Ísafold - 04.12.1876, Page 2
106
ekki er ánægjan með konungs-
stjórn þar eins mikil og stjórnin lætur
orð fara af. í októbermánuði komst
þar upp eitthvert hið mesta samsæri.
Aðalforingi samsærisins var Zorilla, er
fyr var forsætisráðgjafl. Það, sem var
einna ískyggilegast við það, var, að út
leit fyrir, að það væri fjarskalega út-
breitt í hernum. Um 20 hershöfðingj-
ar eru teknir hóndum, og yflr hundrað
af mönnum, sem fyr bafa verið hers-
höfðingjar. Samsærismenn ætluðu að
hrinda Alfons konungi frá stjórn, og
setja lýðstjórn í staðinn, en fyrirtæki
þeirra komst því miður upp. flefir nú
tögreglulið Spánverja hið umfangsmesta
starf fyrir hendi, því að margt telja
menn enn vera, sem eigi erljóst orðið,
og margir munu vera beudlaðir við
samsærið, sem enn eru eigi orðnir
berir að því. |>ó nú þannig hafl tekizt
fyrir uppreist í þetta sinn, er uggvænt, að
stjórn Alfons eigi ekki langan aldur fyrir
höndum, þar sem allir hinirbelri menn
Spánar eru gagnteknir af óvild og fyr-
irlitningu fyrir henni. Ekki hafa Spán-
verjar enn getað bælt uppreistina á
Kúba, og er nú Martinez Campos, sem
frægur er orðinn frá Karlunga-styrjöld-
inni, sendur þangað með allmiklu liði,
og á nú til skarar að skríða.
Með Bandamönnum í Vesturheimi
er forseta-kosningarbaráltan nú að enda;
úrslitin frjettið þið líklega ekki fyr en
í vor. Forsetaefnin eru þeir Hayes og
Tílden, og vona menn Hayes verði of-
an á, þótt það standi tæpt. Hið mesta
áhugamál allra betri manna þar er að
losast við ónýta og spillta embættismenn
og koma þeirri reglu á, að veita em-
bætti eingöngu eptir atgjörfi og mann-
kostum, og er Hayes talinn liklegastur
til að koma því fram. — Nú er lokið
hinu 20 ára gamla morðmáli í Utah,
Mormónaríkinu, sem getið var um í ísaf.
í fyrra (II 16.), og á höfuðbófinn, Lee,
að hengjast. Khöfn, ’/n 76.
G. P.
— Útaf brjefi landshöfðingjans til
póstmeistarans, dags. 28. apríl þ. á.,
þar sem hann neitaði því fyrir hönd
póstsljórnarinnar að endurgjalda 56
krónur, sem vantaði uppá 313 kr. 94
a. sendar hjeðan af skrifstofunni með
vestanpóstinum 28. júlí f. á. til pró-
fastsins í Barðastrandarsýsiu, hafði
einhver fyrir nokkru síðan tekið sjer
tilefni til í Isafold að hreifa þessu
rnáii, og af því dregið þá áiyktun, að
þessi peningavöntun mundi vera vangá
minni eða skrifara míns að kenna.
I’essu svaraði einhver annar ónefndur
maður í næsta blaði ísafoldar á þá
leið, að sjer þætti hitt öllu hklegra,
að peningarnir hefðu farizt á leiðinui
frá póstafgreiðslustaðnum í Bæ að
Stað á Pieykjanesi, þar sem prófastur-
inn á heima, einkum af þeirri ástæðu,
að ef peningarnir hefðu verið skakkt
taldir hjer á skrifstofunni, þá hefði
það orðið að koma I ljós seinna, þeg-
ar ársreikningar hlutaðeigandi sjóða
hefðu verið samdir, eða el’ einhverjum
prófasti hefðu við sama tækifæri verið
ofsendar hinar vantandi 56 kr., þá mundi
hann hafa skilað þeim aptur. þessu
til frekari skýringar skal jeg geta
þess, að eptir árainnstu landshöfðingja
brjefi er pokanum, sem peningarnir
voru sendir í, þannig lýst, að hann
hafi að sönnu verið nokkuð skaddaður,
þegar hann var tekinn upp á Bæ, en
þó óhugsandi, að nókkuð af pví, sem
í honum var, hefði getað smogið út,
par, sem hann var sltemmdur. þar á
mót hefir viðkomandi prófastur, þegar
hann tilkynnti mjer þennan fjármissi,
sagt, að polcinn hafi verið svo útleik-
inn pá er hann kom í hans hendur,
að sjer hafi strax dottið í hug, að
hinir vantandi peningar kynnu að
hafa dottið ofan í pósttöskuna og af
þvi að sjón sje sögu ríkari, sendi
hann mjer pokann, sem var með 3
stórum götum, er jafnvel tvíkrónupen-
ingar geta dottið út um.
Af þessu er það nú auðsælt, að á
leiðinni frá Bœ að Stað hefir kárnað
svo um umbúðirnar, að peningarnir
hafl hæglega getað týnzt á þeirri leið
og það því fremur, hati sá, er þá flutti,
eptir því, sem sagt er, verið nætur-
sakir á öðrum bæ áður en hann kom
að Stað. Að vísu taldi jeg ekki þessa
peninga sjálfur, heldur annar maður í
fjarveru skrifara míns — sem er bæði
aðgætinn og áreiðanlegur, og staðhæfir
hann, að peningarnir haíi verið rjett
taldir, sem jeg líka er sannfærður um.
En þó þetta sje innileg sannfær-
ing mín, er það þó margt, sem hefir
aptrað mjer frá að láta hefja rjettar-
rannsókn í þessu máli, og því hafði
jeg löngu áður en því var hreift í
ísafold, lagt til hliðar frá sjálfum mjer
hinar vantandi 56 krónur, sem jeg
ætlast til, að verði útbýtt á næstu
Synodus, svo enginn annar bíði baga
af þessu óhappa tilfelli Jeg’skai bæta
því við, að í þau ár, sem jeg hef ver-
ið biskup, hefir aldrei svo jeg til viti,
nokkur skildingur mistalizt af þeim
peningum, sem sendir hafa veriö frá
skrifstofu miuni.
B. Fjetursson.
Olínsætiibað.
Eptirfylgjandi svar frá amtsdýra-
lækni C. Schmidt í Flórey í Noregi
upp á grein Snorra dýralæknis um
olíusætubaðið í ísaf. III 22. (%76)
leljum vjer oss skylt að birta hjer í blaðinu
eptir áskorun lögreglust. í fjárkl málinu.
«Jeg leyfi mjer fyrst að geta þess,
að mjer finnst tnega telja mig «óhiut-
drægan lækningafróðan dómara» í þessu
máli, þar sem jeg á alls engau þátt í
útsölu meðalsins, enda segir það sig
sjálft, að slíkt getur ekki átt sjei' stað,
úr því jeg er skipaður forstjóri ráð-
stafananna gegn fjárkláðanum í Berg-
enhus-uindæmi hinu nyrðra hjer í INor-
egi, og mundi því áminnst útsöiu-
mennska eiga síður en ekki vel sainau
við embættisstöðu mína.
Höf. segir, að samsetning olíusætu-
baðsins sje ekkert leynd.trmál. En þá
er skrítið, að höf. skuli ekki sanna
þetta með því að lelja npp efni þau,
er það er samsett at' og segja hvað
mikið er í því af hverju þeirra fyrir
sig. Væri þetta almenningi kunnugt,
mundu vissulega nógir verða til að
búa til jafn-nytsamlegt meðal, sem
svo mikil eptirsókn er eptir.
Að karbólsýra og olíusæla sjeu í
meðali þessu, er enginn galdur að
sýna, en það er full ástæða til að
halda, að í því sje líka eitthvað af
jurtaefni, er sje banvænt hvers konar
skorkvikindum; en það er örðugt fyrir
efnafræðinga að sýna þetta, þar eð
öll plöntuefni þau, er hjer geta kom-
ið til greina, hafa mjög áþekk á-
hrif á hin efnafræðislegu prófmeðul,
en hafa mjög mismunandi lækninga-
verkanir.
Fyrirsögn mín um, hvað mikið eigi
að hafa af meðalinu í baðið, er ekki
tekin úr bók Schumanns, eins og höf.
fullyrðir, heldur fer jeg eptir því, sem
jeg hef sjálfur margreynt, og það er
að miklu leyti samkvæmt hinni eusku
fyrirsögn. I V2 pd. í 20 potta (af vatni)
er fullnóg til að lækna kláða, sje bað-
að aptur eptir 6 — 8 daga úrjafnsterk-
um baðlegi. I pd. í 20 potta hefir
meira að segja reynzt nægilegt, hafi
hrúðrarnir ekki verið þykkvir og kind-
urnar verið baðaðar í ullu; þó ræð jeg
heldur til að hafa hið sterkara baðið,
er mjer hefir reynzt öldungis óbrigð-
ult, og hef jeg þó reynt það meir eu
þúsund sinnum, sje þess gætt, að hafa
kindurnar nógu lengi niðri í baðinu —
sem sje 1 mínútu — og hrúðrarnir
kroppaðir sundur á meðan. Laus
skorkvindi á skepnunni drepast undir
eins eptir hið Iinara baðið.
Jeg hef nú baðað nær 15000 fjár
síðan jeg byrjaði á þessu meðali, og
reynist mjer það æ betur og betur,
enda er alinenningur hjer vestanlands
nú búinn að fá mestu mætur á þvi.
Jeg er nú um þessar mundir að
baða um 12000 fjár í Sogni, og er
þar haft oliusætubað á hverja kind.
Sömuleiðis á nú að baða úr því í
stóru hjeraði í Bergenhus-umdæmi
hinu syðra. Jeg get öldungis óhultur
mælt fram með þessu meðali sem
hinu áreiðanlegasta, ódýrasta og ó-
vandleiknasta baðlyfi, sem nú er til,
að því er jeg þekki frekast til.
Walz-lögurinn er óáreiðanlegt bað-
lyf, og tóbaks-seyðið of kostnaðarsaint
og fyrirhafnarmikið. C. Schmidto.
Með þessari póstskipsferð hafa
nú flutzt hingað um 2000 pd. af glyc-
erine-dip (olíusætu), tíl kaupmannanna
Magnúsar Jónssonar, Fischers og
Knudtzons, og eru nú bændur óðutn
að byrgja sig upp með það.
Pingvallafundurinn 1876
og
fulltrúar Borgfirðinga.
Á skýrslu þeirri um þingvallafuud-
inn, sem fulltrúar Borgfirðinga, Páll
læknir Blöndal og Andrjes Fjeldsted,
hafa komið með í síðasta blaði Isa-
foldar, hafa þeir gleymt litln atriði, og
það er, að þeir greiddu báðir atkvæði
með þvi á fundiuum, að algjörður nið-
urskurður færi fram í haust í efra parti
Borgarfjarðarsýslu, án tillits til pess,
hvort kláðavart yrði þar í haust eða
ekki. Ætli það hafi nú verið af fyrir-
hyggjulitli kappi eða kergju (jeg vil ekki
segja «þjósti og þrái•>), að þeir vildu hafa
fram þenna niðurskurð? Eg held ekki.
þeir vissu það af sorglegri reynslu, að
þótt ekki yrði kláðavart haustið út i
Borgarfjarðarsýslu, gæti kláðinn mikið