Ísafold - 23.12.1876, Síða 4
120
væri ekki til annars en að lýsa bæjar-
stjórninni sjálfri á fundina upp í Tukt-
húsið, og lýsa þjófunum, sem kynnu
að vilja bregða sjer inn í einhverja
búðina í Hafnarstræti á nóttunni, til
að sjá til ferða næturvarðanna — næt-
ur-lögreglanna, sem eiga að vera —,
en þar á móti væri svo vísdómslega
um búið, að næturverðirnir sæu ekki
til þjófanna; ein luktin væri auðsjáan-
lega sjerstaklega ætluð til að lýsa ná-
unganum að brennivins-brunninum
gamla, hans Jörnndar heitins «frænda».
Sumt af þessu sýndist mjer nú hefði
mátt liggja milli hluta, og ekki gat
hann á móti því borið, að lítið er
betra en ekki (þ. e. fáar luktir betri
en engin) og að sjálfsagt var að láta
höfuðstræti borgarinnar silja i fyrir-
rúmi með «upplýsingnna».
|>að er jafnan viðkvæði hans, að
allt þetta «gangi út yfir» fátæklingana
— jeg heíi orðin eptir bonum. — Þeir
gjaldi alls þessa «prjáls» bæjarstjómar-
innar. t*að er eins og hann ímyndi
sjer, að ekkert sveitarfjelag eigi nokk-
urn tíma að leggja ije ( kostnað til
neins annars, en að fæða þurfamenn.
Slíkri heimsku þykist jeg nú ekki þurfa
að eyða orðum að.
Fyrir skömmu síðan gengum við
saman inn Öskjuhlíðarveg. J>ar var þá
verið að vinna að vegabótnm. Hafði
bæjarstjórnin veitt til þass Qe nokkurt,
af næsta árs áætlun, og skyldu þurfa-
menn einir og sveitarómagar vinna að
vegabót þessari, tit þess að Ijetta þeim
dálítið á sveitinni. Lagsmaður minn
gat eigi á móti því borið, að það væri
hyggilegt ráð, í fiskileysinu og bjarg-
ræðisvandræðunnm. «En hvernig vík-
ur þessu við?» segir hann; «er h a n n
orðinn þurfamaður?» — hann nefndi
manninn —; það var þá einn bæjar-
fulltrúinn, efnamaður í góðu lagi. ilann
var þá þar í vegabótavinnunni, með
alla sina vinnumenn. Og annar bæj-
arfulltrúinn hafði komið sonum sínum
og vinnumönnnm að þessari atvinnu,
fyrir fullhátt kaup, sem nærri má geta.
Auk þess sýndi lagsmaður minn mjer
nokkra kunningja þessara bæjarfnlltrúa,
sömuleiðis bjargálnamena, er voru þar
með flestallt sitt vinnufólk. Svona taldi
hann upp þangað til komið var nær
helmingi allra vegabótamannanna; af
hinum helmningnum hjelt hann að
meiri parturinn mundi vera þurfamenn.
«Og bæjarstjórnin sá allt sem hún
hafði gjört, og sjá, það var haria gott»!
sagði hann. «Til þess að tefja þurfa-
mennina sem minnst frá staupaþing-
unum i búðunum o. s. frv., hleypur
bún sjálf undir bagga með þeim að
vinnu þeirra. Slík vfirvöld eru ekki á
hverju strái». Fátceklingur.
— Fjárkláðinn. tað er nú
komið upp, að á Hrísum í Flókadal
í líorgarfirði hefir fyrir nokkru síð-
an fnndizt kláðavottur í einum hrút,
og yfirvaldið ekki verið látið vitaafþví.
Fjekk lögreglustjóri einhvern pata af
því á ferð sinni um hjeraðið í miðjum
þessum mánuði og fór þegar og skoð-
aði kindina ásamt tilkvöddum mönnum.
Fundu þeir þrjá kláðabletti á kviðnum á
henni, og jafnvel einhvern vott í öðr-
um hrút, er verið hafði í sama kofa.
Ekki höfðu hrútar þessir verið hafðir
saman við annað fje á bænum siðan
kláðavotturinn fannst. Lögreglustjóri
! Ijet þegar baða allt fje á bænuin, og á
að baða aptur að viku liðinni.
Lítinn lit munu Borgfirðingar al-
mennt hafa sýnt á að framkvæma boð
landshöfðingja um almennt bað fyrir ný-
árið, og mun lögreglusljóri þurfa á
öllu sínu fylgi og atorku að halda, ef
það á fram að ganga. Ed með þvi að
hvorugt brestur af hans hendi, þykir
mikil von um að það takizt. Hann
kom hingað suður fyrir fám dögum að
útvega meiri baðmeðul, og fór um hæl
aptur upp í Borgarfjörð.
— Aflabrögð. Nú heflr loks
fengizt hjer nokkur reytingnr siðustu
dagana, af stúlungi og ýsu. En marg-
ir verða nú að sitja ( landi vegna
beituleysis.
— Hátíðaprjedikanir í
dómkirkjunni. Á aðfangadagskvöld jóla
kl. 6.: cand. theol. Sigurður Jensson;
á jóladag kl. 11 (hámessa); prestaskóla-
kennari sira Helgi Hátfdánarson, kl.
IV2 dómkirkjuprestur sira Hatlgrímur
Sveinsson (dönsk messa); annan í jól-
um kl. 12: dómkirkjupresturinn; á
gamlárskvöld ki. 6: biskupsskrifari cand.
theol. Lárus Halldórsson', á nýársdag
(hámessa) kl. 12: dómkirkjupresturinn.
(Á aðfangadag og gamlársdag engar
hámessur).
iiitt og þetta.
— pað var tízka á Englandi á dögum El-
isabetar drottningar (fyrir 300 árum), að
ungar hefðarkonur lauguðu sig í mjólk, en
hinar eldri í víni. María Stuart Skotadrottn-
ing eyddi svo mikilli mjólk i kerlaugar
handa sjer, pegar hún sat í dýflissu hjá
Bretadrottningu,að dýflissuvörðurinn, Shrews-
bury greifi, kærði j>að fyrir Elísabet. Elísa-
bet var vön að lauga sig fyrst í volgu vatni
og síðan í víni, enda komu óvenju -seint á
hana ellihrukkur.
— í fyrra var haldið uppboð í Lundúnum
á sendibrjefum eptir mikla menn. Brjofln
Voru 400, frá frægustu mönnum bæði áEng-
landi og í öðrum löndum. í eítt brjef frá
Karli fyrsta Bretakonungi veru boðnar 1240
kr. í dönskum peningum, og í annað frá
Oliver Cromwell 900 kr. Dýrast varð pó eitt
brjef frá Washington, hinum mikla hershöfð-
ingja í frelsisstyrjöld Bandamanna í Vestur-
heimi. pað komst í rúmar 1700 kr. Á um-
boði þessu voru og brjef frá Lúter, Friðriki
mikla, Elisabet Bretadrottningu, Maríu An-
toinette (sem hálshöggvin var í stjómarbylt-
ingunni miklu), Benjamín Franklín, Nelson
aðmíráli 0. fl. Alls hljóp sendibrjefauppboð
þetta um 39000 kr. (Budstikken).
— pað mun mörgum í minni, að haustið
1871 brann allmikið af borginni Chicago í
Yesturheimi til kaldra kola. En að rúmu
ári liðnu var hún risin úr rústum, og var þá
langtum fegri og veglegri en fyrir brunann.
Þó varð, sem nærri má geta, ekki tekið til
húsagjörðar fyr en voraöi. Er svo sagt, að
200 virkir dagar muni hafa gengið til að
býggja borgina upp. Vinnustundimar er
ætlað á að hafi verið 8 á dag að jafnaði, og
telst pá svo til, að á hverri klukkustundu á
pessiun tíma hafi komizt upp eitt 4—6 loptað
hús með 25 feta langri framhlið (far;ade).
Nú eru í Chicago 41 banki og 201 kirkja.
þar koma út 11 stórblöð á hverjum degi,
og 35 gistihallir eru í borginni. Árið 1830
var borgin Chicago ekki til, árið 1840 var í-
búatalan 4843, en er nú um 450,000, oghefir
eptir því hundraðfaldazt á einum mannsaldri.
— MISPRENTAÐ í síðasta bl. í „Hitt og
þetta“ aptast: tvöfaldast fyrir t í f a 1 d a z t;
og framarlega í auglýsingunni um 01 í u-
s æ t u b a ð í III 28: hálfan annan pott af
olíusætu f. hálft annað p u n d af olíusætu,
og síðar í sömu augl.: 1 pottur af olíusætu
f. 1 p u n d 0. s» frv.
Auglýsi ngar.
Ameríka
Ankor-línunnar atlantiska-
hafs guluskipafjelag flytur Vesturfara
frá íslandi yfir Skotland til allra hafna
i Ameriku; og á það fjelag, eins og
kunnugt er, hin beztu skip til fólks-
flutninga.
Fæði ókeypis á ferðinni yfir At-
lantshafið, svo og læknishjálp og
meðöl, ef þörf gjörist.
Ef nægiiega margir vildu fara,
sendir fjelagið eitt af hinum miklu
skipum sínum hingað til lands, og flyt-
ur það þá beina leið hjeðan lil Ámeriku.
Þeir, sem ætla sjer að fara til
Vesturheims, ættu að hagnýta sjer
tilboð þessa fjelags.
Nánariupplýsingar og sannanir fást hjá
herra Egilsson i Ileykjavík.
Reykjavík, 2. desbr. 1876.
pr. Henderson Brothers.
W. P a y.
Islenzk frimerki eru
keypt við háu verði af Fr. Berthini í
Nr. 19 i Ilerluf-Trollesgade í Kaup-
mannahöfn.
Nærsveitamenn geta vitjað ísafoldar
í Apótekinu.
ísafold kemtir 3t 2 —3»ar á nnnuti, 3z bt.
DDi árið. Kostar 3 kr. árgangnrinn (er-
tendis 4 kr.), stök nr. 20 a. Sölulaun: 7.
hvert expl.
Ársverðið greiðist í kauptib, eða þá halft á snmarmálum, hálft á
haustlestum Auglýsinuar eiu tekuar í blaðib iyrir 6 a. smileturs-
línan eba jafnmikib rúm, en 7a með venjulegu meginmálsletri. —
Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlíbarhúsom .
Uitstjúri: Björn Jónsson, eand phil
Laudsprentsmibjan í Reykjavík
Einar þórðarson.