Ísafold - 14.06.1876, Side 4

Ísafold - 14.06.1876, Side 4
56 — ISy lög1. Hinn 11. f. m. liefir konungur vor staðfest lctxalögin, sem kölluð eru, frá síðasta alþingi, og eru þá öli frumvörp þess orðin að lögum, að undanteknu kláðafrumvarpinu. — Penmg-abreytingin. Vjer minnum almenning á að koma af sjer í jarðabókarsjóðinn öllum göml- um peningum fyrir neðan þrjú mörk innan loka þ. m.; iengur eru þeir ekki gjaldgengir. Aðrir gamlir peningar eru gjaldgengir þangað til 6 mánuðum ept- ir manntalsþingin í vor, og bankaseðl- ar eptir hinum eldri peningareikningi til ársloka (sjá augl. konungs 25. apr. þ. á.). — Embættaveitingar. Hinn 13. f. m. heflr konungur veitt fyrrum yfirdómara Benid. Sveinssyni i'ingeyj- arsýslu, og sira Benid. Kristjánssyni ú Helgastöðum Grenjaðarstað. Enn frem- ur 24. f. m. Tómasi lækni Ilallgrims- svni kennaraembættið við lceknasltólann í Reykjavik. — í f. m. skipaði lands- höfð. cand. med. & cbir. Sigurð Óiafs- son hjeraðslækni í Skaptafellssýslu. — Mannslát. Á uppstigning- ardag, 2ó. f. m., varð sýslumaður Hún- vetninga, Bjarni E. Magnússon, bráð- kvaddur á heimili sínu. — Díana, strandsiglingaskipið, á, eins og sjá má á auglýsingu hjer á eptir, að koma hingað seint í þessum mánuði, og fara tvær ferðir i árkring- um landið og til Khafnar, og koma við á Færeyjum og í Hollandi, en eklti í Noregi, sem ráð var fyrir gjört í vetur. Farareyrir verður hinn sami og með Arcturus hingað til landsins, en hafna í milli hjer þessi: Milli Reyltjavíkur og Stvkkishólms 9 kr. í 1. káetu, 6 í ann- ari, og 4kr. á þilfari. fsafiarðar 18 (12 í 2. káetu, 8 á þilf.). Akureyrar eða Sk.str. 27 (18, 12), Seyðisfjarðar eða Ilaufarh. 36 (24, 16). Milli Stykkishóbm og ísafjarðar 9 (6, 4) Akureyrar eða Skagastrand. 18(12,8) Raufarhafnar 27 (18, 12) Seyðisfjarðar 36 (24, 16). Milli ísafjarðar og Akurevrar eða Skagastr. 9 (6, 4) Raufarhafnar 18 (12, 8) Seyðisfjarðar 27 (18, 12). Milli Skagastrandar og Akureyrar 9 (6, 4) Raufarhafnar 18 (12, 8) Seyðisfjarðar 27 (18, 12). Milli Akureyrar og Raufarhafnar 9 (6, 4) Sevðisfjarðar 18 (12, 18). Milli Raufarhafnar og Seyðisfjarðar 9 (6, 4), Fæði á skipinu kostar 4 kr. 66 a. um sólarhringinn í 1. káetu fyrir hvern fullorð- inn, en 2 kr. 66 a. fyrir börn; í 2. káetu 2 kr. og 1 kr. 33 a. Fyrir börn frá 2—12 ára farareyrir helmingi minni en fyrir fullorðið fólk; fyrir ungbörn enginn. Hver fullorðinn farþegi má hafa með sjer 100 punda flutn- ing kauplaust; böm helmingi minna. Auglýsingar. I*óstg-Hfi5Ski|>@ferðirnar tii Faereyja og Ssiantls, Samhliða hinum 7 póstgufuskips- ferðum, sem nú eru farnar á ári hverju milli Iíaupmannahafnar og Reykjavíkur, verður eptirleiðis komið á 3 póstgufu- skipslerðum á ári mílli Kaupmanna- hafnar og stranda íslands; til þeirra ferða verður haft póstgufuskipið «Dí- ana», undir stjórn premierlieutenants Wandels úr sjóliðinu. Sökum þess, hvað áliðið er orðið árs, mun skipið á yfirstandandi ári samt að eins fara 2 ferðir norður fyrir ísland til Reykjavikur, og sömu leiðina aptur hingað, en á þeim ferðum kem- ur það við í Granlon og á þórshöfn. Auk Reykjavíkur verður komið við á þeim höfnum á íslandi, sem hjer skulu taldar: Seyðisfirði, Raufarhöfn, Akur- eyri, Skagaströnd, ísafirði og Stykkis- hólmi; (samt verður á annari ferðinni hingað aptur eigi komið við á Skaga- strönd og Ilaufarhöfn). Svo er ákveð- ið, að skipið leggi af stað í fyrsta skipti 11. júní þ. á., að það komi til Grantons 15. s. m., snúi aptur frá Reykjavík 11. júlí, komi við í Granton 23. s. m. og nái aptur til Iíaupmanna- hafnar 30. s. m. Aðra íerðina skal byrja 11. ágúst þ. á. Ferðaáætlan, taxtar og fl. fást hjá afgreiðslumönnum skipsins í Reykja- vík og á þeim stöðum, sem koma á við á; í póst- og telegrafstjórninni 24. dag maím. 1876. Schou. Arlaud. Forsíöðimef'ml kvenna- skólans í ISeyStjavílí auglýsir hjer með, að næstkomandi vet- ur, frál. okt. til 14. maí, er áformað að tilsögn verði haldið áfram í skólan- um eins og undanfarna tvo vetur. Yerður því móttaka veitt ungum og efnilegum konfirmeruðum stúlkum, þó eigi fleiri en 10 eða 11, því að hús- rúm og efni skorta. Tilsögnin verður ókeypis í ýmsu námi til munns og handa. þeir, sem viija koma dætrum sínum í skóla þenna, eru beðnir að snúa sjer, fyrir lok nœstkomandi ágústmánaðar, til undirskrifaðrar Póru Helsteð, er veitir skólakennslunni forstöðu og gefur frekari vísbendingu um þetta efni. Reykjavík 8. dag júnímánaðar 1876. Ólufa Finsen. Ingileif Melsteð. Póra Melsteð. Symaskiner. Det störste HdsalgogLager afSymaskiner i alle Bran- c h e r i Kjöbenhavn söger Yidere- forhandlere for Island. C. Monerding’ (Wh. 4117). Symaskinefabrik. I’riðjudaginn 20. þ. m. verður sam- kvæmt beiðni organista P. Guðjohnsen haldið opinbert uppboð á eptirlátnum munum prófastsekkju Kristjönu Einar- sen, þar á meðal á húsi hennar við Illíðarhúsastiginn. Skilmálar munu birtir á uppboðinu, sem byrjar kl. 11 f. m. hjá nefndu húsi. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 13. júní 1876. _______L. E, Sveinhiörnsson.__ — 1 27. árgangi «þjóðólfs» 13.blaði, stendur greinarkorn, frá Jóni bónda Jónssyni á Illað.hamri, huld yfirskyni sannleikans, sem afsökun móti grein þeirri, er vjer róðrarmenn úr Dðlum Ijetum í «Tímann» eptir sannfæringu okkar, ferðamönnum til varúðar og eigi síður Jóni bónda til hjartans eptiriöng- unar að breyta betur við hrakin hross ferðamanna, en hann breylti við okk- ar, ef ske mætti, að manninum væri bata von. En þó við sjáum í tjeðu blaði, að nefndur Jón ver sig með ósannind- um, skortir oss eigi fulla einurð í sam- einingu að hrekja framburð hans, eins og hann kemur fram í blaðinu, og er þá sagan rjett sögð af okkur tilgreind- um á þessa leið: Jeg, Böðvar Magnússon frá Sól- heimum, rak hestana á flóann fyrir utan Illaðhamar, gekk síðan heim að bænum, fann að sönnu konu Jóns og drakk hjá henni kaffi; en þar jeg ekki vissi annað, en einn maðurinn yrði eplir til að hirða hestana, og semja við Jón sjálfann, þá hann heim kæmi, um heyútlát handa þeim fyrir borgun, fann jeg enga ástæðu til að tala um það við konu hans, og fór þvi ofan eptir til fjelaga minna. Litlu síðar kom vinnudrengur Jóns þangað, er Hjörtur Teodór heitir, og urn sama leyti gerði norðanveður. Vorum við þá í vandræðum að skila skipinu, ef einn maðurinn yrði eptir að gæta hest- anna; gjörðum við því boð með áður nefndum dreng til Jóns bónda, sam- kvæmt grein okkar í «Tímanum». þegar jeg Hjörtur Teódór fór heim, sá jeg hestana atlaði að hrekja undan veðrinu fram hjá bænum; fór jeg því inn til konu Jóns og fekk leyfi hjá henni að gefa þeim hey, og leyfði mjer því að gjöra það, þó húsbóndi minn væri ekki við staddur. þegar hann kom heiin, flutti jeg iionum boðin frá sjómönnunum; en þar jeg sá að hann vildi ekkert sinna þeim, bauðst jeg til að vaka yfir hestunum um nóttina eða reka þá tií næsta bæj- ar, svo þeir týndust ekki það aftók hann, en sagði mjer að reka þá út í brekku þar fyrir utan; en strax komu þeir aptur, og þá skipaði hann mjer að reka þá undan veðrinu. Síðan beiddi opt nefndur Jón mig, að segja ekki til sin, þar sem hann faldist næst, ef sjómenn þessir vildu finna hann, svo þeir fengju eigi þann heiður að sjá liann skríða úr myrkrinu í ljósið. þannig hljóðar sagan, og skulum við Böðvar og Hjörtur staðfesta hana, ef krafist verður. Vjer undirskrifaðir róðrarmenn, höfum þannig rekið af okkur ósann- indi Jóns bónda á Hlaðhamri, er standa í framannefndu þjóðólfsblaði, án þess við þyrftum að þar til rangfengið hundkvikindi, það er mætti ske, að Jón hafi orðið með kinnroða, laust að láta, og eigi gat náð því hlutskipti, að verða hans förunautur. Ritað í febrúarmánuði 1876. Böðvar Magnússon. Jón Jónasson. Benidikt Benidiktsson. Jens Egilsson. Hjörtur Teódór Jóhannsson. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. Nærsveitamenn geta vitjað ísafold- ar í a p ó t e k i n u. í?aio!d keinur út 2 —3var ámuiufci, ‘6'í bl. um árib. Kostar 3 kr. árgangurinn (er- lendis 4 kr.), stok ur. 20 a. íjóluiaun: 7. hvert expl. Ars\erbife greibist í kauptíb, eba þá háli't á sumaraiálum, hálft á haustlestum Auglýsinjiar eiu teknar í blafcib fyrir 6 a. smáleturs- línan eba jafnmikib rúm, en 7 a. meb venjulegu meginmálsletri — Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlíbarhúsum). Liitstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmibjan í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.