Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.06.1876, Blaðsíða 3
59 Um miðjan aprílmánuð var afhjúp- aður allmikill minnisvarði, er svertingj- ar hafa reist Abraham Lincoln í Wash- ington. það er standlíkan af Lincoln ; heldur hann í hinni vinstri hendi á frels- isskrá svertingja, en hina hægri rjeltir hann að svertingja einum, sem er orð- inn laus við htekki sína og krýpur nú að fótum fretsisgjafa síns. Aptan á minnisvarðanum stendur: •jafnrjetti*. Var byrjað á samskotunnm til varðans skömmu eptir víg Lincolns og safnað- ist brátt talsvert fje. |>ann dag, sem líkneskjan var afhjúpuð, var mikill há- tíða- og gleðibragur á svertingjum. lleiðruðu þeir minningu hins aflmikla vinar síns með svo falslausum ástar- hótum, að mörgum hvítum manni hefði mátt renna til rifja við að sjá hjarta- prýði sverlingja Á Spáni hefir lítið sögulegt gjörzt síðan Karlungar voru unnir og mestu dýrðirnar eptir sigurinn voru um garð gengnar; er eigi laust við að sumum hafi þótt nóg um hátiðahöldin, en eink- um titlagjafirnar og dálætið á hershöfð- ingjum ; þeir voru lofaðir og prísaðir eins og þeirra likar væru ekki undir sólunni, en þó höfðu þeir ávallt haft margfalt tleira lið og miklu betur búið en Karlungar og gátu þó ekki unnið þá fyr en eptir mörg ár. Stjórn Alfons konungs hefur borið frumvarp undir þingið, sem fer þess á leit, að hin sér- stöku rjettindi baskisku fylkjanna verði afnumin. Baskisku hjeruðin hafa ver- ið óðal og hæli allra Iiarlunga slyrj- alda, svo að eigi er að furða að öðr- um Spánverjum þyki fylkin hafa helzt lil oílengi haft rjettindi þessi; rjettindin (fuerosI eru einkum þau, að hjeröðin hafa sjerstakan her og engan skatt má leggja á þau, nema þau hafi samþykkt hann. Má geta nærri að fylkjabúum geðjist ekki að breytingnm þessum; hafa þau sent erindreka til Madriðar á fund sljórnarinnar til að afstýra frum- varpinu, en mælt er að för hans hafi orðið til einkis. Er það talið víst að þingið muni fallast á frumvarpið, enda er mestur hluti þingmanna hinir römm- ustu stjórnarsinnar, sem taka hverju máli vel, sem stjórnin kemur með, þótt annað væri en slíkt nauðsynjamál sem þetta. Kaupmannahöfn, 27. maí 1876. G. B. ViÐBÆTIR. í Skotlandi náðu þau tíðindi póstskipinu 1. þ. m., að 29. f. m. hafi Tyrkjasoldáni (Abdul Azis) ver- ið hrundið frá völdum og Múhamet Mú- rat, syni Abdul Meschids, bróður hans og fyrirrennara, fengin tignin I hendur, enda bar rikið undir hann að fyrirmæl* um «kóransins», að Abdul Azis látn- um. Höfðingjaskiptum þessum rjeðu tyrkneskir klerkar, og fylgdu þeim litlar róstur eða óeirðir. Hinn nýi soldán lofar öllu fögru um góða viðleitni á að koma ríkinu úr kröggunttm, einkum að því er fjárhaginn snerlir, en «efndanna er vant þótt heitið sje fengið». (Frá Vesturheimi; úr brjefi). I öllttm blöðum má nú mikið lesa um framhald rannsókna þeirra, er hafð- ar hafa verið á hundrað ára afmæli þjóðarinnar gegn sviksamlegri embætt- isfærslu þeirra, er að völdum hafa setið hin síðari árin. Þar er mörgum og ljótum syndnm komið npp, og nota «lýðvaldsmenn» (andvígisflokkur stjórn- arinnar) það til þess eptir mætti að draga mótstöðumenn sína ofan í saur- inn. En hjá hvorugum mun raunar hvítt að velkja. Belknap (belnap) her- málaráðgjafi sagði af sjer í vetur, er kærur risu í móti honum um ólteyri- legar fjemútur og embættasölu, og er mál hans nú fyrir dómi í efri málstofu þingsins, en alveg ókljáð enn. Sendi- herra Bandamanna í Englandi, Schenck, losnaði og við embætti af nokkuð hk- um ástæðum ; mál hans er lika óút- kljáð, en líkindi eru Ui, að hann sleppi nokkurn veginn órúinn mannorði sinu. Babcock, «privat-sekreteri« Grants for- seta, koinst i hættulegt mál i haust, en vardæmdur sýkn saka; en nú virðist hannnokkurn veginn uppvísað öðrn verra, sem sje hlutdeild i samsæri einu auð- virðilegu, eins konar húsbrotsþjófnaði, sem drýgður var fyrir fámárumíWas- hington i því skvni að steypa í glötun sómamanni einum, er hinn spillti em- bæitisskrill þar áleit sjer hættulegan. Grant karl-greyið verður feginn að losna við forsetadæmið, sem allt af er að verða honum þyngra og þyngra, þvi em- bættasala og önnur opinber sviksemi, sem upp hefir komizt að framin hefir hin síðari árin, bitnar náttúrlega á hon- um. Meðal «þjóðvaldsmanna» berst enginn svo ötullega gegn opinberri spillingu, sem Itinn núverandi fjármála- ráðherra, Benjamín H. Bristow, frá Kentncky, og stendur hann liklega næf en nokkur annar til að verða eptir- maður Grants, ef hans flokkur sigrar. Meðal hinna (Lýðveldismanna) virðist Tilden, landstjóri í New York, hafa flesta áhangendur. Á morgun verður opnuð sýningin mikla í I'hiladelphiu, með stórkostlegri dýrð. Öll heimsins menntalönd lata þar eitlhvað til sin sjá, nema aumingja Island. J>að er eins og engum hafi dottið t hug að við ætti, að þjóð vor kæmi þar fram. Líklega hefir átt að var- ast að brenna sig á sama soðinu og á Kattpmannahafnarsýningunni. t*egar ekkert er sent, þarf ekki að óttast ó- milda dóma út af þvf, hvað illa sýnis- munirnir haft verið valdir. — Mesti grúi af allskonar gripum og varningi er kominn til syningar þessarar frá Noregi og eins yfir höfuð frá öðrum Norðurlöndum. Flutningar Kínverja inn í Iíalifornfu og önnur lönd Bandaríkja meðfram Kyrrahafi er mikið umtalsefni nú. Ó- grynni lægsta skríls frá Iíína, helzt úr nágrenninu við Kanton, flytur sig inn i löndin þar vestra i viku hverri. Sið- leysi þessa fólks kvað vera mikið, en hinsvegar er það vant svo lágum dag- launum, að það býður vinnu sína fyrir mikln minna kaup en hvítir mcnn geta staðið sig við. Ilýrnar því atvinna óð- um fyrir hvítum mönnum, og vilja þeir því banna Kínverjum land. í austur- rikjiinum eru menn þó á móti slíku ranglæti, sem er þvert ofan í stjórnar- skrá landsins. Þó lítur ískyggilega út, ef hinn kínverski skríll, sem ómögu- legt virðist að kristna, næ.r yfirráðum þar vestra. Er mjög liklegt, að úr þessu verði slyrjöld mikil. Minneapolis, 9. maí 1876. Jón Éjarnason. — Til þess að rannsalía eldstöðvarnar f Dyngjufjöllum og á Mývatnsöræfum hefir stjórnin sent hingað með síðasta póstskipi pró- fessor Johnstrup, á ríkiskostnað. Hann lagði af stað norður á Akureyri með Fyllu 13. þ. m., og gjörði ráð um að fara aptur með síðari ferð Díönu (í september), frá Akureyri. — Uanskur jarðabóta- maðlir, Feilberg áð nafni, kom hingað núna með póstskipinu snöggva ferð, á koslnað hins danska búnaðar- fjelags, og eptir uppástungu þess, í því skyni að búa sig undir að konta ef til vildi aptur síðar meir til að kynna sjer til hiítar búnaðarháttu hjer og land- kosti, einkum að því er jarðarrækt snertir, Gengur búnaðarfjelaginu (danska) að likiudum það til, að það vill hafa sjer við hönd til ráðaneytis mann, sem sje svo kunnugur hjer, að hann geti dæmt um, að hve miklu leyti ráðlegt sje að leggja fram fjár- styrk og aðra aðstoð til jarðabóta hjer á landi. þar á móti á búnaðarfjelagið íslenzka (suðuramtsins) eugan þátt í ferð herra Feilbergs, eins og •- t'jóðólf- ur« segir, enda er auðsætt að ekki var hægt að senda hann hingað á þess kostnað að þvi fornspurðu; og ekki á heldur að »senda Svein búfræðing til að vera með honum«. — liorskir vítstindamenn. í næsta mánuði er von hingað á norsku gttfuskipi, er Vöringen heitir, og gjört hefir verið út á stjórnarkostnað til vís- indalegra rannsókna hjer um norður- höfin. Meðal nafntogaðra vísindamanna, er f för þessarí verða, nefnum vjer Daniehen frá líjörgvin, frægan holds- veikislækni. Oddviti fararinnar er II. Molm, nafnkenndur veðurfræðingur. — Veðráttn segja póslar bærilega víðastum land síðan í byrjun f. m., en þó kuldasamt; þá ljetti frostunum og harðindunum, sem slaðið Itöfðu siðan í þorralok. þó hefir nú ttm hríð apt- ur gengið á norðan stórviðrum með hreggi og miklu fjúki til fjalla. Mjög víða er kvartað undan verstu skepntthöldum: bráðapest, lungnaveiki, lambadauða o. s. frv. — Ailabrö^ð góð fyrir norðan og austan, það lítið sem til hefir náðzt fyrir hafís. Hákarlaskip hafa engin komizt út fyrir hontim. Við ísafjarðar- djúp ágætur fiskiafli á vorvertíðinni, og sömttleiðis undir Jökli, einkttm sunn* antil. Hjer syðra er nú mjóg farið að draga úr aflanum aptur. — Hrogn- kelsaveiði hefir heppnast með langbezta móti í vor alstaðar, þar sem lil hefir spurzt, og hefir það orðið mörgum einka-ljfsbjörgin. — .11’ Iiafísniini vilum vjer þetta sannast að segja, eptir brjefi að norðan frá áreiðanlegum manni : Haf- þök úli fyrir öllu norðurlandi, milli Horns og Langaness — þangað var fs- inn kominn norður af Austljörðum 15. f. m., nema af Reyðarfirði —; en hvergi var hann alveg landfastur, en því nær við Sljettu og Langanes. Firðir og fló- ar víðast auðir að jafnaði; þó talsverð- ur ís á Eyjafirði að öðruhvoru. — »Grána« komst við illan leik inn þang- að 26. f. m., lagði á tvær hættnr milli lands og íss. .Ekki voru fleiri skip komin þangað, nje á aðrar hafnir nyrðra, nema 1 á Grafarós og hið þriðja á Skagaströnd. — Nkipsfraiul Snemma í f. mán. rakst skip það, er álti að flytja kol til Seyðisfjarðar handa »Diönu«, á ísjaka undan Austfjörðum, og \arð að hleypa inn á Breiðuvík í Borgarfirði, en hafði orðið að kasta útbyrðis nær þriðjungi af farminum. — Landi vor sira J ó n B j a r n a- s o n (frá Stafafelli) er orðinn ritstjóri fyrir norsku vikublaði geysistóru í Minneapolis (Minnesota) f Vesturheimi, sem heitir »Budstikken«. í siðasta blaðið, sem sem oss hefir borizt, hefir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.