Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 2
58 högunar á ferðum skipsins. Eins og vjer höfum áður tekið fram, eiga 5 — 6 verzlanir viðs vegar hjer um land bein viðskipti við kaupmenn í Noregi, mest f Björgvin, en við Skota hafa ekki aðrir verzlunarviðskipti hjer en Reyk- vfkingar, og það að eins lftilsháttar, nema ef teija skyldi hestakaup Skota; en tii þeirra hafa þeir optast og verða að hafa skip sjer. Og þó þessi við- skipti væri tífalt meiri en þau eru, væri Arcturus, sem látinn er koma við í Granton (öllum ferðunum, vissulega meir en nógur til þeirra. í annan stað er miklu meiri krókur fyrir skipið til Granton heldur en inn í Björgvin, og munar það vafalaust svo miklu, að enginn ábati sje að því, þótt kol handa skipinu kynnu að vera lítið eilt ódýrarl í Skotlandi en f Noregi, eins óg vjer höfum heyrt borið fyrir, en sem vjer efumst þó um, því að vjer höfum kunnugra manna sögn um það, að Björgvinarmenn muni hafa þeim mun betri kol (frá Englandi nefnil., en ekki hin skozku kol), að kolakaupin þar verði engu lakari. Enn kynnu menn að ímynda sjer, að skipið mundi fá fleiri farþegja í Skotlandi en í Noregi. En það teljum vjer vafasamt, enda dregur farareyrir nokkurra manna ekki mikið á móts við kostnað þann, er gufuskipsferðum fylgja. Vjer teljum auk þess eins víst, aö skipið mundi fá eins marga eða ef til vill miklu fleiri ferðamenn hingað í Noregi. Vjer vitum með vissu, að örsökin til þess, að frændur vorir heimsækja oss svo sjaldan, er sú, að það er ervitt og kostnaðarsamt að komast hingað, þar sem fyrst verður að gjðra ekki skemmri lykkju á leiðina en suður í Kaup- mannahöfn. það er víst, að margir Norðmenn þrá þess vegna beinar og greiðar ferðir hingað, og mundu þeir vafataust nota þær vel. Og þykir oss ekki ólíklegt, að oss mundi verða fuilt eins mikil skemmtun og not af viðkynn ingu við þá og hina og þessa Engleudinga eða Frakka, að þeim ólöstuðnm. Vegna verzlunarviðskiptanna eiga menn og hjeðan opt erindi til Noregs, miklu fremur en til Skotlands, og nú er auk þess mjög farið að tíðkast, að ungir menn fari hjeðan til skóla (bændaskóla)-náms i Noregi. Hvað kemur þá til að Díana mátti ekki koma við í Noregi? Er það af því, að Dönum sje ekki meira en Svo um það gefið, að íslendingar hafi mikil samskipti og samgöngur við Norðmenn, og sjeu hræddir um, að vjer munum hænast að hinum norsku frændum meir en hollt sje vegna tjóðursins við Danmörku? Eða eimir enn svo raikið eptir af fornum, «föðurlegum» einoknn- aranda danskra kaupmanna, að þeir gjöri sjer allt far um að spitla fýrir viðskiptum vorum við Norðmenn, og undan þeirra rífjum sje það runnið, að brugðið var nú þeirri fyrirætlun, að láta Díðnu koma við í Noregi? Þetta er hvorttveggja ískyggileg fmyndun, að oss virðist. En þegar ekki heyrist og ekki er hægt að sjá aðrar ástæður fyrir þessari tilhögun á ferðum skipsins, er þeim, sem slíka í- myndun hafa, sannarlega geflð undir fót inn; og það leljnm vjer eigi heppilegt. — •LýMÍiij; tjárkláðansi, o. s. frv., eptir Snorra Jónsson, dýralækni». Af geflnni ástæðu finn jeg mjer skylt að lýsa því yfir, að jeg á engan þátt f «viðbcetinum» við ofannefnda ritgjörð, sem nýlega er gefin út, á kostnað hins opinbera, annan en þann, að jeg hef rilað síðari athugasemdina neðanmáls á 14. bls., og er hún auðkennd með «Sn. J.» Bæði fyrri athugasemdina á sömu blaðsíðu, um stærð fjárhúsanna, og eins fjárgæzlureglurnar, hefir lög- reglustjórinn f fjárkláðamálinu, herra landrilari Jón Jónsson, samið. Lög- reglustjórinn lætur sjer, eins og eðli- legt er, mest annt um, að fjárhúsin sjeu eins rúmgóð og fyrir er mælt í stjórnarbrjeíinu frá 2. marz 1776, nefnil. 3 ferhyrningsálnir í minnsta iagi handa hverri kind. Flatarmálið í fjárhúsi handa 40 fjár í athugasemd lögregiustjórans og í stjórnarbrjefinu er og jafnt: þvf 20 X 6 = 10 X 12, en lögun fjárhúsa þessara yrði mjög ólik, enda yrði fjárhús lögreglustjórans nokkuð óþægilegt, því þótt fjárhúsið í sjálfu sjer yrði mjög rúmgott, þá yrði þó þröngt þar við garð- ann fyrir 40 fullorðins fjár. — Jeg skal geta þess hjer, að tii þess að koma f veg fyrir troðning af fjenu við fjárhús- dyrnar — en sá troðningur er mjög skaðlegur fyrir lambfullar ær —, er gott að iáta þrep (eða lausa trjebrú) ganga á snið upp að fjárhúsdyrunum, er sje þeim jafnbreitt; komast þá eigi fleiri kindur í senn að dyrunum, en á þrep- inu rúmast og hæglega geta komizt inn f einu, því hinar kindurnar lenda út af þrepinu. Reykjavík, 1. júním. 1876. Snorri Jónsson. — Breyting á burðareyri. Sam- kvæmt auglýsing landshöfðingja 25. f. m. og Iðgum 15. okt. 1875, vp.rður burðareyririnn frá 1 ágúst þ. á. þessi: a, innanlands: 1. Undir brjef, sem ekki vega meira en 3 kvint . . . lOaur. 2. — — frá 3—25 kv. . 20 — 3. — — frá 25—50 kv. . 30 — (Helmingi meir, ef ekki er borgað undir fyrir fram). 4. Undir krossbandssendingar (blöð og þess konar), sem ekki vega meir en 25 kv..............10 aur. 5. — krossbandssendingar frá 25—50 kv..............15 — Fyrir ábyrgð á þessum send- ingum (nr. 1—5) . . 20 — 6. Undir peningabrjef jafnmikið og önnur brjef eptir þyngd, og að auki f ábyrgðargjald á hverjar 100 kr. eða minna 5 — 7. — böggla, fyrir hvert pund eða minna .... 30 — Enn fremur í ábyrgðargjald fyrir 100 kr. virði, sem til greint er að í bögglinum sje 5 — b, milti íslands og Danmerk.: 1. Undir einfalt brjef, allt að 3 kv. 16 — 2. —brjef,sem vega frá 3-25 kv. 30 — 3. — — —-------------25-50kv. 50 — 4. — krossbandssendingar,sem ekki vega meira en 25 kv. 16 — 5. Undir krossbandss. frá 25-50 kv. 25 a. Ábyrgð á nr. í — 5 . . . . 16 - 6 Undir peningabrjef jafnmikið og önnur brjef eptir þyngd, og að auki f ábyrgðargjald fyrir hverjar 200 kr. eða minna . . . . 25 - 7. Undir böggla................25 - og í viðbót fyrir hvert pund, sem böggullinn vegur .... 10 - Eigi slík sending að fara lengra, með innanlandspósti, greiðist enn fremur fyrir hvert pund . . 30 - Ábyrgðargjald fyrir hver 200 kv. eða ininna, sem til greint er að í bögglinnm sje.............25 - 8. Undir peninga, sem sendir eru með póstávísunum, fyrir hverjar 30 kr. eða minna .... 20 - þó aldrei meira en . . . . 80 - (Með einni póstávisun má aldrei senda meira en 200 kr.) Eins og áður er getið i blaði voru (II 16), er burðareyri til annara landa, sem eru í allsherjar-póslmálasambandinn, 20 atirar undir hver 3 kvint af sendi- brjefum, og 6 a. fyrir 10 kvint í kross- bandssendingum (blöðum o. þ. h.); þær mega vega 2 pund mest. Af löhdum utan endimarka póst- málasambandsins, sem eptir þessu halda hinum eldra burðareyri, mun hjeðan af landi helzt höfð brjefaviðskipli við Brasilíu og lönd Breta í Norður-Ame- riku (Kanada o. fl.). Til Brasilíu er burðareyririnn 98 a. fyrir hver 3 kvint sendibrjefa og 10 a. fyrir hver 10 kv. í krossbandssendingum. Tii Kanada (Do- minion of Canada) kosta krossbands- sendingar eins, en brjef 31 a. (hver 3 kv.). Ctlendar frjetiir. (NiSurl.). Gripasýningin mikla í Filadelfíu er nú byrjuð. Það er eius og kunnugt er 100 ára afmæli þjóð- frelsis Bandaríkjanna í ár, og í þvi há- tíðarskyni er haldin þessi hin stór- kostlegasta og mesta gripasýning, er nokkru 6inni hefur verið haldin, enda hefur ekkert verið til hennar sparað. Byggingarnar eru fimm, og hver ann- ari skrautlegri og stærri, enda liafa þær kostað svo skiptir mörgum miljónum kr. Iðnaðarhöllin er stærst og þar næst verkíærahöllin; þá er akuryrkjuhöllin. Garðyrkjuhöllin er nokkuð minni en miklu fegurri; er hún reist með bygg- ingarsniði því, er kennt er við Mára, og líðkaðist á 12. öld, og þykir eitt- hvert hið skrautlegasta. En langfeg- urst er «minningarhöllin» (um þjóðhá- tíðina); hún er reist handa málverkun- um og listasmíðunum; er hún gjörð með gotnesku sniði, hinum mesta fjölda turna og hvelfinga; er einkum gjört orð á því, hve miðsalur hallar- innar sje stór og skrautlegur; rúmar hann um átta þúsundir manna, enda er hann ætlaður til samkomustaðar. Sýningin var bvrjuð 10. þ. m.; var þá mikið um dýrðir, eins og að lík- indum lætur. Grant, forseti Banda- rikjanna, hjelt hátíðarræðuna; minntist hann þar á framfarir Bandamanna um hin liðnu hundrað ár, en kvað þó sýn- ing þessa enga keppnissýning vera, enda væri þjóð sín allt of ung til þess, að vera ekki í mörgu á eptir hinum fornu þjóðum. Á undan ræðu þessari var sungið kvæði nokkurt af þúsund manns. Lagið hafði hinn frægi Rich- ard Wagner búið til og fengið 27 þús- und krónur fyrir. Hvaðanæfa úr öll- nm heimi var hinn mesti manngrúi saman kominn til sýningarinnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.