Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 3
99 hefir snjóað ofan í mið fjöll, og lítið sem ekkert tekið upp á daginn, því allt af hafa gengið snjóa- eða krapa- leiðingar um allt hjeraðið, svo sólar hefir eigi notið“.—Sakir kuldanna fram- an af sumrinu varð grasvöxtur í rýrara lagi um allt land, en þó langmest brögð að grasbresti fyrir norðan og austan, einkum á túnum. Nýting á töðum varð góð um allt land og ágæt sunnanlands, en sakir grasbrests varð töðufall fyrir norðan og austan, allt að þriðjungi minna en í meðalári og útheyskap- urinn litið betri, bæði vegna gras- brests og misjafnlegrar nýtingar. Um suðurland mundi heyskapur hafa orðið í betra lagi, sakir afbragðs nýt- ingar meira hlut sumars framan af, hefði eigi brugðið til óþurkanna að engjaslættinum rúmlega hálfnuðum, svo hey hröktust mjög fyrir mönnum. — Sjávarajli hefir verið góður kringum allt land í sumar, nema við Faxaflóa. Er oss skrifað úr Skagafirði í miðjum f. m.: „Fiskiafli afbragð, hlaðfiski þá róið er og beita til; sumir fá 100 í hlut á dag af vænum fiski, þegar ný síld er til beitu. fetta er dæmafár afli hjer á Skagafirði“. Svo sem vikutíma um miðja mánuðina júlí og ágúst var nokkur afli hjer á Inn-nesjum, af feitri ýsu, en mjög litill reytingur endrarnær og optara þurr sjór.—Laxveiði var af- bragð i sumar í öllum veiði-ám á land- inu, þó mest að tiltölu í Hvítá í Borg- arfirði og þ>verá í Mýrasýslu.—-Haust- slcurður mun reynast í góðu meðallagi hjer syðra að því er hold snertir, en fje fremur rýrt á mör; fyrir norðan og austan fje með rýrasta móti. Víða er kvartað um slæmar heimtur af fjalli, sakir þoku og dimmviðra um leitirnar. Frami. Hinn 31. ágúst hefir konungur vor sæmt Jón rektor þorkelsson riddara- krossi dannebrogsorðunnar. Ofriðurinn. Með nýkomnu kaupskipi frá Eng- landi hafa nú borizt sögur af ófriðnum fram í miðjan fyrra mánuð, enn þótt miður greinilegar. Máþað eitt afþeim ráða með vissu, að Rússum veitir all- erfitt, og tvísýnt, hvort þeir fá haldizt við sunnan Dunár öllu lengur. Bardag- arnir við Plevna um mánaðamótin á- gústm. og septemberm., er getið var í síðasta blaði, hafa verið atkvæða-minni en orð var á gjört fyrst, og Rússar unnið lítið á í þeim. þ>eir sátu enn um Plevna, er síðast frjettist, oghafði verið barizt þar á hverjum degi vikuna 9.— 15. f. m., en Tyrkir staðið bjargfastir fyrir í virkjum sínum, og hinir orðið að láta undan síga, eptir mikið manntjón. Hafa að sögn Rússa sjálfra 12,500 her- mannaog3oo liðsforingja fallið af Rúss- um eða orðið óvígir' í umsátinni um Plevna og bardögunum þar hjá borg- inni, og meira en 3000 af liði Rúmena,. bandamanna þeirra. Lesendurnir muna, að Rússum tókst í sumar að komast með sveit manna suður yfir Balkan-fjöll, og hjet Gurko fyrirliðinn. Tyrkir tóku svo á móti hon- um, að hann varð að halda undan upp í fjöllinaptur, ogbjósthann umískarði því, er hann hafði komizt suður um, og Sjipkaskarð heitir. Ætlaði hann að sitja þar og geyma leiðarinnar suður yfir handa fjelögum sínum norðan að. En þeim sóttist seinna en varði og komst Gurko því í æði-krappan í skarðinu, þvf Tyrkir sóttu hann með ofurefliliðs; en hann varðist af mestu hreysti og gerði Tyrkjum mikinn mannskaða. Tyrkir höfðu komizt á holtnokkurt öðrumeg- in við skarðið og hlaðið þar vígi og gjörðu hinum óvært með skotum sínum þaðan. pessu vígi vildi Gurko ná, og var barizt um það í samfleytta 6 daga, 21.—26. ágúst, og skildu við svo búið. Nú segir hraðfrjett frá Miklagarði 15. f. m. Tyrki vera búna að ná skarðinu, en óvarlegt er að trúa þeirri sögu, að svo stöddu. Sigurfregnir Tyrkja eru sjaldnast að marki hafandi. í Asíu hafa engir atburðir orðið, er teljandi sjeu. þ>ó er svo að sjá, sem Rússum veiti heldur betur þar aptur upp á síðkastið. Enskir frjettaritarar gjöra mjögorð -á, hve ókænlega hvorumtveggja, Rúss- um og Tyrkjum, farizt hernaðurinn. [>eim verði allt af á hver skyssan á fætur annari, hvorumtveggja. Aðalyfir- sjón Rússa sje sú, að þeir ætli of lítinn liðskost til hverrar atlögu. Grimmdin í bardögum er mikil á báðar hliðar; „það er eigi hernaður, heldur tröllaukið slátur“ segir einn frjettaritarinn. Miklar sögur fara af níðinglegri grimmd Tyrkja við hertekna menn, og eins af ósköpum þeim, er fólk á undir að búa í þeim hjeruðum, er gengin voru á hönd Rússum, en Tyrkir hafa nú náð aptur á sitt vald. þ>að er rænt, smán- að og pyndað á allar lundir af hermönn- unum, og þar á ofan líflátið hrönnum saman á hverjum degi eptir dómi. Ýmislegt. — í Asíu austan og sunnan hefir verið hallæri ógurlegt í sumar sumstaðar, sakir þurrviðra, bæði á Indlandi, í Kína og á Kórea. Stjórn Breta leggur fram stórfje til að halda lífi í þegnum sínum á Indlandi, þeim er bjargarlausir eru, en það er öldungis ókleyft, því að fólks- mergðin er svo feikileg, og eigi færri en 20 miljónir manna, er byggja hin bjargarlausu hjeruð. Einnig er safnað stórfje með samskotum út um allan heim handa hinu bjargþrota fólki; það hryn- ur eigi að síður niður unnvörpum. — Henry Stanley, hinn frægi Suð- urálfuferðamaður frá Vesturheimi, sá hinn sami og fann Livingstone um árið, er nýlega kominn alla leið vestur um þvera Afríku miðja, og hefir rakið far- veg árinnar Lualaba, er Livingstone og aðrir leituðu lengi að upptökum á, og komizt að raun um, að það er sama áin og Congo, hið mikla fljót vestan á álf- unni, erlengi hefir kunnugt verið. Stan- ley komst í miklar þrautir og mann- raunir á þessari ferð, átti í sífelldum bardögum á hinni afarlöngu leið með fram ánni, við ýmsar villiþjóðir, flest mannætur. — Járnbrautaróstunum í Bandaríkjun- um i Vesturheimi var Ijett, er síðast frjettist, eptir allmikið manntjón og spell- virki. — A Frakklandi lítur fremur í- skyggilega út. Stjórnin hefir látið höfða mál gegn Gambetta, höfuðskörung og oddvita þjóðvaldsmanna, fyrir bermæli um ríkisforsetann, og óttast menn að það heimskulega tiltæki muni leiða til mestu æsinga oguppnáms. þ>jóðvalds- menn telja sjer vísan sígur í þingkosn- ingum þeim, er fram eiga að fara í haust, en stjórnin og hinir flokkarnir neyta allra bragða til að sporna við því. Sumir kvíða því, að fráfall Thiers verði þjóðvaldsmönnum að ógæfu; því að hans viturleik og stillingu er það mest þakkað, að þeir hafa komið sínum ráð- um fram að mestu hin síðari árin. — Konungur vor ferðaðist til Eng- lands í sumar að finna dóttur sína, prins- essuna af Wales. — Brigham Young, Mormónahöfð- ingi og æðsti prestur, andaðist í sumar. Ný lög. Hinn 24. ágústm. þ. á. hafa þessi 5 lög frá alþingi í sumar hlotið stað- festing konungs (konungsefnisins, í fjar- veru konungs): 1. Lög um breytingu á tilskipan fyrir ísland um gjald á brennivíni og öðrum áfengum drykkjum 26. f. m. 1872, 2. gr., að því leyti er snertir borgun gjaldsins af þeim vörum, sem flytjast til landsins með gufu- skipum. 2. Lög um birting laga og tilskipana. (Sjá „ísaf.“ IV 17 og 19). 3. Lög um að nema úr lögum að skírn sje nauðsynleg sem skilyrði fyrir erfðarjetti. 4. Lög um löggildingu verzlunarstað- ar í þ>orlákshöfn í Árnessýslu. 5. Lög um verzlun á Geirseyri við Patreksfjörð. Yfirsetukvennahjeruð. Samkvæmtyfirsetukvennalögum 17. desbr. 1875, 1. gr., hafa amtsráðin í suðuramtinu og í vesturamtinu skipt þessum fjórðungum landsins í 94 yfir- setukvennahjeruð. Er Skaptafellssýslu skipt í 11 yfirsetukvennahjeruð, Vest- mannaeýjasýslu 1, Rangárvallasýslu í 11, Árnessýslu í 15, Gullbringu- og Kjósarsýslu í 11, Borgarfjarðarsýslu í 6, Mýrasýslu í 5, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í 9, Dalasýslu í 4, Strandasýslu í 4, Barðastrandarsýslu í 7, ísafjarðarsýslu í 11. Hvaða svæði hvert yfirsetukvennahjerað tekur yfir má lesa í Reykjavíkurdeild Stjórnartíð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.