Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 2
26 þá í fornðld en nú. |>ótt eg sje nú al- veg óviðriðinn tilefni þessa máls, vil jeg leyfa mjer að koma með fáeinar athugasemdir við þenna samanburð,eða um hið forna þingfararkaup, sem jeg vona, að hinn háttvirti hófundur misvirði eigi, með því að mjer gengur það eitt til, að skoða það frá fornfræðinnar hlið. fað er kunnugt, að hið forna al- þingi hafði á hendi bæði Iðggjafarstörf og dómarastörf. {>ar voru fjórir fjórð- ungsdómar fyrir allt Iandið, og þar að auki fimmtardómur, sem var einn alls- herjardómur, því í honum sátu menn úr öllum goðorðum landsins; hann var líka að vissu leyti nokkurs konar æðsti dómur. Einn var aðal-embættismaður á öllu landinu, og það var lögsögumaður; hann hafði laun sín af opinberu fje, • lögrjettufjám», 200 ál. vaðmála sum- ar hvert, og þar að auki allar útlegðir hálfar, sem dæmdar voru á alþingi, þ. e. hálft það fje, sem gjört var upptækt fyrir þeim mönnum, er sekir urðu. Jeg hygg nú, að fullyrða megi, að þing- fararkaupið, þessar 10 ál., hafi verið hið eina gjald, er lá á hverjum bú- anda, er verja skyldi til landsstjórn- arinnar, og var því þannig hagað, að það skyldi nægja til allra útgjalda við löggjafar- og dómsvaldið; af þing- fararkaupinu munu hafa verið tekin laun lögsögumannsins, því með lög- rjettufje mun meint vera meðal annars þingfararkaupið í heild sinni; ýmsar sektir fjellu lika til lögrjettu; sjest það meðal annars af Festuskatti, þegar maður gengur að eiga konu, er hann vissi ekki frændsemi við. En borgun til allra pingheyenda var fólgin í því, að þeir skyldu taka þingfararkaup en eigi gjalda, «þá scal hverr þeirra taka þing- fararkaup. enn gjalda eigi. endaerhverr þeirra þing heyandi. bæþi um sín mál oc annarra manna». (Grág. þingskapaþ. 23. kap. í Finsens útg.j. En þeir voru allir þingheyendur, er goði hverr kref- nr þingreiðar, eða þeir sem höfðu eiu- hvern þingstarfa á hendi (Function). «Böndr eru þingheyjendr. oc goþar. oc þeir menn er þingfarar oc gagna erv heiman quaddir» (þsk.þ. 23. kap.). í lögrjettunni sátu 12 tylftir manna, 144, og lögsögumaður og biskup að auk. IlaG nú 1 hverjum fjórðungsdómi setið 36 manna, verða það 144, en hafi þeir ekki verið nema 9, — sem jeg hygg heldur vera — verða það 36al!s. í fimmt- ardóminn skyldi nefna 4 tylftir manna (því eina átti úr að nefna), 48 manns, og allir dómar skyldu senn nefndir. Svo koma nú allir kviðirnir, er goð- arnir myndu þurfa að nefna á þingi, bæði 9 manna kviðir, og tylftarkviðir. |>eir gátu verið svo margir nefndir á slíku alisherjarþingi, við alla þessa fimm dóma, í svo mörgum og margbreyttum málum, sem þar gátu komið fyrir, að ómögulegt er að ákveða, hvað mikinn mannfjölda þyrfti til. þessir allir flokk- ar, er jeg hefi nefnt, og höfðu þing- starfa á liendi, voru allir þingheyend- ur, og áttu að taka þingfararlcaup, en eigi gjalda. »Rett er at hann taki þing- fararkavp ef hann gengr i doma. eþa berr quiþv» (sama kap.). Af þessu öllu er nú auðsætt, að þingfararkanpið lenti ekki einungis hjá lögrjettumönnunum; og það er þó einungis hún (lögrjettan), sem vjer getum helzt líkt við alþingi nú; það er í rauninni ekkert annað en fámenn lögrjelta, með 36 manns, sje það borið saman við þá fornu lögrjettu. Það er því ekki fullkomlega rjett- látur samanburður, að bera saman all- an landstjórnarkostnaðinn ( fornöld, einungis við hvað hið fámenna alþing vort nú kostar. Hitt væri heldur gjör- andi, að bera saman allan landstjórn- arkostnaðinn nú, við hvað landstjórnin kostaði í fornöld; mun þá bezt sjást hinn fjarskalegi mismunur, hvað land- stjórnin var kostnaðarminni í gamia daga, og þori jeg þó að fullyrða svo mikið, að manntal var ekki minua á landinu þá en nú, eða efni manna í iöndum og lausum aurum. Hinn háttvirti höf. segir: «af hverj- um skatlbónda áttu að greiðast 10 ál. í þingfararkaup». Upphæð þingfarar- kaupsins er rjett tilgreind, en að það hafi verið bundið við shatt, sízt upp- haflega, og heldur ekki á ll.öld, held jeg sje misskilningur. íslendingar þekktu ekki það gjald («skatt»)á þjóðstjórnar- árum sínum, enda nefnir Ari fróði hann ekki í íslendingabók 10. kap., er hann segir frá, að Gissur bískup hafi látið telja þá bændur á landinu, sem þing- fararkaupi áttu að gegna. Gjaldið »skatt- ur» varð ekki til, sem kunnugt er, fyrr en eptir að landið komst undir kon- ung. Jónsbók talar þess vegna greini- lega um skatt í «þegnskyldu við kon- ung», og sjest þar, hvernig hann er orðinn tii. Jeg hefi getið þess að framan, að þingfararkaupið hali verið hið eina gjald, er á mönnum hvíldí í þaríir landstjórn- arinnar, að minnsta kosti að því, er alþingi snertir, jeg meina sjálfsagt áð- ur en páfa- og klerkavaldið fór að drottna; en líka var til annað gjald, áður en kristni kom, er skylt var að greiða, og það var hoftollur, enda skyldu menn annast fátæka hver í sínu hjer- aði. það er ekki ólíklegt að hoftollur- inn eptir að kristni kom, haQ eins eptir sem áður failið til goðans, þó undir öðru nafni. Goðarnir voru eins konar embættismenn sinnar tíðar, þó ekki einvaldar, eins og sumir hafa ætlað; þeir voru mjög áríðandi menn í land- stjórninni, og höfðu raunar þrenns konar starfa á hendi: 1. að gæta hof- anna, og stjórna blótsiðum, 2. þeir skyldu nefna menn í lögrjettu, og áttu þar sjálfir setu, og voru því í rauninni hinir rjettu lögrjettumenn, «áttuatráða lögum ok lofum», en lögsögumaðurinn var þó yfirmaður lögrjettnnnar. 3. þeir skyldu nefna menn í alla dóma: «stýra sakferli*. Þeir rjeðu líka mestu, hver gjaida skyldi þingfararkaup: «Menn scolu svo gialda þingfararkaup, sem þeir erv asattir i þriðiungi hverium viþgoþann». (þsk þ. 23. kap.). það var líka eðlilegt að svo hafi verið, því goðanum var kunnugast, hverja hann hafði kvatt til þingreiðar, eða hver gekk í dóma eða bar kviðu. þingfararkaupið mun upp- haflega hafa verið miðað við vissa fjár- eign manna, þannig, að þeir fátækari guldu ekki þinglararkanp; sjest það með- al annars af kristinna laga þætti (Grág. I. kap., sbr. Vígvl. 89. kap.j. |»að má nærri geta, að eptir því frjálsa stjórn- arfyrirkomulagi, sem var hjer á landi í fornöld, að menn bafi viljað hafa hin opinberu gjöld sem minnst; hvert við- vik i landstjórnar þarfir var þá ekki seit dýru verði, ella mundu menn hafa «kurrað» illa, ekki síðnr en bændur ( Noregi, er þeim var mjög móti skapi. Jeg hefi farið hjer fljótt yfir að sinni, en mál þetta er vert þess, að það væri skýrt nákvæmar. Sigurður Vigfússon. Meira um rit-hvinnsku, o. fl. í 2. og 3. tölubl. ísafoldar hafði jeg skrifað bókafregn, sem jeg hafði vonast til að ekki mundi gjöra neinum illt i geði; því miður held jeg samt, eptir því sem að sjá er á 10. tölubl. tjóðólfs, bls. 38, að herra P. Pjet- ursson,(íklegast (þótt ólíklcgt sje), biskup landsins, hafi reiðzt af henni. i^að var nú sök sjer, þótt guðsmaðurinn reiddist; hann huggar sig hvort sem er við það, að það sje dagleg yfirsjón; hilt er lak- ara, ef orð mín skyldi hafa orðið til þess, að hann bryti móti 8. boðorðinu, sem hann eptir á mundi telja stórsak- næmt. Blessaður guðsmaðurinn segir það ekki satt, að jeg hafi ekki nema á einum stað rjett að mæla, þar sem jeg fiun að dönskusleltum hans, og vísar mjer í orðabækur npp á það. Jeg á þær nú ekki margar, en víst er um það, að hann er ekki ver settur «fyrir aptan dyrnar*,1 en þegar hann er að «kría» saman með «andaktinni» og «hjartasorginni» einhverjar fáráðar sálir, sem ganga vildu í «borgun» fyrir sálina mína, sem ies allar guðs- orðabækurnar hans öðruvísi en annað fólk («annar smali», sbr.Sturl.) að hann heldur. það er nú sannast að segja, að um guðsorðabækurnar hans hefi jeg aldrei talað neitt nje mun tala neitt, nema gott — að undan skildum stökum stöðum,— hvort sem hann á n.kkuð i þeim eða ekki neitt. Þótt hann ætti ekkert í þeim, þá eru þær í mtnum augum engu lakari. Mjer kom það hverft fyrir, að hann, jafn-háráð- vandur maður, skyldi fara að þykkja það, þótt eg varabi tilvonandi rithöf- unda landa minna við því, að fara líkt að og hann með bænakverið, sem hann nú man ekki til að neinn eigi bæn i nema sjáifur hann; en meinleg tilviljun er það honnm, en ekki mjer, 1) Sem hann kannast við að sje málleysa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.