Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 1
1§76 5 é d f o I K Laugardaginn 17. júnímánaðar. Vjer leyfum o*s að minna hina heiðruðu lcaupendur «1 safoldam á, að samkvcemt söluskilmálunum á alltárs- verð hennar (3 Jir.) að vera komið til útgefandans núna í kauptið, hafí fyrri helmingurinn ekki verið borgnður á síðastliðnum sumarmálum. _________________titg. íslenzk kaikbrennsla. Með öllum vandræða- og báginda- sögunum hjeðan af «klakalandinu" ber- ast nú þau tiðindi, að sannað er orðið með áreiðanlegri reynslu, að hjer eru fleiri landkostir en menn hafa almennt gjört sjer í hugarlund, og að hjer er nú komin upp ný atvinnugrein, sem varla getur hjá því farið að landinu standi af mikil hagsbót og merkileg fraraför. það er kalknám og kalk- brennsla. Svo marga annmarka, sem útlend- ingar, er hingað koma, eru vanir að finna á atvinnubrögðum vorum og bún- aðarháttum, verður «hinu glöggva gests- auga» þó einna starsýnst á húsakynni vor, moldarkofana, sem «varla þekkist frá hundaþúfum», meun verði að skríða inn í á fjórum fótum, aldrei komi hreint lopt i frá því þeir sjeu byggðir, nje almennileg birta, sjeu ekki annað en saurvilpur og sorpkrár, og verði að fúa- haug á fám árum. J>ótt miklar ýkjur sjeu í þessum og þvilíkum lýsingum sem lesa má í annari hvorri ferðabók hjeðan, hljóta menn þó að kannast við, að bæjabyggingum vorum fylgja svo miklir annmarkar og ókostir, að brýn- asta nauðsyn er að koma þar á ein- hverri verulegri breyting til batnaðar. Ilin eina verulega breyting til batn- aðar í þessu efni er að allra dómi, sem vit hafa á, að taka upp steinhúsbygg- ingar. Yegna varanlegleikans eru þær í raun og veru kostnaðarminnstar allra bygginga, ef þær eru rjett gjörðar og vandvirknislega, þar á meðal haft i þær nóg af góðu kalki. IVleð því móti verður hleðslan, svo sem kunnugt er, traustsem bjarg og stendur óhögguð svo öldum skiptir. Að visu hafa timbúrhús marga kosti umfram moldurkofana, og sá þyk- ir að vonum gildur bóndi, sem getur tyldrað sjer upp eiuhverri timburhús- kofamynd; en hvað eru þau á við stein- húsin. Tii þess að ganga úr skugga um það, þarfekki annað en líta á dæmi annara þjóða, sem oss eru miklu fremri í þessu efni sem öðru. Jafnvel í mestu skóglöndum er löngu lagður niður sá siður, að byggja aimennt úr timbri; þar mun sjaldgæft að sjá hús úr öðru en steini einhvers konar, 'að minnsta kosti í borgum og kaupstöðum. Og þó eru þar viða miklu lengri að- flutningar á grjóti en timbri; sumstað- ar verður að kaupa dýrum dómum leyfi til að taka grjótið, þar sem það liggur á jörðunni. Hjer verður aptur á móti að sækja hverja spýtu handan um haf, svo hundruðum mílna skiptir, en varla er það kot til, að ekki sje nóg af góðu grjóti skammt frá bænum. þar á ofan höfum vjer eina ástæðu um- fram aðrar þjóðir margar, til að kjósa heldur steinbyggingar en timburhús, og það er kuldinn. |>að er lika varla ástæða til að efast um, að steinhúsbyggingar væru löngu orðnar algengar hjer á landi, ef ekki hefði «vantað það sem við átti aðjeta» til þess að geta notað grjótið, sem sje kaikið, og raunar einnig kunnáttu til að fara með grjótið svo, að það yrði hentugt til að hlaða úr. {>á kunnáttu voru menn nú búnir að fá, að minnsta kosti hjer sunnanlands, og því stóð ekki á öðru en kalkinu, það er að skilja: að ekki þyrfti að sækja það til annara landa og borga dýrum dómum, hversu Ijelegt sem það var. J>að mun hafa verið fyrir áeggjan landlæknis vors, Dr. Hjaltaiíns, sem hafði fullvissað sig um, að í Esjunni væri nóg af góðum kalksteini, að herra kaupmaður Egill Egilson hjer í Reykjavík rjeðist í það einkarnytsam- lega fyrirtæki fyrir rúmum 2 árum, að fara að vinna þessa námu, og reyna til að bræða kalk úr henni. Fjekk hann hana leigða í því skyni í 50 ár. Fyrsta tilraunin til brennslunnar mis- heppnaðist, sakir vankunnáttn þess, er fyrir henni átti að standa. En síðan bauðst ungur, efnilegur múrari, Björn Guðmundsson hjer úr Reykjavík, sem ætlaði til Danmerkur til þess að taka sjer fram í iðn sinni, til að nota það tækifæri til að nema rjetta aðferð til að brenna kalk. Hann kom aptur í vor, og var þá tekið til óspilltra mál- anna. Herra Egill var þá búinn sð fá í fjelag með sjer einn af merkustu kaupmönnum vorum, konsúl Smith, sem styrkti fyrirtækið af mestu alúð og drengskap, og hefði því ef til vill ekki orðið haldið áfram, ef hans hefði eigi notið við.— í byrjun f. m. var brennslu- ofninn fullgjör. Hann er á að sjá sem sivalur grjótvarði, mikill og ramm- gjör, og stendur norðanvert við Arnar- hól, niður við sjó. Hann kvað hafa 57 kostað fram undir 4000 kr. með öll- um áhöldum. Hinn 6. þ. m. byrjaði fyrsta brennslan og stóð fulla 2 sólarhringa. Þriðja sólarhringinn þurfti glóðin til að kólna. tá var farið að skoða og hafði brennslan tekizt ágætlega. Var þegar farið að reyna kalkið, og gefst það svo vel, að helmingi minna þarf af því (móts við sandinn) heldur en af útlendu (dönsku) kalki, sem hingað er vant að flytjasl; límingar- aflið er svo mikið. |>að er nokkuð gulleitara á lit. Verðið á þessu kalki á að verða eins og á útlendu kalki (6 kr. tunnan af því bleyttu); en af þvi sem sagt er af gæðum þess má sjá, að það er í rauninni helmingi ódýrara. Úr þessari fyrstu brennslu hefir fengizt nokkuð á annað hundrað tunn- ur af bleyttu kalki. Náman í Esjunni kvað vera óþrjót- andi, en erfitt mjög og kostnaðarsamt er að vinna hana og flytja steininn þaðan. Er vonandi og óskandi, að þeir fjelagar fái kostnaðinn endurgold- inn, og að þeir þurfi eigi að knýjaopt- ar árangurslaust að kalla á náðardyr þings og stjórnar um styrk til þess, en horfa upp á, að óþarfa snfkjur hinna og þessara fyrir sjálfa sig sjeu meira metnar en önnur eins fyrirtæki og þetta, sem landinu öllu hlýtur að verða til mikilla framfara. Peir hafa þegar klofið fram úr svo miklum vandkvæðum og erfiðleikum, er þetta fyrirtæki hefir verið bundið, að óhætt mun að treysta því, að því sje nú borgið, er svona iangt er komið, enda er líklegt, að sem flestir sjái sjer bag að því, að styðja það með þvf að færa sjer það í nyt. þar er líka eitt ráðið til að hafa gagn af hinum nýstofnuðu gufuskips- ferðum kringum landið, sem vonandi er að menn grípi fegins hendi. Eptirþvi sem vjer höfum fengið að vita, munu menn út um land geta pantað nóg af hinu nýja kalki að minnsta kosti með síð- ari ferð Díönu í sumar. Gufuskipsferðirnar kring um landið- í vetur var gjört ráð fyrir að Díana kæmi við í Noregi, í stað Skotlands, á leiðinni hingað frá Khöfn og eins apt- ur i leið, og þólti flestum það vel til fallið og jafnvel ómissandi. En nú, þegar loksins áætlunin kemur, sjest, að hún á að koma við í Granton, eins og Arcturus, en hvergi við Noreg. f»að er bágt að skilja, hvað hlutað- eigendum hefir gengið til þessarar til-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.