Ísafold - 09.09.1876, Side 4

Ísafold - 09.09.1876, Side 4
88 og að líkindum meira gróðurmagn i henni og efnin ekki eins banvæn ( lienni eins og smáösknnni, sem var eins og limkennd og helzt barst yfir fjarlægari sveitir. Ekki væri því ó- sanngjarnt, að við, sem hjer liggjum fast við hina svo kölluðu öskulínu, höfum orðið fyrir afarmiklu skepnu- tjóni, að iíkindum af völdum öskunnar, og urðum fyrir þungnm búsifjum af gripum öskubúa og þeim sjálfum, fengjum lika dálítinn hlnta af gjafa- peningunum, sem mikið er eptir ó- eytt af, eða þeim væri varið á ein- hvern hátt til almennings gagns fyrir alda og óborna i Múlasýslunum, t. a. m. stofnaður af þeim búnaðarsjóður til að styrkja með atvinnuvegi Múla- sýslubúa.— Iívillasamt hefir verið hjer ( vor, en samt enginn manndauði. Afli hefir lítill sem enginn verið hjer i Bernfirðinum, en mesta aflamok á Seyðisfirði og nokkur í hinum öðrum fjörðum hjer í kring.— Ekki hefir póst- skipinu eða rjettara sagt póstskips- hapteininum þóknazt að heimsækja enn ( sumar Austurland, og hefir þó að lfkindum ekki verið meiri þoka þegar hann átti að leggja inn á Seyð- isfjörð en þegar Dlana lagði þar inn, þvf þá hafði verið koldimm þoka. — Vestmanneyjum7/*- Vor- ið og sumarið hefir verið mjög kalt og votviðrasamt, sjógæftir hafa og verið mjög stirðar, og vorafli af sjó þvf sár- lítill, með þv( mjög Iftill fiskur hefir gengið hjer á mið á umliðnu vori. Slysfarir í fjöllum hafa verið með meira móti, þar sem 2 drengir hafa hrapað báðir til dauðs; að öðru leyti hefir heilbrigði mátt heita góð. Auglýsingar. AUGLÝSING frá lögreglustjóranum ( fjárkláðamálinu. Eptirfarandi reglur um rjeltarhöld- in á hinu kláðagrunaða svæði eru hjer meðbrýndar fyrir öllum hlutaðeigöndum. 1. Rjettirnar eiga að fara fram á venjulegum dögum I 22. og 23. viku sumars. 2. Hreppstjóra ber að að vera við- staddur við aðalrjeltina og skipa áreið- anlega skoðunarmenn í hvern dilk, og ber þeim að skoða fjeð vandlega um leið og það er dregið. Ef kostur erá því, skal heldur taka utanhreppsmenn til þess starfa enn þá, er líkindi eru til, að eigi sjáifir fje í safninu. 3. Ef kindur skyldu koma fyrir með reglulegum fjárkláða, ber að dragaþær á afvikinn stað, og skora á eigendur eða aðra hlutaðeigendur að skera þær þegar í stað við rjettina. Vilji eigandi eða sá, sem fyrir hans hönd heimtar kindur í rjettinni, ekki fallast á að kláða- kind verði skorin, ber að binda hana og reiða hana heim ; skal þar þegar taka hana til lækningameðferðar í af- skekktu húsi og halda henni sjer við heygjöf minnst 6 vikur, og mun þar að auki verða sjeð um frekari tryggingu fjárins á bæ þeim, er kindín er haldin á, og bæjunum I kring. Nú neitar eig- andi eða umboðsmaður hans að ráð- stafa kindinni á þenna eða annan jafu- tryggilegan hátt, og ber hreppstjóra þá að láta skera kindina og halda afurð- unum til haga banda eiganda. Komi kindur fyrir með öðrum óþrifum en maurakláða (færilús og fellilús) ber að aðgæta mörkin á þeim og tilkynna þau lögreglustjóra, svo að eigendurnir verði lögsóttir fyrir hirðnleysi í framkvæmdunum á böðun- um þeim, er hafa verið fyrirskipaðar í fyrra haust og í vor. 4. Úrganginn úr rjeltinni ber hrepp- stjóra að skoða sjálfur með lilkvödd- um mönnum. Finnist kláði eða óþrif í honum gjörir hreppstjóri með ráði hinna beztu manna þegar gangskör að því, að sjeðverði um böðun eða skurð á hinum tortryggilegu kindum eptir atvikum og þeim haldið sjer ( sterkum aðskilnaði frá öðru fje. J»ó ekkert tortryggilegt komi fyrir, má ekki nema með sjer- stöku leyfi lögreglustjóra reka úrgang- inn úr hreppnum, en hreppstjóri skal koma honum fyrir til gæzlu hjá áreið- anlegum manni gegn sanngjörnum hirðingarlaunum (5—10 a. fyrir hverja kind um sólarhringinn) þangað tilhann verður seldur, og skal taka böðunar og hirðingarkostnað fyrirfram af andvirði kindanna. Enga óskila kind má selja til lffs. Reykjavík 8. september 1876. Jón Jónsson. — Samkvæmt tillðgum amtmannsins yfir suðnr- og vesturumdæminu hefir landshöfðinginn yfir íslandi 7. þ. mán. leyft þá undantekningu frá rekstrar- banni því, er gefið var út 30. ágúst f. á. og 18. marz þ. á., að fjárrekstrar til skurðarútog suðuryfir takmörk hins kláðagrunaða svæðis (Brúará, Hvítá og Ölvesá ( Árnessýslu og Hvítá ( Borgarfjarðarsýslu) megi eiga sjer stað nú í haust frá því um rjettir og til októb.m.loka, með þessum skilyrðum. 1. Ekki má reka kindur í minni hóp- um en 50 fjár, og skulu að minnsta kosti 3 áreiðanlegir menn reka hvern hóp. Eiga þeir að hafa meðferðis skír- teini, þar sem eigendur kinda þeirra, er ( rekstrinum eru, skuldbinda sig til að skera þær, undir eins og þær eru komnar á stað þann, er þær eru ætl- aðar á, og ska! hreppstjóri i sveit þeirri, er fjeð er rekið úr, eða þá hlutaðeig- andi sýslumaður, rita á skírteinið vott- orð um tölu kindanna og um nöfn og áreiðanlegleika rekslrarmanna. 2. Rekstrarmenn mega aldrei allir yfir- gefa fjeð og ber þeim á nóttunni að vaka yfir því, ef það ekki er látið inn. Skyldi samt kind týnast, ber rekstrarmönnum þegar í stað að gjöra ráðstófun til að leitað verði að kindinni og henni farg- að, þegar hún finnst. 3. Ferjumenn við ár þær, sem eru á leiðinni úr hinum heilbrigðu sveitum suður, mega að viðlögðum sektum enga fjárrekstra flytja yfirárnar, nema þv( að eins að skilyrðum þeim, sem að fram- an eru nefnd, sje fullnægt. Ber þeim að láta sýna sjer skírteini það, er á að fylgja rekstrinum, og rita á það vott- orð um tölu kinda þeirra, er fluttar hafa verið yfir ána. 4. t’egar fjeð er komið þangað, sem það er ætlað, ber þegar að afhenda lög- reglustjóranum eða hreppstjóranumþará staðnum skírteinið, lætur hann undir eins telja fjeð og sjer um, að það verði allt skorið. Vanti nokkra kind afþeim, er ( rekstrinum áttu að vera, ber hrepp- stjóra þegar (stað að rannsaka, hvern- ig á því standi, og gefa lögreglustjóra um það gkýrslu. 5. Nú hittast innan takmarka hins grunaða svæðis fjárrekstrar úr heil- brigðum sveitum, sem eigi fylgir opt- nefnt skírteini, of fáir rekstrarmenn eru með, eða sem annars eitthvað þykir að, og skal þá lögreglustjóri eða hrepp- stjóri sjá um, að slíkir rekstrar verði teknir ( trygga gæzlu, þangað til að fjenu verður ráðstafað, og ber þar að auki eptir ástæðum að lögsækja eigend- ur fjárins eða aðra hlutaðeigendur fyrir brot gegn rekstrarbanninu. Þetta er hjer með auglýst bllum hlutaðeigendum, samkvæmt brjefi amts- ins frá í dag. Lögreglustjórinn í fjárkláðamálinu. Reykjavík, 9. september 1876. Jón Jónsson. Af því að vjer höfum áformað að hafa engan erindreka (umboðsmann) á íslandi fyrst um sinn, gjörum vjer lieyr- um kunnugt, að herra G. Lambertsen hættir að vera erindreki vor hinn 15. júlí 1876 og að vjer því enga ábyrgð berum af nokkrum hans gjörningi eða loforði fyrir vora hönd eptir þann dag. J. fy A. AUan. (Glasgow). Frírnerki frá íslandi, brúkuð og óbrúkuð, kaupir Ernst Petritz í Chemnitz ( Sachsen. ísar'old keraur út2—3var á mánufci, 32 bl. um árib. Kostar 3 kr. árgangarinn (er- lendis i kr.), stök nr. 20 a. Sólolanu: 7. hvert expl. Ársverbib greibist í kanptíb, eba þá hállt á snraarraáluin, hálft á hanstlestura. AuglýBÍngar eiu tekriar í blabifc fyrir 6 a. smáleturs- línan efca Jafnmikifc rúm, en 7 a. raefc venjulegu raeginmálsletri. — Skrifstofa ísafnldar er ( Doktorshúsinu (í Hlífcarhúsnra). Hitstjúri: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmifcjan í Reykjavík. Einar pórfcarson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.