Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 3
91 3. gr. Af hverju lausafjárhundraði, sem telja ber fram til tínndar, skal sá, er fram á að telja, greiða i alin á lands- vísu. 4. gr. Skattur þessi rennur í lands- sjóð, og skal goldin sýslumönnum og bæjarfógetum á manntalsþingum ár hvert; frá honum veitast engar undan- þágur, hvorki tilteknum stjettum nje eignum. 5. gr. Gjaldið skal greitt í pen- ingum eptir meðalverði allra meðalverða í hvers árs verðlagsskrá. Bresti gjald- anda peninga, getur hann greitt gjald- ið í innskript hjá kaupmönnum, þeim er hlutaðeigandi sýslumaður tekur gilda, eða í landaurum þeim, er nú skal greina: sauðfjenaði, hvítri ull, smjöri, fiski og dún, eptir því verði, sem sett er á aura þessa í verðlagsskrá ár hvert, endasje það verð eigi hærra en gangverð á gjalddaga. 6. gr. Fyrirþessu gjaldi mágjöra fjárnám hjá gjaldanda samkvæmt opnu brjefi 2. apríl 1841, og hefir það í tvö ár frá gjalddaga forgöngurjett þann, sem skattgjöld til landssjóðs hafa sam- kvæmt lögum. 7. gr. Gjald þetta skal krafið í fyrsta sinn á manntalsþingum árið 1879. Laun sýslumanna og bæjarfógeía eiga samkvæmt framangetnum lögum frá al- þingi að vera 3500 kr. fyrir sýslumenn í 1. launaflokki, 3000 í 2., 2500 í 3. og 2000 í 4. flokki, auk tollheimtugjalds og þóknunar fyrir eptirlit með útlend- um fiskiskipum; allar aðrar aukatekjur renni í landssjóð. í 1. flokki eru þess- ar sýslur: 1. Arnessýsla, 2. Húnavatns- sýsla, 3. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, 4. þingeyjarsýsla. — í 2. fl.: i.Skapta- fellssýsla, 2. Rangárvallasýsla, 3. Gull- bringu- og Kjósarsýsla, 4. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla, 5. ísafjarðarsýsla, 6. Skagafjarðarsýsla, 7. Eyjafjarðarsýsla, 8. Norðurmúlasýsla. — í 3. fl.: i.Dala- sýsla, 2. Barðastrandarsýsla, 3. Stranda- sýsla, 4. Suðurmúlasýsla. — í 4. fl.: Vestmanna-eyjasýsla. •— Bæjarfógetinn í Rvík fær 3000 kr. í laun, og 1000 kr. í skrifstofukostnað. Bæjarfógetarn- ir á Akureyri og ísafirði 500 kr. hvor í laun. Lögin öðlast gildi 6. júní 1878. Amtmannaembættin. þingsályktun sú um amtmannaembættin, er báðar þing- deildir fjellst á og sendu landshöfðingja, er þannig hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á lands- höfðingja, að hann hlutist til um, að þegar amtmannaembættin losna, þá verði þau eigi veitt, heldur að eins settir menn til að þjóna þeim, og að jafnframt sje nauðsynlegar ráðstafanir til þess gjörðar, að amtmannaembættin leggist niður við fyrstu hentugleika11. Bygging og ábúð þjóðjarða. Nefndsú, er skipuð var i neðri deildinni til þess að íhuga byggingu og ábúð þjóðjarða, kom sjer niður á svo látandi uppástungu til þingsályktunar, sem samþykkt var í báðum deildum og send landshöfðingja: „Alþingi felur landshöfðingja að sjá svo fyrir, að umboðsmenn ásamt með hreppsnefndum gefi nákvæmar skýrslur um ástand og ábúð hverrar þjóðjarðar í hverjum hreppi, sendi þær með tillögum sínum um leigumála og nauðsynlegar jarðabætur á hverri jörð til sýslunefnda, þær aptur með áliti sínu til amtsráða, og amtsráðin á lík- an hátt til landshöfðingja, svo tímanlega, að skýrslurnar geti orðið lagðar fyrir næsta alþingi, þegar það kemur saman. Hvað sjerstaklega snertir Vest- mannaeyjar, felur þingið landshöfðingja að kjósa þijá valinkunna menn úr næstu sýslu, til þess ásamt sýslumanni og ein- um, sem sýslunefndin í Vestmannaeyj- um kýs, að gefa skýrslu um ábúð og ástand jarða í eyjunum, gjöra uppá- stungur um leigumála jarðanna og nauð- synlegar jarðabætur, og leggja þessar skýrsíur fyrir amtsráðið til áíita, og því næst fyrir næsta alþingi, þegar það kemur saman“. Tekjuskattur. Eptir frumvarpi því um tekjuskatt, er alþingi hefir nú sam- þykkt, á tekjuskattur af eign að verða 1 kr. af hverjum 25 kr. Undanþegnir þessum tekjuskatti eru þeir, er árs- tekjur þeirra eru minna en 50 kr.; tekju-upphæðin skal ávallt deilanleg með 25. Atvinnuskattur er eins og utanþingsnefndin hafði stungið upp á, nema hvað hann kemst aldrei hærra en í 4 af þúsundi (af 7000 kr. og þar yfir). Húsaskatiurinn á að verða 1 x/g kr. af hverjum þúsund krónum í virðingar- verði húsa í kaupstöðum og verzlun- arstöðum og annara húsa, sem eigi eru notuð við ábúð á jörð, þeirri er metin sje til dýrleika. Kirkjutíund í Reykjavík á að vera 10 aurar af hverju hundraði í virðingar- verði húsa í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur. Yfirskoðunarmenn á landsreikningun- um kaus alþingi Dr. Grím Thomsen og Magnús Stcphensen yfirdómara, og skulu þeir hafa 1000 kr. þóknun fyrir það hvor um sig. Brúargjörð yfir Skjálfandafljót. Ein af ályktununum, sem báðar þingdeildir samþykktu, var, að landshöfðingi skyldi mega veita allt að 12000 kr. lán úr landssjóði til brúarbyggingar yfir Skjálf- andafljót, með sanngjörnum kjörum, og gegn þeirri tryggingu, er hann áliti nægilega. Óútrædd lagafrumvörp. Af þeim 13 frumvörpum, er þingið var eigi búið að ljúka við, þegar því var slitið, voru 6 um laun presta og kirkjumál o. s. frv., og höfum vjer getið þeirra áður, en hin voru: 7. Um breyting á umboðsstjórn yfir þjóðjörðum. 8. Um landamerki og gjörðir í landaþrætumálum. 9. Um skaðabætur fyrir það sauð- fje, sem skorið hefir verið niður sakir íjárkláðans. 10. Um friðun fugla á íslandi. (Borið upp í efri deildinni). 11. Um stofnun lagaskóla í Reykja- vík. 12. Um breytingar ogviðaukavið tilskipanir 5. janúar 1866 og 4. marz 1871 um fjárkláða og önnur íjárveik- indi á íslandi, stj.frv. 13. Um leysingu á sóknarsam- bandi, stj.frv. Ónýtt lagafrumvörp. Afþeim(alls 44) eigum vjer að eins ógetið þessara tveggja: 43. Um verðlagsskrár, 29/8 (Frumvarp þetta var búið að fjórræða í neðri deild og þríræða í efri, en fjell víð hina 4. — eina umr. — þar). 44. Um breyting 1. gr. í tilsk. 26. febr. 1872, um kennslu heyrnar- og málleysingja, tekið aptur af flutningsm. — Páli presti Pálssyni — við I.umr. í neðri d., 28/8. Áskorun. Af kostnaðinum til þjóðhátíðar- haldsins á þingvöllum 1874, sem var allsum 7700 kr., eptir reikningum, sem þar til kjörin nefnd alþingismanna á þjóðvinafjelagsfundi 1875 endurskoðaði svo vandlega, sem kostur var á, og færði svo niður, sem hægt var, eru enn ó- greiddar 2400 kr. Vjer undirskrifaðir leyfum oss nú að leita samskota um land allt til að ljúka við þessar kostnaðarleifar, og treystum svo þjóðlund og sómatilfinn- ing landsmanna, að enginn þeirra vilji láta þá vanvirðu spyrjast til annara þjóða og geymast í sögu landsins, að þá einu sinni, er þjóðin hjelt þúsund- ára-afmæli, hafi hinn lítilfjörlegi kostn- aður til þess orðið að stórvandræðum, er staðið hafi svo árum skipti, og verið níðzt á drengskap einstakra manna, er hlaupið höfðu undir bagga í bráðri nauðsyn, óyggjandi um sjálfsagðan al- mennings-áhuga á að láta eigi hátíðar- haldið verða þjóðinni til minnkunar. Reykjavílc, 29. Agúst 1877. Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn. Jón Jónsson landritari. þorlákur Jón Sigurðsson frá Gautlöndum. Björn Jónsson ritstj. „ísafoldar“. Johnson verzlunarmaður. * s)e Jjí Jessir hafa byrjað samskotin og gefið: Hilmar Finsen landshöfðingi Io kr., Pjetur biskup Pjeturs- son 10 kr., Bergur Thorberg amtmaður 5 kr., Magnús Stephensen yfirdómari 5 kr., Jón Sigurðs- son frá Khöfn 10 kr., Tryggvi Gunnarsson kaup- stjóri 10 kr., Jón Sigurðsson fri Gautlöndum 10 kr., Jón Jónsson landritari 10 kr., Torfi Einarsson al- þingismaður 10 kr., Björn Jónsson ritstjóri 10 kr.; Dr. Grímur Thomsen, Guðmundur prófastur Ein- arsson, Benidikt prófastur Kristjánsson og cand. juris Kristján Jónsson 5 kr. hver; Einar Gíslason alþingismaður, Páll prestur Pálsson alþingismaður, Páll bóndi Pálsson alþingismaður, Eiríkur prófastur Kuld og J’órður pórðarson alþingismaður 4 kr. hver. Af því jeg er einn í þeirra tölu, sem notið hafa uppfræðingar í söng- listinni hjá herra söngkennara Jónasi Helgasyni í Reykjavík, þá finn jeg mjer skylt að minnast þess hjer með, að hann hefir í öllum greinum stutt að því að efla mína framför, bæði í söng og orgel-spili, án þess að þiggja borg- un fyrir, og votta jeg hjer með, þessum velnefnda vini og velgjörðamanni mín- um frjálst og opinbert þakklæti mitt. Benidikt Asgrímsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.