Ísafold - 14.07.1877, Síða 3
67
kláða í því; að hreppsnefndirnar eiga
að sjá um, að næg baðmeðul sjeu til í
hreppnum hvenær sem skipað er að
baða; að kindur, sem sleppa úr fyrir-
skipaðri heimagæzlu eða gegnum verði,
skuludræpar; að 20—200 kr. sektligg-
ur við, ef brotið er bann valdsmanna
gegn rekstri eða fjárflutningi; að allar
sektirnar skulu ákveðnar með dómi og
renna í landssjóð. Á athugas. við frum-
varpið má sjá, að landsh. heíir stungið
upp á bótalausum niðurskurði hjá fjár-
eigendum, sem uppvísir yrðu að hirðu-
leysi eða óhlýðni gegn skipunum j'fir-
valdsins. En ráðgjafinn segir, að niður-
skurði megi aldrei beita í hegningar-
skyni, heldur eingöngu til að stemma
stigu fyrir útbreiðslu fjársýkinnar, og
það gegn skaðabótum.
þingnefnd í efri d. 6/7: Benidikt
Kristjánss. (skrif.), Sighvatur og Stefán
Eiríksson (formað.).
Skiptalög. Stjórnarfrumvarpið um
skipti á dánarbúum og fjelagsbúum er
allmikill bálkur og merkilegur, í 93
greinum, og að miklu leyti samhljóða
lögum þeim um þetta efni, er Danir
fengu 30. nóv. 1874. Hafði ráðgjafinn
borið undir ýmsa valdsmenn hjer, hvort
þau væru hentug handa íslandi, og hef-
ir amtm. Norðlendinga, sýslum. Eyfirð-
inga, Skagfirð. og Rangæinga, lagt á
móti þeim, en landshöfðingja og lands-
yfirrjetti, amtmanninum sunnan og vest-
an, og sýslumanni Dalamanna, litizt vel
á þau. það má einkum telja til gildis
frumvarpi þessu, eins og stjórnin gjörir,
að það er reglulegur skiptalagabálkur:
öll lagafyrirmæli um skiptameðferð
dregin saman í eina heild, þar sem þau
voru áður í sundrungu á víð og dreif,
og jafnvel ruglingur og ágreiningur um,
hvað væri lög hjer á landi í því efni,
og hvað aðeins dönsk lög; og annað
það, að ætlazt er til að erfingjar skipti
sjálfir, miklu optar en nú tíðkast, án
meðalgöngu skiptaráðanda, eða þá að
eins með umsjón haus. Svo er og bætt
á ýmsan hátt talsvert úr brestum þeim,
er verið hafa á opinberri skiptameð-
ferð hjer á laudi.
þingnefnd í efri d. 5/7: Á. Thorst, B.
Thorberg (formaður), M. Steph, (skrif.).
Endurskoðun jarðamatsins á eptir frv.
stjómarinnar að fara fram á þann hátt,
er utanþings-nefndin í skattamálinu
stakk upp á, og skýrt er frá í ísaf. IV
3, að því viðbættu, að endurskoðunar-
nefndin eða hlutaðeigandi sýslunefnd,
og eins hver jarðeigandi eða ábúandi,
getur látið meta jarðir á ný, og skulu
það gjöra 3 greindir menn í hverri
sýslu, er sýslumaður til þessa nefnir, og
stendur hann fyrir virðingargjörðinni,
fyrir 6 kr. á dag í fæðispen., en virð-
ingarmenn fá 4 kr. Endurskoðunar-
nefndarmennirnir eiga að fá 6 kr. hver
í fæðispen. á ferðalagi sínu, auk ferða-
kostnaðar, svo og þóknun sjer á parti
fyrir starf þeirra.
þingnefnd í efri d. 6/7: Jón Pjeturs-
son (foryn.), Sighvatur, Eir. Kuld (skrif.).
Tíundarsvik. Svo sem fyr er getið,
hefir stjórnin lagt fyrir þingið ,,frv. um
lögsókn og hegning fyrir rangt tíundar-
framtaF, út af þar að lútandi bending-
um utanþingsnefndarinnar í skattamál-
inu. ITefir samt stjórninni virzt ráð-
stafanir þær, er nefndin stakk upp á,
ónógar til að bæta úr göllunum á hin-
um eldri hegningarlögum um tíundar-
svik (op. br. Ys 1786), og stingur hún
upp á, að hreppstjórum sje falið á
hendur að útvega þær skýrslur um
brot þetta, sem fengist geti þegar í
stað, en sýslumenn haldi hina eiginl.
rannsókn í málinu, að sýslumenn skuli
hafa vald til að telja fje þess, sem grun-
aður er um tíundarsvik, a ð lagðar skuli
sektir við tíundarsvikum (20—200 kr.),
og gjaldi hinn seki auk þess þrefalt
við það, er hann hefir undan dregið
tíund, að sektirnar skuli á lagðar með
opinberum lögreglurjettardómi, nema
hinn seki kjósi heldur amtmanns úr-
skurð, og að sektirnar skuli renna í
landssjóð, en uppljóstrunarmaður þó fá
helming þeirra.
þingnefnd í n. d. 6/7: G. Ein., Jón
Sig., Páll bóndi Pálsson.
Dýralæknaskipun. Stjómin vill skipa
4 dýralækna á landinu, sinn í hvern
landsfjórðung, með 1 200 kr. launum úr
landssjóði, auk 4 kr. í fæðispeninga á
ferðum að boði yfirvaldsins og ferða-
kostnaðar, hvortveggja úr jafnaðarsjóði;
leiti einstakir menn dýralæknis, greiði
þeir honum sömu fæðispeninga og leggi
honum til fararbeina kauplaust, eða
gjaldi ferðakostnað samkv. regl. 10/9
1 830, 16. gr. Eandsh. semur erindis-
brjef handa dýralæknum, með ráði amts-
ráðanna.
þingnefnd í efri d. 7/7 : Jón Hjaltalín,
Sighvatur og Ásgeir.
Lagabirting. Eptir frv. stjórnarinnar
á prentun í Kaupmannahafnardeild
Stjórnartíðindanna að koma í staðinn
fyrir þinglýsingu laga og tilskipana m.
fl., frá 1. ágúst 1878. Sje ótiltekið í
lögunum sjálfum, hvenær þau öðlist
gildi, verður það 2 mánuðum eptir að
birt er í Reykjavíkurdeild Stjórnartíð-
indanna, að lögin eða tilskipunin sje
komin út. Hreppstjórar skulu lesa öll
ný lög og tilsk. upp á kirkjufnndum;
þó er sá lestur eigi skilyrði fyrir því,
að lögin sjeu skuldbindandi.
Fátækratíundargjald. Breytingin á
fátækratíundargjaldi, er stjórnarfrv. fer
fram á, er sú, að þeir sem svari minni
tíund en af 5 lausafjárhundruðum, slculi
vera undaþegnir að gjalda J/4 af fátækra-
tíundinni. Breyting þessi á að komast
á, þegar ábúðar- og lausafjárskattslög-
in öðlast gildi, og er gjörð til jafnaðar
gagnvart þeim, er í skiptitiund eru,
með því að konungstíundin áað leggj-
ast niður. — Frumvarpi þessu var vísað
til skattamálsnefndarinnar (í n. d.).
Bæjargjöld í Reykjavik. í stað húsa-
skatts þess og lóðargjalds, er lagður
var á með regl. 27/n 46 og op. brjef
26/9 60, á eptir frv. stjórn. að koma
lóðargjald, sem sje 3 aurar af hverri
ferh. alin í flatarrúmi allra húsa í um-
dæmi kaupstaðarins, úr hvaða efni sem
eru og hvort sem það eru íveruhús eða
eigi, og V4 eyrir af hverri ferh. alin af
öllum óbyggðum lóðum, sem útmældar
eru til að fylgja húsum. Dómkirkjan
skal undan þegin lóðargjaldi. í öðru
lagi skulu allir, sem hafa fast aðsetur
í kaupstaðnum, greiða skatt eptir efn-
um ogástandi samkv. tilsk. 2% 72, 22.
gr., svo og utanbæjarmenn, er 4 mán-
uði á gjaldárinu reka verzlun í kaup-
staðnum, eða stunda þar einhverja aðra
borgaralega atvinnu eða sýslu, sem er
þess eðlis, að hún sje eða geti veríð
atvinnuvegur út af fyrir sig, og hafa
sölubúð, iðnaðarhús eða híbýli fyrir at-
vinnu sina; skal telja gjald það eingöngu
eptir þeim tekjum, sem atvinnan gefur
af sjer. Lög þessi eiga að öðlast gildi
1. jan. 1878.
þingnefnd í efri d. 6/7 Bergur
Thorb. (skrif.), Árni Thorst., M. Steph.
(form.).
Kosningar til alþingis. Frv. stjómar-
innar er samhljóða frv. því, er neðri
deild alþingis 1875 samþykkti við 3.
umræðu, en efri deildin felldi við 3.
umr., mest sakir tímaleysis.
þingnefnd efri deildar 6/7: E. Kuld
(skrif.), Ben. Kr. (form.), Torfi.
Leysing sóknarsambands. Stjómar-
frumv. er þess efnis, að þeim, sem ein-
hverra orsaka vegna eigi er um að
lata sóknarprest sinn framkvæma fyrir
sig kirkjulegar athafnir, skuli heimilt
að kjósa sjer utansóknarprest að sálu-
sorgara, en nota sóknarkirkju og kirkju-
garð hlutaðeiganda — þó svo, að hinn
reglulegi sóknarprestur missi einskis í
af tekj um sínum, vísum nj e óvísum.
Verður því hver sá, er segir sig úr
sókn, að greiða tvenn gjöld fyrir öll
prestleg aukaverk og tvenn offur, þang-
að til nýr sóknarprestur kemur; úr því
þarf hann eigi að gjalda öðrum presti
fyrir auknverk en þeim, er hann not-
ar, nje heldur ofihr.
þingnefnd efri deildar 7/7: E. Kuld,
Benid. Kr., Á. Thorst.
Borgaralegt hjónaband. Stjómarfrv.
er þess efnis, að veraldlegt yfirvald
megi gefa saman hjón, er annað þeirra
eða bæði eru annarar trúar en þjóð-
lcirkjunnar; annars ekki. Hjónaefnin
skulu segja til á undan hjónavígslunni,
í hverjum trúarbrögðum þau vilja að
börn sín verði uppfrædd, og skal það
jafnan vera trú annarshvors hjónanna,
eða þá þjóðkirkjutrúin. Að öðru leyti
hefir frv. að geyma ýmsar ýtarlegar
reglur um, hvernig hjúskap þenna skuli
binda, svo löglegt sje, m. fl. það er
47. gr. stjórnarskrárinnar, er gjört hefir
lög þessi nauðsynleg, og tilefni þeirra
er meðfram Mormóna-hjónavígslan á
Vestmannaeyjum, sem varð að fá kon-
ungsleyfi til í hitt eð fyrra, og þrasið
varð út úr í „ísafold“.
Tíundarlög. Frv. frá Jóni Sigurðssyni
á Gautl. Hver maður, sem á lft hdr.