Ísafold - 23.12.1876, Qupperneq 1
9
% « fl f 0 I fc.
III 30* Laugardaginn 23. desembermánaðar. 1990«
Fjárkaup Breta á Úthjeraði haustið
1876.
Hinir skozku fjárkaupmenn Mr.
Bridges og Mr. Tait, er fóru í fjárkaup
til Austfjarða í haust, hafa sent mjer
þessa skýrslu um ferð sína:
«Við kváðum á fyrsta markað okk-
ar að Fossvölium 12. sept., annan að
Bót, þann 13. s. m. Við komum að
Fossvöllum snemma á ákveðnum degi,
og voru þar þá margir bændur saman
komnir með fje silt. I’eir áttu fund
með sjer, höfðu tölu á fje sínu, er þeir
höfðu rekið til markaðar, og komu síð-
an og tjáðu okkur, að þar vœru saman
komin 1800 fjár, og að þeir hefði ráð-
ið með sjer að selja það allt í einum
hóp; yrðum því að kaupa allt, eða við
fengjum ekkert.
Við skýrðum þeim nú, að við gæt-
um ekki keypt meira en 1800 fjár alls.
Við hefðum boðað markað að Bót næsta
dag, og væri það órjettlæti við þá, að
þann markað kynnu að sækja, að kaupa
allt okkar fje að Fossvöllum. Nú höfðu
bændur við ýmsar fortölur og meðal
annars töldu þeir líklegast, að fátt
mundi fjár verða að Bót. Við svöruð-
um þvf, að úr því við hefðum boðað
markað þar, og allar líkur væru fyrir
þvf, að bændur mundu hafa lagt í söl-
ur vinnu sfna og tfma til þess að
smala þangað fje, þá væri það illa að
farið af okkur, ef við brygðum þannig
við þá orð vor. Nú varð það að sam-
komulagi, að geyma kaup á 300 fjár
fyrir Bót. Geldar ær að Fossvöllum
svöruðn bjer um bil þessari tölu, og
samdist það með bændum, að þær skyldu
dregnar frá. þá voru eptir 1500 fjár
og fyrir þessa tölu heimtuðu bændur
10 dali fyrir kind hverja, og gjörðu það
að kvöð, að við keyptum allt. Við
sögðum þeim nú, að f hjörðinni væru
kindur, sem við alls ekki gætum keypt,
og þær kindur yrði að draga úr, áður
en kaup gæti samizt. Bændur svöruðu,
að við yrðum að kaupa allt, á 10 dali
kindina, ella fengjum enga skepnu. Við
svöruðum, að þeir skyldu fá 10 dali
fyrir hverja kind, er væri þess virði;
en sumt af fjenu væri svo magurt, að
við gætum ekki tekið það fyrir nokk-
urt verð, það væri okkur allsendis gagns-
laust, og væru þær kindur ekkí dregn-
ar frá, gætum við ekkert keypt. Bænd-
ur sátu fastir við sinn keip, ogsvöruðu:
allt eða ekkert. Fannig stóð nú um
hríð. Sfðan komu bændur aptur og
buðu fjeð allt fyrir 9V« dal, en enga
kind skyldi frú draga Við reyndum nú
að koma þeim f skilning um það, að
sumtaf fjenu væri okkur öldungis gagns-
laust; við gætum ekkert við það gjört,
þó við keyptum það; við hefðum ekk-
ert móti því að gefa þeim 10 dali fyr-
ir það sem við keyptum, eins og þeir
hefðu fyrst heimtað, en það væri ó-
skynsamlegt og fráleitt af þeim, að
ætlast til þess, að við skyldum kaupa
svo og svo mikið af fje fyrir 10 dali
og flytja það til Skotlands, þar sem
það væri einskis virði, og þjer getið
getið því nærri, að meðal 1500 fjár
hafi verið allmargar svo rýrar kindur,
að þýðingarlaust hefði verið að flytja
þær á skozkan fjármarkað. Enginn
maður með fullu viti kanpir fje, án
þess að taka á þvf, og fá fulla vissu
um það, að hann fái fullt andvirði pen-
inga sinna, og sjer i lagi, að hann fái
það sem hann getur selt aptur. En
eptir söluaðferð bænda hefði það verið
að eins tímatöf og ekki annað, að taka
á fjenu til að fá þessa vissu. Söluað-
ferð bænda var því sannarlega hlægileg.
Eða þekkja menn nokkursstaðar í verzl-
un þá grundvallarreglu, að þeir, er til
markaðar koma, skuli skyldir að kaupa
hæsta verði allt, er þeim er boðið,golt
og illt, nýtt og ónýtt ? Slíkt er ekki
verzlun, heldur einokun, og þeim verst,
er halda slíkri verzlunaraðferð fram.
Bændur að Fossvöllum hafa hlolið að
halda, að við værum dæmalausir heimsk-
ingjar, að koma frá landi hinnar frjálsu
verzlunar, og ganga að slíkum afar-
kostum.
Nú leið á daginn, og allt stóð við
sama; við tjáðum bændum enn, að ef
þeir vildu draga frá magra fjeð, skyldi
Mr. Tait líta yfir hópinn, en þeir skyldu
ekki búast við, að við gerðum nein
kaup við þá með öðrum skilmálum.
Loks endaði þetta með því, að helm-
ingur fjáríns var rekinn í burtu, óg
drógu bændur engar dulur á bræði
sfna yfir þvf, að ráð þeirra hafði farizt
þannig fyrir. Eigendur þess fjár, er
eptir var, drógu nú frá fje sitt, hver í
sinu lagi, og um það er rökkrið dalt
á, höfðum við fengið milli 3 og 400
fjár. Morguninn eptir ráku ýmsireig-
endur fé sitt aptur til Fossvalla, svo að
við fengum þar alls 850.
Nú tóku önnur vandræðin við. Við
gátum með engu móti fengið neinn
fjárrekstrarmann, hvað sem í boði var.
Bændur þverneituðu, að láta nokkurn
vinnumann sinn fara með okkur. Til
alirar lukku höfðum við ekki borgað
fjeð, þá er eg sannfærður um það, að
við hefðím ekki fengið nokkurn fjár-
117
rekstrarmann. En er þeir sáu, að borg-
un mundi bíða, efkvöð okkar yrði ekki
gegnt, fengu þeir til fjárrekstrarmenn,
sem við urðum að borga 3 rd. um dag-
inn, hverjum, en lengra en að Lagar-
fljóti voru þeir ófáanlegir.
Yfir Lagarfljót varð fjeð að synda,
og með því að straumur var þar æði-
harður í fijótinu, beiddumst við að mega
hafa not af ferjunni til að hjálpa þeim
kindum, er ekki kynnu að hafa þróttað
synda yfir um. En ferjueigandi þver-
neitaði okkur um þenna greiða, og
gaf engan kost á ferjunni. En hjer
kom herra Páll Ólafsson okknr til hjálp-
ar, og fjekk það hjá ferjueiganda, er
hann hafði neitað okkur um.
Við fórum frá Fossvöllum bæði sárir
og gramir yfir hinni óhrósverðu að-
ferð, er íslendingar höfðu þaf haft í
frammi við oss.
Þegar við komum í Bót, var þar
ekki meira en 140 fjár saman komið,
og hjer átti að beita við okkur sömu
aðferðinni og á Fossvöllum, en með
því við vorum orðnir of þreyttir á þeim
leik, hættum við við allt i Bót, og fór-
um af stað.
Á Eyðum var okkur vel tekið, og
herra Jónatan fórst allt vel og heið-
arlega við okkur. þar bættist okkur
fje, svo að við höfðum 1250. Við hðfð-
um sent mann niður á Seyðisfjörð að
boða þar markað næsta laugardag (16.
sept.), og ætluðumst til að við gætum
fengið þar nóg í viðbót til að fylla skip-
ið. En þá voru komin boð til Seyðis-
fjarðar, að þangað væri von á skipi 2.
okt. frá Englandi til að kaupa 1600
fjár, og þegar við komum á Seyðis-
fjörð, heyrðum við að menn hefði verið
að reka fje sitt til þess markaðar, er
við hðfðum boðað, en hefði horfið heim
aptur, er fregnin um þetta nýja fjár-
skip barst þeim, og skutu þannig loku
fyrir, að við gætum keypt nokkuð, og
það þó sumir væri komnir hálfa leið
með rekstra sfna.
Slíka aðferð og höfð var frammi við
oss á Austfjörðum i ár, kunnum vjer
varla nafni að nefna. En það má öll-
um vera Ijóst, að hún er lítil uppörvun
fyrir oss, að fara svo langt og leggja
svo mikið á hættu, eins og hver sá
verður að gjöra, er fer hjeðan f fjár-
kaup til íslands. Og undarlegt má vera
verzlunarvit þeirra manna, er reka heim
fje sitt frá þeirn markaði, þar sem allt
er borgað út f hönd í peningum, til
þess að geta selt það þeim, er borga
þeim hálft í vörum en hálft í pening-
um. En svo mikið er víst, að ef við