Ísafold - 10.07.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.07.1877, Blaðsíða 3
63 \ færi gefið til að kynnast Ameríku, og sjerstaklega Nýja-íslandi, og jeg vil hvetja alla þá, sem annt er um að fá sem Ijósastar og áreiðanlegastar frjettir af Vesturheimi, til að kaupa blaðið. Um vesturfarir, semherra W. Krieg- er, umboðsmaður Kanadastjórnar, hefir boðið íslendingum til nú í ár, get jeg fátt sagt af eigin reynd. það er upp á það að ganga í vist hjá bændum í Ontario. Stjórnin í því hjeraði, hefir skuldbundið sig til að sjá þeim Islend- ingum, er þangað vilja koma, fyrir vist og vinnn. f>að er vitaskuld, að þetta getur orðið skóli til að læra akuryrkju ogkynnast vinnubrögðum oglandshátt- um, fyrir þá, sem á annað borð ætla sjer að flytja til Ameriku, og seinna vilja komast í nýlenduna. En aptur á móti er þess að geta, að vinnulaun hafa verið mjög lág, bæði í Bandaríkj- unum og Kanada, þessi seinustu árin, og er óvíst hvort þau hækka að mun nú í ár; auk þess mörgum erviðleikum að mæta fyrir þá, sem koma í annað land fákunnandi í landsmáli og ókunn- ugir landsháttum, þótt á slíkum ervið- leikum megi sigrast með dug og at- orku. En hjer verður hver að sjásjálf- ur ráð fyrir sjer, og fullkomið frelsi verður að eiga sjer stað með vesturfar- ir, sem önnur fyrirtæki. Jeg vil ein- ungis taka það fram, sem aldrei mun of rækilega brýnt fyrir mönnum, og það er: að leggja stund á ensku. Oll- um gefur að skilja, að málið er eitt- hvert hið fyrsta skilyrði fyrir, að geta komið sjer á framfæri, og til að geta varazt allskonar svikara og bófa, sem flykkjast að, til að fjeiletta vesturfara með fögrum loforðum og ginningarboð- um, hvar sem þeir (vesturfarar) stíga á land, eða nema staðar á ferðinni gegn- um landið. Reykjavik, 5 júlí 1877. líalldór Briem. er hann tók af alvöru að hugsa um hraðritun. Níu sinnum hafnaði hann aptur því sem hann þá hafði hugsað upp, og fann síðan annað nýtt í staðinn, þartil árð 1834, að hann gaf út hrað- ritunarfræði sína fyrir jþóðverja (An- leitung zur deutschen Redezeichenkunst oder Stenografihie), sannkallað meistara- verk, sem lýsir framúrskarandi hugviti, skarpleik og lærdómi höfundarins. Hraðritunaraðferð Gabelsbergers var talsvert frábrugðin því sem áður þekkt- ist, og miklu einfaldari og óbrotnari, og að því skapi fullkomin. Hún ruddi sjer til rúms á fám árum, eigi einungis um allt J>ýzkaland, heldur smám saman út um mestallan hinn menntaða heim. Nú er hraðritun kennd eigi einungis í flestum háskólum á J>ýzkalandi, held- ur jafnvel í latínuskólum og alþýðu- skólum allvíða. J>annig voru eigi færri en 776 kenn- arar, sem tilsögn veittu í hraðritun skóla-áríð 1875 — 76 á þ>ýzkalandi einu, Frá alþingi 1877. ii. Gjörðabck 3.—9. þ. m. í neðri deild 3. þ. m. lögð fram stjórnarfrumvörpin og kosin nefnd til að íhuga bænarskrár, er kæmu til þingsins. — 5., fyrsta umr. um fjárlögin (vísað til 2. umræðu og nefnd kosin), og um fjáraukalögin (vís- að til 2. umr. ogtil fjárlaganefndarinn- ar). — 6., i.umr. um lagafrv. um breyt. á tilskip. 26/2 72, 2. gr. (vísað til 2. umr.), og um ábúðar- og lausafj árskattafrv. (frestað, eptir nokkuð þras um þingsköp- in, nefnd kosin), um tekjuskatts-frumv. (frestað, vísað til nefndarinnar í ábúðar- og lausafjárskatts-málinu), um húsaskatt (vísað til skattanefnd.), um tíundarsvika- frv. (vísað til skattan.), og um fátækra-tí- undargjald (visað til skattan.). •— 7., 1. umr. um lagafrv. um sölu á Staðareyí Eyjafirði (vísað til 2. umr.), um lagafrv. um sölu á Arnarnesi í Eyjaf. (vísað til 2. umr.) og um lagafrv. um breyt. á læknahjeruðum (fellt). — 9., önnur umr. um frv. til laga um breyt. á tilsk. 26/2 72 og um sölu á Arnarnesi (báðum vís. til 2. umr.); 1. umr. um lagafrv. um friðun á fugli (tekið aptur), um löggild. J>orláks- hafnar, og um fiskilóðalagnir milli Horn- bjargs og Stigahl. í ísaf.s. (v. til 3. umr.). í efri deild 3. þ. m. lögð fram stjóm- arfrv. — 5., fyrsta umr. um skiptalagafrv. (vísað til 2. umr., nefnd kosin). — 6., fyrsta umr. um lagafrv. um kosn. til al- þingis (v. til 2. umr., kosin nefnd), um endurskoðun jarðabókarinnar (sömul.), um birtingu laga (v. til 2. umr., engin nefnd kosin), um íjárkláðann (v. til 2. umr., nefnd kosin) og um bæjargjöld í Rvík (sömul.); kosin bænarskráa-nefnd. •—7., fyrsta umr. um lagafrv. um leys- ing sóknarsambands, um borgaralegt hjónaband, um að skírn skuli eigi skil- yrði fyrir erfðarjetti og um skipun dýra- lækna (öllum vísað til 2. umr. ognefnd- ir kosnar, nema engin í skírnarmálið). og lærisveinar þeirra samtals 20,872, þar á meðal 1258 stúlkur. Munurinn á hraðritunarletri og hinu algenga ritletri er einkum sá, að staf- irnir í hraðritunarletrinu eru svo ein- faldir og óbrotnir og svo auðskeyttir saman, að eigi er lengur verið að rita heil orð eða atkvæði með því, en einn staf með hinu. Hver stafur er sjaldn- astnemaeinn pennadráttur, annaðhvort beint strik, bogi eða depill. Auk þess eru stafirnir svo haganlega gerðir, að í mörgum atkvæðum og þeim löngum, má steypa þeim svo saman, að eigi fer meira fyrir þeim en einum staf. Gerð stafanna og reglurnar fyrir samsteypu þeirra eru eigi til búnar út í bláinn, heldur byggðar á málfræðislegu eðli tungnanna og hugmyndasmíði þeirra. Verður því að víkja reglum þessum nokk- uð við handa hverri tungu fyrir sig, og er það talsverður vandi. þá eru og notaðar skammstafanir í hraðritun, eigi að handahófi, heldur eptir vissum regl- — 9., önnur umr. um lagafrumv. um borgaralegt hjónaband og um skírn (vísað til 3. umr.). Fjárlögin 1878—1879 eiga eptir frumv. stjórnarinnar að verða að miklu leyti samhljóða síðustu fjárlögum, nema hvað gjört er ráð fyrir, að tekjurnar verði um 50,000 kr. meiri, eða 628663.05 kr., og kemur sá munur einkum fram í lestagjaldi og tollum, svo og tekjum af póstferðum og viðlagasjóðnum. Lesta- gjaldið er ætlazt til að verði 71,668 kr. (í stað 57,696), tollur af vínf. og tóbaki 196,000 (vínfangatollur eptir síðustu fjárl. 160,000), tekjur af póstferðum 19,000 (15,000) ogaf viðlagasjóðnum 38,886.99 (22,184.40). Aptur er alþingistollinum (32,000) sleppt úr þessu frumv., og gjald- ið úr ríkissjóði eigi talið nema 188,332 (í stað 196,024). — Utgjöldin eru nú tal- in 556,329.08 (í stað 434,898.71). Út- gjalda-auki þessi er að nokkru leyti að kenna launalögunum frá síðasta alþingi, en að mestu fólgin í því, að til vega- bóta eru nú ætlaðar 30,000 kr. (í stað 15,000), að læknaskipunarkostnaðurinn verður 80,148 kr. (í stað 38,210) auk 8,000 kr. til læknaskólans — og stendur svo á því meðfram, að áður var eigi talið út- gjaldamegin nema það sem á vantaði að læknasjóðurinn (spítalagjald o. s. frv.) hrykki til að standast læknaskipunar- kostnaðinn, en nú er spítalagjaldið tal- ið tekjumegin, og alíur læknaskipunar- kostnaðurinn útgjaldamegin —, a ð 26,530 kr. eru ætlaðar til aðgjörðar á dómkirkjunni í Reykjavik (síðast ekkert), a ð 4,000 kr. eru ætlaðar í kostnað við endurskoðun jarðabókarinnar 1861, að handa fátækustu brauðum eru ætlaðar 6,000 kr. (í stað 4,000), að auka skal ölmusu- og húsaleigustyrk við presta- skólann um 450 kr. á ári, o. s. frv. Aptur á nú eigi að þurfa nema 34,000 kr. til eptirlauna og styrktarfjár (í stað 41,000 kr.); hefir ljettzt það á við frá- fall þeirra amtmannanna, Bjarna Thor- um, sem einkum eru miðaðar við upp- runa orða og orðaskipun í hverju máli. Galdurinn er í fljótu máli að rita hvert atkvæði með einum pennadrætti, jafn- hratt og eyrað heyrir það. það er það sem allir hraðritunarmeistarar keppast eptir. J>að gefur hverjum manni að skilja, að hvað leikinn sem maður er í hrað- ritun, þarf hann ákaflega mikla áreynslu til að rita eptir þegar ótt er talað, ef hann á að ná hverju orði, og er á- reynslan eigi hvað minnst fólgin i hinni stöðugu eptirtekt, svo nákvæmri, að ekki gangi eitt atkvæði undan. Enda endist enginn maður til að hraðrita í sífellu nema litla stund í einu; manni veitir heldur eigi af meira en helmingi lengri tíma til að skrifa upp hið hrað- ritaða á venjulegu ritmáli. Verðurþví jafnan að hafa marga hraðritara til skiptanna, þegar rita skal langar ræð- ur, svo sem t. a. m. á þingum. J>ann- ig kemst t. a. m. ríkisþingið danska

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.