Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 1
ísafold. IV 25. Reykjavík, laugardaginn 6. októbermán. I 1877. Fjárkaup Breta á Austfjörðum haustið 1876. (Leiðrjetting). Herra ritstjóri! í blaði yðar „ísafold" III 30 stendur löng skýrsla frá þeim Bridges og Tait i Leith yfir, hvernig þeim gengu fjár- kaup sín hjer á austurlandi næstl. haust. Skýrsla þessi þarf að minni ætlan mik- illa leiðrjettinga við, en þarsem jeg er vissum, að margir af þeim, er voru á marköðunum að Fossvöllum og Bót, hafa næga hæíilegleika og einurð til að hrinda af sjer því, er á þá er borið, vil jeg að eins leiðrjetta það í skýrsl- unni, er snertir Seyðisfjörð. Að þeir sendu frá Eyðum ofan á Seyðisfjörð að kvöldi þess 14. eða 15. sept. til að boða þar markað þann 16. s. m. er satt, og jegveit, að þeir jafn- vel ljetu biðja bændur um að smala fje sinu til markaðarins, en að þetta var ekki gjört kom ekki til af fregninni um hið annað fjárkaupaskip, er koma skyldi 2. okt, því eptir því sem jeg veit bezt var hún ekki komin til Vestdalseyrar þegar samanreksturinn skyldi fram fara, heldur mun það hafa komið til af því, að í fyrstalagi ætluðu bændur sjerhjer í firðinum fátt eða ekkert að selja, og í annan stað höfðu hingað borizt svo ógeðfeldar fregnir af fjárkaupum þeirra í Hjeraðinu, að menn vildu heldur vera lausir við að eiga nokkur skipti við þá, en að gjöra sjer ómak fyrir samanrekstri, kann ske til einkis. Sá einasti bóndi hjer, er vildi selja þeim, fekk fje sínu smalað kvöldið fyrir markaðsdaginn, enda fekk hann nokkrar kindur seldar, þó naumast fyrir það verð, er margur mun álíta að þær hefðu lagt sig fyrir á blóðvelli. Að nokkur hafi verið kominn að heiman frá sjer með fje til hins um- rædda markaðar er alveg ósatt; einnig veit jeg með vissu, að engin hæfa er fyrir að Gránufjelag — sem falin voru sauðakaup til hins seinna skips — hafi ánokkuru hátt „skotið loku" fyrir, að þeir herrar Bridges og Tait fengi sauðakaupum sínum framgengt hjer í firðinum; ástæðan fyrir þessum ummæl- um þeirra mun vera sú, að maður úr næsta firði — sem alls ekkert vissi um markaðinn hjer þann 16.— var kominn að heiman frá sjer, með allmarga sauði er hann vildi selja hjer í Seyðisfirði á einn eður annan hátt, þegar hannfekk að vita um hið seinna fjárkaupaskip, sleppti hann reyndar sauðum sínum aptur, en án þess að hafa átt tal við forstöðumann þeirra fjárkaupa eða að nokkur orðsending hefði farið þeirra á milli. Að lyktum skal þess getið að Seyðfirðingar seldu Englendingum alls 34 kindur, 24 á hið fyrra skip og ioí hið síðara. SeyðfVrðingur. FRJETTIR. Strandferðaskipið Diana hafnaði sig hjer Ioks að morgni hins 1. þ. m., eða rúmri viku síðar en áætlað var. Hafði hún legið 3 sólar- hringa á Akureyri, 2 á ísafirði og 3 á Dýrafirði; en þangað fór hún gegn á- ætluninni, fyrirtilmæli verzlunareigand- ans á Jpingeyri. Lítið mun hafa verið að veðri, að minnsta kosti sumaafþess- um legudögum; skipstjóra þótt óvar- legt að halda áfram nema í einsýnu veðri, þegar nótt er orðin svo löng og dimm, og veður rosasamt. Talsverður bagi hefir auðvitað orðið að þessari ferðatöf skipsins. Meðal annars biðu ýmsir sveitamenn hjer syðra, er áttu von á skreið o. fl. að norðan með skip- inu, lengi hjer með hesta sína og fóru með þá lausa heim aptur dagana áður en skipið kom loksins. Skólapiltar komust að eins mátulega; en þó voru nokkrir þeirra farnir af stað landveg hingað, eptir langa bið þar, sem þeir ætluðu á skipsfjöl. Frá Nýja-islandi er að frjetta að mönnum líður þar all- vel yfir höfuð að tala og eru landar vorir þar vongóðir um að vel muni farnast þegar fram í sækir, og nú vinna þeir að því marki og miði með ótrauð- um dug og fylgi. Síðan bólan hætti má heita að heilsufar hafi verið hið bezta. Tíðarfar var blítt og hagkvæmt fyrir jörðina framan af í vor fram um lok maímán., þá brá til votviðra, og hjelzt það annað veifið mestan hiuta júnímánaðar. Votviðri þessi — og víða meiri — gengu í Manitoba og þar í grennd fyrir sunnan Nýja-ísland um sama leyti, og gjörðu víða talsverðan skaða; vöxtur hljóp í ár, svo þær skemmdu víða, og á mörgum stöðum kæfðu þessi votviðri korntegundir til muna. Eptir brjefi úr nýlendunni frá 25. júlí hafa þau ekki gjört þar tjón svo teljandi sje. Jpað leit því mjög vel út með uppskeru. Bygg og hafrar voru þar því nær fullþroska, þegar skrif- að var (25. júlí), og hveiti í góðum gróðri. Kartöflur ágætar allstaðar. f>eim var víðast hvar sáð undir lok maí, og nú var farið að taka þær upp og haía til matar; meðal þeirra hittust sumar, sem vógu 6 lóð hver. Kálteg- 97 undir og rófur hafa þar á móti víða skemmzt af kálflugum. Mokfiski mátti heita strax og ár og vatn leysti og hjelzt fram um lok júní, en síðan var afli lítill sökum þess, að fiskur leggst til djúps, þegar vatnið er orðið volgt með landi fram. Jpó öfluðu margir til matar. „Framfari" var ekki farinn að koma út enn. Jpessi dráttur með út- komu hans kom til af því, að prent- smiðjan fjekkst ekki flutt frá Winni- peg fyr en seint og síðar meir, með fram vegna hervarðarins um nýlenduna. og þegar hún var loks komin til ný- lendunnar, vantaði nokkur áhöld, sem varð að fá sunnan úr Bandaríkjum áð- ur en byrjað yrði að prenta, en nú átti að byrja prentun hans í byrjun ágúst- mán. og mun hans því von með næsta póstskipi hingað til íslands. Hervörð- urinn var ekki upp tekinn fyr en 18. júlí; hann hefir verið til mikils hnekki fyrir nýlenduna með allar samgöngur, sendingar og ferðalög. Eptir að hann var hafinn og frjálsar samgöngur máttu eiga sjer stað, fór fjöldi landa suður til Manitoba að leita sjer atvinnu, karl- menn við járnbrautarvinnu, uppskeru og heyskap hjá bændum, en kvennfólk í vistum við hússtörf. Vinnulaun við járnbrautir er 2 doll. á dag, 12 doll. um vikuna að undanteknu fæði, en það kostar 4 dollara um vikuna. Kvennfólk fær 5—15 doll. um mánuðinn í Winni- peg. I nýlendunni voru menn nýbyrj- aðir á heyskap. I júlímánuði ferðaðist landi vor sira Jón Bjarnason í Minneapolis til ný- lendunnar, og leizt honum yfir höfuð vel á landnámið og framfaraviðleitni landa vorra þar. Fólkið, sem verið hefir prestsþjónustulaust i svo langan tíma, frá því seint í fyrra sumar, að sira Páll J>orláksson kom þangað, fagn- aði mjög komu hans, og flykktist að til að heyra hann. Sira Jón dvaldi í nýlendunni hálfa aðra viku, hjelt guðs- þjónustugjörð á fjórum stöðum, gaf saman 7 hjón, skírði 6 börn og hjelt auk þess ræður fyrir mönnum í þá átt, að vekja anda fólksins fyrir frjálsum framförum og sjálfstæðu lífi. Hver- vetna ljet fólkið í ljósi innilega löngun eptir að fá hann sem prest þegar í haust, en með því hann er bundinn við ritstjórn á blaðinu „Budstikken", varð ekki neitt fast ákveðið um það meðan hann stóð við í nýlendunni. Seinna, eptir að hann var kominn heim aptur, hefir hann fastráðið að fara þangað í haust. Hann segir svo frá burtför sinni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.