Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 2
70 fengið utanþingsnefnd til undirbúnings undir næsta þing. Fjárlagamálið er eitt af höfuðmál- unum á hverju þingi. Fjárhagur landsins má heita furðu-blómlegur, er það hefir safnað í viðlagasjóð á fáeinum árum ná- lega hálfri millíón kr. A því mun all- ur þorri þingmanna, að það sje lítill búhnykkur, að vera að leggja stórfje á kistubotninn á hverju ári, eða í dönsk skuldabrjef og „innritunarskírteini“, eða hvað það heitir, en láta að kalla allt ógjört, sem bráðliggur á landinu til framfara, eða þá að hafa viðburðina til þess svo ómyndarlega og fátæk- lega, að eigi verði að hálfum notum. Fjárlaganefndin mun eflaust einráðin í, að leggja drjúgum fje til að bætasam- göngur í landinu, sem framfarirnar eru einna mest undir komnar, að fráskildu menntunarmálinu. Stjórnin ætlar í frumvarpi sínu 30,000 kr. til vegabóta, en oss grunar að nefndin heldur bæti við það en færi það niður. Eins mun þingið ætla sjer að horfa eigi fnokkra viðbót við kostnaðinn til strandferðanna, óg helzt hafa í hyggju að búa svo um, að vjer þyrftum eigi að verða á flæði- skeri staddir með þær, þótt Dönum þóknaðist að kippa af oss hendinni, ef þingið, sem sjálfsagt er, veitir eigi styrkinn til þeirra með öðru móti en því skilyrði, að ferðunum verði hagað að óskum vorum. Póstgöngurnar um landið eru í mestu bemsku, við það sem vera þyrfti og vera mætti með eigi miklum tilkostnaði, sem vjer teljum sjálfsagt að þingið leggi fúslega fram. þá er enn meðal annars þilskipamálið, sem margir þingmenn munu bera fyrir brjósti, og eflaust reyna til að styrkja að með einhverju móti, Rætist súspávor, sem vjer vonum fastlega, að þingið láti sjer núsjerstak- lega umhugað um að styrkja sem mest og efla það, sem framfarir landsins eru bersýnilega einkanlega undir komnar, munu flestir kalla góðar alþingisfrjett- irnar núna, stórum betri en í hitt eð fyrra. Bókafregn. — Svanhvít þeirra skáldanna Mattías- ar og Steingríms er eitthvert eiguleg- asta ljóðakver, er úthefir komiðávora tungu. það er safn nokkurra smá- kvæða eptir ýms útlend höfuðskáld, frá ýmsum tímum. Ffafa þýðendurnir auð- vitað valið það, sem þeim fjell bezt í geð, úr hinum geysimikla fjársjóði á- gæts kveðskapar, er þeim var kunnur á útlendum tungum, enda mun varla nokkur maður með óspilltri fegurðar- tilfinningu öðrum dómi á lúka, en að kvæðin sjeu flest hvert öðru fallegra. fau eru og allflest við alþýðuhæfi, enda ríður eigi hvað minnst á að svo sje, eigi það að lánast, sem er aðal- mark og mið þeirra, sem gefa út handa almenningi fagran kveðskap: að byggja út hinum alþýðlega leirburði, hinni and- legu sorafæðu, sem vesalir prangarar í skáldagervi eitra með blóð menntunar- lítillar alþýðu og myrða með fegurðar- tilfinningu hennar. — Að þýðing kvæð- annaí „Svanhvít“ sje vel af hendi leyst, þarf eigi að efa, er jafnfræknir hafa um hana fjallað og þessi einna helztu skáld vor nú á tímum, sem báðir hafa að maklegleikum einkum orð á sjer ein- mitt fyrir snjallar þýðingar, og eru tvi- mælalaust langfremstir í þeirri íþrótt á landi hjer síðan „þjóðskáldið Jón J>orláksson“ leið. Ætti að g'jöra grein- armun þeirra í þessari íþrótt, virðist hann vera sá, að Mattfas er að jafn- aði tilþrifameiri og fjörmeiri, og, ef til vill, alþýðlegri; en þýðingar Steingríms aptur á móti smekkvíslegri og fágaðri en hjá hinum, svo fágaðar og heflaðar í krók og kring, og orðavalið svo ein- staklega vandað, að varla finnst nokk- urt lýti. J>essi munur á raunar auðvit- að meðfram rót sína í kvæðavalinu, í efni og búningi kvæðanna á frummál- inu, sem hvor um sig hefir tekið sjer til að þýða. |>annig er t. a. m. „Kaf- arinn“ eptir Schiller, sem Steingr. hefir þýtt, eitthvert- fjörmesta kvæðið í öllu safninu, og yfir höfuð óviðjafnanlega fagurt, endaþýðingin snildarleg. Ann- ars eru öll kvæðin eptir Schiller, 4 fremstu kvæðin í safninu, öll þýdd af Stgr., einnig einna fremst að kostum, hvert öðru fegurra að efni og búningi. J>ar næst viljum vjer sjer í lagi benda á biflíukvæði Karls Geroks, einkum hið síðasta: „Páll áAresarhæð“, prýðilega þýdd (af Matt.). Væntir oss þess, að að þeim getist alþýðu einkanlega. Síðast, en eigi sízt, leiðum vjer athygli að því, sem Matt. hefir þýtt úr hinum fræga hetjuljóðaflokk „Fánrik Stáls Ságner“ (sögur Stáls fyrirliða), eptir hið mikla þjóðskáld Finna, J. L. Runeberg, sem andaðist í vor. |>ar í er meðal annars „Sveinn Dúfa“, sem hver mað- ur kannast við, er nokkuð þekkir til út- lends skáldskapar á vorum tímum, og er eitthvert mesta uppáhald meðal allra þjóðkvæða Finna og Svía. Efnið í ljóðaflokk þessum er frelsisbarátta Finna gegn Rússum i upphafi þessarar aldar, hreystivörn veikliða og lítilsigldrar smá- þjóðar gegn tröllauknu ofurefli, lýsing þess, er frelsið barðist í andarslitrum gegn böðulslegu kúgunarvaldi. Yrkis- efnið er þess eðlis, að kveðskapurinn mætti vera ljelegur til þess, að eigi þætti talsvert í hann varið; en þarsem Ijóðin eru nú ort af frartiúrskarandi snilld, með óviðjafnanlegu skáldfjöri og þó látlaust, eins og þessi hetjuljóð Rune- bergs eru, þá er ekki að furða, þótt þau hafi orðið ástsæl. Og það munu þau verða engu síður hjer á landi en annarstaðar, því að varla mun nokkur þjóð unna meir hetjuskap og kunna betur að meta sanna hugprýði og dreng- skap en vjer Islendingar; svo er forn- skáldum vorum og sagnariturum fyrir að þakka, þeim, sem hafa lýst svo snilld- arlega fyrir oss, hversu „deyandi munn- ur orti óð, þá oddur spjóts í hjarta stóð“, og kvað í andarslitrunum í grimmi- legustu pyndingum: „Lifs eru liðnar stundir, Læjandi mun eg æja“. — J>riðja heptið af öðru bindi af Safni til sögú Islands og íslenzkra bókmenntau, sem út kom í vor frá Kaupmannahafn- ardeild Bókmenntafjelagsins, erallmikil bók, 19 arkir, en tómar örnefnalýsing- ar, að fráskilinni einni ritgjörð eptir sira Arnljót Olafsson, um Guðbrand Hólabiskup (varnarrit Guðbrands bislc- upsáHólum), á 100 blaðsíðum. Mörgum mun þykja nóg um þessar miklu ör- nefnalýsingar, svo mikið ljettmeti í kostnaðarsömu vísindariti; en á hitt er að líta, að þær eru eigi einungis til gagns og gamans þeim, sem heima eiga í því hjeraði, sem lýsingin er um, eða eru þar kunnugir, heldur hafa að geyma ómissandi fróðleik fyrir hvern mann, sem lesa vill fornsögur vorar til hlítar, og eru hinar þörfustu öllum sagnamönnum, sjeu þær rjettar. Og þær eiga einmitt heima í öðru eins safni og þessu. Svo æskilegt sem það kann að þykja, að Bókmenntafjelagið gæfi sig fremur við útgáfu hentugra alþýðu-fræðibóka en það gjörir, má þó eigi gleyma því, að það er öldungis ómissandi, að það haldi áfram jafnframt útgáfu annara eins rita og Safntilsögu íslands eða Fornbrjefa- safnið; þess konar rit komast eigi á prent, kostnaðar vegna og annars, nema einmitt efnuð og öflug fjelög taki þau, að sjer. An slílcra ritayrði ókleyft eða jafnvel ómögulegt að semja sögu lands- ins í nokkru lagi. — Meðal örnefna- lýsinganna í þessu hepti er mest varið í þær eptir Sigurð prófast Gunnarsson og Pál Sigurðsson alþingismann (í Ár- kvörn). Ritgjörð Sigurðar prófasts nær yfir meira en allan Austfirðingafjórð- ung (frá Jökulsá í Axarfirði að Slceið- ará), og er mestallt ritað eptir því, sem höf. hefir sjálfur sjeð, en hann er allra manna glöggfróðastur um landslag og ömefni um mikinn hluta lands. Ritgjörð Páls heitins er eigi eintóm örnefnalýs- ing, heldur „um forn örnefni, goðorða- skipan og fornmenjar í Rangárþingi“. Hún er fjölfróð vel, laglega rituð og einkar-greindarlega. — Menn ættu að lesa þessar ritgjörðir eigi einungis sjer til skemmtunar og fróðleiks, heldur jafnframt í því skyni að laga og bæta örnefnalýsingarnar, að svo miklu leyti sem þeir treysta sjer til, t. a. m. vita eitthvað betur eða rjettara en þar stend- ur, sem víða getur verið, einkum þar sem höf. fara meira eða minna eptir annara sögusögn, misjafnlega áreiðan- legri, svo sem t. d. síðasta lýsingin í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.