Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 1
IV 23. lítlendar frjettir. Kaupmannaköfn, 13. ágúst 1877. Ófriðurinn. Vjer áttum frá því síðast að segja, að Rússar voru að ýmsum leiðum riðnir í tún hjá Tyrkjanum, og þó förin væri til að „troða illsakar', sem Flosi kemst að orði, þá hefir Tyrk- inn orðið þeim langtum verri heim að sækja, en þeir bjuggust við. í Asíu hefir skipt svo um, að Rússar, sem voru komnir með mikinn her inn í Armeníu og höfðu lagzt í umsátur um Kars og fleiri kastala, hafa orðið að gefa upp umsátrið eptir mannskæða bardaga við setulið Tyrkja. Hjer hafði nær, að her Rússa yrði milli steins og sleggju, því fimm dögum síðar (30. júní) en þeir höfðu látið svo mikið lið í áhlaupunum á útvígi borgarinnar, að þeir tóku að hörfa frá og austur aptur, kom Mukh- tar pasja (höfuðforingi soldáns þar eystra) með meginherinn borgarmönn- um til fulltingis. Síðan hafa litlir at burðir orðið í Asíu, en Rússar hafa víð- ast hörfað undan, þar sem til vopna- viðskipta hefir komið. peir senda nú allmikið lið á austurslóðir, og munu þurfa meiri viðbúnað áður þeir taka til nýrra sókna að köstulum Tyrkja og herdeildum i Litlu Asíu. pað er mjög haft á orði, að Kurdar — eða riddara- lið þeirra — hafi unnið Rússum mikinn geig í viðskiptunum þar eystra, enda eru þeir bæði hraustir og herskáir, og vilja helzt ganga af þeim dauðum öll- um, sem fyrir þeim verða forviða.—Vjer víkjum nú sögunni vestur á bóginn. pó vænlega tækist í fyrstu, bæði með yfir- sóknina yfir Duná og framsókn suður eptir miðju Bolgaralandi, þá hefir sú raun orðið á, að Rússar hafa þegar hlotið að gjalda meira „afráð", en þeir ætluðu fyrir sjer liggja. Eptir harða sókn tókst þeim að vinna Nikopoli, eða kastala borgarinnar, og handtóku mest allt setuliðið, sem þar var til varnar (15. og 16. júlí). Um það leyti höfðu þeir stökkt Tyrkjum frá Tirnova (sem fyr er getið), og tóku nú að dreifa her sínum til sóknar. pegar lína er dreg- in frá Sistova norður við Duná (þar sem herinn komst yfir) og suður að Tirnova, og þaðan suður yfir Balkan (fjallgarðinn), þá er þetta leiðar- eða sóknar-lína Rússa suður eptir Bolgara- landi. Fyrir austan línuna eru flestir höfuðkastalar Tyrkja; næstir henni Rústsjúk og Sjúmla, þá Silistria nokkuð austar og uppi við ána, en Varna sunn- ar austur við hafið. Á svæðinu milli kastalanna — eða innan þess skakka ferhyrnings, sem myndast, þegar lina er dregin þeirra á meðal —, stóð meg- inher Tyrkja, og fyrir honum Abdul Kerim, en fyrir eystri deild hans Ejub pasja. Mestu herflóðinu veittu Rúss- ar því austur á bóginn og þá fyrst að Rústsjúk, og tók höfuðherinn stöðvar hjá Biela, þegar Tyrkir voru þaðan hraktir, sem getið var um í frjettunum 6. júlí („ísafold" IV 19). parerRússa- keisari sjálfur, en sonur hans nokkuð austar'og nær kastalanum, og er svo kallað, að hann stýri sókninni. Úr henni hefir lítið orðið að svo komnu, en þau tíðindi orðin fyrir vestan sóknarlínuna og fyrir sunnan Balkan, er nú skulu greind í stuttu máli, og sýna þau, að Rússar hafa farið óvarlegar en skyldi. peim mun hafa þótt, sem Tyrkjum fjellist allur ketill í eld, þegar heröld- urnar riðu að þeim að norðan, og vildu nú gjöra þeim sem mestan geig með því að reka fleyginn sem lengst suður á milli höfuðhersins og herdeilda þeirra fyrir vestan leiðarlínuna. I þessu skyni sendu þeir hershöfðingja þann, er Gurko heitir, suður að Balkan með allmikið lið, og átti hann að freista þar yfirferð- ar, sem fært væri, Tyrkir höfðu hjer góða verði í hverju því skarði, sem far- andi þótti um. Allt um það tókst Gurko að finna eina skarð-smugu hátt uppi á fjöllunum, þar sem ekkert lið var fyrir, en hafði leiðarvísan af kunnugum mönn- um úr byggðinni fyrir norðan. pá má nærri geta, hversu bilt Tyrkjum varð við komu hans fyrir sunnan fjöllin, en hjer var fátt lið til viðtöku, og tók hann að sveima þar um byggðir, en fólkið allt (hið tyrkneska) lagði í ofboði á flótta til enna stærri borga (Filippopel, Adrianopel), og sumir ljetu ekki staðar nema fyr en í Miklagarði. Hjervarð allt á tjá og tundri, og soldán varð næstum frávita við allar ýkjufregnirnar sem sagðar voru, og sumir segja að hann hafi grátið eins og barn, en sjer til huggunar sezt við „kóraninn" og tekið að lesa í honum. Nú lagði her- málaráðherrann, Redif pasja, af stað norður að kanna ástand hersins, og tók hann forustuna af Abdul Kerim og fekk hana í hendur þeim foringja, sem Mehemed Ali heitir. Svo varð að vera, því soldán kenndi Abdul Kerim um, að Rússar hefðu komizt yfir Duná og síðan yfir fjöllin, og gaf að hinu eng- an gaum, er hershöfðinginn kvaðst hafa búið svo ráð sin, að Rússar skyldu aldrei aptur komast úr Bolgaralandi. Annars kvað Mehemed Ali vera einn 89 af fyrirtaks-mönnum Tyrkja til her- stjórnar*. pað hefir síðar komið fram, að AbdulKerim beið hvorki höggdofa eða ráðlaus fyrir, því að hans fyrirlagi mun það hafa verið, að Suleiman pasja var kvaddur austur frá Montenegro með nálega allan her sinn, og að hann kom í tækan tíma til að ráðast á Rússa fyr- ir sunnan Balkan, hjá bæ, sem Jeni Sagra heitir, og stökkva þeim aptur norður að fjallasundunum. Áður hafði þeim tekizt að reka Tyrki burt úr einu alfaraskarðinu, sem Sjipka heitir, og sitja þar nú sveitir Gurkos og halda því opnu, ef meira lið kemur að norð- an og ræðst yfir fjöllin. Hins þarf ekki að geta, að þær sveitir verða uppnæm- ar með öllu, ef illa fer nyrðra, ogTyrkj- um tekst að komast yfir línuna og brjóta skarð í hergarð Rússa. pað er þetta, sem Abdul Kerim auðsjáanlega hefir haft í ráði, er hann Ijet Osman pasja, foringjann í Viddín (vestur frá), fara þaðan með nálega allt lið sitt og draga þann afla til sín, sem var þar vestra á ýmsum stöðum, og taka stöðvar við bæ, er Plevna heitir, eigi langt frá herlínu Rússa í útsuður frá Nikopolis. Hjer er gott vígi, og það er auðsjeð, að Rússar hafa ekki uggað sjer neinn ó- skunda að vestan, er þeir hirtu ekki um að halda þeirri stöð, en voru þar nokkrum dögum (19. júlí) áður en Os- man kom þangað með her sinn. Hann hafði þá allt að 30 þúsundum síns liðs. Daginn á eptir sendu Rússar þegar herdeild að ráðast á Tyrkjaliðið og reka það frá Plevna. peir ætluðu, að Tyrk- ir væru fáliðaðri en þeir voru, og sóttu að með vart 10 000 manna. Bardaginn var hinn harðasti og stóð allan dag til kvölds, og enn næsta dag (21. júlí) var haldið áfram, og höfðu hvorirtveggja fengið meiri liðsafla um nóttina, en Rússar höfðu þó ekki meira en helm- ing liðs á við hina. Orustunni lauk svo, að Rússar urðu að hörfa undan við af- armikið manntjón. pað munsannfrjett, að af liði þeirra hafi fallið á þriðja þús- und manna, en tala hinna særðu hafi verið 3—4 þúsundir. Hjervar þó skammt að bíða meiri og mannskæðari viður- eignar. 31. júlí rjeð sami hershöfðing- *) Hann er frá Prússlandi, en af frakknesku kyni, að minnsta kosti i föðurætt. Nafn hans var Detroit. I æsku rjeðst hann í farmennsku, og á einni ferðinni strauk hann í land, en það varð úr, að hann tók Múhameðstrú og komst síðan í kynningu við ýmsa menn, sem mikið áttu undir sjer. f>eir settu hann i hernaðarskóla, en eptir það miðaði honum fljótt fram til met- orðanna. Tveir menn aðrir af þýzku ætterni eru Hðsforingjar í her Tyrkja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.