirra Magn- úsar og þuríðar mætti stofna eptir á- kveðnum reglum, og viljum leyfa oss að spyrjaherra h-r, hvernig ráðgjafinn hefði átt að geta hugsað sjer, að kon- ungsúrskurðar þyrfti við til að stofna hjónabandið, ef hann hefði álitið, að hann gæti beitt eða hefði ætlað sjer að beita lögum, sem voru til taks til að fara eptir þegar í stað? Kon- ungsúrskurðurirm varð að vera annað- hvort þarfnr eða óþarfur; óþarfur var hann með öllu, ef lögin 13. apr. 1851 hefði verið gild hjer á landi; en nú vissi ráðgjafinn sem var, að þau voru ekki gild lijer; því hafði hann ekki önnur úrræði en að leita konungsúr- skurðar um, hvernig að skyldi fara. Hefði hann ekki gjört það, hefði hann neitað um hjónabandið, þá hefðu þau. Magnús og þuríður eigi fengið að njóta þeirrar verndar, scm stjórnarskráin heimilar þeim, eins og hverjum öðrum, hverrar trúar sem eru, að eigi skuli þeir sakir trúarbragðanna missa neins í af borgaralegum rjettindum; en það er, eins og vjer áður höfum tekið fram, aðalatriðið í þessu máli. Vjer vonum, að með þessum at- hugasemdum sje sýnt, að hjer var um missi borgaralegra rjettinda að ræða, og að brot á stjórnarskránni hefði hlot- ið að koma fram, ef þau M. og í’. ekki hefðu getað komizt í hjúskaparstjett, af því að þau gátu þá eigi notið þeirrar verndar fyrir borgaraleg rjettindi sín, sem stjórnarskráin vill veita hverjum einstökum manni f þjóðfjelaginu; — og eru þá allar aðrar mótbárur herra h-r sjálf-fallnar. Að forða þvi, að optnefnd Mormónahjú færu á mis við þessa vernd, var ónotalegur hnútur fyrir ráðgjafann, eptir því sem á stóð, en þann hnút hlaut hann að leitazl við að leysa með einhverju móti. Vjer gátum þess I vetur (ísaf. II 30), að til íhugunar hefði getað komið fyrir ráðgjafann, að fá konung til að gefa út bráðabirgðar- lög (stj.skr. 11. gr.). Herra h-r heldur, að ekki hefði farið betur á þvl, en segir, að hefði ráðgjafinn sjeð, að þessa hjónabands þyrfti við, þá hefði hann átt að leggja frumvarp um það fyrir síðasta alþingi. |>að mundi hann líka vafalaust hafa gjört, ef hann hefði vitað af þessu máli nógu snemma. En úr því að ekki var þvf að skipta, átli hann ekki annars úrkostq, en að taka það ráð sem hann tók, eða þá að beita II. gr. stjórnarskrárinnar; en það er skiljanlegt, að ráðgjafanum haö

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.