Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 4
60 hann meðal annars ritað mjðg snolra œQminning um Björn Gnnnlögsson sál. — Ný prentsmiðja. Hra al- þingismaður Páll Ólafsson á Hallfreðar- stöðum heQr27.f.m. fengiðkonungsleyQ til að stofna prentsmiðju á EskiQrði, og er mælt, að Jón bróðir hans (Alaska- fari) eigi að veita henni forstöðu og halda þar úti blaði. — Prófastar skipaðir, af biskupi. Hinn 28. apr. þ. á. sira Jón Jónsson, prestur að Bjarnanesi, í Austur-Skaptufellsprófastdæmi. Hinn 8. f. m. sira Davíð Guðmundsson ðlöðruvallaklaustursprestur, í Eyjafjarð- ar prófastsdæmi S. d. sira Porsteinn Pórarinsson á Beruf., í Suður-ðlúlapró- fastsdæmi. -öveitt brailð. tlestþing í BorgarQrði, 703.39 kr., augl. 9. þ. m. Prestsekkja er í brauðinu. — HeQr presturinn þar, sira Páll Ólafsson, sagt brauðinu lausu, án epttrlauna, til þess að verða aðstoðarprestur föður síns, Ólafs prófasts Pálssonar á Melstað, sem hefir fengið þung veikindi fyrir nokkru síðan. — Oveitt læknisembætti í 19. læknishjeraði, Árnessýslu, með 1500 kr. árslaunum, augl. 27. f. m. Skal sækja um það til ráðgjafans fyrir 8. ágúst þ. á. — Póstskipið (Arcturus) lagði af stað hjeðan til Khafnar f morgun. Farþegjar: yQrkennari H. E. Helgesen með frú sinni til (Englands), fröken- arnar Anna þórarinsdóttir frá Görðum og R. Linnet frá Hafnarf. (til Khafnar). — TimburHkip frá Noregi (Mandal), Linnœa (92, Tönnesen), hafn- aði sig hjer í dag. Farmurinn er ætl- aður til lausakanpa. •— Póstarnir. í 5. póstferð leggnr ísafjarðarpósturinn af stað þaðan 10. júlí, Akureyrarpósturinn sama dag, Prestsbakkapósturinn frá Rvík 31. júlí, Djúpavogspósturinn frá Prestsb. þaðan 10. ágúst, og Djúpav.p. frá Akureyri frá Djúpavog 25. júlí. — Póstskipið (Arcturus) byrjar 4. ferðina frá Khöfn 7. júlí, á að koma til Rvíkur 18. og fara þaðan aptur 27. s. m. — mispbentab í síðasta bl. bls. 56., 1. dálki, 36. línu: Hollandi fyrir Skotlandi. Ásliorun. til fulltrúa þjóðvlnafje- lagsins, Hjer með er skorað á atla full- trúa Pjóðvinafielagsins að annast um, að ógreidd tillög til fjelagsins, and- virði seldra bóka pess, og annað fje, er pví bœtist í gjöfum eða á annan hátt, komist sem allra fyrst í höndur forseta fjelagsins, herra riddara Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, eða til gjaldkera pess, herra landshöfðingja- ritara Jóns Jónssonar í Reykjavík. Með pví fjelagið hefir talsverð gjöld ógreidd, sem á pví hvíla, og ýmislegt fyrir hendi að starfa, treystir fjelags- stjórnin pvi, að fulltrúar fjelagsins gjöri allt, sem í peirra valdi stendur, til að útvega fjelaginu fjárstyrk og selja bœkur pess. Forstöðunefnd pjóðvinafjelagsins í Reykjavik, 14. júni 1876. H. Kr. Friðriksson.______________ Björn Jónsson. Auglýsingar. Póstg-nfnskipsferðirnar tíl Færeyja og Islands, Samhliða hinum 7 póstgufuskips- ferðnm, sem nú eru farnar á ári hverju milii Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, verður eptirleiðis komið á 3 póstgufu- skipsferðum á ári milli Kaupmanna- hafnar og stranda íslands; til þeirra ferða verður haft póstgufuskipið «Dí- ana», undir stjórn premierlieutenants Wandels úr sjóliðinu. Sökum þess, hvað áliðið er orðið árs, mun skipið á yQrstandandi ári samt að eins fara 2 ferðir norður fyrir ísland til Reykjavikur, og sömu leiðina aptur hingað, en á þeim ferðum kem- ur það við í Granton og á Þórshöfn. Auk Beykjavikur verður komið við á þeim höfnum á íslandi, sem hjer skulu taldar: SeyðisQrði, Raufarhöfn, Akur- eyri, Skagaströnd, (safirði og Stykkis- hólmi; (sanit verður á annari ferðinni hingað aptnr eigi komið við á Skaga- strönd og Raufarhöfn). Svo er ákveð- ið, að skipið leggi af stað í fyrsia skipti 11. júnl þ. á., að það komi til Grantons 15. s. m., snúi aptur frá Reykjavík 11. júli, komi við í Granton 25. s. m. og nái aptur til Kaupmanna- hafnar 30. s. m. Aðra ferðina skal byrja 11. ágúst þ. á. Ferðaáætlan, taxtar og fl. fást hjá afgreiðslumönnum skipsins í Reykja- vík og á þeim stöðum, sem koma á við á. í póst- og telegrafstjórninni 24. dag maím. 1876. Schou. Arlaud. Annar ársfundur búnaðarfjelags suðuramtsins verður haldinn samkvæmt lögum þess, 6. dag júlímánaðar næst- komandi, á hádegi (kl. 12), í presta- skólahúsinu, og verður þar skýrt frá högum fjelagsins, rætt um verðlauna- beiðslur o. s. frv. Reykjavík 15. dag júnímánaðar 1876. H. Kr. Friðriksson. Aðalfundur hluta-verzlunarfjelags- ins í Reykjavík verður haldinn 6. dag næstkomandi júlímánaðar hjer í Reykja- vik kl. 4 eptir hádegi. En fundarhús- ið verður siðar ákveðið Reykjavík 15. dag júnímánaðar 1876. H. Kr. Friðriksson. Samkvæmt beiðni þorbjargar yfir- setukonu Sveinsdótt .r í Reykjavík verð- ur miðvikudaginn 28. d. yfirstandandi júnímánaðar kl. II f. m. opinbert upp- boð haidið á Elliðavatni, og verða þar seldir hæstbjóðendum ýmsir munir, svo sem kýr, sauðpeningur, hestar, hús- búnaður, ýmisleg búsgögn, sængurföt og fleira. Skilmálar fyrir sölunni verða birtir á uppboðsstaðnum áður en uppboðið byrjar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu, 13. júní 1876. L. F. Sveinbjörnsson. Symaskiner. Det störste Udsalg og Lager afSymaskiner ialle Bran- cher i Kjöbenhavn söger Videre- forbandlere for Island. C. HonenUng (Wh. 4117). Symaskinefabrik. I norskn verzluninni í Reykjav. fæst: Anchiovis, Schweitzerost, Gammelost, Gede-Myseost (geitarmysuostur), Kristiania-ÖI (Kristjaníubjór), Limonade, Vmisleg búsáhöld úr trje, Soya og Enskt <isennep». Enn fremur norskt víravirki: sylgjur, kingur, krossar, eyrnahringir, hnappar, sjalnálar o. fl., með sama verði og í Kristjaníu. þar jeg er kosinn sá þriðji f stjórnarnefnd fyrir Sandvíkurhrepps- deild «jarðabótaljelagsins i Árnessýslu», vildi jeg hafa hvatt nágranna mína (Kaldaðarneshverfisbændur) til þarflegra fyrirtækja, sem efla mætti búsframfarir þeirra, þar á meðal fyrst og fremst fje- lags til áreiðanlegra endurbóta á göml- um og illa seltum varnargörðum. Tóku sumir þessu vel og rifu upp grjót heil- an dag til garðsins. En Einar um- boðsmaður á Kaldaðarnesi dró þennan dug úr landsetum sínum, svo að þeir gjörðu ekki nema hrófla npp görðun- um eins og að undanförnu, sem hafa verið hið mesta ósmíði, og fjenaður gengið mönnum til meins eptir sem áður. Af sögðnm lildrögum var uppá- stunga mín ekki notuð, þótt jeg leitaði álils hjá áreiðanlega góðum og gildum dugandi búmönnum, svo sem siraJens í Arnart æli, þorvarði hreppstjóraí Sand- vík, og öðrum valinkunnum mönnum, er kváðu garðinn óumflýjanlega nauð- synlegan og hið mesta velferðarmál fyrir tjelagið. Af sögðu tilefni er jeg sjerstaklega neyddur til, að vernda eptir megni sjálfs mínsbjargræði, og gjöri mönnum þvívit- anlegt, að jeg traða öll hross, er gjöra mjer tjón í túnum og engjum, og hljóta eigendur að leysa út gripi sína með sanngjörnnm «uslagjöldum», svo lengi sem slik óregla og fjelagsleysi á sjer stað, sem við hefur haldizt um nokkur undanfarin ár og fer æ versnandi. Lambastöðum, 22. maí 1876. E. Magnússon. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. (£)|r“ Nærsveitamenn geta vitjað ísafold- ar í a p ó t e k i n u. ísafold kemar út 23sar á mánufci, 32 bl. um árit). Kostar 3 kr. árgangurinn (er- lendis 4 kr.), 6tiik nr. 20 a. SOlnlaun: 7. hvert expl. Ársverbib greibist í kanptíb, haustlestuuj. Auglýsinear eiu línan eba Jafnniikifc rúm, eti Skrifstofa ísafoldar er í eta þá halft á sumarni4Íum, hálft á teknar í blabi& fyrir 6 a. smáleturs- 7 a uiet) veujulegu meginmálsletri. — Doktorshúsinu (í Hhbarhúsnm). Uitstjúri: Björn Jónsson, cand Landsprentsmif)an í Repkjavílt Einar pórðarson. phil.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.