Ísafold - 03.10.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.10.1876, Blaðsíða 4
En nú kvað hann vera að hverfa, og þykir það góðs vili, enda virðist afli nú veru að iifna. Óvenjumikið hefir rekið af smokk hjer sunnan fram með flóan- um; en það er jafnan talið vita á fiski- göngu, svo að menn eru nú engan veg- inn vonlausir að betur skipist með bjarg- ræði manna en á horfðist í vor og í sumar.— «Reykjavík», fiskiskúta þeirra Geirs Zoega og hans fjelaga, brá sjer austur á Seyðisfjörð seint í ágústm. til þorskveiða, kom aptur þaðan í miðjum f. m. með 23000 fiskjar.— H e i I s u- far hefir almennt verið gott, nema hvað barnsfararsótt hefirveriðað stinga sjer niður í sumar til og frá um Borg- arfjörðinn (12 konur sýkzt og 2 dáið), og sömuleiðis bólusótt, þó eigi skæð; eru það helzt mjaltakonur, er hana hafa fengið, af kúm. — Fjárkláða hefir hvergi orðið vart í sumar eða nú í rjeltunum, nema á einni kind í Fossárrjett (við Hvalfjörð sunnanverðan). Var hún þegar skorin, og annað fje úr rjettinni allt baðað eða skorið. Mælt er, að í rjettunum fyrir vestan Hvítá hafi engin kind fundizt sunnan yfir ána, og mun það eins dæmi að vörðurinn hafi reynzt svo vel. Yfir Skorradalsvörð kvað eitthvað hafa slopp- ið, en sárfátt. Til varúðar heíir lög- reglustjóri boðið, að hafa hálfsmánaðar- skoðanir á öllu fje milli Hvítánna fram á vetur, og ráðgerir almennar þrifabaðanir á jólaföstu. — R e k s t r a r-leyfið lítur út fyrir að verði vel notað; eru hingað komnir rekstrar bæði vestan yfir Hvítá og norðan úr Húnavatnssýslu. Skurð- arfje reynist fremur vel á hold, en miklu síður á mör. Kjöt er í álíku verði og í fvrra eða við hærra (12—18 eða 20 92 aura), en ull og mör selst illa (ull 35 aura pundið, mör 28 a.). Uiilarf'æðiiig' og barns- morð. Aðfaranólt hins 11. f. mán. ól ógipt slúlka á Skógtjörn á Álpta- nesi barn á laun við heimilisfólkið og fyrirfór því í hlandforinni. Hún er hálf- viti — var fermd um þritugt með bisk- upsleyfi —; er jafnvel talið vist að hana skorti allt skynbragð á saknæmi athæfis síns, og sje því sá einn nauð- ugur að láta glæps þessa óhegnt. — iTfaimalát. Hinn 14. þ. m. andaðist í Stykkishóimi fyrrnm kaup- maður Benidikt (Bogason) Benidiktsen (rúðumeistari), á áttræðisaldri, einn hinna nafnkenndu Staðarfells-systkina — 17. s. m. andaðist að Miðfelli á Hvalfjarðarströnd frú Iíristín Ingvarsdóttir Sverrisen, ekkjaEiríks sýslumauns Sverrisens, fædd 1790. — 26. ágúst þ. á. andaðist að Suður-Ileykjum í Mosfellssveit húsfrú Ragnhildur J ó n s d ó 11 i r, kona Jóns bónda Halldórssonar; átti að fyrra manni Björn bónda Jónsson á Búrfelli í Grímsneai, og voru þeirra börn: Jón prestur Björnsson nð Stokkseyri og hans systkini. — Veitt brauð: Staður f Aðal- vík 9. f. m. sira Páli E. Sivertsen í Ógurþingum, með 400 kr. uppbót. Hann á og að þjóna Stað í Grunnu- vík fyrst um sinn. Ó v e i 11: Ögur- þing, augl. 9. f. m., metið 732kr. lOa. — Strandaskipið Diana lagði af stað hjeðan 10. f. mán. kl. C e. m., með 70—-80 farþegja og all- mikinn farm. — Prentvilla f síðasta blaði mið- dálki á 85. bls.: Vorlckee fý'rir V o e 1 c k e r. IIi11 o,2 þetta. — pað sem selt hefir verið af brenni- og öðrum áfengum drykkjum á Englandi á 5 árum (1869—1874) nemur 15,000 miljónum króna. Væri því brennivíni, sem fæst fyrir Jietta fje, helt saman, yrði úr því 5000 feta langt, 5000 feta breitt og 10 feta djúptstöðu- vatn. Hver sem þekkti öll f>au slys, sem petta brennivínsvatu hefir valdið! (fíudstihken) Auglýsingar. — K a t a n e s-v e i ð i n, Ijósmyndir á ýmsri stærð, sem kosta frá 50 a. | til 2 kr., fást nú hjá Sigfúsi Eymundssyni. \ S Ensku. ' i Þeir sem vilja læra þetta mál bæði fljótt og vel, einkanlega Ameríkufarar, geta fengið tilsögn hjá þorláki Ó. Johnson, sem hefir verið á Englandi f mörg ár, og í Lundúnaborg um langan tíma, þar sem Enska er almennt bezt töluð. þegar einn er í tíma kostar kennslan tvö mörk eða .... 66 aura þegar tveir eru, fyrir hvern . 50 — þegar þrír eru í einu, fyrir alla 1 kr. Ef fleiri enn þrír eru, þá eptirsam- komulagi. Reykjavík, 21. september 1876. Porlákitr Ó. Johnson. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. líærsveitamenn geta vitjað ísafoldar ÍApótekinu. ísafold kemur út 2 —3var á mánuði, 32 bl. um árið. Kostar 3 kr. árgangurinn (er- lendis 4 kr.), stók ur. 20 a. Sólulaon: 7. hvert expl. Ársverbib greibist í kanptíb, eba þá hálft á sumarmálum, hálft á haustlestum. AuglýsiiiKar eiu teknar í blabib fyrir 6 a. smáleturs- líuan eía jafnmiliib rúm, en 7 a. meb veujulegu megiumálsletri. — 8krifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlibarhúsum). Kitstjúri: Björn Jónsson, cand. phi). Laudsprentsmibjan í Keykjavík. Einar pórðarson. yðar valdi; eitt orð af yðar vörum er nóg, eitt hiýlegt orð, og mun jeg enn fá frelsað hann». «Niðingur! varmenni!» æpti hún, er hún rankaði við sjer, «það er þú, sem er valdur að þessu — það er þú, sem er morðingi hans!» Hún rjeð sjer eigi fyrir harmi. Ambrosío sá hvað hún kvaldist, og spáði sjer sigurs að iokum. En sú spá ræltist aldrei. Loks leið að hinni hræðilegu stundu. «A morgun* mælti Ambrosío, er hann skildi við Inez eitt kvöld, «á morgun er trúurbreunuhátíðin. Á morgun manuð þjer heyra klnkkna- hljóminn, er faðir yðar verður hringd- ur tiJ heljur. I’jer sjáið Ifklega lika reykinn sem leggur upp af bálinu, er hann verður brenndur. Jeg læt yður nú eiga yður. það er enn á mínu valdi að bjarga lífi hans. Hugsið yður um, hvort þjer haldið þjer treystið yð- ur til að standast-það, sem á morgun dynur yfir. Haldið- þjer að þjer getið hugsað til þess eptir á, að þjer hafið verið valdar að dauða háns, og það með tómu þrái og heimskuiegri mót- spyrnu gegn gæfu yðar». Aldrei halði Inez átt aðra eins nótt. Henni fannst hún ætla að springa af harmi og hræðslu; hún var orðin hreinlega máltþrota af mæðu og hrellingu. Hún leitaði á hvern glugga og hverja hurð að herberginu, í þeirri heimskulegu von að komast úl, en þar var hvergi lát á, alira sízt undan jafn- máttlitlum löndum. Hún var eins og vesalings fugl, sem ber aumingja litlu vængjunum í bnrið sitt, uns hann hnígur niður máttvana og úrkulavonar; eins fleygði luin sjer á gólfið í von- lausri hrellingu. Blóðið logaði í æð- unum, tnngan var þornuð upp, hjartað sló svo hart og svo ólt, og henni fannst eins og heilinn ætiaði að brenna. Um það leyti sem fórj að daga heyrði hún lykli snúið í hurðinni að herberginu, sem hún var í. Hún ótt- aðist að það kynni að vera Don Am- brosío og varð því heldur en ekki hverft við. En það var ekki hann, heldtir kvennmaður, í sveitabúningi, og skýldi skikkjunni fyrir andlit sjer. Hún gekk hljóðlega inn, litaðist vand- lega um og brá siðan skýlunni frá andiitinu. Sá Inez þá, að þar var komin söngmærin, bjargvættur hennar. Hún hljóðaði upp af fögnuði; en hin ókunna mær brá fingrinum lyrir varir sjer, til merkis um, að hin skyldi ekki hafa hátt, og benti henni að koma með sjer. Hún brá á sig höfuðblæj- nnni og fór af stað viðstöðulaust. Þær gengu hratt en hljóðlega gegnum försal einn, þvert yfir allmikinn skála og síðan eptir löngum stofugöngum; allt var hljótt; heimilisfólkið var altt i svefni. þá komu þær að hurð, er aðkomumærin hafði lykil að. lnez flaug allt í einu í hug, að hjer kynnu að vera ný svik í tafli; svo var hún orðin istöðulaus og tortrygg; hún lagði höndina á handlegg hinnar ókunnu meyjar og spurði, hvort hún væri að fara með sig. «Jeg ætla að bjarga yðor hjeðan», svaraði hin í lágum hljóðum. «Eru yðnr kunnar leiðir um höll þessa?». «Helzt til velD svaraði stúlkan, og varpaði öndinni mæðilega, með svo raunalegum einlægnissvip, að Inez hvarf öil tortryggni. (Framh. siðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.